Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lit la pr en t ÍSLANDS MÁLNING akrýl Viti menn! Nú er lag að fá málningu á góðu verði S n o rr a b ra u t Sæ bra ut Borgartún Sætúni 4 sími 517 1500 islandsmalning.is ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli Verð frá kr. 298 pr.ltr. M ál nin gartilbo ð GRÆNMETISLIÐUR vísitölu neysluverðs er ívið lægri nú en hann var í febrúar fyrir ári. Könnun Sam- keppnisstofnunar á meðalverði margra grænmetistegunda sýnir hins vegar 14–51% hækkun á með- alverði grænmetis frá því í febrúar í fyrra til febrúar í ár. Smásöluaðilar segja að álagning á grænmeti hafi ekki hækkað á þessu tímabili. Í febrúar árið 2003 var vísitala grænmetis, kartaflna og fleiri slíkra vörutegunda samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands 106,3 en vísitalan í febrúar í ár var ívið lægri eða 105,3. Rósmundur Guðnason, yfirmaður vísitöludeildar Hagstofu Íslands, sagðist aðspurður hvernig gæti stað- ið á þessum mun ekki hafa skoðað þetta mikið en hann reiknaði með að könnun Samkeppnisstofnunar sýndi einfalt óvegið meðaltal. Útreikning- ur vísitölu neysluverðs sýndi hins vegar nú útgjaldahlut eftir því hvar neytendur keyptu vöruna. Ef vara væri keypt í lágvöruverðsverslun hefði hún meira vægi í vísitöluút- reikningum við það og það væri ná- kvæmlega það sem hefði gerst, að verulegur hluti af grænmetinu væri keyptur í verslunum þar sem vöru- verð væri almennt lægra. Í þessu sambandi skipti einnig miklu máli hvernig meðaltal væri reiknað. Hagstofan reiknaði alltaf margfeldismeðaltal og þá skipti verð vörunnar ekki máli. Margfeldismeð- altalið sýndi meðaltal verðbreyting- arinnar óháð því hve varan væri dýr og þess vegna væri hún hentugri þegar verðið dreifðist mikið. Rósmundur bætti við að auk þessa væri Hagstofan með vogir á grænmetistegundunum í samræmi við neyslu fjölskyldunnar. Þannig væri bæði um að ræða útgjaldavigt fyrir hverja tegund, auk þess sem um væri að ræða mjög nákvæmar vöruvigtir, sem væri eitt af sérkenn- um íslensku neysluverðsvísitölunn- ar. Rósmundur benti á að verulegur munur gæti væri á hæsta og lægsta verði samkvæmt könnun Sam- keppnisstofnunar. Til dæmis hefðu innfluttar agúrkur verið ódýrastar á 98 kr. en dýrastar 369 kr. Þetta væri mikill verðmunur og þá verslaði neytandinn auðvitað þar sem verðið væri lægra og miklu skipti auðvitað hvernig þetta væri vegið saman. Mismunandi aðferðir „Þessarar hækkunar sér ekki stað í okkar gögnum með sama hætti og það fyrsta sem manni dettur í hug, án þess að hafa kafað ofan í það, er að það gæti stafað af þessum ástæð- um,“ sagði Rósmundur. Hann benti jafnframt á að Hag- stofan mældi ekki þessa verðhækk- un og það væri alveg augljóst að verðkannanirnar væru gerðar í sömu verslununum. Mismunurinn hlyti því að liggja í þeirri aðferð sem notuð væri. Hagstofan hefði mjög nákvæmar upplýsingar um hvar neytendur versluðu og skipt væri um þær upplýsingar árlega. Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Haga, benti á í samtali við Morgunblaðið að grænmetisliður vísitölu neysluverðs hefði lækkað um eitt prósent á ofangreindu tíma- bili. Þar væru notaðar vogir um það hvar fólk verslaði. Hann sagðist ekki vita af hverju könnun Samkeppnis- stofnunar væri unnin með þessum hætti, en menn yrðu að passa sig á þeim ályktunum sem dregnar væru í þessum efnum. Jón sagði að álagn- ing á grænmeti undanfarið ár væri ekkert að breytast í það heila tekið, þó hún gæti verið mismunandi frá mánuði til mánaðar í samræmi við breytilegar aðstæður. Eftir að hafa farið yfir málið sæi hann ekki að það væri neitt óvenjulegt í gangi hvað varðaði verðlagningu á grænmeti og sama gilti um keppinautana. Hann benti á að lægsta verð á agúrku samkvæmt könnun Samkeppnis- stofnunar nú væri 98 kr. Lægsta verðið fyrir ári hefði verið 169 kr. Lægsta verð á markaðnum nú væri þannig 42% lægra en fyrir ári og þrátt fyrir það væri bara talað um hækkun Sigurður Teitsson, framkvæmda- stjóri matvörusviðs Kaupáss, sagði að heimsmarkaðsverð á grænmeti hefði hækkað vegna ýmissa tilfall- andi aðstæðna, s.s. hita og rigning- ar. Álagning fyrirtækisins hefði frekar lækkað en hitt og þegar hækkanir og lækkanir væru teknar saman væri um miklu minni hækk- anir að ræða en slegið hefði verið fram. Grænmetisliður vísitölunnar lækkar Hagstofan notar útgjalda- og vöruvigtir                                 EFTIR talsverðan tröppugang í loðnuveið- unum hefur nú birt til og er mikil veiði á mið- unum út af Hornafirði. Þessa dagana snýst allt um þennan litla fisk í Vestmannaeyjum sem ekki er óeðlilegt í ljósi þess að Eyjamenn hafa yfir að ráða hátt í fjórðungi loðnukvótans. Héð- an eru gerð út níu loðnuskip og bæði Ísfélag og Vinnslustöð eru með afkastamestu loðnuverk- endum landsins og oftast eru Vestmannaeyjar hæsta löndunarhöfnin í loðnu á vetrarvertíð. Tæknin er allsráðandi Morgunblaðið tók púlsinn á loðnustemmn- ingunni í Ísfélaginu þar sem unnið hefur verið á sólarhringsvöktum við frystingu á loðnu í rúma viku. Þegar komið er inn í húsið er fátt sem minnir á að þar sé verið að vinna fisk, varla loðnulykt í loftinu sem þó er nokkuð lyktsterk. Tæknin er líka allsráðandi, allt flutt með færi- böndum og afköst á hvern mann eru margföld miðað við það sem áður var. Til dæmis voru 18 til 20 manns bara í frystitækjunum en þar hef- ur tæknin leyst mannshöndina algjörlega af hólmi. Antares VE, Gullberg VE, Harpa VE, Sig- urður VE og Skarfur GK landa hjá Ísfélaginu. Í gær var Sigurður að landa 1.400 tonnum, Ant- ares var á leiðinni með 700 tonn og Gullbergið 800 tonn. Óskar Óskarsson framleiðslustjóri var mjög ánægður með ganginn þegar rætt var við hann í gær. „Það er allt á fullu hjá okkur núna,“ sagði Óskar. „Við erum að frysta á fullu, bæði á Rúss- land og Japan. Venjulega vinna hjá okkur um 35 manns í frystihúsinu en í loðnunni erum við með um 60 manns sem standa átta tíma vaktir og er unnið allan sólarhringinn. Þetta gengur mjög vel enda höfum við verið mjög heppnir með fólk. Annars hefur þetta þróast svipað og undanfarið, árin 2002 og 2003 byrjuðum við að frysta loðnu 22. febrúar og þótt mörgum finnist loðnan hafa verið seint á ferðinni í ár vorum við heldur fyrr í því núna. Ef allt gengur að óskum verðum við að frysta loðnu og vinna loðnuhrogn út mars,“ sagði Óskar að lokum. Þokkalega bjartsýnn á vertíðina Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, var þokkalega bjartsýnn á