Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 41 Á NÁNAST öllum hefðbundnum samkeppnissviðum í efnahagslífinu hefur átt sér stað samþjöppun. Fyr- irtæki stækka og þeim fækkar. Þetta hefur gerst í sjávar- útvegi, fjármála- starfsemi og mat- vöruverslun. Síðustu fréttir úr fjölmiðla- heiminum eru einnig í þessa veru. Þeir sem eru meira en tvævetur muna þá tíð að hér voru við lýði Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn, Tíminn, DV og Dagur sem gefinn var út með glæsibrag á Akureyri. Nú eru landsmálablöðin þrjú talsins og eitt þeirra statt í Bröttubrekku og ekki enn ljóst hvort tekst að komast upp á brúnina, sem þó vonandi verður. Vissulega hefur fjölmiðlun breyst, netmiðlar og fleiri ljósvakamiðlar komið til sögunnar. Það breytir ekki hinu að þetta er dæmigert fyrir þá þróun sem al- mennt á sér stað í þjóðfélaginu. Verðsamráð í skjóli fákeppni Fyrir um það bil 15 árum voru 25 vátryggingafélög starfandi í landinu. Nú eru tryggingasamsteypurnar þrjár talsins, Sjóvá-Almennar, Tryggingamiðstöðin og Vátrygginga- félag Íslands. Þessar samsteypur ráða 95% af tryggingamarkaðnum. Í nýbirtri skýrslu Neytendasamtak- anna segir að „samræmdar og stór- felldar breytingar á iðgjöldum félag- anna“ bendi ekki til „ að samkeppnin sé ýkja hörð.“ Hér er ekki fast kveðið að orði miðað við að í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar, sem birt var fyrr í sumar, kemur fram að gögn þeirra sýni að tryggingafélögin hafi haft með sér samráð í ökutækja- tryggingum um langt árabil. Nú hef- ur viðskiptaráðherra lýst því yfir að Samkeppnisstofnun ljúki rannsókn sinni á tryggingafélögunum fyrir árs- lok. Þá vakna spurningar um fyrn- ingar og minnast eflaust einhverjir yfirlýsinga tryggingafélaganna frá því í ágústbyrjun að hafi einhver brot verið framin séu þau án efa fyrnd! Um þetta má m.a. lesa í Morg- unblaðinu frá 2. ágúst sl. Ég held að um það sé lítill ágrein- ingur í þjóðfélaginu að hér eigi að reka blandað hagkerfi, annars vegar þar sem markaðslögmálin eru virkjuð til að ná verðlagi niður, neytendum til hagsbóta og svo hins vegar sam- félagslega rekna þjónustu þar sem markmiðið er að veita þjónustu án þess að það sé markmið að skapa peningalegan arð. Varðandi ágæti markaðar sem stýritækis má nefna almenna framleiðslu í landinu, marg- víslega þjónustustarfsemi og vöru- dreifingu. Á hinn bóginn er síðan heil- brigðisþjónustan, grunnrannsóknir í vísindum, menntakerfi og stoðþjón- usta á borð við rafmagn og drykkjar- vatn. Vissulega eru línur ekki alltaf skýrar en almennt hafa þessi hlut- verkaskipti verið nokkuð augljós eða allt fram á þennan dag að markaðs- öflin eru farin að ásælast gróðann sem hafa má af velferðarþjónustunni. Boðskapur Verslunarráðsins Einarðasti talsmaður fjárfesta hér á landi hefur verið Verslunarráð Ís- lands sem hefur haldið því fram að einkaaðilar væru betri til allra hluta en starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Fræg að endemum var heimsókn full- trúa Adam Smith Institute í London í sumar. Fulltrúinn staðhæfði að hægt væri að gera allt í senn, stórhækka launin, bæta þjónustuna og spara allt að 40% í útgjöldum með markaðs- væðingu innan velferðarkerfisins! Ekki gat hann nefnt sannfærandi dæmi um ágæti hugmynda sinna. Á nær öllum þeim sviðum þar sem einkaframkvæmd hefur verið reynd í Bretlandi hefur kostnaðurinn hins vegar aukist enda gefur auga leið að starfsemi sem þarf að gefa fjárfestum sem nemur 10–20% arð í vasann er dýrari sem þessum útborgaða arði nemur. Kostnaði er