Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 24

Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 24
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Atvinnuástandið á Akureyri og reyndar á Norðurlandi öllu er langt frá því að vera nógu gott að mínu mati en ekki er þar með sagt að ástandið sé neitt betra annars stað- ar. Rúmlega 300 manns voru á atvinnuleys- isskrá á Akureyri í síðasta mánuði og með- alfjöldi atvinnulausra á Norðurlandi eystra í mánuðinum 448. Í vikunni var þessi fjöldi at- vinnulausra í gamla kjördæminu kominn yf- ir 500 manns. En hvað skyldu menn svo vera að gera til að sporna við þessari þróun – jú, þeir eru enn og aftur að tala um hlutina. Hér hafa menn keppst við að halda ráðstefnur og fundi um ástandið, setja á fót nefndir og álykta um stöðu mála. Hverju hafa svo öll þessi fundahöld skilað? Engu að mínu mati. Það leysir engan vanda þótt sveitarstjórn- armenn og fulltrúar úr atvinnulífinu komi reglulega saman í hádegismat til að hlusta hver á annan. Orð eru til alls fyrst – það vita allir en er nú ekki kominn tími til að stíga næsta skref og fara að láta verkin tala?    Við Akureyringar höfum nú misst af ál- þynnuverksmiðjunni sem japanskir aðilar höfðu sýnt áhuga á að reisa hér á landi. Þar var verið að tala um einhver 50 störf, sem hefðu vissulega verið vel þegin inn í bæj- arfélagið. Umræða um stóriðju í Eyjafirði er reyndar orðin 40 ára gömul og hver skyldi svo staðan vera í dag? Ég held að hún sé ansi nálægt byrjunarreitnum. Það er heldur ekki við því að búast að einhver skriður komist á þetta mál, menn hafa ekki einu sinni getað sameinast um ákveðinn stað í firðinum undir stóriðju. Ekki frekar en að Eyfirðingar hafi geta komið sér saman um nýjan stað fyrir sorpurðun. Ef ég man rétt ætluðu menn að vera búnir að ljúka því máli fyrir rúmi ári, enda stóð til að hætta urðun sorps á Glerárdal um síðustu áramót.    Byggðaáætlun og byggðaþróun eru orð sem oft eru nefnd í umræðunni en á þeim sviðum hefur ekki nóg verið að gert. Flutn- ingur ríkisstofnana út á land er eitthvað sem rætt er um á hátíðastundum en þegar á reynir verður lítið um efndir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa verið að reyna að fá nýjar ríkisstofnanir til bæjarins án mikils árang- urs. Það er því alveg ljóst að Akureyringar og reyndar Eyfirðingar allir þurfa að snúa bökum saman – vinna sem ein heild að því að bæta atvinnuástandið og fjölga atvinnutæki- færum. Svæðið býður upp á mikla mögu- leika en það gerir enginn hlutina fyrir okk- ur. Og ég ítreka það – fækkum fundahöldunum og förum að láta verkin tala. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMANN Stjórn Atvinnuþró-unarfélags Norð-urlands vestra ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að veita Háskólanum á Hólum hvatningarverðlaun árs- ins 2003. Félagið veitir verðlaunin árlega til fyr- irtækja eða stofnana sem skarað hafa fram úr í starfsemi sinni. Verð- launin eru nú veitt í fimmta sinn. Háskólinn á Hólum þykir sérlega vel að verðlaunum kominn og er þeim óskað áfram- haldandi velgengni í upp- byggingu skólans, segir á vef Atvinnuþróun- arfélagsins. Verðlauna- gripurinn er listaverk eftir Erlend Magnússon listamann, ásamt verð- launaskjali. Hvatning HÓLMANES SU1kom í vikunni úrsíðustu veiði- ferðinni fyrir Eskju á Eskifirði. Skipið hefur verið gert út frá Eskifirði í rúma þrjá áratugi, en hefur nú verið selt til Húsavíkur, þar sem það fær nafnið Húsey ÞH og verður gert út af Íshafi hf. Hólmanesið, sem nú er í slipp á Akureyri, aflaði um 77 þúsund tonna af bolfiski á farsælum ferli sínum til og frá Eski- firði. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hólmanes frá Eskifirði Í þingveislum mega menn bara talast við í bundnu máli. Forseti Alþingis sá ástæðu til að leiðbeina ungum þingmönnum: Ungu þingmenn, yður bið ég vel virða veislusiði; orðs biðja og orða leita; í vísum mæla. Vitið þér enn eða hvað? Mækjar eru skírðir í málsmiðju fyrir spjall spjóta á spaugvelli. Orðaleppum er ört slöngvað og mælskuhjörvi höggvið rösklega. Skeyti tvíeggjuð á tunguvöllum eru hent á lofti í hálfkæringi. Þó er tóm fyrir þorstláta að dreypa skjótt á dýrum vínum. Úr þingveislu pebl@mbl.is Mývatnssveit | Árni Gíslason, bóndi á Laxárbakka, var á leið að lokumannvirkjum Lax- árvirkjunar við Geirastaði svo sem hann hefur gert óteljandi sinnum síðustu 34 