Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002 Morgunblaðið/Ómar Á Lækjartorgi. TUNGNAFJALL GEORGÍA er afbökun fyrri tíðar Ítala á persnesku, arabísku og tyrknesku nafni landsins, Gúrdjistan, (Gúrdjí: georgískur maður). Sama nafn hafa Rússar afbakað í orðinu Grúsía. Sjálfir nefna Georgíumenn sig Kart- velní eða Kartvelebí, og land sitt kalla þeir Sakartvelo. Tunga þeirra er hvorki skyld indóevrópska né tyrk- neska málaflokknum. Hún er ein af Kákasustungum og ákaflega flókin: fjölpersónulegar sagnir (sögnin bæði hneigð eftir frumlagi og andlögum), tvítug talning (fjörutíu eru tvisvar sinnum tuttugu o.s.frv.) og geranda- fall (ergotívus, haft sem frumlag með áhrifssögnum). Masúdí, arabískur höfundur á 10ndu öld, nefnir Kákas- us „tungnafjall“, og segir þar ganga 72 tungumál. Samtímamaður hans, Ibn Khaukal, telur þau vera 370 tals- ins! Gríski sagnfræðingurinn Stra- bon, sem uppi var á tímum Sesars og Ágústusar, greinir frá því, að á torg- inu í Díoskúrías, skammt frá núver- andi Súkúmí, megi heyra 70 tungur. Og rómverski fjölfræðingurinn Plin- ius eldri (21–79) upplýsir, að í sama bæ þurfi eina 130 túlka til að kaup og sölur gangi sem greiðlegast. Sigurður A. Magnússon. Jón á Bægisá, tímarit þýðenda 6/2001. Sérstaða Alexandríu í Rómarveldi Borgin Alexandría hafði nokkra sérstöðu í Rómaveldi á fyrstu og ann- arri öld okkar tímatals. Einungis Róm var fjölmennari og áhrifameiri. Alex- andría var auðug borg, atvinnulíf og viðskipti voru blómleg. Þar var mik- ilvæg höfn fyrir vörur sem fluttar voru frá sunnanverðu Egyptalandi, Arab- íu og jafnvel Indlandi til vesturhluta Miðjarðarhafs. Borgin var þekkt fyrir menningarlega fjölbreytni sína. Í henni var safn þar sem listamenn, skáld og fræðimenn í þjónustu ráð- andi afla samfélagsins höfðu áhrif á lista-, vísinda-, bókmennta-, og heimspekiiðkun. Við hlið þessarar „menningarmiðstöðvar“ var eitt stærsta og best þekkta bókasafn grísk-rómverskrar fornaldar sem dró menn víða að í þekkingarleit þeirra á 2. öld e.Kr. þótt safnið mætti þá muna sinn fífil fegurri. Alexandría var menntamiðstöð þar sem hægt var, svo dæmi tekið, að fá kennslu í heimspeki Platons, Aristótelesar, Epikúrosar og stóumanna og hugs- anlega kyníka, en það voru „skólar“ klassískra heimspekinga 5. og 4. ald- ar f.Kr. sem enn voru við lýði að ein- hverju leyti fyrir botni Miðjarðarhafs. Sú menningarlega fjölbreytni sem einkenndi Alexandríu hafði mótandi áhrif á kristna trúarhópa þar í borg. Clarence E. Glad. Inngangur að Hjálpræði efnamanns eftir Klemens frá Alexandríu; Lærdómsrit Bókmennta- félagsins 2002 IFjölbreyttri og vel heppnaðri listahátíð lýkur umhelgina og er vafalaust margur ýmsu fróðari í list- rænum skilningi eftir að hafa notið einhvers af því öllu saman. Saga Listahátíðar í Reykjavík spannar orðið rúma þrjá áratugi og hefur hátíðin gengið í gegnum ýmis tímabil og breytingar sem ekki hafa allar falið í sér sjálfsagt framhald. Á fyrstu árum Listahátíðar í Reykjavík þurfti há- tíðarhaldið stundum réttlætingar við og spurt var hvers vegna staðið væri í þessu og hvort á því væri nokkur þörf. Þær raddir heyrast ekki lengur enda listrænt starf í nútímasamfélagi