Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ JÁTNING Játning liggur fyrir í líkfund- armálinu í Neskaupstað, samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðs- ins. Mun atburðarás hafa verið með þeim hætti sem lýst var þegar emb- ætti Ríkislögreglustjórans gerði kröfu um gæsluvarðhald yfir þrem- ur mönnum vegna málsins. Starfs- menn Ríkislögreglustjóra hafa unnið sleitulaust að málinu undanfarna daga og aflað fjölda sönnunargagna. Telur lögreglan víst að Litháinn Vaidas Jucivicius hafi látist á höf- uðborgarsvæðinu. Aristide víki Erlendar ríkisstjórnir þrýsta nú á Jean Bertrand Aristide forseta um að hverfa frá völdum á Haítí. Frönsk stjórnvöld segja það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir blóðbað. Vopn- aðir hópar, skipaðir stuðnings- mönnum Aristides, biðu í Port-au- Prince í gær eftir að uppreisn- armenn kæmu inn í borgina en þeir segjast hafa umkringt hana. Kirkjan gagnrýnd Kaþólskir prestar í Bandaríkj- unum hafa hátt í 11.000 sinnum verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi frá árinu 1950, samkvæmt nýjum skýrslum um þessi mál. Kaþólska kirkjan er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa hylmt yfir með ofbeld- ismönnunum og látið sem ekkert væri. Kaupa stóran hlut í Straumi Nýir eigendur eru komnir að Straumi fjárfestingarbanka en Ís- landsbanki og dótturfélag hans Sjóvá-Almennar hafa selt 26% af 31,4% hlut sínum í félaginu. Kaup- endur hlutafjárins eru félag í eigu Magnúsar Kristinssonar, útgerð- armanns í Vestmannaeyjum, óstofn- að félag í eigu Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og fjölskyldu, og Tryggingamiðstöðin. Sérmálum að mestu lokið Samninganefndir Samtaka at- vinnulífsins, Starfsgreinasambands Íslands og Flóabandalagsfélaganna hafa gengið frá fjölda sérkjarasamn- inga með undirritun sérsamninga. Gera tilboð í álver Columbia Ventures, eigandi Norðuráls, hefur gert tilboð í 200 þús. tonna álver og rafskautaverk- smiðju í Bandaríkjunum. Ef af kaup- um verður mun Norðurál hugs- anlega kaupa rafskaut frá verksmiðjunni. Y f i r l i t www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Nánast öll viðskipti gefa punkta Varðan býður upp á mjög víðtæka söfnun ferðafríðinda í formi punkta. Punktarnir hlaðast upp við nánast öll viðskipti sem Vörðufélagar eiga við Landsbankann. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 72 2 02 /2 00 4 ENGINN samningafundur hefur verið boðaður í deilu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og Heilsu- gæslunnar í Reykjavík og því munu 40 starfs- menn ekki mæta til vinnu eftir helgina nema eitt- hvað óvænt gerist. Að sögn Þórunnar Ólafsdóttur hjúkrunarfor- stjóra hefur ekkert nýtt gerst í málinu og ekki verið rætt um að deiluaðilar hittist. „Þetta virðist einfaldlega vera í hnút,“ segir Þórunn. Hún segir 83 starfsmenn í 67 stöðugildum vinna hjá Heilsugæslunni og þar af hætti 40 nú um mánaðamótin en það sé í skoðun hvernig vinna eigi úr málunum eftir helgina. Þórunn seg- ir Heilsugæsluna vonast til þess að geta ráðið sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga til starfa ef þessi 40 manna starfshópur gangi út og raunar hafi þegar verið auglýst eftir fólki en ekki hafi verið rætt um annað en að ráða fagfólk til starfa. Spurð um viðbrögð við auglýsingunum segir Þór- unn að fólk hafi hringt til þess að kanna málin. „En undir þessum kringumstæðum held ég að enginn leggi í það að sækja um.