Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 58
KIRKJUSTARF 58 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ helstu gildrur sambúðarinnar, hvernig fjölskyldumynstrum hægt er að festast í, fjallað um vænt- ingar, vonir og vonbrigði þeirra sem tilheyra fjölskyldunni. En fyrst og fremst er talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði fjölskyldunnar. Auðvitað er ekki hægt að svara öllum spurningum á námskeiði sem þessu, enda forsendur þeirra er taka þátt mjög mismunandi. Þau pör er taka þátt geta þess vegna skráð sig í einkaviðtöl mánuði eftir að námskeiðinu lýk- ur, þyki þeim þörf þar á. Einnig er vísað til annarra fagaðila er geta veitt nánari aðstoð, sé þess óskað. Námskeiðið fer fram í formi samtals milli þátttakenda og leið- beinanda, þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni, hvert fyrir sig. Einnig er heimavinna. Enginn þarf að tjá sig á nám- skeiðinu frekar en hann vill. Leiðbeinandi á námskeiðunum er sr. Þórhallur Heimisson, prest- ur Í Hafnarfjarðarkirkju, og hann samdi einnig efnið. Hægt er að fá nánari upplýsingar eftir guðs- þjónustuna 11. janúar. Kvennakirkjan í Hallgrímskirkju FYRSTA messa Kvennakirkj- unnar á nýju ári verður í Hall- grímskirkju sunnudaginn 11. jan- úar kl. 20.30. Messan fer fram í safnaðarsalnum til hægri. Yf- irskrift messunnar er: Hæfileg vitleysa hversdagsins sem verður byrjun á V-orðum ársins. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédik- Alfa-námskeið í Digraneskirkju NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld, 13. janúar, kl. 20 verður hið vinsæla Alfa-námskeið kynnt í Digraneskirkju. Námskeiðið verð- ur tíu þriðjudagskvöld og er fyrsta námskeiðskvöldið hinn 20. janúar. Hvert kvöld hefst með kvöld- verði, sem er mikilvægur hluti námskeiðsins, því þar kynnast einstaklingar á öðrum forsendum en í umræðuhópum. Hvert kvöld er fyrirlestur, sem fjallar um áhugaverðar spurn- ingar s.s. Hvað með eilífðina? Hver er og var Jesús? Hvernig varð Biblían til? Hvernig get ég verið viss í minni trú? Hvernig leiðbeinir Guð okkur? Læknar Guð nú á dögum? Þeir sem vilja kynna sér þessi efni eru velkomn- ir. Ekki er krafist heimanáms eða sérstakrar þekkingar. Námskeiðið er fyrir efasemd- armenn og þá sem hafa sína barnatrú, fyrir trúaða og þá sem ekki trúa. Nánari upplýsingar og skráning er í Digraneskirkju í síma 554 1620 eða: prest- ur@digraneskirkja.is Skoðið heimasíðuna: www.digraneskirkja.is Fjölskylduguðsþjón- usta í Dómkirkjunni MEÐ sunnudeginum 11. jan. hefst dagskrá vormisseris Dómkirkj- unnar. Barnastarfið hefst að nýju og bjóðum við öll börn sem eru eða vilja vera þátttakendur í því til kirkju á sunnudaginn kl. 11. Við höfum einfalda guðsþjónustu með skírn og stund fyrir börnin. Hans Guðberg Alfreðsson, æskulýðs- fulltrúi, flytur hugleiðingu og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir stundina. Dómkórinn og Marteinn H Friðriksson leiða söng. Við minnum á heimasíðu okkar www.domkirkjan.is. Verið vel- komin. Skráning á hjóna- námskeið að hefjast NÚ eru að hefjast aftur hin vin- sælu hjónanámskeið Hafnarfjarð- arkirkju. Undanfarna 8 vetur hafa um 6.000 manns tekið þátt þeim. Námskeiðin eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vanda- mál að stríða, heldur hinum líka sem vilja styrkja samband sitt. Námskeiðin sækir fólk af öllu landinu. Á námskeiðunum er fjallað um samskipti foreldra og barna, stjórnun innan fjölskyldunnar og hvernig þessi atriði endurspeglast í hegðun barna og unglinga utan fjölskyldunnar. Farið er í gegnum ar og konur bregða á ýmsan leik. