Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 59 ELFA Björk Erlingsdóttir og Rakel Logadóttir standa sig vel í bandarísku háskóladeildinni, suður- deild, í knattspyrnu. Þær voru í vikunni valdar í lið ársins í deildinni. Elfa Björk, sem lék með Stjörnunni hér heima, leikur með liði Chattanooga Tennesee háskólans og er þetta annað skólaárið hennar. Valsstúlkan Rakel er hins vegar á þriðja ári með liði Greensboro North Carolina háskólans. Báðar leika þær lykilhlutverk á miðju sinna liða og hefur gegnið mjög vel í vetur. Elfa Björk og félagar leika í fyrsta sinn í sögu skólans í úrslitakeppni SonCon deildarinnar, lögðu ETSU í fyrrinótt, 3:1 – og skoraði Elfa Björg eitt marka liðsins. Með sigrinum komst liðið í undan- úrslit. J.D. Kyzer, þjálfari Elfu Bjarkar, var valinn besti þjálfari deildarinnar. Rakel var sú eina úr sínu liði sem komst í úrvalsliðið, en ein stúlka auk Elfu Bjarkar er úr Chattanooga skólanum. Flestar koma úr Fuman, eða sex stúlkur. Rakel og Elfa Björk í lið ársins Það fór vel á með þeim Elfu Björk og Rakel eftir leik liða þeirra á dögunum. LOGI Gunnarsson, körfuknattleiks- maður með þýska úrvalsdeildarlið- inu Giessen, verður frá keppni og æfingum næstu vikurnar en Logi fór úr axlarlið á æfingu liðsins. Logi segir á heimasíðu Njarðvíkur að í fyrstu hafi litið út fyrir að hann yrði frá allt fram að áramótum en svo hafi ekki reynst vera. Logi lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Giessen í síðasta leik liðsins, þar sem að aðal- leikstjórnandi liðsins er meiddur, en liðið lék gegn Bamberg í gær og segir Logi að meiðslin komi á slæm- um tíma þar sem að fyrirséð væri að hann hefði fengið fleiri tækifæri í næstu leikjum liðsins. Logi lék með Ulm í þýsku 2. deildinni í fyrra en hann lék áður með liði Njarðvík- ur. Logi fór úr axlarlið  BRÆÐURNIR Brian og Michael Laudrup, fyrrverandi landsliðsmenn Dana í knattspyrnu, verða á ferðinni með Lyngby er liðið mætir AGF í tveimur stórleikjum í knattspyrnu eldri leikmanna í Danmörku. Liðin leika um Danmerkurmeistaratitlinn í Lyngby í Kaupmannahöfn í dag og á miðvikudaginn mætast liðin í úr- slitaleik bikarkeppninnar í Árósum.  LYNGBY teflir fram fjórum Evr- ópumeisturum frá 1992 – Claus Christiansen, Torben Piechnik, Henrik Larsen og Brian.  PETER Enckelman markvörður hefur verið lánaður frá Aston Villa til Blackburn. Hann verður Brad Friedel til halds og trausts næsta mánuðinn en Friedel er eini mark- vörður Blackburn um þessar mundir sem ekki er meiddur.  BLACKBURN fékk sérstaka und- anþágu hjá stjórn enska knatt- spyrnusambandsins til þess að fá Enckelman til liðs við sig utan leyfi- legs félagsskiptatíma vegna neyðar hjá félaginu. Wolves fékk einnig undanþágu í gær til að fá markvörð á leigu næsta mánuðinn vegna meiðsla markvarða félagsins.  DICK Advocaat, landsliðsþjálfari Hollendinga í knattspyrnu, segist ætla að halda fast við stefnu sína að hafa Ruud van Nistelrooy ekki í byrjunarliðinu gegn Skotum í und- ankeppni EM. Advocaat segir að skoðun sín á því að Patrick Kluivert og van Nistelrooy geti ekki leikið saman í fremstu víglínu hafi ekkert breyst. Það vekur athygli að Clar- ence Seedorf er í hópi Advocaat vegna leikjanna við Skota en See- dorf hefur ekki verið í landsliðinu síðan í sumar að hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann.  REAL Madrid ætlar ekki að greiða rúmlega jafnvirði um rúmlega 800 milljóna króna sem Alþjóða- knattspyrnusambandið, FIFA, úr- skurðaði að félagið skyldi greiða Int- ernationale til viðbótar vegna kaupa spænska félagsins á Brasilíumann- inum Ronaldo fyrir rúmu ári. Hafa forráðamenn Real Madrid sent FIFA skriflegan rökstuðning fyrir ákvörðun sinni og tekur FIFA málið fyrir á fundi sem fram fer í Frank- furt 4. desember.  FIFA úrskurðaði í vikunni að Real Madrid skyldi greiða rúmlega 800 millj. króna vegna kaupanna á Ron- aldo. Ástæðan er sú að auk nærri jafnvirði fjögurra milljarða króna setti Real miðvallarleikmanninn Santiago Solari upp í kaupin sem hluta af kaupverði. Þegar til átti að taka neitaði Solari að flytja til Ítalíu. Af þeim sökum telja forráðamenn ítalska liðsins að þeir eigi inni hjá Real Madrid sem nemur söluverði Solaris. FÓLK Undanfarin ár hafa komið uppvandamál við flatir á ýmsum golfvöllum hér á landi. Þannig berj- ast Oddsmenn við skemmdar flatir á nýrri helmingi vallar síns. Eldri flatirnar hjá Keili voru slæm- ar í fyrravor og í sumar voru flat- irnar á Akureyri ekki upp á það besta. Ástæður þess að