Morgunblaðið - 28.02.2004, Side 64

Morgunblaðið - 28.02.2004, Side 64
64 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki – Hefnarinn PÆNG! © DARGAUD Grettir Grettir Smáfólk COYOTE GULCH ER LÍFLEGUR BÆR... ...MJÖG LÍFLEGUR SATT BEST AÐ SEGJA ER EKKERT VIT Í AÐ HEIMSÆKJA BÆINN! HVA? HVER, HVAR, HVAÐ? STANS! UPP MEÐ HENDUR! STOPP! HAMINGJAN! UNTANBÆJAR- MAÐUR! HANN ER SKUGGALEGUR! MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ TIL ÞESS AÐ LÆRA DANS... EN ÞÚ GETUR EKKI ÍMYNDAÐ ÞÉR HVAÐ ÞEIR LÁTA KÓNGULÆR BORGA FYRIR AÐ HAFA ÁTTA FÆTUR! OG ÞÚ VILLT EKKI EINU SINN FÁ AÐ VITA HVAÐ STEPPSKÓR KOSTA FYRIR KÓNGULÆR! NEI ÞAÐ VIL ÉG EKKI VITA ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÉG MYNDI SAKNA ÞÍN EF ÞÚ FÆRIR GÓÐ TILRAUN! SNOOPY ÉG VERÐ AÐ KVEÐJA... MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT AÐ VIÐ KLÁRUÐUM ALDREI FELULEIKINN ÉG SKEMMTI MÉR... ÉG LÍKA ÞEGAR MAÐUR ER DAPUR OG EKKERT GENGUR UPP ER EKKERT EINS OG GÓÐUR FELULEIKUR TIL ÞESS AÐ HRESSA MANN VIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VALD er hættulegur skaðvaldur í höndum þeirra sem ekki kunna með það að fara. Valdníðsla á greiða leið í réttu umhverfi og getur orðið erfið- ur ógnvaldur. Rót rangra ákvarðana þarf ekki að vera mannvonska eða heimska. Ekki þarf annað en að fólk sé ekki þeim vanda vaxið sem starfinu fylgir. Þá er tilgangurinn oft látinn helga með- alið við að fegra skaðlegar ákvarð- anir. Valdið sem nýtir sér þrenn- inguna sem skipar stjórn heima- hjúkrunar í Reykjavík er ekki samfélagsbætandi. Það sanna verk þessarar dæmalaust villugjörnu stjórnar heimahjúkrunar sem skipuð er stýrimanni, viðskiptafræðingi og hjúkrunarforstjóranum Þórunni Ólafsdóttur. Stýrimaðurinn Grétar Guðmundsson er kannski betur kominn á sjó. Hann hefur sannað að lærdómur á rétt á sér, sé eftir farið, og sorglegt þegar hann fer í vaskinn. Viðskiptafræðingurinn Guðmundur Einarsson álítur tölur mikilvægari en starfslið og skjólstæðingar. Hjúkrnarforstjórinn hvetur til ós- téttvísi í sinni grein. Hún hefur litla samúð með starfskonum sínum og skjólstæðingum. Hún sér ekkert at- hugavert við að tugir starfssystra hennar hrökklist úr vinnu af hennar völdum og skjólstæðingar missi frá sér aðstoðarkonur sem orðnar eru mikilvægur hlekkur í lífi þeirra. Í út- varpsviðtali ásakaði Þórunn starfs- systur sínar um græðgi. Hún sagði þær viðhalda vinnuhvetjandi tilhög- un til að fá sem mest út úr akstr- inum. Þær sinntu skjólstæðingum af meiri hraða en forsvaranlegt væri. Með ummælum þessum gerir hún ljósa fáfræði sína um hvað starfsem- in snýst. Um leið og hún stimplar sig þannig óhæfa, hlýtur fólki að verða ljós ástæða rakalauss málflutnings hennar. Hún hefur aldrei fært vit- ræn rök fyrir einni einustu breyt- ingu. Það rétta er, að um ferðafjöld- ann er vitað, nema neyðarútköll komi til. Starfskonurnar verða að hafa sig alla við til að ferlið gangi upp. Það er ekki