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í sama sal. Í vikunni á eftir hefjast þrjú námskeið á vegum Kvennakirkj- unnar í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Mánudaginn 12. jan- úar kl. 17.30 hefst framhalds- námskeið í kvennaguðfræði, þriðjudaginn 13. janúar kl. 17.30 hefst byrjunarnámskeið í kvenna- guðfræði og fimmtudaginn 15. janúar kl. 17.30 hefst námskeið fyrir fólk sem annast langveika ættingja. Nánari upplýsingar um námskeiðin fást á heimasíðunni: www.kirkjan.is/kvennakirkjan og í síma 551 3934. Sunnudagaskóli í Seljakirkju Á MORGUN, sunnudaginn 11. jan- úar, kl. 11 verður fyrsti sunnu- dagaskóli í Seljakirkju á nýju ári. Við fáum nýjar vinnubækur og nýjar biblíumyndir í hendur. Rebbi refur heldur áfram að heimsækja okkur og svo ætlum við að syngja mikið og vel um besta vininn okkar hann Jesús. Sjáumst hress á nýju ári í sunnudagaskóla Seljakirkju! Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði FYRSTA kvöldvaka ársins verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði annað kvöld kl. 20. Þessar kvöldvökur hafa nú ver- ið haldnar í kirkjunni einu sinni í mánuði síðustu þrjú árin og notið vinsælda. Hafa margir haft á orði hve gott það er að mæta til kirkj- unnar að kvöldi dags og eiga þar kyrrláta stund í birtu kertaljósa. Að venju mun Örn Arnarson ásamt hljómsveit og kór kirkj- unnar leiða tónlist og söng en um- fjöllunarefni kvöldvökunnar að þessu sinni er vináttan og mik- ilvægi hennar. Í lok stundarinnar er kirkju- gestum svo boðið til altarisgöngu. Kaffiveitingar verða í safn- aðarheimilinu að lokinni góðri stund í kirkjunni. Sunnudagaskóli í Háteigskirkju KRAKKAR á öllum aldri eru vel- komnir í sunnudagaskóla Háteigs- kirkju. Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga í Háteigskirkju frá klukkan 13 til 13.45. Rebbi refur og vinir hans eru á sínum stað í sunnudagaskólanum en auk þess er mikið sungið, sögur sagðar og margt fleira skemmtilegt gert. Umsjón með sunnudagaskól- anum hefur Ólafur J. Borgþórs- son guðfræðinemi ásamt vösku liði ungmenna. Undirleik annast Douglas Brotchie organisti. Alfa-námskeið í Grensáskirkju HVERNIG á að biðja? Hvaðan kemur hið illa? Hver er Heilagur andi? Gerast kraftaverk nú á dög- um? Slíkum spurningum og ýmsum fleiri er leitast við að svara á Alfa-námskeiðinu sem haldið hef- ur verið hér á landi um árabil og í Grensáskirkju undanfarin miss- eri. Alfa-námskeiðið hefur farið sig- urför um heiminn en það er fræðsla um helstu atriði krist- innar trúar. Námskeiðið stendur í tíu vikur. Kennt er eitt kvöld í viku og á tímabilinu er einnig gert ráð fyrir einni helg- arsamveru. Kvöldið hefst með sameiginlegum málsverði, síðan er fyrirlestur og umræður. Næsta Alfa-námskeið í Grens- áskirkju hefst með kynning- arfundi mánudaginn 12. jan. kl. 18.30 og mánudagskvöldið 19. jan. hefst sjálft námskeiðið. Hver kvöldsamvera