Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD verður í Sjónvarpinu dagskrá helguð landssöfnun fyrir Sjónarhól – nýja ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur allra barna með sérþarfir á Íslandi. Þá mun ráðast hvort draumur þúsunda íslenskra fjöl- skyldna um einfaldara og betra líf muni verða að veruleika. Það er samdóma álit okkar sem leiðum starf foreldra barna, sem þurfa á langvar- andi stuðningi samfélagsins að halda, að helsti veikleiki „kerfisins“ sé hversu flókið það er. Ofan á álag fjölskyldunnar vegna langvarandi sjúkdóms barns, fötlunar eða annarra frávika bætist að læra að rata um völundarhús velferðarkerfisins, koma á sam- vinnu hinna ýmsu sérfræðinga og leita sér upplýsinga um viðkomandi sjúkdóm eða fötl- un. Þetta verður til þess að margir villast af leið og gefast hreinlega upp. Fyrir vikið verða alltof mörg börn af sjálfsögðum, lög- bundnum mannréttindum. Sjónarhóli er ætlað að breyta þessu. Hann verður miðpunktur faglegrar, óháðrar þjónustu við fjölskyldur allra barna með sérþarfir á landinu; gætir að réttindum þeirra og möguleikum og veitir leiðsögn og stuðning til betra lífs. Við Íslendingar eigum stóran hóp af afar færu fagfólki sem starfar vítt og breitt um kerfið að málum þessara fjölskyldna. Það er mikið ánægjuefni hve hugmynd okkar um Sjónarhól hefur hlotið jákvæðar undirtektir í þess- um hópi. Þar eru menn sammála okkur um að þau úrræði sem fyrir eru í kerfinu muni verða skilvirkari og koma fleirum að notum verði Sjónarhóll að veruleika. Þau samtök og félög sem að Sjónarhóli standa búa yfir víðtækri þekk- ingu á aðstæðum barna með sérþarfir á Íslandi. Auk ráðgjafarhlutverksins er Sjónarhóli ætlað að auðvelda foreldrum aðgang að upplýsingum og greiða þeim leið að reynslu annarra foreldra sem búa við svipaðar að- stæður. Ætla má að á Íslandi séu um 5.000 fjölskyldur barna með sérþarfir. Í kvöld gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að einfalda líf þeirra og færa þær nær því að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Styðjum öll sérstök börn til betra lífs! Gefum börnum tækifæri í kvöld Eftir Halldór Gunnarsson, Ingibjörgu Karlsdóttur, Rögnu Marinósdóttur og Þóri Þorvarðarson Halldór er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ingibjörg er formaður Foreldrafélags barna með AD/HD, Ragna er formaður Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, og Þórir er formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Halldór Gunnarsson Ingibjörg Karlsdóttir Ragna Marinósdóttir Þórir Þorvarðarson STUNDUM tek ég eftir því að all- ir í kringum mig eru orðnir svo leið- inlegir og óspennandi. Þeir eru ýmist að rífast við mig eða að mér finnst við ekkert hafa um neitt að tala lengur. Ég fer þá kannski að hugsa um að nú verði ég að breyta til – flytja eða hitta nýtt fólk eða kannski bara hentar mér ekki þetta starf lengur og kominn tími til að gera aðra hluti. En smám saman rennur það upp fyrir mér að það er ég sem er annað hvort útkeyrð af of mikilli vinnu eða hef verið svo dugleg að sinna öllum öðrum í kringum mig að ég missti af sjálfri mér á leiðinni. Ef það líður nógu langur tími áður en ég fer að hlusta þá læðist aftan að mér lymskuleg og óljós tómleika- tilfinning. Síðan er kannski áfram svo mikið að gera að ég hunsa hana og þá fylgir í kjölfarið kvíði eða óþol- inmæði, svefntruflanir eða jafnvel að einhver líkamlegur kvilli fer að gera vart við sig; kvef í besta falli, eða magabólgur. En ég hitti líka marga sem glíma við enn erfiðari drauga eins og þunglyndi, langvarandi kvíða eða síþreytu í kjölfarið á langvarandi álagi, streitu eða kannski erfiðum til- finningum sem fengu aldrei útrás. Allt af því að við