vertíð- ina en sagði að tíðarfar hefði gert erfitt fyrir og loðnan mætti vera stærri. „Markaðir fyrir loðnu til manneldis eru ágætir í Rússlandi og þó einkum Japan sem hefur lengst af verið okk- ar aðalmarkaður,“ sagði Ægir Páll. „Japanir eru tilbúnir að borga mjög gott verð fyrir stóra loðnu en það skyggir á hjá okkur að fram að þessu hefur loðnan verið helst til smá sem þýðir lægra afurðaverð. En það er reynt að frysta eins og kostur er bæði á Japan og Rússland og líka í dýrafóður sem við seljum að mestu innan- lands.“ Margrét Geirsdóttir var ein fjögurra kvenna sem stóðu og pökkuðu loðnu þegar Morg- unblaðið fékk að kíkja inn í frystihús Ísfélags- ins. Hún hefur margri loðnunni pakkað frá því hún byrjaði hjá Ísfélaginu 1987. „Það er alltaf jafn gaman þegar loðnufrystingin hefst enda góð tilbreyting frá því sem við erum að gera venjulega. Það fylgir því líka alltaf ákveðin stemmning að vera á vöktum þótt maður verði hálfruglaður á dögunum eins og ég er núna. Jú, það er rétt, ég er með fjölskyldu, en með góðri samvinnu allra gengur þetta upp,“ sagði Mar- grét. Fulltrúa unga fólksins var líka að finna í Ís- félaginu, þau Fanneyju Jónu Gísladóttur og Birki Guðlaugsson. „Þetta er mín þriðja eða fjórða vertíð en ekki þó í röð. Mér finnst þetta fín vinna og góð tilbreyting en ég vinn ekki al- veg á fullum vöktum,“ sagði Fanney. Birkir var aftur á móti að stíga sín fyrstu skref í fiskvinnslu, nýútskrifaður stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ að ná sér í pen- ing áður en hann sest í háskóla. „Þetta er fínt og nokkuð sem allir Íslendingar ættu að prófa að minnsta kosti einu sinni,“ sagði Birkir og rétt gaf sér tíma til að ræða við blaðamann milli þess sem hann raðaði frystri loðnu í kassa. Unnið er á sólarhringsvöktum við loðnufrystingu hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum „Nokkuð sem allir Íslendingar ættu að prófa“ Morgunblaðið/Sigurgeir Margrét Geirsdóttir pakkar loðnu í frystihúsi Ísfélagsins og segir alltaf jafngaman. Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. KRISTÍN Færseth hjá Samkeppn- isstofnun segir að það þurfi ekki endilega að vera að framleiðendur eða innflytjendur grænmetis taki til sín stærri hlut af verði grænmetis en áður þótt verðið hafi hækkað. Samkeppnisyfirvöld hafi ekki skoð- að það sérstaklega og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort það verði gert. Þau muni hins vegar áfram fylgjast með verðlagningu grænmetis. Í nýrri könnun Samkeppnisstofn- unar á verði grænmetis kemur fram að meðalverð á mörgum teg- undum hafi hækkað á bilinu 14– 51% frá febrúar 2003 til sama tíma á þessu ári. Kristín sagði að Samkeppn- isstofnun hefði talið ástæðu til að fylgjast sérstaklega með þróun grænmetisverðs í ljósi úrskurðar stofnunarinnar fyrir nokkrum ár- um um samráð grænmetisfyr- irtækjanna. Einnig hefðu þær breytingar sem gerðar voru af stjórnvöldum á verðlagningu græn- metis gefið tilefni til að fylgjast með þróuninni. Hún sagði að þess- um könnunum yrði haldið áfram en óljóst væri hvort gripið yrði til frekari aðgerða að hálfu stofnunar- innar. Samkeppnisstofnun Áfram fylgst með verði grænmetis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.