Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 69 JÓHANN B. Guðmundsson verður áfram í herbúðum enska 2. deild- arfélagsins QPR til reynslu en hann æfði með félaginu í fyrsta sinn sl. mánudag og lék æfingaleik gegn Wycombe á þriðjudag. Jóhann var á mála hjá Lyn í Noregi undanfarin þrjú ár en áður lék hann með enska félaginu Watford í hálft þriðja ár en það er fyrrum þjálfari Watford, Kenny Jackett, sem stýrir gangi mála hjá QPR. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að forráðamenn QPR myndu ræða við Jóhann um samn- ingamál í næstu viku. Jóhann B. áfram hjá QPR GUNNAR Örn Ólafsson,KR, sigraði með yfirburð- um í sínum flokki í bak- sundi á heimsmeist- aramóti þroskaheftra í sundi í 50 metra laug í gær en mótið stendur nú yfir í Hong Kong. Gunnar kom í mark á 2.30,06 mín- útum og varð vel á undan áströlskum sundmönnum. Gunnar Örn keppti einnig í úrslitum í 50 metra skriðsundi í sínum flokki þar sem hann endaði í fjórða sæti á tímanum 27,01 sek. Bára Bergmann Erlingsdóttir komst í úrslit í 400 metra skriðsundi í sínum flokki, þar sem hún varð í sjötta sæti Gunnar Örn heimsmeistari Gunnar Örn ARNÓR Smárason, 15 ára framherji frá ÍA á Akranesi, mun dvelja í Hol- landi fram í júní við knattspyrnuæf- ingar og keppni hjá úrvalsdeild- arliðinu Heerenveen. Arnór dvaldi hjá liðinu um tíma í haust og höfðu forráðamenn þess áhuga á að fá hann til sín til lengri tíma. Arnór hefur leikið með yngri flokkum ÍA en á síðasta ári dvaldi hann í Noregi ásamt foreldrum sínum og lék með unglingaliði Molde í samnefndum bæ. Á heimasíðu ÍA er sagt frá því að Arnór muni koma á ný á Akranes í júní og leika með ÍA en hann er enn gjaldgengur í 3. flokk félagsins. Arnór til Heerenveen í Hollandi KNATTSPYRNUSAMBAND Íslandshefur gert samkomulag við þrjá þjálf- ara yngri landsliða karla Íslands. Þeir Guðni Kjartansson, Lúkas Kostic og Freyr Sverrisson hafa allir verið end- urráðnir til næstu tveggja ára. Guðni Kjartansson heldur áfram með 19 ára landsliðið, en hann hefur stjórn- að því frá árinu 1992 og á þeim tíma stjórnað liðinu í hátt í 89 landsleikjum. Lúkas Kostic verður áfram þjálfari 17 ára liðs karla. Hann hefur á síðustu árum m.a. þjálfað meistaraflokka Þórs, Grindavíkur, KR og Víkings R., en tók við stjórn liðsins í desember 2002. Freyr Sverrisson þjálfar áfram 16 ára landsliðið, en hann hefur þjálfað knattspyrnumenn í 20 ár, m.a. hjá Keflavík og Hetti á Egilsstöðum, en hann starfar nú sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Njarðvík, þar sem hann hefur verið í 12 ár. KSÍ semur á ný við þjálfara Guðni  HEIÐAR Helguson verður í fremstu víglínu hjá Watford í dag þegar liðið sækir Coventry heim í ensku 1. deildinni.  BRYNJAR Björn Gunnarsson er talinn líklegur til að halda sæti sínu í byrjunarliði Nottingham Forest sem mætir Sunderland á útivelli í dag.  ÍVAR Ingimarsson gæti komið inn í byrjunarlið Reading á nýjan leik í leiknum við Ipswich í dag. Ívar hef- ur verið varamaður í síðustu tveimur leikjum sem báðir enduðu með jafn- tefli.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, var í gær útnefndur knattspyrnustjóri desem- bermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattpyrnu og einn af lærisveinum hans, Paul Scholes, var útnefndur besti leikmaður mánaðarins. Man- chester United gekk allt í haginn í mánuðinum en liðið vann alla fjóra leiki sína í deildinni. Þetta er í 14. sinn sem Ferguson er útnefndur stjóri mánaðarins og í annað sinn sem Scholes hlýtur þessa viðurkenn- ingu.  FERGUSON sagði í gær í samtali við sjónvarpsstöð Manchester Unit- ed, MUTV, að það væri hans tilfinn- ing að norski leikmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hefði bestu hæfi- leikana af sínum leikmönnum, til að verða góður knattspyrnuþjálfari. Þess má geta til gamans að Ole Gunnar, 30 ára, hefur mikinn hug á að mennta sig sem knattspyrnuþjálf- ari í framtíðinni.  MICHAEL Owen verður í byrjun- arliði Liverpool í dag þegar það tek- ur á móti Aston Villa í ensku úrvals- deildinni. Owen hefur ekkert leikið síðustu vikurnar vegna meiðsla en Gerard Houllier, stjóri Liverpool, sagði í gær að Owen væri orðinn góður af meiðslunum og yrði í byrj- unarliðinu.  