Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 72

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 72
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrir- liði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, sagði við Morgunblaðið í gær að hann vildi binda enda á umræðuna um að hann væri hugsan- lega á förum frá enska félaginu Chelsea í jan- úar. „Ég er ekkert á förum frá Chelsea nema að ein- faldlega komi upp sú staða að þeir vilji selja mig og að þeir segi við mig að ég eigi ekki eftir að spila neitt meira með liðinu. Ég vil alls ekki fara,“ sagði Eiður. Þá eru blikur á lofti um hvort hann leiki með íslenska landsliðinu gegn Mexíkó í San Francisco. Chelsea leggst gegn því að hann fari til Kaliforníu og Eiður kveðst ekki vera í góðri stöðu í þessu máli. Eiður vill alls ekki fara frá Chelsea  Ég vil/58 Eiður Smári Guðjohnsen MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI SAMANLAGÐUR hagnaður viðskiptabank- anna þriggja, Íslandsbanka, Kaupþings- Búnaðarbanka og Landsbanka, nam 11,7 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Aukningin frá sama tímabili í fyrra er fjórir milljarðar króna, eða 52%. Samanlagður hagnaður fyrir skatta jókst um 4,7 milljarða króna og nam 14,1 milljarði króna. Hægt er að skýra meira en alla hagnaðaraukninguna með aukningu gengishagnaðar af hlutabréfaeign. Samanlagður gengishagnaður af hlutabréfa- eign nam 6,4 milljörðum króna og jókst um 6,1 milljarð króna milli ára. Hagnaður jókst um helming       #"$   # # 8 !$ !  : !#>0!;  !$ !   E F G HI JIJ ;;  Hækkun/14 ÞEIR sem horfa á stælta líkama þeirra sem taka þátt í hreysti- keppni gera sér ekki alltaf grein fyrir hversu mikið erfiði liggur að baki því að skarta skornum vöðvum. Solveig Thelma Ein- arsdóttir, sem tvisvar hefur tekið þátt í hreystikeppni á þessu ári, segir að þremur dögum fyrir keppni borði keppendur nánast eingöngu kartöflur og hrísgrjón. Þá þurfa keppendur að losa lík- amann við sem allra mest af vökva. Vatns- losunin krefst gífurlegrar vatnsdrykkju og þegar hún er mest þarf keppandinn að þamba tíu lítra af vatni yfir daginn. Drekka tíu lítra af vatni á dag Solveig Thelma á hreystimóti á Ak- ureyri 2003.  Daglegt líf/B7 SYSTURNAR Snædís og Áslaug Hjartardætur, sem eru níu og sjö ára, fóru báðar að tapa heyrn um fimm ára aldur og eru einnig farnar að tapa sjón. Ekki er enn vitað hvaða sjúk- dómur hrjáir þær. Foreldrar systr- anna, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Hjörtur Jónsson, bíða eftir niðurstöð- um og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera systurnar sem best í stakk búnar til að takast á við lífið. Þau hjónin hafa haft á orði að enginn geti pantað sér heilbrigð börn. Snædís hefur gengist undir kuð- ungsígræðslu sem gerir henni kleift að nema hljóð og viðhalda íslenskunni og Áslaug fer fljótlega í slíka aðgerð. Morgunblaðið/Þorkell Hafa báðar tapað heyrn  Daglegt líf/B2 KOSTNAÐUR Kaupþings-Búnað- arbanka hefur lækkað um 500 millj- ónir króna á milli annars og þriðja ársfjórðungs, eða um 7,6%. Á sama tíma hafa tekjur bankans aukist um 9,5%. