Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 69
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 69 „ÞAÐ er enginn beygur í okkur Fröm- urum. Við höfum lagt sterka andstæð- inga að velli í keppninni fram að þessu og okkur munar ekkert um að bæta ein- um við,“ sagði Húsvíkingurinn Guð- laugur Arnarsson, fyrirliði Fram, við Morgunblaðið en faðir hans, Arnar Guð- laugsson, lék á árum áður með Fram bæði í handbolta og fótbolta og þótti sérlega harður í horn að taka. „Það er ekkert launungarmál að KA er með tvo af bestu mönnum deildar- innar, Arnór og Stelmokas, og við verð- um eðlilega að taka þá sérlega föstum tökum. Ég verð væntanlega í því hlut- verki að reyna að stöðva þá báða. Það er krefjandi en jafnframt skemmtilegt verkefni enda báðir mjög erfiðir mót- herjar og Stelmokas að mínu mati besti leikmaðurinn hér á landi. Það verður gaman að kljást við hann,“ segir Guð- laugur. „KA-liðið er mjög gott og þekkt fyrir að spila hraðan og skemmtilegan sókn- arleik. Við munum leggja áherslu á að taka leikinn í okkar hendur og stjórna hraða leiksins. Við höfum ekki verið þekktir fyrir mikinn hraða en við mun- um að sjálfsögðu keyra upp hraðann þegar við á. Vörnin hefur kannski verið okkar að- alsmerki í vetur en mér finnst vera stíg- andi í sóknarleiknum og vonandi heldur það áfram. Ef við mætum með rétt hugarfar, sömu stemninguna og í bikar- leikjunum í vetur og með baráttuna í öndvegi eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Guðlaugur. Verður gaman að kljást við Arnór og Stelmokas ÞAÐ kemur væntanlega til að mæða mikið á Jón- atani Magnússyni, fyrirliða KA, í bikarúrslita- leiknum gegn Fram í dag. Hann mun stjórna sókn- arleik liðsins og spila stórt hlutverk í framliggjandi vörn norðanmanna. „Það er mikil tilhlökkun hjá okkur strákunum enda höfum við fæstir spilað bikarúrslitaleik. Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá okkur að undan- förnu. Núna fáum við gott tækifæri til að snúa blaðinu við og í okkar huga kemur ekkert annað til greina en að fara með bikarinn til Akureyrar,“ sagði Jónatan við Morgunblaðið. Hann er ekki sammála þeim sem telja KA sigurstranglegri. Hann metur möguleika liðanna til jafns. „Framararnir eru virkilega verðugir mótherjar og það hefur sýnt sig að það er erfitt að spila gegn þeim. Það eru reynsluboltar í þeirra liði og í bikar- leikjunum hafa þeir náð sérlega góðri stemningu í sinn leik. Ég reikna með að Framararnir vilji reyna að stjórna hraða leiksins. Þeim tókst það á móti Val í undanúrslitunum með góðum árangri en við ætlum svo sannarlega að gera okkar í að hleypa leiknum upp í hraða og við tökum þá á honum. Við vitum um kosti og galla í liði Framara. Einn þeirra helsti styrkleiki er vörnin og ekki síður okkar gamli félagi Petkevicius í markinu. Hann hefur reynst okkur erfiður en við hræðumst hann ekki frekar en aðra leikmenn Fram.“ Tökum þá á hraðanum Morgunblaðið/Kristján Jónatan Magnússon, fyrirliði KA, er hér á ferðinni í deildarleik gegn Fram. Það eru margir sem telja að ÍBVeigi sigurinn vísan, þar sem Eyjastúlkur hafa verið nær óstöðv- andi í vetur. Hvað segir Guðríður um það? „Það er ýmislegt sem bendir til þess að ÍBV hafi betur í þessum slag. Eyjaliðið er einfaldlega það lang- besta á landinu og það er talsverður styrkleikamunur á liðunum. En bik- arleikir og ég tala nú ekki um úrslita- leikir eru oft frábrugðnari deildar- leikjum svo það er ekki hægt að útiloka að Haukar geti farið með sig- ur af hólmi þó svo að líkurnar á því séu ekki miklar að mínu mati,“ segir Guðríður. Guðríður segir að stór skörð hafi verið höggvin í lið Hauka frá því á síðustu leiktíð og það sé of stór biti fyrir Hauka að kyngja. „Haukarnir koma til með að sakna Hörpu Melsted mest í leik sem þess- um. Hún hefur dregið liðið áfram undanfarin ár með vilja og dugnaði og hefur verið með hjartað á réttum stað. Það hefur engin í Haukaliðinu náð að fylla skarð hennar. Það leikur enginn vafi á að Haukarnir eru með veikara lið en í fyrra en ÍBV aftur á móti sterkara. Brynja Steinsen, Nína K. Björnsdóttir og Harpa Mel- sted báru uppi Haukaliðið í bikarúr- slitaleiknum í fyrra en nú eru þær ekki til staðar og það eru komnar í staðinn reynsluminni stelpur.