lærðum aldrei að hlusta á líkamann og lifum í sam- félagi sem leggur ekki mikla áherslu á að næra andann og tjá tilfinningar sínar. Samfélagið kallar okkur mikið upp í hugann – við þurfum að hugsa við allar mögulegar aðstæður en við fáum ekki mörg tækifæri í daglegu lífi til að finna fyrir okkur sjálfum og vera í líkamanum. Þess vegna verð- um við að skapa þær. Við förum út að ganga eða synda og ef við viljum fara enn dýpra og hreinsa líka til í sálarlíf- inu er hægt að fara margar leiðir. Þar verður hver að finna hvað honum hentar. Líföndun er einn möguleiki. Hún er hugsuð sem leið til að losa um spennu, finna fyrir líkamanum og um leið tengjast því sem er innra með okkur. Við getum notað hana sem tæki til að vinna úr hlutum, til að hrista upp í okkur og til að finna frið- inn hið innra. Að hlusta og skynja Sumir segja að öll uppspretta hamingju sé fólgin í því að læra upp á nýtt að njóta andartaksins. Til þess þurfum við að læra að hlusta á það sem er að gerast innra með okkur og gefa okkur tíma til að finna, horfa, hlusta, skynja og bara vera. Þannig er víst hægt að læra að njóta þess að gera hvað sem er. Hlýtur ekki að vera í því fólgin meiri lífsfylling að njóta alls sem við gerum? Sumar mæður í Asíu kenna dætrum sínum að vera meðvitaðar um allar hreyf- ingar sínar. Þannig verði þær fal- legri. Ég hef verið að lesa bók und- anfarið sem heitir „Að elska það sem er“. Höfundurinn, Byron Katie, full- yrðir að það séu ekki aðstæður okkar sem gera okkur óhamingjusöm held- ur það hvernig við hugsum. Ef við er- um alltaf að amast út í veruleikann eins og hann er þá erum við óhjá- kvæmilega óánægð með lífið. Hún hvetur okkur til að kanna þessar hugmyndir okkar um það hvernig líf- ið eigi að vera í stað þess að ganga að þeim vísum. Við eigum það nefnilega til að samsama okkur með hugsunum okkar án þess að taka eftir því. Hugs- anir koma og fara og ef við trúum þeim sem heilögum sannleika án þess að skoða hvort þær eru það þá er hugurinn búinn að taka af okkur völdin. Við erum stöðugt að segja sögur í huganum um allt sem kemur fyrir okkur. Sumt er okkar eigin túlkun á því sem gerðist og sumar sögurnar snúast um annað fólk og koma okkur jafnvel ekki við. Samt erum við að burðast með þær og jafn- vel láta þær hafa áhrif á líðan okkar. Hún segir frá því að hún hafi í mörg ár reynt að fá börnin sín til að taka saman sokkana sína. Alltaf var það hún sem gerði það og lét það fara í taugarnar á sér í hvert skipti. Þegar hún fór að skoða þessa hugsun: „Börnin eiga að taka til eftir sig“, komst hún að þeirri niðurstöðu að sannleikurinn væri sá að þau gerðu það ekki – hvort sem hún skamm- aðist eða ekki. Svo hún fór bara að taka saman sokkana án þess að vera reið. Smám saman tóku börnin eftir þessu og fóru að gera það sjálf. „Ég er skotin í því sem er,“ segir Katie, „ekki af því ég sé svo andleg heldur einfaldlega vegna þess að það veldur mér vanlíðan að aggast út í veru- leikann. Við getum gefið okkur að veruleikinn sé góður eins og hann er, af því að við upplifum óþol og spennu ef við streitumst gegn honum. Þegar við hættum því náum við jafnvægi og getum hafist handa á eðlilegan og einfaldan hátt – óttalaus.