vissulega hægt að ná niður en reynslan er sú að slíkt bitnar oftar en ekki á starfsmönnum eða þeirri þjónustu sem þeim er ætl- að að veita. Þetta er hinn napri veru- leiki. Þess vegna skiptir rekstr- arformið máli! Verslunarráðið og markaðssinnarnir í Sjálfstæð- isflokknum hafa fram undir þetta sagt að viðbótarfjármagn muni koma inn í þjónustuna í formi notenda- gjalda. Á fyrsta kjörtímabili Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks var þetta líka boðskapurinn. En hann féll í grýtta jörð hjá þjóðinni. Þá varð kúvending hjá öllum þessum aðilum. Nú var sagt: Allir eiga að hafa jafnan aðgang, ríkið á einfaldlega að borga brúsann. Það eina sem við viljum er að einkafyrirtæki fái að annast fram- kvæmdina – og væntanlega hirða gróðann. Mörgum brá óneitanlega í brún þegar þessi boðskapur kom síð- an frá nýafstöðnu þingi Samfylking- arinnar, fyrst í ræðu formanns og síð- an í sölum Alþingis. Gefum Einari Karli orðið Á þingfundi í byrjun vikunnar sagði Einar Karl Haraldsson vara- þingmaður: „ Það var athyglisvert að hlusta á breska hagfræðinginn John Kaye á landsfundi Samfylking- arinnar. Hann lagði mikla áherslu á það að stjórnmálamenn ættu fyrst og fremst að ræða forsendur og mark- mið en láta aðila úti í samfélaginu, hvort sem það eru einkaaðilar eða op- inberir aðilar, vera í samkeppni um að velja leiðir og sjá um framkvæmd- ina en ekki að vera of mikið með putt- ana í því, heldur leggja áherslu á það að koma upp aðferðum til að mæla ár- angurinn af pólitískum markmiðum í samfélaginu og vera tilbúnir að leið- rétta þau mistök eftir á ef að þeim sem treyst hefur verið til að sinna þessum verkefnum hafa ekki staðið sig sem skyldi. Það er kannski eitt sem stjórnmálamenn hafa átt erfitt með, að horfast í augu við mistök sem gerð hafa verið.“ Þetta er í hnotskurn nálgun mark- aðssinna síðustu árin. Vandinn er hins vegar sá að það hefur reynst mjög erfitt að leiðrétta mistök eftir á. Reyndar gerðist það í síðustu viku að yfirstjórn bresku járnbrautanna ákvað að þjóðnýta viðhald lestanna. Það hafði nefnilega reynst dýrkeypt- ur kokteill að blanda saman kröfum fjárfesta um hámarksarðsemi, til- raunum þar af leiðandi til að komast af með eins ódýrt viðhald og hugsast gat á sama tíma og viðfangsefnið var að viðhalda hámarksöryggi. Þetta síðastnefnda markmið náðist einfald- lega ekki. Þetta er mergurinn máls- ins. Tilhneigingin eins á öllum mörkuðum Hitt er svo annað mál – og erum við þá komin hringinn í þessari grein – að tilhneigingin er sú sama á öllum mörkuðum, ekkert síður í einka- væddri velferðarþjónustu en í mat- vörudreifingu. Í markaðsvæddri vel- ferðarþjónustu í heiminum hafa nokkur risafyrirtæki haslað sér völl. Og hvað skyldu þau vera sökuð um annað en að beita samráði í skjóli fá- keppni! Það er gott og blessað að halda því fram að stjórnmálmönnum beri fyrst og fremst að skilgreina markmið og veita aðhald með eftirliti. Á endanum hefur tilhneigingin hins vegar verið sú að menn hafa gefist upp á eftirlit- inu og virkjað budduna hjá notand- anum, með öðrum orðum markaðs- lögmálin í öllu sínu veldi. Við slíkar aðstæður er verðlagið afgerandi þátt- ur. Þegar það gerist í heilbrigðis- og menntakerfi er upp komin félagsleg mismunun sem ég hygg að flestir Ís- lendingar vilji forðast. Mín nið- urstaða er þess vegna: Nýtum mark- aðslögmálin þar sem þau eiga við en höldum viðkvæmri velferðarþjónustu í höndum samfélagsins. Eru Samfylkingin og Verslunarráðið búin að ná saman? Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.