flatir á einum velli eru með besta móti á meðan flatir á næsta velli við hliðna eru nær ónýtar, eru margvíslegar. Einn helsti vágesturinn er sveppasýking sem fusairium-sveppurinn veldur í flötunum. Hann lifir og dafnar þar sem rakinn er mikill og lítið súrefni. Slíkar aðstæður myndast í flötum á haustin og því þarf að bregðast við með því að lofta betur um flatirnar og reyna að halda þeim eins þurrum og hægt er. Sveppur þessi þekktist vart hér á golfvöllum fyrir nokkrum árum en með breyttu veðurfari hefur hann hreiðrað um sig hér. Edwin Rögn- valdsson golfvallahönnuður segir að sveppur þessi sé þekktur í Bretlandi og nú sé veðurfarið hér á haustin að verða svipað og í Skotlandi. „Við breyttu veðurfari verður að bregðast og menn verða að aðlaga sig þeim breytingum sem verða við þetta á gróðri. Sveppurinn leggst á ákveðna tegund grass og þá tegund notum við mikið í flatir hér á landi, en það er ákveðin blanda af túnvingli og língresi,“ segir Edwin. Eldri vellir hér á landi eru með flatir sem byggðar eru með efni sem var á staðnum og trúlega er of mikil mold í því efni en moldin heldur vel í sér raka og því grasserar sveppurinn þar. Það er dýrt að gera golfvelli og því er freistandi að reyna að ná kostnaði niður með því að nota efni sem er nærri byggingarstaðnum. Það er hins vegar ekki víst að það sé það efni sem ákjósanlegast er í flat- irnar og hætt við að sparnaðurinn komi þá fyrir lítið þegar upp er stað- ið. Ólafur Þór Ágústsson, vallarstjóri hjá Keili, brást við strax og búið var að greina sveppasýkinguna hjá klúbbnum í fyrravor. Árangurinn var góður og flatirnar hjá Keili í sumar voru fínar. Ólafur Þór segir nauðsynlegt að bregðast við breyt- ingum í veðurfari. „Það er auðvitað ánægjulegt að íslenskir kylfingar geti leikið sem lengst hér heima, en því fylgja líka vandamál sem við verðum að bregðast við. Vandamálin breytast stöðugt og nú er komin stétt manna sem lifa og hrærast í því að halda grasinu á golfvöllunum og fótboltavöllunum sem bestu. Þessi hópur hefur mikil samskipti þannig að við erum ekki að finna upp hjólið í hvert sinn sem vandi steðjar að hjá einhverjum klúbbi,“ segir vallar- stjórinn. Hann bendir einnig á gríðarlegt álag á íslenskum golfvöllum. „Ef ég tek völlinn hjá okkur sem dæmi þá er verið að leika 35–40.000 hringi á hon- um á ári og það er með því mesta sem sést á heilsársvöllum úti í Evr- ópu. Tímabilið er stutt og menn taka það með trompi, hér er leikið yfir sumarið frá klukkan sex á morgnana og fram til klukkan tvö á nóttunni,“ segir Ólafur Þór og bendir einnig á að með meiri hlýindum að hausti lengist tímabilið enn frekar og um leið álagið. „En það er fleira sem getur komið til. Íslendingar ferðast víða og spila golf. Sveppir af erlendum golfvöllum koma með golftækjum manna, skóm og kylfum, og setjast hér að. Með breyttu veðurfari verður lífvænlegra fyrir sveppinn og hann gerir okkur lífið leitt. Smitleiðirnar, ef svo má segja, eru margar,“ segir Ólafur Þór. Hann benti jafnframt á að þetta væru nokkuð flókin fræði og ef vel ætti að vera þyrfti að koma hér upp tilraunaflötum þar sem menn gætu prófað ýmislegt sem viðkemur flöt- um. „Það er bara svo dýrt að koma slíku upp og ég sé ekki að einstak- lingar eða klúbbar geti gert þetta, enda liggur við að það þyrfti að ráða mann í fullt starf til að huga að þessu. Ætli væri ekki best að Golf- sambandið sæi um að koma upp og reka svona tilraunaflöt. Það er eig- inlega synd að við skulum ekki vera með slíkt hér á landi,“ sagði Ólafur Þór. Hlýrri haust auka vanda í flöt- um á golfvöllum KYLFINGAR hafa undanfarin haust getað leikið lengur á sumar- flötum á golfvöllum landsins en oft áður. Ástæðan er fyrst og fremst hlýrra veður en áður og yfir því gleðjast kylfingar en hlýrri haust þýða líka aukna vinnu við flatirnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flatirnar geta verið slæmar hér á landi. Átjánda flötin í Grafarholtinu var þó góð í sumar. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Jack kominn til Raith MATHIAS Jack, þýski knattspyrnumaðurinn sem lék með Grindavík síðari hluta sumars, er genginn til liðs við skoska 1. deild- ar félagið Raith Rovers. Jack kannast við sig í Skotlandi því hann lék þar í nokkur ár í úrvalsdeild- inni með Hibernian áður en hann kom til Grinda- víkur. Þar á undan lék hann m.a. með Bochum í Þýskalandi. Jack er 34 ára og spilaði 8 leiki með Grindavík í síðari umferð Íslandsmótsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.