ekki lengur viðbót við daglegt líf fólks heldur sjálfsagður hluti af því. Ýmsir þóttust sjá þreytumerki á formi Listahátíð- ar er líða tók á níunda áratuginn og í byrjun þess tí- unda; og var brugðist við því með gagngerri end- urskipulagningu á innra fyrirkomulagi hátíðarinnar sem skilaði sér með áþreifanlegum hætti í fyrsta sinn í vor þó segja megi að listahátíð 1998 og 2000 hafi bent til þess er koma skyldi. Eftir þessa hátíð er ekki að sjá nein merki um uppgjöf eða þreytu og fremur hægt að segja að sjaldan hafi hátíðin verið jafn kröftug og nú. Aðsókn hefur verið sögð framar öllum vonum og uppselt hefur verið að ýmis atriði og bætt við tónleikum og sýningum á vinsælustu atriðunum til að anna eftirspurn. IIMöguleikar fólks til að njóta Listahátíðar mark-ast fyrst og fremst af tvennu; staðsetningu fólks á landinu og fjárráðum þess. Þeir sem búa lengst í burtu frá Reykjavík eiga minnsta möguleika á að njóta þess sem í boði er nema með ærnum tilkostn- aði og þeir sem hafa úr minnstu að spila geta lítt leyft sér munað á borð við óperusýningar, tónleika eða ballett. Vissulega var komið til móts við þennan hóp með því að bjóða upp á frían aðgang að ýmsum atriðum, tónleikum og sýningum í miðbæ Reykja- víkur enda á hátíð styrkt af ríki og borg að vera fyrir alla borgarana en ekki aðeins þá efnameiri. Hámenning og lágmenning eru hugtök sem heyr- ast æ sjaldnar í umræðu um menningu og listir enda eru skilin á milli þessa orðin æ óljósari ef ekki útmáð með öllu. Sumum þykir óþolandi yfirlæti fólgið í því að draga línu á milli þess háa og lága í listum og menningu og telja frekar að gæði þess sem gert er og tengsl þess við markaðsöfl ættu fremur að ráða skilgreiningunni en innihaldið eitt og sér. Flutningur hljómsveitarinnar Sigur Rósar á Hrafnagaldri eftir Hilmar Örn Hilmarsson er ágætt dæmi um listviðburð sem í umfjöllun fjölmiðla var „hækkað“ í tign úr því að vera léttvæg „dæg- urtónlist“ í alvarlega „nútímatónlist“ með öllum þeim tilgerðarlegu formerkjum sem slíkri upphefð fylgja. Upphefðin kom einnig að talsverðu leyti að utan þar sem erlendir tónlistargagnrýnendur voru búnir að segja okkur hversu merkt tónverkið væri og hversu stór listviðburður flutningur þess væri eft- ir forkynningu á því á tónleikum í Barbican í Lond- on í apríllok. Við vorum því í afslappaðri stell- ingum gagnvart því en ella. IIIHvort stellingarnar hafa í það heila tekið veriðafslappaðri eða listræn gæði viðburðanna haf- in yfir allan vafa má vafalaust jafnt til sanns vegar færa. NEÐANMÁLS ÍRSKA þjóðarbókasafninu áskotnaðist á dögunum safn handrita eftir James Joyce, m.a. um 700 síður af minnisblöðum eftir rithöfundinn og 16 uppköst að Ódysseifi. Tilvera hand- ritanna upp- götvaðist fyrst fyrir um tveim- ur árum, en henni var hins vegar haldið leyndri þar til á fimmtudag. Stjórnendur safnsins virtust þá enn ekki hafa áttað sig að fullu á mikilvægi fundarins, bæði því mikla magni sem um er að ræða og eins hversu einstök handritin eru. Handritasafnið var keypt fyrir milligöngu Sotheby’s upp- boðsfyrirtækisins í Lundúnum og kostaði það rúman milljarð ís- lenskra króna. Kaupin á handrit- unum eru stærstu