MARC Goodfellow yfirgaf her- búðir Stoke í gær og gerði tveggja og hálfs árs samning við Bristol City. Goodfellow er 22 ára gamall og lék um tíma með liði ÍBV.  SPÆNSKA blaðið EL Mundo greindi frá því gær að Real Madrid hefði sektað Braslíumanninn Ron- aldo fyrir að fara til Englands í vik- unni án leyfis félagsins og sjá leik Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge. Breskir fjölmiðlar voru fljót- ir að orða Ronaldo við Chelsea þegar af því spurðist að hann hefði verið á leiknum en sjálfur segir Ronaldo að það sé ekkert inni í myndinni.  EL-HADJI Diouf, leikmaður Liv- erpool, þarf ekki að gjalda fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leik Chelsea og Liverpool á miðviku- dagskvöldið. Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins dró það til baka í gær eftir að Steve Dunn, dómari, hafði viðurkennt mistök. FÓLK Stykveitingarnar nú eru ekki að-eins hærri en áður heldur ná þær um leið til breiðari hóps íþrótta- manna,“ sagði Ellert ennfremur. Úthlutanir Afrekssjóðs að þessu sinni nema 52,5 milljónum króna, út- hlutanir úr Ólympíufjölskyldu 5,7 milljónum og úthlutanir úr Sjóði ungra og efnilegra nema 11,6 millj- ónum króna. Þrátt fyrir mikla hækkun á styrkjum úr sjóðunum þá var ekki hægt að koma til móts við óskir sérsambanda ÍSÍ en þau lögðu fram beiðnir um styrki að upphæð 414 millj. króna. Hlutfallslega minna er núna greitt úr Ólympíufjölskyldunni, sem að standa nokkur fyrirtæki í sam- starfi við ÍSÍ. Ástæðan fyrir lægri greiðslum en áður úr þeim sjóði er sú að Ólympíufjölskyldunni er ætlað að greiða stóran hluta útgjalda ÍSÍ vegna þátttöku Íslendinga í Ólymp- íuleikunum sem fram fara í sumar í Aþenu. Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í fyrrdag var samþykkt reglugerð- arbreyting á starfsreglum Afreks- sjóðs ÍSÍ sem hefur það í för með sér að styrkir til einstaklinga hækka þannig að A-styrkur sem var kr. 120.000 á mánuði verður hækkaður í 160.000 kr. á mánuði, B-styrkur hækkar úr 60.000 í 80.000 og C- styrkur úr 30.000 á mánuði í 40.000. Úthlutanir Afrekssjóðs til styrk- þega ná að þessu sinni til 9 mánaða tímabils, eða fram yfir Ólympíuleik- ana í Aþenu. Eftir leikana hyggst Afrekssjóður fara yfir sín mál frá grunni áður en að frekari úthlut- unum kemur. „Eftir Ólympíuleikana endurmetum við stöðuna og úthlut- um aftur á nýjum forsendum,“ sagði Ellert. Einn íþróttamaður bætist við þann hóp sem fær hæsta styrk, A- styrk, fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar, en það er Bjarni Skúlason júdómaður. Fyrir voru með hæsta styrk frjálsíþróttamenn- irnir Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elísdóttir og Jón Arnar Magnússon, sundmaðurinn Örn Arnarson og Rúnar Alexandersson fimleikamað- ur. Hæsta einstaka styrkinn fær Handknattleikssamband Íslands, 20 milljónir króna, en af þeirri upphæð koma 100.000 dollarar, um 7 millj- ónir frá Alþjóða Ólympíusamhjálp- inni. Þetta er í annað sinn sem Ól- ympíusamhjálpin styrkir HSÍ sérstaklega og er það vegna þess að handknattleikslið karla hefur unn- iðsér sæti í keppni næstu Ólympíu- leika. Frjálsíþróttasamband Íslands og íþróttamenn á þess vegum fá sam- tals 8,5 milljónir, þar af er rúmlega helmingur eyrnamerktur Völu, Þór- eyju Eddu og Jóni Arnari. Sund- samband Íslands og íþróttamenn þess 7,7 milljónir, Knattspyrnusam- band Íslands 5 milljónir, Körfu- knattleikssambandið 4,3 milljónir og Skíðasamband Íslands 4,1, Badmín- tonsambandið 3,5 milljónir, Fim- leikasambandið 3 milljónir og Júdó- sambandið 2,7 milljónir svo hæstu styrkja sé getið. Alls ná styrkir ÍSÍ nú til 71 einstaklings og 25 lands- liðsverkefna. Áætlaður heildarfjöldi einstaklinga sem njóta góðs af styrkveitingum nú er um 350 og er hópurinn stærri nú en áður eins og Ellert benti á. Frá árinu 1999 til og með þessari úthlutun hefur tæplega 208 milljón- um króna verið úthlutað úr Afreks- sjóði ÍSÍ, þar af hafa 43 milljónir komið frá Ólympíusamhjálpinni. Af þessum 208 milljónum hefur Hand- knattleikssambandið fengið 50 millj- ónir, Frjálsíþróttasambandið 44 milljónir og Sundsambandið 26 milljónir eða um 120 milljónir króna. ÍSÍ úthlutar tæplega 71 milljón kr. til íþróttamanna og sérsambanda Morgunblaðið/Jim Smart Bjarni