Morgunblaðið - 28.02.2004, Side 20

Morgunblaðið - 28.02.2004, Side 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS FYRIR STUÐNINGSMENN, VELUNNARA OG VÆNTANLEGA SÖGUBAKHJARLA LAUGARDAGINN 28. OG SUNNUDAGINN 29. FEBRÚAR Á 13. HÆÐ Í HÚSI VERSLUNARINNAR MILLI KLUKKAN 14.00 OG 17.00 BÁÐA DAGA. BARÁTTAN fyrir þingkosning- arnar, sem fram fara 14. næsta mánaðar, hófst á Spáni í gær. Samkvæmt tveimur könnunum, sem birtar voru, fara hægrimenn með sigur af hólmi í kosningunum. Kosningabaráttan hófst með því að stjórnmálaleiðtogar tóku þátt í að festa upp veggauglýsingar líkt og hefð er fyrir á Spáni. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráð- herraefni Sósíalistaflokksins (PSOE), lýsti yfir því á fundi með stuðningsmönnum sínum í Madríd að hann væri vinstrisinni en hann ætlaði sér að starfa í þágu allra Spánverja sigraði hann í kosning- unum. Mariano Rajoy, forsætisráð- herraefni Þjóðarflokksins (PP), hóf baráttuna í heimaborg sinni, Santiago de Compostela í Galicíu, með því að gagnrýna tillögur sósí- alista sem hann sagði að stefndu „efnahagsframförum síðustu ára í voða“. Jose Maria Aznar, sem verið hefur forsætisráðherra og leiðtogi Þjóðarflokksins síðustu átta árin, verður ekki í framboði í samræmi við fyrri yfirlýsingar þar að lút- andi. Rajoy hefur um árabil verið einn helsti samstarfsmaður Azn- ars. Tvær fylgiskannanir sem birtar voru í gær gefa til kynna að Þjóð- arflokkurinn verði áfram stærsti flokkur landsins en nái ekki að halda hreinum meirihluta á þingi. Þar sitja 350 þingmenn og þarf því 176 slíka til að tryggja meirihluta. Samkvæmt könnunum fær Þjóð- arflokkurinn 166 til 172 menn kjörna. Hann hefur nú 183 fulltrúa á þingi. Sósíalistar bæta við sig og er þeim spáð 136 til 144 sætum. Þeir hafa nú 125 menn á þingi. Reynist spár þessar réttar myndi það koma í hlut Þjóð- arflokksins að freista þess að mynda meirihlutastjórn. Ýmsir kostir kæmu þá til álita þar eð nokkrir smáflokkar þjóðernissinna eiga fulltrúa á þinginu í Madríd. REUTERS Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherraefni spænska Sósíalistaflokksins, í hópi aðdáenda sinna í Madríd í gær þegar baráttan fyrir kosningarnar í næsta mánuði hófst formlega. Hægrimönnum á Spáni spáð sigri Madríd. AP. HÉRAÐSDÓMUR í Ósló hefur dæmt karlmann af afrískum upp- runa í fangelsi fyrir að hafa ein- angrað eiginkonu sína frá norsku samfélagi og er þetta í fyrsta skipti sem norskur dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að það sé refsivert að meina maka sínum að samlagast samfélaginu, að því er fram kom á fréttavef Aftenposten í gær. Maðurinn var dæmdur í alls þriggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt fyrrverandi eiginkonu sína og börn ofbeldi í mörg ár áður en þau skildu og meinað henni að um- gangast aðra Norðmenn. Dómur- inn var óvenju þungur og helmingi þyngri en ákæruvaldið hafði óskað eftir. Niðurstaða dómstólsins þykir mjög athyglisverð vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem dæmt er í slíku máli samkvæmt 102 ára gamalli grein í hegningarlöggjöf- inni sem kveður á um að það varði allt að tveggja ára fangelsi að „bregðast skyldum sínum gagn- vart maka eða barni“ ítrekað eða með grófum hætti. Maðurinn er 48 ára og tuttugu árum eldri en eig- inkonan fyrrverandi, sem var 19 ára þegar hann sótti hana til Als- írs. Hann hefur búið í Noregi í 30 ár. Verður beitt oftar Dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu að maðurinn hefði „meinað konunni að hafa samband við aðra Norðmenn … og stjórnað sam- bandi hennar við aðra“. Konan mátti ekki fara að heim- an án sérstaks leyfis eiginmanns- ins. Hún hóf norskunám að beiðni barnaverndaryfirvalda og maður- inn sótti hana alltaf þegar tím- unum lauk og bannaði henni að tala við aðra á námskeiðinu. Þá þurfti hún að vera með íslamska höfuðslæðu sem huldi hárið. Saksóknarar í Ósló segja að nið- urstaða dómstólsins verði til þess að hegningarlöggjöfinni verði oftar beitt sem lið í því að auðvelda inn- flytjendum að samlagast samfélag- inu og berjast gegn heimilisof- beldi. Dæmdur fyrir að einangra eiginkonuna SHOKO Asahara, leiðtogi japanska safnaðarins Æðsta sannleiks, var dæmdur til dauða í gær fyrir að hafa skipulagt taugagasárás í neðanjarðarlesta- kerfinu í Tókýó árið 1995 og aðra glæpi. Kostaði hún 12 manns líf- ið en Asahara var fundinn sekur um að bera ábyrgð á dauða 27 manna alls. Asahara sýndi engin svipbrigði er dómarinn sagði, að hann skyldi hengdur fyrir „viðbjóðslega glæpi“. „Asahara dreymdi um að ná völd- um í Japan með því að beita fyrir sig söfnuðinum og hann ruddi mis- kunnarlaust úr vegi öllum þeim, sem hann taldi standa í vegi fyrir sér, innan sem utan safnaðarins,“ sagði dómarinn. Asahara, sem heitir réttu nafni Chizuo Matsumoto og stofnaði söfn- uðinn Æðsta sannleik 1984, var einnig dæmdur fyrir að hafa myrt lögfræðing, sem vann gegn söfn- uðinum, og fjölskyldu hans og einn- ig nokkra safnaðarfélaga. Verjandi hans áfrýjaði dauðadómnum til hæstaréttar Japans en búist er við, að málarekstur fyrir honum geti tekið mörg ár. Æðsti sannleikur er enn við lýði en núverandi félagar í honum hafa beðist afsökunar á glæpum fyrrver- andi frammámanna hans og segjast fallast á dómsniðurstöðuna. Mörg- um Japönum finnst þó sem henging sé of væg refsing fyrir Asahara og vilja, að hann verði líflátinn upp á gamla móðinn, dreginn um götur og barinn til dauðs. Dauðadómur fyrir taugagasárás Tókýó. AFP. Shoko Asahara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.