listainnkaup írska ríkisins til þessa og „einn merkasti menningaráfangi sem náð hefur verið á Írlandi í manna minnum,“ sagði Sile de Valera menningarmálaráðherra Íra um kaupin. Handritin dúkkuðu upp í París árið 2000 er Frakkinn Alexis Léon var að hreinsa út úr íbúð látinna foreldra sinna, en þau höfðu verið nánir vinir Joyce og varðveittu fjölda skjala sem rit- höfundurinn skildi eftir í París er hann flúði til Sviss árið 1940 eftir innrás Þjóðverja í Frakkland. Hugleiðingar um hrylling kjarnorkuárása ATAL Bihari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, hefur sent frá sér ljóðasafn sem nýlega var þýtt yfir á ensku. Í ljóðum sínum veltir Vajpayee fyrir sér þeim hryllingi sem kjarnorkuárásir hafa í för með sér, en meðal ljóðanna má nefna Angist Hiroshima. Ljóðasafn forsætisráðherrans hefur þó ekki hlotið góðar við- tökur meðal landa hans og kallaði bókmenntagagnrýnandinn Aveek Sen sem starfar hjá einu ind- versku dagblaðanna ljóðin bæði „þunglamaleg og andstyggileg.“ La Vie sexuelle de Catherine M FRANSKI rithöfundurinn Cath- erine Millet varð töluvert umdeild meðal samlanda sinna er hún sendi frá sér bókina La Vie sexu- elle de Catherine M, sem nú ný- lega kom út á ensku. En með skrifum sínum fylgir Millet í fót- spor franskra rithöfunda á borð við Pauline Réage og Alina Reyes með því að leita fanga í veru- leikanum. Að mati Millet er ein- kvæni afdrep hinna óttaslegnu og segir hún í bókinni af mikilli hreinskilni frá erótískum upplif- unum sínum frá unga aldri. Bókin þykir ekki hvað síst umdeild þar sem erfitt er að fella hana að ein- hverjum ákveðnum flokki. Millet gengur lengra en almennt gerist í erótískum skrifum án þess þó að rétt væri að skilgreina bók henn- ar sem klám. Að mati gagnrýn- anda Daily Telegraph ber heldur að líta á bókina sem eins konar heimspeki hinna lauslátu, sem vekur óneitanlega upp þær spurningar sem Millet kastar fram: Er hægt að gefa drottn- unargirni yfir öðrum alfarið upp á bátinn, og ef það er gert verð- um við þá að gefa ástina upp á bátinn líka? ERLENDAR BÆKUR Írar eignast minnisbækur James Joyce Atal Behari Vajpayee James Joyce Á undanförnum dögum hafa menngagnrýnt þá skoðun að miklir pen-ingar geri menn að sigurvegurum íkosningum. Margir hafa kostað til miklu en goldið afhroð. Fulltrúar stóru flokk- anna tveggja í Reykjavík hafa ítrekað sagt það móðgun við kjósendur að ætla fólkið í borginni slík flón að hægt sé að kaupa kosningar með auglýsingaáróðri. Á sama tíma eyddu flokk- arnir tveir tugum milljóna í auglýsingar sem beint var til sömu kjósenda. Með þessu er ég ekki að benda á neitt sem við flónin í borginni vitum ekki þegar. Peningar tryggja ekki atkvæði kjósenda, en það vinnur enginn kosningar án peninga. For- vitnilegra hefði verið að spyrja hvernig pening- arnir höfðu áhrif á kosningabaráttuna í Reykjavík vorið 2002. Urðu kjósendur einhvers vísari um stefnumál flokkanna sem ekki hefði verið hægt að koma til skila með tíunda hluta endanlegrar upphæðar? Sérfræðingur lýsti auglýsingastríðinu, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn sótti en Reykjavíkurlistinn varðist, nokk- urn veginn svona: Skuldabyrðin bugar – Allt