stendur yfir frá kl. 18.30–21. Námskeiðið kostar 5.000 kr. og í því verði eru innifalin námsgögn og létt máltíð öll kvöldin en helg- arsamveran er greidd sér. Skrán- ing fer fram í síma 5 800 800 og á netfangi kirkjunnar, grensas@- li.is. Sameiginleg bænaganga SAMEIGINLEG bænaganga með m.a. Krossinum, Fíladelfíu og Veginum verður frá Hlemmi kl. 15. Allir hvattir til að vera með. Safnaðarstarf Seltjarnarneskirkju VETRARSTARF Seltjarnar- neskirkju hefst á nýju ári sunnu- daginn 11. janúar kl.11 með út- varpsmessu. Sunnudagaskólinn verður að vanda í kjallara kirkj- unnar kl. 11. Foreldramorgnar eru á þriðjudögum kl. 10–12. Kyrrðarstundir eru á mið- vikudögum kl. 12 og hádeg- isverður eftir stundirnar. Kirkju- prakkarar (7–9 ára) hittast kl. 16 á þriðjudögum og starf fyrir 10– 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfélagið hefst sunnudagskvöldið 18. janúar kl. 20. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Vetrardagskrá KFUM og KFUK og Alfa NÝ vetrardagskrá hefst á sam- komum KFUM og KFUK, Holta- vegi 28 á morgun kl. 17. Þá mun Ragnar Snær Karlsson meðal annars kynna hið vinsæla Alfa-námskeið og sagt verður frá nýju námskeiði, Alfa III, sem er um Fjallræðuna. Fjórir fyrrver- andi þátttakendur á Alfa- námskeiðum segja skoðun sína á námskeiðunum og Rannveig Káradóttir, þátttakandi í Idol- keppninni, syngur einsöng ásamt hljómsveit. Skúli Svavarsson, Alfa-kennari, endar samkomuna með hugleiðingu. Hið vandaða barnastarf Undra- land hefst einnig eftir jólahlé. Börn tíu ára og eldri fara í ung- lingarútu félagsins, tveggja hæða breskan strætisvagn, en önnur dagskrá verður fyrir þau sem yngri eru. Á eftir samkomu verð- ur heitur matur á boðstólum á vægu verði þar sem færi gefst til að kynnast nýju fólki og njóta góðs samfélags. Allir eru hjart- anlega velkomnir, sérstaklega áhugafólk um Alfa-námskeiðin. Rebbi refur og risinn Golíat í Árbæjarkirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTAN sem er alltaf annan sunnudag hvers mánaðar í Árbæjarkirkju verður á sínum stað sunnudaginn 11. janúar. Fjölskylduguðsþjónust- urnar eru sniðnar að þörfum allra ungra sem aldinna. Gleðin og fjörleiki æskunnar ræður þar ríkjum og smitar frá sér þannig að þeir sem eldri eru njóta þess í ríkum mæli að sækja þessar samverur. Rebbi refur seg- ir frá ævintýrum sínum um jólin og áramótin og risinn Golíat. Börnin fá nýjar bækur og lím- myndir til að safna í bækurnar. Það verður gaman að sjá ykkur sem flest á nýju ári. Digraneskirkja. Stangaveiðimenn athugið! Nú er að hefjast okkar árvissa flugukastkennsla í TBR-húsinu, Gnoðarvogi 1, sunnudaginn 11. janúar kl. 20.00. Kennt verður 11., 18. og 25. jan. og 1. og 8. febr. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega (íþróttaskór/inniskór). KKR, SVFR og SVH. HÚSNÆÐI Í BOÐI Til leigu mjög björt og góð 90 fm 3ja herbergja jarðhæð með sérinngangi, geymslu og þvottahúsi. Íbúðin er í suð-Vesturbænum í Reykjavík. Leigist reglusömu og áreiðanlegu fólki. Lysthafendur sendi tilboð til augld. blaðsins fyrir 15. janúar nk. merkt: „Góð umgengni“. KENNSLA R A Ð A U G L Ý S I N G A R Kvöldskóli FB Netinnritun í gangi 130 áfangar í boði www.fb .is Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.