“ Hvað geta Haukar gert til að eiga möguleika á að stöðva Eyjahraðlest- ina? „Það er ekkert flókið. Hver og einn einasti leikmaður þarf að skila toppleik og rúmlega það og Haukar verða svo að stóla á að ÍBV hitti á slakan dag. Haukarnir geta alls ekki treyst á að Ramune geri allt í þeirra leik. Hún er frábær leikmaður en hún getur ekki unnið leik upp á eigin spýtur. Ég reikna með að hún verði í góðri gæslu hjá ÍBV en ég held hún verði ekki tekin úr umferð. Hauk- arnir þurfa að hafa góðar gætur á öllum leikmönnum ÍBV. Það er val- inn maður í hverju rúmi í þeirra liði og Haukarnir geta ekki einblítt á að stöðva bara Öllu eða Yakovu.“ Guðríður segir að lið ÍBV sé á mjög góðri siglingu um þessar mundir og þátttaka liðsins í Evrópu- keppninni hafi þjappað liðinu enn betur saman. „Það er alveg greinilegt að ÍBV- liðið er komið á mjög gott ról og er ógnarsterkt um þessar mundir. Það er mikil og góð breidd í liðinu og núna er Nína komin aftur á ferðina og það styrkir liðið enn frekar. Ég spái ÍBV sigri en vonandi tekst Haukum að velgja Eyjakonunum undir uggum þannig að við sem fylgjumst með fáum að sjá spenn- andi leik.“ Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, spáir ÍBV sigri í bikarúrslitaleik kvenna Haukarnir sakna Hörpu GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, þekkir vel þá stöðu að leika til úrslita í bikarkeppninni en Guðríður á marga slíka leiki að baki með Fram og hefur margoft lyft bikarnum á loft. Morgunblaðið fékk Guðríði til að velta fyrir sér bikarúrslitaleik Íslandsmeistara ÍBV og bikarmeistara Hauka sem fram fer í Laugardalshöll í dag en þessi lið eigast við í úrslitum í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Það er hundfúltað fá ekki að taka þátt í þessum stærsta leik ársins en við létum KA- mennina slá okkur út og kannski þeir fari alla leið þess vegna,“ sagði Páll við Morgunblaðið þegar hann var beðinn um að spá í spilin hvað úrslitaleikinn varðar. Lærisveinar Páls biðu lægri hlut fyrir KA-mönnum í 16-liða úrslitun- um – töpuðu í æsispennandi leik að Ásvöllum, 35:34. „Það má eiginlega segja að leik- urinn verði uppgjör sóknar og varn- ar. Framarar eru með gott varnarlið og hafa á að skipa góðum markverði á meðan KA-mennirnir hafa verið þekktir fyrir góðan sóknarleik þar sem þeir hafa undantekningalaust reynt að keyra upp hraðann. Vörn og markvarsla hefur kannski setið að- eins á hakanum hjá KA en í staðinn hafa þeir verið mjög skæðir í sókn- inni og gott hraðaupplaupslið. Fram- arar hafa að mestu spilað flata 6:0 vörn en það kæmi mér samt ekkert á óvart að þeir spiluðu 5 plús 1 vörn og reyndu með því að klippa á Arnór Atlason. Ég býst ekki við öðru en að KA-menn haldi sig við 3:2:1 vörn sína eða 3:3 sem ætti að geta hentað vel gegn liði eins og Fram,“ segir Páll. Lykilatriði fyrir Fram að halda Arnóri og Stelmokas í skefjum Páll segir lykilatriði fyrir Fram- ara að reyna að halda aftur af Arnóri og Andriusi Stelmokas og takist þeim það þá aukist möguleikar þeirra á að sigra. „Arnór og Stelmokas hafa í vetur skorað meira en 60% af mörkum KA og auðvitað hljóta Framararnir að leggja ofuráherslu á að halda þeim í skefjum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að Framarar ætli sér að reyna að stjórna hraðanum í leiknum og halda honum eins mikið niðri og þeir mögulega geta. KA-mennirnir eru bestir þegar þeir fá að stjórna hrað- anum og þeir þrífast best í leik þar sem liðin eru að skora yfir 30 mörk.