“ Lýsa ábyrgð á hendur heilbrigðisyfirvöldum Stjórn BSRB lýsir fullri ábyrgð á hendur heil- brigðisyfirvöldum vegna þess neyðarástands sem fyrirsjáanlegt sé að skapist, náist ekki sam- komulag um fyrirkomulag heimahjúkrunar á höf- uðborgarsvæðinu. Í ályktun stjórnarinnar vegna málsins segir að BSRB átt aðild að samningum um kjör starfsmanna við yfirfærslu heimahjúkr- unar frá sveitarfélögum til ríkisins á sínum tíma og var undirritaður sérstakur samningur um það efni og hefur honum aldrei verið sagt upp gagn- vart bandalaginu. „Stjórn BSRB lýsir furðu á því að stjórn Heilsugæslunnar auglýsi nú störf laus til umsóknar í stað þess að einbeita sér að því að finna ásættanlega lausn deilunnar þannig að nú- verandi starfsmenn hrekist ekki úr starfi,“ segir í ályktuninni. Félag eldri borgara og Öryrkjabandalag Ís- lands halda borgarafund um heimahjúkrunar- deiluna í dag, laugardag, kl. 14 í Ásgarði, Glæsibæ. Enginn samningafundur í deilu um heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu Fjörutíu starfsmenn munu ekki mæta eftir helgina LEITAÐ verður allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi endurhæfingardeildar fyrir fjölfatl- aða einstaklinga í Kópavogi, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra. Hann átti í gærkvöldi fund með starfshópi sem hefur fjallað um mál- ið að undanförnu vegna áforma LSH um lokun deildarinnar. „Það er nið- urstaða starfshópsins að það þurfi að halda utan um þessa starfsemi á þessum stað og reyna að leita leiða til að sundra henni ekki. Þetta sé svo sérhæfð starfsemi, erfið tilfelli sem þarna eru til meðferðar og mikil sér- þekking til staðar. Við ákváðum í framhaldinu að leita allra leiða til þessa og munum annaðhvort ræða við spítalann um það eða leita til að- ila sem gætu hugsanlega tekið þetta að sér,“ sagði Jón í samtali við Morg- unblaðið að loknum fundinum í gær- kvöldi. Bendir hann á að m.a. hafi komið til umræðu að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tæki endurhæf- inguna að sér. Samkvæmt sparnaðaráætlunum LSH var gert ráð fyrir að sparast myndu um 20 milljónir króna á árs- grundvelli með því að leggja niður starfsemi endurhæfingarinnar í Kópavogi, skv. upplýsingum heil- brigðisráðherra. Um er að ræða þjónustu við fjöl- fatlaða einstaklinga í Kópavogi, alls 55, sem eru mikið fatlaðir og munu þurfa slíka þjónustu allt sitt líf. Endurhæfingardeildin í Kópavogi Leita leiða til að halda starfi áfram Í dag Sigmund 8 Minningar 44/55 Viðskipti 12/17 Kirkjustarf 55/56 Erlent 18/22 Myndasögur 64 Akureyri 26 Bréf 64 Suðurnes 27 Skák 65 Höfuðborgin 28 Staksteinar 66 Landið 28 Íþróttir 68/71 Árborg 29 Dagbók 66/67 Listir 30/32 Leikhús 72 Neytendur 32 Fólk 72/77 Heilsa 34 Bíó 75/77 Forystugrein 40 Ljósvakamiðlar 78 Viðhorf 44 Veður 79 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GRÍÐARGÓÐ aðsókn var í gær á sýninguna Matur 2004, sem haldin er í Fífunni í Kópavogi og stendur yfir helgina. Þar koma saman fag- aðilar víða að úr matvælaiðn- aðinum. Meðal annars er þar til sýnis og smökkunar sælkeramatur ýmiss konar, lambakjöt, heitreykt- ur svartfugl, grafinn hryggjarvöðvi og fleira, hollustufæði eins og fisk- ur, grænmeti og lífræn jógúrt og ýmis eldhúsbúnaður og pökk- unartæki. Kokkar sýndu listir sínar í sérútbúnum eldhúsum og skemmtu sýningargestum, auk þess sem ungar sýningarmeyjar sýndu tískufatnað. Fólk virtist ánægt með sýn- inguna og myndaðist á tímabili all- nokkur röð bæði bíla og fólks sem beið eftir því að komast inn á svæð- ið. Bent er á að strætisvagnar fara á 15 mínútna fresti frá bílastæðum við Smáralind að sýningarsvæðinu. Morgunblaðið/Sverrir Mikil aðsókn að matvælasýningu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.