Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 11

Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 11 Í SKÝRSLU fráveitunefndar um- hverfisráðuneytisins frá síðasta ári kemur fram að um 20% sveitarfé- laga í landinu höfðu skilað inn heild- aráætlunum til nefndarinnar í frá- rennslismálum og unnu að lausnum í samræmi við það. Hin 80% eru varla byrjuð á neinum framkvæmdum, eins og fram kom í frásögn blaðsins í gær af skýrslu Umhverfisstofnunar. Fráveitunefndin skipti sveitar- félögunum upp í þrjá flokka og í fyrsta flokki lentu 25 sveitarfélög af 122, þ.e. þau 20% sem eitthvað voru farin að gera í fráveitumálum sínum. Nú eru þessi sveitarfélög 24 með sameiningu Kirkjubólshrepps við Hólmavíkurhrepp. Hin eru Reykja- vík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessa- staðahreppur, Sandgerði, Borgar- byggð, Kolbeinsstaðahreppur, Helgafellssveit, Eyja- og Mikla- holtshreppur, Kaldrananeshreppur, Blönduós, Akureyri, Svalbarðs- strandarhreppur, Grýtubakka- hreppur, Bárðdælahreppur, sem nú tilheyrir Þingeyjarsveit eftir sam- einingu nokkurra hreppa í S-Þing- eyjarsýslu, Skeggjastaðahreppur, Norður-Hérað, Vestmannaeyjar, Hvolhreppur, sem nú tilheyrir Rangárþingi eystra, Rangárvalla- hreppur, sem tilheyrir nú Rangár- þingi ytra, og Hveragerði. Mikill kostnaður Í annan flokk lentu sveitarfélög í þéttbýli sem ekki höfðu gert ráðstaf- anir, höfðu viðkvæma viðtaka eða aðrar aðstæður sem ollu kostnaðar- sömum lausnum á fráveitum. Í þennan flokk lentu 47 sveitarfélög. Í þriðja flokki voru 50 sveitar- félög, allt minni hreppar í dreifbýli, sem höfðu ekki skilað heildaráætl- unum í fráveitumálum. Fimmtungur sveitarfélaga hefur skilað inn áætlun Frárennslismál NÝJAR dyr opnast að Neskirkju í Reykjavík þegar nýtt safnaðarheimili verður formlega af- hent 1. júlí í sumar. Þar verður opið allan daginn og segir sr. Örn Bárður Jónsson húsið hugsað sem opið torg fyrir sóknarbörn og aðra gesti það- an sem hægt verður að nálgast þjónustu og starf- semi sem kirkjan hlúir að. „Við viljum að Nes- kirkja sé þátttakandi í daglegu lífi borgaranna.“ Eftir guðsþjónustu á morgun verður kirkju- gestum boðið í reisugildi í safnaðarheimilinu og gefst þeim þá tækifæri til að skoða bygginguna og þiggja veitingar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur mun þjóna fyrir altari við upphaf messu og setja sr. Örn Bárð í embætti sókn- arprests. Hefur hann gegnt stöðu prests við sóknina frá árinu 1999. Fráfarandi sókn- arprestur, séra Frank M. Halldórsson, og Hanna Johannessen, varaformaður sóknarnefndar, að- stoða við útdeilingu altarissakramentis. Ritning- arlestra annast formaður sóknarnefndar, dr. Guðmundur Magnússon. Það mun því fara saman í Neskirkju á morgun, að opna dyr nýja safn- aðarheimilisins fyrir sóknarbörnum um leið og nýr sóknarprestur verður settur í embætti. Lifandi vettvangur Sr. Örn Bárður segir safnaðarheimilið opna nýjar leiðir fyrir söfnuðinn og verði lifandi vett- vangur fyrir félagsstarf yfir daginn. Þarna verð- ur kaffihús með léttum veitingum, hægt verður að vafra um vefinn eða kíkja í blöð og tímarit. Örn Bárður segir þetta vera tilvalinn áfangastað fyrir fólk í Vesturbænum til að setjast niður við ýmis tilefni án þess að þurfa að leita niður í miðbæ Reykjavíkur. Þarna verður líka bókasafn með andlegu og uppbyggilegu efni og hægt verð- ur að kaupa bækur um sama efni. Safnaðarheim- ilið er tengt kirkjuskipinu sem verður opið gest- um. Fólk getur þá gengið inn í kirkjuna, átt kyrrðarstund til íhugunar og uppbyggingar. Örn Bárður segir að fjölbreyttur hópur fólks sækist eftir ólíkum hlutum og nýja heimilið geti hýst ýmsa starfsemi sem tengist kirkjunni. Þar sé hægt að standa fyrir