Skúlason, júdómaður frá Eyrarbakka, hefur sett stefn- una á Ólympíuleikana í Aþenu. Bjarni kominn í A-flokk ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) úthlutaði í gær tæplega 71 milljón króna til íþróttamanna og sérsambanda, en fram- kvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti úthlutanir úr Afrekssjóði, Ólympíu- fjölskyldu og Styrktarsjóði ungra og efnilegra íþróttamanna í gær. Er þetta hæsta upphæð sem ÍSÍ hefur úthlutað í einu lagi í styrki til afreksstarfs. „Það eru mikil gleðitíðindi að hægt er að styrkja starf sérsambandanna svo myndarlega,“ sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, meðal annars á fundi með blaðamönnum í gær þegar styrkveit- ingarnar voru kynntar. ÍÞRÓTTIR Frá Ólympíuleikunum í Sydneyhefur Vala ekki náð sér á strik, verið langt frá sínu besta, ekki verið í hópi tíu bestu stang- arstökkvara heims, eins og hún var fyrir Sydney-leikana og lítt sem ekkert blandað sér í baráttuna um efstu sætin á Evrópu- og heimsmeistara- mótum, hafi hún á annað borð tekið þátt síðustu ár. Eigi að síður hefur hún verið á A-styrk, hæsta styrk Af- rekssjóðs ÍSÍ, þrátt fyrir að hún upp- fylli ekki ströngustu kröfur sjóðsins ár eftir ár um hæsta styrk, sem hækkaður var um áramótin úr 120.000 krónum á mánuði í 160.000 krónur. „Það hefði verið afar óeðlilegt að lækka styrkinn eða afnema hann nú á Ólympíuári,“ sagði Lárus Blöndal, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, er hann var spurður út í styrkinn til Völu í gær þegar úthlutun styrkja var kynnt. „Hún vann til verðlauna á síð- ustu Ólympíuleikum og við viljum gefa henni tækifæri fram yfir næstu Ólympíuleika til að ná sér á strik. Auðvitað er þetta alltaf matsatriði hvaða einstaklingar eiga möguleika á að ná þeim árangri sem reglur Af- rekssjóða miðast við. Í þessu tiltekna atriði sem horft er til þá hefur Vala ekki uppfyllt þær væntingar sem til hennar hafa verið gerðar, en hún hefur hins vegar oft sýnt að þegar á reynir hefur hún oft náð að uppfylla þau atriði sem við horfum til. Styrkurinn til hennar er ekki verðlaun fyrir það sem gerðist í fortíðinni, heldur vegna þess að við höfum þá trú að hún komist á ný meðal þeirra bestu í heiminum í sinni grein,“ sagði Lárus sem undirstrik- aði að Afrekssjóður væri ekki verð- launasjóður, honum væri ekki heim- ilt að verðlauna einstök afrek. Lárus sagði að reglur þær sem Af- rekssjóður vinni eftir væru til skoð- unar með það m.a. að markmiði að jafna aðstöðu eitthvað milli íþrótta því það væri ekki launungarmál að það væri misjafnlega erfitt eftir íþróttagreinum að vera í fremstu röð og uppfylla þar með skilyrði fyrir styrk. „Þessi mál eru til skoðunar hjá sjóðnum og þá væntanlega í fram- haldinu hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ. En það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Samt sem áður held ég að meginmarkmiðið með Afrekssjóði verði áfram að tryggja árangur í framtíðinni en ekki veita viðurkenn- ingar fyrir framtíðina, þótt auðvitað hafi það áhrif hvernig menn hafa staðið sig í fortíðinni eins og í tilfelli Völu. Það að hún hafi unnið til verð- launa á Ólympíuleikum eykur vænt- ingar manna til þess að hún hafi það sem þarf til skila sér áfram í al- mennri keppni,“ sagði Lárus og sagði að hugsanlegt væri að ÍSÍ og Afreks- sjóður myndu í framtíðinni hafa starfsmann á sínum snærum sem væri í nánu sambandi við íþrótta- menn sem nytu styrkja þannig að auðveldar væri að fylgjast með því hvað þeir væru að gera hverju sinni. Ekki rétt að rifta samningi á ÓL-ári NOKKRU fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 gerði Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, samninga við frjálsíþróttakonuna Völu Flosadóttur og sundmanninn Örn Arnarson um stuðning við þau. Að leikunum loknum var samningurinn framlengdur um fjögur ár. „Fyrri samningurinn miðaðist við að þau yrði í einu af átta efstu sætum í sínum greinum í Sydney, það tókst þeim og því var ákveðið að halda áfram samstarfinu og gera við þau samning fram yfir Aþenu-leikana,“ sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, spurður um tilurð samninganna við Völu og Örn. Ívar Benediktsson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.