“ Lífið hefur sinn gang Ég get alveg tekið undir með Byron Katie – ég er skotin í því sem er. Þegar ég gef mér tíma til að hugsa um það, finna fyrir því og taka eftir því hvað það veldur mikilli spennu að berjast á móti lífinu. Lífið hefur sinn gang hvað sem mér finnst um það og stundum verð ég að taka mér tíma til að finna mótþróann innra með mér, finna hvernig mér líður áður en ég get tekið því sem að höndum ber með opnum huga. Þá finnst mér gott að hafa aðgang að að- ferðum sem virka fyrir mig, hvort sem það er jóga, líföndun, íhugun eða annað sem hjálpar mér að endurnær- ast og sættast við lífið og sjálfa mig. Að elska það sem er Eftir Guðrúnu Arnalds Höfundur er leiðbeinandi í líf- öndun, hómópati og nuddari. FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur ákvað nýlega að kvöld- og helgarþjón- usta í félagslegri heimaþjónustu yrði endurgjaldslaus frá og með 1. janúar nk. En af hverju vill félagsmálaráð hætta að taka gjald fyrir dýrustu þjón- ustuna þ.e. þá þjónustu í heimahús sem veitt er á kvöldin og um helgar. Áhersla Reykjavíkurborgar sem og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyta er að auka heimaþjónustu og draga úr stofnanaþjónustu fyrir aldraða, fatlaða og sjúka. Slík áhersla hefur þau áhrif að vægi heimaþjónustu og heimahjúkrunar þarf að aukast strax í nánustu framtíð. Þeir sem njóta kvöld- og helgarþjónustu eru þeir sem eru í mestri þörf og þurfa töluverða umönnun og aðstoð við at- hafnir dagslegs lífs s.s. aðstoð við að klæðast og hátta. Oft er þetta aðstoð sem er ekki mikil í augum þess sem veitir hana en skiptir sköpum um möguleika fólks til að búa heima. Áfram verður öll félagsleg heimaþjónusta endurgjaldslaus fyrir þá sem hafa tekjur sem samsvara fullum óskertum bótum almannatrygginga eða lægri, þó svo að þjónustan sé veitt á dagvinnutíma, en samhliða þessari breytingu var ákveðið að hækka gjaldskrá þeirra sem greiða fyrir þjón- ustuna á dagtíma úr 300 kr. í 350 kr. á klukkustund. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar Þessa dagana er að líta dagsins ljós samkomulag heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar um samþætta heimaþjónustu og hjúkrun. Þegar það liggur fyrir eru uppi áætlanir um uppbyggingu kvöld- og helgarþjónustu í hverfum borgarinnar í tengslum við félags- og þjónustumiðstöðvar Fé- lagsþjónustunnar. Byrjað verður á tveim þjónustumiðstöðvum og síðan verður starfsemin færð út í öll hverfi. Þaðan verður kvöld- og helgarþjón- ustan skipulögð þannig að ekki verður langt að fara til þeirra sem njóta þjónustunnar. Með gjaldskrárbreytingunni er samþætting heimaþjónustu og heima- hjúkrunar gerð möguleg en það hefur verið til trafala að heimahjúkrun hefur verið gjaldfrjáls en ekki félagslega þjónustan. Það hefur leitt til þess að fólk sækir í hjúkrun þó svo að einungis sé félagslegrar heimaþjónustu þörf. Það hefur því verið dýrara fyrir samfélagið en þörf er á að sinna al- mennri nærþjónustu, enda sérfræðiaðstoðin kostnaðarsamari. Fram til þessa hafa einungis leiguíbúðir í eigu Reykjavíkur verið kall- aðar þjónustuíbúðir. Með aukinni áherslu á heimaþjónustu og heima- hjúkrun má kalla allar íbúðir sem hafa aðgang að sólarhringsþjónustu þjónustuíbúðir. Í mínum huga er þjónustuíbúð sú íbúð þar sem ég bý og hef búið mér og mínum heimili. Það á að vera óháð því hvort ég er leigjandi eða eigandi steinsteypunnar sem umlykur heimilið. Það er von mín að fleiri deili þessari hugsun með mér – því þá eigum við öll möguleika á að vera í þjónustuíbúð ef og þá þegar á þarf að halda. Í nánustu framtíð verður lögð aukinn áhersla á kvöld- og helgarþjónustu heim til þeirra sem þurfa töluvert mikla aðstoð. Á það að seinka og eða koma í veg fyrir stofnanavist. Samvinna þeirra sem veita félagslega umönnun og hjúkrun er grundvöllur þess að vel takist til svo og vilji op- inberra aðila til að breyta þjónustunni þannig að hún mæti þeim sem mest þurfa. Nú verður lögð áhersla á uppbyggingu hverfistengdrar nærþjón- ustu og er félagsmálaráð Reykjavíkurborgar strax byrjað að taka skrefin í þá átt undir forystu Reykjavíkurlistans. Gjaldfrjáls kvöld- og helgarþjónusta Eftir Björk Vilhelmsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.