menningarviðburðum, tón- listaratriðum, leiklestri og innsetningu lista- manna. Hann nefnir sem dæmi að í vetur hafa verið haldnir áhugaverðir fundir í hádeginu í kirkjunni. Fluttur hefur verið stuttur fyrirlestur, gestir fá sér súpu og brauð og taka þátt í um- ræðum á eftir. Guðmundur Magnússon og Hanna Johann- essen segja hugmyndina um nýtt safnaðarheimili hafa verið lengi til umræðu. Guðmundur segir búið að fjármagna bygginguna að stærstum hluta og því sé sóknin ekki að reisa sér hurðarás um öxl. Þau þurfi ekki að reiða sig á útleigu til að standa undir þessum kostnaði. Hanna segir kirkjuna friðaða hið ytra en Neskirkja er fyrsta kirkja landsins sem byggð er samkvæmt nútíma arkitektúr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Magnússon, Hanna Johannessen, sr. Örn Bárður Jónsson og Hjálmar Ingvarsson, verkefnisstjóri JB Byggingafélags, í nýju safnaðarheimili. Reisugildi í nýju safnaðarheimili Neskirkju verður á morgun Opið torg fyrir sóknarbörn Bygging nýja safnaðarheimilisins fellur vel að kirkjunni, sem er friðuð hið ytra. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar tvær ljósmyndasýningar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni kl. 20 í kvöld. Önnur er hin árlega ljósmyndasýning Blaða- ljósmyndarafélags Íslands, Mynd ársins 2003. Sýningin er nú haldin í níunda sinn í Gerð- arsafni og tóku að þessu sinni 30 ljósmyndarar þátt í forvali til sýningarinnar. Alls voru 915 verk send inn og af þeim valdi dómnefnd rúm- lega hundrað og áttatíu myndir á sýninguna. Samkvæmt venju verða veitt verðlaun fyrir Mynd ársins 2003. Einnig verða bestu myndir í níu mismunandi flokkum verðlaunaðar, þeirra á meðal fréttamyndir, portrettmyndir, íþrótta- myndir, opinn flokkur og myndraðir. Gestasýning á neðri hæð Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að gestasýning sé á neðri hæð safnsins í tengslum við sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins. Að þessu sinni eru það ljósmyndir Magnúsar Ólafs- sonar úr eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Magnús er einn af frumherjum ljósmyndunar á Íslandi. Verk hans hafa ómetanlegt heim- ildagildi, ekki síst fyrir sögu Reykjavíkur sem vaxandi borgarsamfélags á fyrri helmingi 20. aldar. Sýningarnar standa til 21. mars 2004. Um eitt hundrað ljósmyndir keppa í Gerðarsafni Morgunblaðið/Jim Smart Birgir Snæbjörn Birgisson vinnur við upphengingu í Gerðarsafni. BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar fjallaði á fundi sínum á fimmtudag um þjóðlendukröf- ur ríkisins á Suðvesturlandi. Samþykkt var að fela Ragn- heiði Ríkharðsdóttur bæjar- stjóra að fylgja málinu eftir af hálfu Mosfellsbæjar, en meðal þess lands sem ríkið gerir til- kall til er stór hluti Mosfells- heiðar. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær seldi ríkið kirkjujörðina Mosfell fyrir um 70 árum, og þar með hluta af Mosfellsheiðinni, til Mosfells- hrepps, nú Mosfellsbæjar. Gerir ríkið nú tilkall til þessa lands á ný. Hefur Guðjón S. Jensson bókasafnsfræðingur grandskoðað skjöl og heimildir sem staðfesta þetta. Ekki náðist í Ragnheiði en Stefán Ómar Jónsson bæjar- ritari segir að lögmenn, ásamt tiltækum sérfræðingum og sagnfræðingum, muni fara yfir kröfur ríkisins í framhaldinu og rýna betur í kort til að sjá hvar markalínan liggur í kröfu- gerðinni. Leitað verði fanga hjá fræðimönnum eins og Guð- jóni. Þessi vinna sé á frumstigi og bærinn vilji að svo stöddu ekki tjá sig um réttmæti krafna ríkisins. Leiði athugun á handbærum gögnum í ljós að kröfurnar fari inn fyrir lög- sagnarumdæmi sveitarfé- lagsins muni það að sjálfsögðu halda rétti sínum til streitu. Mosfells- bær skoðar þjóðlendu- kröfurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.