Morgunblaðið - 28.02.2004, Síða 80

Morgunblaðið - 28.02.2004, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LOKIÐ er gerð meirihluta sérkjarasamninga sem unnið hefur verið að í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasam- bandið og Flóabandalagsfélögin, skv. upplýs- ingum Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA. Mikil vinna hefur farið fram við gerð sér- kjarasamninga og röðun starfsheita í nýja launatöflu á undanförnum vikum. Hafa for- ystumenn samninganefndanna þegar undirrit- að fjölda samninga vegna sérmála sem snúa að einstökum hópum og fyrirtækjum á vettvangi samtakanna. Enn voru þó nokkrir samningar ófrágengnir í gærkvöldi, skv. upplýsingum Ás- mundar Stefánssonar ríkissáttasemjara. Ekki gefið að viðræðum um launahækk- anir og lífeyrismál ljúki fljótt Ari Edwald telur allar líkur á að takast muni að ljúka viðræðum um sérmálin og gerð nýrrar launatöflu um helgina. Reiknað er með miklum fundahöldum hjá ríkissáttasemjara í dag og á morgun. Munu samningsaðilar þá einbeita sér að viðræðum um almennar launahækkanir á samningstímanum og lífeyrismálin. „Þá blasir við það viðfangsefni að taka ákvarðanir um meginniðurstöður. Það er ekki með sama hætti tímafrek vinna en auðvitað er ekkert gefið að því ljúki fljótt. Allt veltur það á því hvort ágreiningur er mikill eða ekki,“ segir Ari. Hann kveðst vera ánægður með vinnulagið í samningagerðinni að undanförnu en tekur fram að ákvarðanir um lokaniðurstöður samn- inga varðandi almennar prósentuhækkanir launa séu nokkuð annars eðlis og geti orðið snúið úrlausnarefni. Stíf fundahöld vegna kjaraviðræðna verða í Karphúsinu yfir helgina Fjölda sérsamninga er lokið með undirritun ÞAÐ er ekki laust við að sú hugmynd laumist að manni að þessar rjúp- ur sem norpuðu í rólegheitunum við áfengisverslunina Heiðrúnu í Ár- bænum í gær séu fullkomlega meðvitaðar um nýtilkomna lagalega stöðu sína. Að minnsta kosti kipptu þær sér lítið upp við það þegar ljósmyndari vappaði framhjá í veðurblíðunni í gær og héldu áfram að narta í jörðina og karpa hver við aðra. Nýtti hann þá tækifærið og „skaut“ þær með linsunni, en slík er venja þeirra sem vilja veiða dýr án þess að valda þeim sársauka. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Friðaðar rjúpur í friði og spekt Í FJÓRTÁN ár hefur Alþingi ekkert hirt um mót af skjaldarmerki Íslands, sem það lét gera, en ætlunin var að setja skjaldarmerkið á svalir þinghússins. Í Morgunblaðinu í ágúst 1990 er Árni Gunnarsson, forseti neðri deildar, talsmaður forseta þingsins um málið, en hann hafði áður flutt þingsályktunartillögu um að setja skjaldarmerkið á húsið, sem náði ekki fram að ganga. Þegar fréttin birtist brugðust sjálfstæð- ismenn við hart og Halldór Blöndal, sem var varaformaður þingflokksins, skrifaði forsetum Alþingis bréf, þar sem þess var krafizt að framkvæmdum yrði hætt, þar til þingmönnum hefði gefizt tími til þess að kynna sér málið. Smíði mótanna var þó ekki hætt, en vegna andstöðu þingmanna og neitunar húsfrið- unarnefndar varð ekkert af því að skjald- armerkinu yrði komið fyrir á svölum þinghúss- ins. Skjaldarmerkið var aldrei steypt, en höfundur mótsins varð að sækja borgun Al- þingis; tæpa milljón króna, fyrir dómstólum. Hefur mótið verið í vörzlu Járnsteypunnar, sem nú er runnin inn í Héðin hf. í Garðabæ. Hörður Sigurjónsson, sem smíðaði mótið, segir að sér hafi löngum sárnað afskiptaleysi Alþingis. Morgunblaðið/Sverrir Sæmundur Sæmundsson hjá Héðni