ámælisvert, eins og Þórunn túlkar dugnað og ósérhlífni þessara frábæru starfssystra sinna, það er þakkarvert. En þakklæti virð- ist ekki í orðaforða Þórunnar. Á næt- urvakt eru tvær konur sem sjá um að koma ósjálfbjarga fólki í rúm og sinna neyðarköllum. Öll borgin er þeirra svæði. Það segir sig sjálft, að við svo hrikalegt aðhald í umönnun komast fæstir í rúm á viðunandi tíma. Bílamálavandræðin eru sjálf- skaparvíti vanhæfrar stjórnar sem misskilur hlutverk sitt. Án samráðs við þá er málin varða voru gerðir bindandi samningar við bifreiðaum- boð um 50 til 60 bíla sem nýttir skyldu til kaupskerðingar á um- sömdum kjörum starfskvennanna. Sannað er að breyting verður dýrari en núverandi fyrirkomulag. Til að skynsemin og mannlegi þátturinn verði aftur á dagskrá þarf að skipta stjórn heimahjúkrunar út fyrir raun- verulegt fagfólk. Ekki minnist ég þess að nokkur hjúkrunarforstjóri, utan Þórunnar Ólafsdóttur, hafi brugðist starfsstétt sinni með því að hvetja til umsóknar um störf í vinnu- deilu. Óstéttvísi er ávísun á lægri laun. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 11, 103 Reykjavík Hjúkrunarforstjóri að rústa starfsheiður sinn Frá Albert Jensen: TIL Margrétar Jónsdóttur á Akra- nesi. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvað atvinnurógur er og bið þig um útskýringu á hvað það þýðir. Vonast eftir góðum og skýrum svörum, sem fyrst. Og hvað fólk get- ur gert sem verður fyrir atvinnurógi. BJÖRG HELGADÓTTIR, Holti, 541 Blönduós. Af forvitni Frá Björgu Helgadóttur: ÞAÐ hefur verið hálfdapurlegt að fylgjast með umræðunni um 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. Ríkis- stjórnin með Davíð Oddsson í for- sæti fannst mér standa mjög vel að öllum undirbúningi og að vekja at- hygli á þessum merka atburði í sögu þjóðarinnar þegar segja má að þjóð- in hafi vaknað til lífsins að nýju. Það sem stakk mig og fleiri strax var fjarvera hr. Ólafs R. Grímssonar for- seta. Fjarvera hans varpaði skugga á hátíðarhöldin. Það hefur komið í ljós að það var ákvörðun forsetans að renna sér á skíðum með fyrirfólki heimsins í stað þess að heiðra þjóð- ina með nærveru sinni. Auðvitað hefði það verið mjög óþægilegt fyrir hr. Ólaf að fá spurninguna „Af hverju tókstu það framyfir heima- stjórnarafmæli íslensku þjóðarinnar að renna þér á skíðum í Aspen?“. Það var því snilldarherbragð hjá hr. Ólafi að blása til sóknar í stað þess að leggjast í vörn og ráðast með harka- legum hætti að skipuleggjendum há- tíðarhaldanna. Í stað þess að vera spurður erfiðrar spurningar spurði hann aðra. Lúalegt – en virkaði. Ég vona þó að sem flestir landsmenn hafi séð í gegnum þennan leikara- skap. Davíð Oddsson forsætisráð- herra á hins vegar heiður skilinn fyr- ir látlaus og virðuleg hátíðarhöld. JÓN BALDUR LORANGE, kerfisfræðingur, Heiðarhjalla 15, Kópavogi. Fjarvera forsetans Frá Jóni Baldri Lorange:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.