“ Páll segir að þó svo að sóknarleik- ur Framara virki oft í slakari kant- inum og að þeir spili hægan sókn- arleik þá hafi þeir innanborðs skæða sóknarmenn eins og Héðin Gilsson, Valdimar Þórsson og Hjálmar Vil- hjálmsson sem á góðum degi geta allir tekið af skarið. „Menn mega ekki gleyma því að Fram hefur slegið út, ÍR, HK og Val og það segir ýmislegt um Framliðið. Það eru reyndir leikmenn í liði Fram sem hafa þrautseigju og einhvern veg- inn ná Framararnir að gíra sig upp í mikla stemningu í bikarleikjunum.“ Páll segir að allar forsemdur séu fyrir því að leikurinn geti orðið jafn og spennandi. „Ég sé ekki fyrir mér að annað lið- ið stingi af. Þetta verður barátta fram á síðustu mínútu og úrslitin geta dottið á hvorn veginn sem er. Mér finnst KA í heildina séð með sterkara lið. Þeir hafa að mínu mati betri einstaklinga og ég hef meiri trú á að sóknin vinni bug á vörninni og að bikarinn fari norður yfir heiðar.“ Páll Ólafsson þjálfari Hauka spáir í spilin fyrir úrslitaleik KA og Fram Uppgjör sóknar og varnar PÁLL Ólafsson þjálfari Íslandsmeistarara Hauka reiknar með hörkuspennandi bikarúrslitaleik í dag þegar Fram og KA leiða sam- an hesta sína í Laugardalshöllinni. Páll hallast frekar að því bikar- meistaratitillinn falli KA-mönnum í skaut og vegur þar þyngst að hans mati að norðanliðið hafi betri einstaklinga í sínum röðum. Eftir Guðmund Hilmarsson Morgunblaðið/Kristján Héðinn Gilsson, hinn skotharði leikmaður Fram, reyndist KA- mönnum erfiður í deildarleik liðanna á Akureyri í vetur.  ÞORVALDUR Þorvaldsson og Sævar Þór Árnason eru þeir einu sem eftir eru í liði KA sem lék síðast til úrslita í bikarkeppninni. Þeir voru í liði KA sem tapaði fyrir Haukum í úrslitaleik árið 1997, 26:24.  ÞORVALDUR er hins vegar sá eini sem eftir er í bikarmeistaraliði KA frá árinu 1996 þegar KA-menn höfðu betur gegn Víkingi, 21:18. Þorvaldur var einnig í liði KA sem hampaði bikarnum í fyrsta skipti ár- ið 1995 þegar KA sigraði Val í eft- irminnilegum úrslitaleik, 27:26.  FRAMARAR urðu bikarmeistarar síðast fyrir fjórum árum þegar þeir höfðu betur gegn Stjörnunni, 27:23. Tveir leikmenn úr því liði eru enn með Fram, fyrirliðinn Guðlaugur Arnarsson og hornamaðurinn Guð- jón Finnur Drengsson.  FRAM og KA hafa mæst þrívegis í vetur á Íslandsmótinu. Fram hafði betur í fyrri leik liðanna í norður- deildinni á Akureyri, 31:30, en í síð- ari leiknum fögnuðu KA-menn sigri í Fram-húsinu, 29:25. Liðin mættust í úrvalsdeildinni 8. febrúar síðastlið- inn á Akureyri og þar höfðu KA- menn betur, 31:28.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma bikaraúrslitaleik- inn í karlaflokki en Guðjón L. Sig- urðsson og Ólafur Örn Haraldsson kvennaleikinn.  HAUKARNIR eru með mikið breytt lið frá því í fyrra þegar þeir sigruðu ÍBV í bikarúrslitaleiknum. Hanna G. Stefánsdóttir og Fríða Tryggvadóttir spila með Tvis/Hol- stebro í Danmörku, Nína K. Björns- dóttir er kominn til ÍBV og þær Brynja Steinsen og Harpa Melsted eru í barneignarfríi. BIKAR- PUNKTAR City vildi ekki lána Árna Gaut MANCHESTER City hafnaði í gær óskum frá Stoke City um að fá íslenska landsliðs- markvörðinn Árna Gaut Ara- son að láni. Stoke leitaði til City þar sem Ed de Goey hef- ur átt við bakmeiðsli að stríða en hollenski markvörð- urinn, sem er 37 ára gamall og kom til Stoke frá Chelsea, gat ekki staðið á milli stang- anna um síðustu helgi vegna meiðslanna. Kevin Keegan vill frekar að Árni Gautur spili með varaliði félagsins og verði klár í slaginn að verja mark aðalliðsins ef eitthvað bjátar á hjá David James.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.