hf. með mótið að skjaldarmerkinu sem gert var. Skjaldarmerki Alþingis látið afskiptalaust  Lesbók/6–7 BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra tel- ur að hugmyndir um milli- liðalaust lýðræði og þjóð- aratkvæðagreiðslur geri að engu þá röksemd fyrir til- vist embættis forseta Ís- lands að það sé „öryggis- ventill“ og forsetinn geti skotið samþykktum Al- þingis til þjóðaratkvæða- greiðslu. Í grein, sem Björn skrifar í Morgunblaðið í dag, segir hann m.a.: „Séu menn þeirrar skoðunar, að nauðsyn- legt sé að hafa þann öryggisventil vegna samþykkta alþingis, að skjóta megi ákvörð- unum þess til þjóðaratkvæðagreiðslu, ættu þeir að hefjast handa við að lögfesta ákvæði um hann á skýran og ótvíræðan hátt. Óljós öryggisventill er verri en enginn, en með stjórnarskrá og lögum er unnt að ákveða, að við vissar aðstæður sé skylt að bera löggjaf- armálefni undir atkvæði þjóðarinnar. Inntak slíkra ákvæða á að ræða frekar en að velta vöngum um, hvort forseti Íslands megi ganga í berhögg við meiri hluta á alþingi.“ Ekki ómissandi í netvæddu lýðræði Ennfremur segir í grein Björns: „Ef það er meginröksemd fyrir tilvist embættis for- seta Íslands, að hann geti stuðlað að þjóð- aratkvæðagreiðslu um einstök lög, er sú rök- semd gerð að engu með hugmyndum um hið milliliðalausa lýðræði og þjóðaratkvæða- greiðslur.“ Björn ræðir hugmyndir sem m.a. vikuritið The Economist og Morgunblaðið hafa sett fram um milliliðalaust lýðræði. „Deilur um inntak í valdi forseta Íslands til að leggja lög undir þjóðaratkvæðagreiðslu verða næsta marklitlar, þegar hugað er að framtíðinni í ljósi þeirra breytinga, sem The Economist og Morgunblaðið hafa boðað. Forsetaemb- ættið verður á engan hátt skilgreint sem óhjákvæmilegur þáttur í hinu nýja, net- vædda lýðræði. Ríkisstjórn og þjóðkjörnir fulltrúar halda á hinn bóginn velli,“ skrifar Björn Bjarnason. Beint lýðræði gerir forsetann sem „öryggisventil“ óþarfan  Forseti, ríkisstjórn/40 Björn Bjarnason Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ritar um milliliðalaust lýðræði COLUMBIA Ventures, eigandi Norðuráls, hefur gert tilboð í 200 þúsund tonna álver Kais- er Alumium Corp. í Washington-ríki í Banda- ríkjunum. Í tilkynningu Kaiser kemur fram að Columbia sé einkum á höttunum eftir nýlegri rafskautaverksmiðju sem fylgja myndi með í kaupunum. Álverið sjálft var reist í síðari heimsstyrjöldinni en bræðslu var hætt þar í upphafi ársins 2001 og er fyrirtækið nú í greiðslustöðvunarmeðferð vestra. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að ef af kaupunum verður verði það skoð- að hvort Norðurál myndi hugsanlega kaupa rafskaut frá verksmiðjunni í Washington en í því sambandi verði menn að kanna framleiðslu- og flutningskostnað. Þetta geti þó verið einn af þeim kostum sem standi Norðuráli til boða. Í tilkynningu Kaiser er haft eftir Kenneth Peterson, aðaleiganda Columbia Ventures og Norðuráls, að Columbia Ventures hafi einkum áhuga á rafskautaframleiðslunni og muni leggja áherslu á að kanna hvort hægt sé að koma henni af stað aftur og selja rafskautin fyrirtækjum á vegum Columbia Ventures og jafnvel öðrum fyrirtækjum. Peterson segir að minni líkur séu til þess að farið verði í það að bræða ál en þó komi til greina að framleiða ál í tveimur kerskálum, eða 50 þúsund tonn, sem aukaframleiðslugetu þegar ál- og raforkuverð sé hagstætt. Eigandi Norðuráls gerir tilboð í raf- skautaverksmiðju ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.