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri bankans, sagði á kynningar- fundi í gærmorgun að kostnaðar- lækkunin væri til marks um að samlegðaráhrif við samruna Kaup- þings banka og Búnaðarbankans væru þegar farin að skila sér en bankarnir tveir voru formlega sam- einaðir 27. maí síðastliðinn. Hagnaður Kaupþings-Búnaðar- banka eftir skatta á fyrstu níu mán- uðum ársins nam 5.079 milljónum króna samanborið við 3.852 millj- ónir á sama tímabili árið 2002. Aukning hagnaðar eftir skatta milli ára nemur því 32%. Arðsemi eigin fjár bankans var 21,2% á tímabilinu en meðalarðsemi Kaupþings banka og Búnaðarbankans á sama tíma í fyrra var 25%. Singer keyptur til að hagnast Hagnaður Kaupþings-Búnaðar- banka eftir skatta á þriðja ársfjórð- ungi 2003 nam 2.014 m.kr. og var hann 7% meiri en á sama tímabili árið 2002. Um nýleg kaup Kaupþings-Bún- aðarbanka á 9,5% hlut í breska bankanum Singer & Friedlander sagði Hreiðar á kynningarfundin- um að fjárfestingin hefði verið gerð í hagnaðarskyni. Bankinn hefði verið lágt metinn en í góðum rekstri. Hann sagði að Kaupþing-Búnað- arbanki væri búinn að fjárfesta fyr- ir fimm milljarða í bankanum. 500 milljóna kostnaðar- lækkun vegna samruna Hagnaður Kaupþings-Búnaðarbanka 5 milljarðar  Fimm milljarða/6 NIÐURSTÖÐUR rannsókna Ís- lenskrar erfðagreiningar á tengslum BMP2-erfðavísis og bein- þynningar hafa nú nýst til þróunar greiningarprófs, sem fyrirtækið hefur unnið að undanförnu í sam- vinnu við Roche Diagnostics. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er gert ráð fyrir að greining- arprófið verði sett á markað á næsta ári og verður þá að öllum lík- indum fyrsta varan á markaði sem byggist á rannsóknum fyrirtækis- ins. „Þetta þýðir að við erum búnir að taka þessar grundvallarrannsóknir sem við erum að gera og búa til úr þeim vöru sem fer á markað, sem er geysilega mikilvægt skref fyrir okk- ur,“ segir Kári. Hann segir jafnframt fréttir í vændum á næstu vikum og mánuð- um af svipuðum niðurstöðum, sem nú er verið að koma í birtingarhæft form. Afkoman batnað verulega Niðurstöður rannsóknanna hafa vakið talsverða athygli og birtist m.a. frétt um þær á forsíðu dag- blaðsins New York Times í vikunni. Í þeirri frétt var haft eftir Kára að nú biðu 11 greinar með nýjum nið- urstöðum ÍE birtingar í vísinda- tímaritum. Afkoma Íslenskrar erfðagrein- ingar hefur batnað verulega á þessu ári og telur Kári að fram undan séu tímar þar sem starfsmenn muni njóta ávaxtanna af vinnu undanfar- inna ára. „Ég held að við séum komnir yfir erfiðasta hjallann, þ.e. að komast frá því að vera alveg nýtt fyrirtæki með hugmynd yfir í það að vera fyrirtæki með mjög góð vís- indi, sem búið er að tengja vöru. Ég er alveg handviss um að vinnan inn- an fyrirtækisins mun halda áfram að batna og við höldum áfram að þoka fleiri niðurstöðum nær vörum á markaði,“ sagði Kári í samtali við Morgunblaðið. Fyrsta varan fer brátt á markað  Forstjóri ÍE/12 ♦ ♦ ♦ STORMVEÐUR gekk yfir landið í gær og lágu allar flugsamgöngur niðri um tíma. Miklir vatnavextir voru víða austan lands og urðu skemmdir af flóðum á Kára- hnjúkasvæðinu og eins á vinnu- svæði Ístaks í Reyðarfirði við Fá- skrúðsfjarðargöng. Þá voru hús á Ísafirði rýmd vegna hættu á aur- flóði í kjölfar mikillar úrkomu. Farið var að draga verulega úr vindi seint í fyrrinótt. Morgunblaðið/RAX Þjórsárbrú verður afhent 24. nóvember, ef allt gengur eftir, þótt veðrið hafi verið að stríða verkamönnum við vinnu sína í gær. Hávaðarok og rigning ♦ ♦ ♦ Árangur af rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.