í góðu með greiðslurnar. Biðlistarnir lengjast – Öll börn fá leikskólapláss. Aldraðir eru illa staddir – Við elskum aldraða. Það er ljótt að grafa í Geldinganesið – Geldinganesið er tölvu- brella. Allt er stopp – Allt er í gangi. Björn – Ingibjörg. Þá voru svona 100 milljónir farnar í að staðfesta skoðunina sem kjósendur höfðu áður en öll vitleysan byrjaði. Stundum duttu inn um dyrnar forvitnilegri plögg eins og blað R-listans þar sem kjós- endum var boðið upp á „Rokk í Reykjavík“ eða „Rugl í Reykjavík“, svo ekki sé minnst á hina aðlaðandi 48-stunda-daga-vikna-mánaða-áætlun sjálfstæðismanna, eða fjögurra ára áætlunina eins og ég kalla hana. Á opnu setti flokkurinn fram 44 loforð til borgarbúa (ég hefði haft þau 48) og mörg þeirra góð, eins og t.a.m. lækkun og niðurfellingu fasteignaskatta og holræsa- gjalda á aldraða og öryrkja. Af þeim sökum brá mér í brún þegar sérfræðingurinn taldi plaggið hið mesta klúður því samkvæmt fræðunum lesa aðeins 7% kjósenda nokkurn texta. Pólitískir umræðukálfar Morgunblaðsins hafa samkvæmt þessu ekki vegið þungt þar sem varla nokkur hefur lesið þá annar en frambjóðendurnir. Þó voru á miðvikudeginum fyrir kosningar 20 síð- ur helgaðar pólitískum greinum og á föstudeg- inum voru síðurnar komnar upp í 32. Einhvern veginn þykir mér það merkilegra en innantómu slagorðin sem báðir stóru flokkarnir völdu á milljón króna auglýsingarnar sínar. Í kosningabaráttu samtímans skiptir víst öllu að festa sig við réttar ímyndir. Hinn spaki leið- togi skiptir þar miklu, sem og hinn jákvæði, framfarasinnaði, fjölskyldu- og umhverfisvæni flokkur. Fróðir menn segja að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi gerst of neikvæður undir lok barátt- unnar. Það er víst dauðadómur að auglýsa „Allt stopp í borg biðlistanna“ og setja svo x-D und- ir. Þá hugsa kjósendur: „Úff. D-listinn stendur fyrir stopp.“ Ég er ekki viss. Ég er heldur ekki viss um að D-listinn hafi tapað vegna þess að Egill Helgason taki alltaf fram í fyrir fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, eða vegna þess að hann og Kristján Kristjánsson reyni að stýra umræðunni eftir óeðlilegum leið- um eins og Hannes Hólmsteinn heldur fram. Þetta þótti mér kostuleg fullyrðing í ljósi þess að sumum kunningjum mínum þykja Egill og Kristján ansi hallir undir íhaldið og setji sig í yfirheyrslustellingar þegar ræða á við vamm- lausa vinstrimenn, sómakært fólk sem fær svo þessa fanta í hausinn. Gæti verið að Egill og Kristján sinni lýðræðislegum skyldum með því að samsinna ekki öllu hugsunarlaust (meira að segja því sem þeir eru sammála)? Ég held að Hannes sé að rugla Kastljósinu og Silfrinu saman við Fólk með Sirrý. Vinur minn segir mér að í engu þessu megi finna skýringarnar á tapi Sjálfstæðisflokksins. „Það var geldinganesið að sjálfsögðu,“ segir hann. „Kastrasjónir vinna engar kosningar. Á þannig nes flytur enginn íslenskur karlmaður.“ FJÖLMIÐLAR KASTRASJÓNIR OG KOSNINGAR Það er víst dauðadómur að auglýsa „Allt stopp í borg bið- listanna“ og setja svo x-D und- ir. Þá hugsa kjósendur: „Úff. D-listinn stendur fyrir stopp.“ G U Ð N I E L Í S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.