árin, eða síð- an haustið 1969, en þá hóf hann gæslu þessa búnaðar fyrir Lax- árvirkjun. Hér er hann á heimavelli. Árni metur vatns- magnið sem rennur frá Mý- vatni áleiðis til sjávar. Það er sú Laxá sem nú er í umræðu manna eins og oft áður og hitn- ar mönnum í hamsi sem fyrr. Áin fellur úr vatninu í þremur kvíslum. Syðstukvísl en í hana fellur Kráká, Miðkvísl og Geirastaðakvísl en meginvatnið fer þar um. Mannvirkin við Geirastaði voru byggð 1960 í þeim tilgangi að stjórna mætti rennsli úr vatninu til árinnar og voru þau afar mikilvæg fyrir raf- orkuframleiðslu Laxárstöðva. Með lokubúnaðinum hér stjórnar Árni vatnshæð Mý- vatns og heldur henni stöðugri en það telja vatnsbændur mik- ilvægt. Þar má ekki skeika nema örfáum sentímetrum til hækkunar eða lækkunar. Um leið sér hann um að rennsli í farvegi árinnar sé sem jafnast en í vetrarhörkum rekur gjarn- an ís í kvíslarnar og stíflar þær en það hentar hvorki orku- vinnslu Laxárvirkjunar né vatnsborði Mývatns. Þá opnar Árni lokur þannig að sem best jafnvægi haldist milli vatns- magns árinnar og vatnshæðar Mývatns. Einmitt þessa dagana segir Árni að hluti Krákár muni hafa flutt sig úr farvegi sínum, renni til Grænavatns og þaðan í Mý- vatn. Það veldur smáhækkun á vatnsborði sem Árni sér og grípur til viðeigandi ráðstafana. Morgunblaðið/BFH Við Geirastaðakvísl Í 34 ár LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, skrifaði fyrir hönd Hafnarfjarðarbæj- ar, undir rekstrarsamninga við íþrótta- og tómstundafélög í bænum í vikunni. Annars vegar er um að ræða samninga Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin FH, Hauka, BH, SH og Fjörð vegna leigu á húsnæði til æfinga fyrir knatt- spyrnu, frjálsar íþróttir, tennis og sund í 50 m sundlaug. Hins vegar eru samningar Hafnarfjarðarbæjar við Brids- félagið og Skákdeild Hauka, vegna húsa- leigu og kynningarstarfs félaganna meðal barna og unglinga. Fjárveitingar vegna þessara samninga eru 4.500.000 og skiptast þannig: FH kr. 1.500.000 v/knattspyrnu og kr. 400.000 v/ frjálsíþr., Haukar kr. 1.500.000 v/knatt- spyrnu, BH hækkun á samningi um kr. 300.000 v/tennis, SH hækkun á samningi um kr. 300.000 v/sunds 50 m sundlaug, Fjörður hækkun á samningi um kr. 100.000 v/ferðakostnaðar, nýir samningar við Skákdeild Hauka kr. 200.000 og Brids- félags kr. 200.000. Rekstrar- samningar í Hafnarfirði NEMENDUR í frumkvöðlafræðum við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafells- sýslu unnu nýverið að verkefni sem fólst í að stofna fyrirtæki með öllu því sem fylgir þvílíkri fram- kvæmd. Nemend- urnir þurftu að afla hlutafjár, hefja framleiðslu á vöru og selja hana og að lokum gera rekstur- inn upp og helst að skila álitlegum hagnaði. Nemendur skiptust í tvo hópa, annar hópurinn skellti sér í bókaútgáfu en hinn hópurinn hóf framleiðslu á brjóstsykri. Framleiðslan var síðan til sölu á markaðstorginu í Hornabæ hinn 14. febrúar sl. og eftir þann dag var ljóst að rekstur fyrirtækjanna hafði gengið mjög vel og báðar einingarnar skiluðu góð- um söluhagnaði, að því er kemur fram á samfélagsvef þeirra Hornfirðinga. Þegar rekstur brjóstsykursgerðarinnar var gerð- ur upp hafði hver hlutur í fyrirtækinu rúm- lega áttfaldað sig og afrakstur bókaútgáf- unnar var víst enn betri. Arðbær brjóstsyk- ursframleiðsla ♦♦♦ Neskaupstaður | Félagar í Hesta- mannafélaginu Blæ á Norðfirði hafa undanfarin ár lagt reiðvegi meðfram þjóðveginum í Norðfjarð- arsveit. Í haust hafa þeir lagt um 1,2 kílómetra og alls um 3 kíló- metra af reiðvegum undanfarin ár. „Við stefnum á að leggja veg í allri sveitinni til að komast af þjóðveginum, alls rúma 5 kíló- metra,“ segir Vilberg Einarsson, sem er í forsvari fyrir reiðvega- nefnd Blæs. „Það er eftirtektarvert hvað við höfum mætt mikilli jákvæðni og skilningi hjá öllum og sérstaklega bæjaryfirvöldum. Það er heilmikið um börn og unglinga í hesta- mennsku hér og það er nauðsyn- legt að koma þeim af þjóðveg- inum,“ sagði Vilberg. „Við erum mjög ánægðir með þessa búta sem komnir eru, þeir hafa breytt miklu fyrir okkur. Við erum mjög þakk- látir Vegagerðinni og Fjarðabyggð fyrir framlag þeirra sem gerði þetta verkefni að veruleika,“ sagði Vilberg að lokum. Leggja reiðvegi Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Allt annað: Félagar í Blæ í Norðfirði eru ánægðir með nýju reiðvegina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.