Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002 9 Rosenberg (1) hafði Nightingale mikil áhrif á skipulag sjúkrahúsa á nítjándu öldinni. Telur hann jafnvel að með hugmyndum sínum um skipulag og stjórnun sjúkrahúa hafi Night- ingale skapað þær forsendur sem voru nauðsyn- legar til að nútíma læknisfræði næði að eflast á þann hátt sem varð á tuttugustu öldinni. Um hjúkrun á sjúkrahúsum Þegar kom að skipulagi hjúkrunar innan spít- alanna lagði Nightingale áherslu á sjálfstæði hjúkrunar í öllum málum er hana vörðuðu. Hún taldi eðlilegt að allt starfslið, sem tengdist hjúkrun og umhverfisþáttum sjúkrahússins, heyrði undir forstöðukonu sem í öllum tilvikum væri lærð hjúkrunarkona. Í skrifum hennar um hjúkrunarstarfið kemur einnig skýrt fram að hún taldi sig vera að skilgreina og útfæra sjálf- stætt starfssvið, þar sem hjúkrun var inntakið sem forstöðukonan stýrði og bar ábyrgð á. For- stöðukonan hafði síðasta orðið í öllum málefnum sem snertu hjúkrunina beint. Nightingale hvatti til þess að hjúkrunarnem- um væri kennt að rækta vissa eiginleika sem áttu vel við hjúkrunarstarfið. Þetta voru einmitt þeir eiginleikar sem þóttu prýða góða konu: sjálfstjórn og sjálfsögun, skyldurækni, vinnu- semi og sjálfsafneitun. Í hjúkrunarstarfinu taldi hún að kvenlegir eiginleikar fengju notið sín og að þar nýttist hin sérstaka reynsla og þekking kvenna á heimilisstörfum einkar vel. Fyrir henni var hjúkrunarstarfið að stórum hluta sið- ferðilegt, það byggðist á köllun til að hjálpa meðbræðrum og systrum. Í því sameinuðust hinir mikilvægu kvenlegu eiginleikar þekkingu á helstu lögmálum heilsufræðinnar og tækni- legri færni. Hjúkrunarstarfið byggðist á hæfi- leikanum til að setja sig í spor sjúklinga, skilja líðan þeirra og átta sig á þörfum þeirra, sem og á þekkingu á líffærafræði eða færni við fram- kvæmd ákveðinna verka. Hin lærða hjúkrunar- kona sameinaði skipulagshæfileika góðrar hús- móður, umhyggju góðrar móður og sjálfsögun hins góða hermanns. Gott skipulag og reglu- festa var grundvöllur árangursríkrar hjúkrun- ar, en þó var þjálfuð athyglisgáfa og nákvæmt eftirlit með líðan sjúklings mikilvægasti eigin- leiki hjúkrunarkonunnar. Á námstímanum væri henni leiðbeint í að beita skynfærum sínum, sjón, heyrn, lyktarskyni, snertingu og jafnvel bragðskyni til að meta ástand sjúklinga. Í hug- myndum Nightingale um hjúkrun var það alltaf sjúklingurinn sem athyglin beindist að, ekki sjúkdómurinn. Lokaorð Ljóst er að Florence Nightingale hafði mikil áhrif á heilbrigðismál og hjúkrun á Vesturlönd- um á 19. öldinni og fram á 20. öldina. Hug- myndir hennar endurspegla vissulega heimssýn þess tíma en eru engu að síður áhugaverðar um margt, enda hefur að undanförnu orðið vakning í þeim efnum að gera verk hennar aðgengileg. Verið er að undirbúa heildarútgáfu á ritum hennar. Verður fróðlegt að fylgjast með þeim málum og sjá hvort nýir drættir bætast í mynd þessarar áhugaverðu konu. Víst er að margt í hugmyndum hennar kemur fram í skilningi okkar nú á mikilvægi hollra lifnaðarhátta og áhrifum umhverfisins á heilbrigði. Hins vegar njóta aðrar hugmyndir minni vinsælda, s.s. hinn viktoríanski skilningur á eiginleikum kvenna sem fyrirmynd að hjúkrunarstrafinu. Telja flestir að þær hafi takmarkað eflingu hjúkrun- arfræðinnar og takmarkað þá möguleika sem felast í hjúkrunarstarfinu. Heimild: Rosenberg, C.E. (1987). The care of strangers: The rise of American hospital system. New York: Basic Books. ce Nightingale - konan með lampann sem líknaði særðum hermönnum í Krímstríðinu. Höfundur er dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. ma lífsins og komin á efri ár. U NDANFARIN ár hefur Siglufjörður getið sér orð fyrir að vilja veg ís- lenska þjóðlagsins sem mestan. Upp- hafið má rekja til sr. Bjarna Þor- steinssonar þjóðlagasafnara sem starfaði um áratugaskeið á Siglufirði og gaf út þjóðlagasafn sitt fyrir tæp- um hundrað árum. Hafin er endur- gerð hússins sem sr. Bjarni bjó í lengst af meðan hann safnaði þjóðlög- unum og þar mun rísa Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar. Síðustu tvö sumur hefur verið haldin viðamik- il þjóðlagahátíð í bænum þar sem inn- lendir og erlendir listamenn koma fram á daglegum tónleikum og nám- skeiðum fyrir börn og fullorðna. Nú stendur þriðja þjóðlagahátíðin á Siglufirði fyrir dyrum. Tónlistarmenn frá fjölmörgum löndum Þjóðlagahátíðin verður haldin dagana 1.–7. júlí. Setningartónleikar hátíðarinnar verða haldnir í Siglufjarðarkirkju mánudaginn 1. júlí. Kammerkór Kópavogs frumflytur útsetningar á íslenskum og portúgölskum þjóðlögum eftir tvö ung tónskáld, Þorkel Atlason og Nuno Côrte- Real. Stjórnandi kórs og hljóðfæraflokks er Paulo Lourenço frá Portúgal. Tónlistarmenn frá ólíkum löndum sameina krafta sína á fleiri tónleikum þjóðlagahátíðar. Bára Grímsdóttir, tónskáld og þjóðlagasöng- kona, kemur fram á tónleikum ásamt enska þjóðlagasöngvaranum Chris Foster og saman munu þau flytja ensk og íslensk þjóðlög. Dag- skrá sem nefnist Þjóðlög, spuni og ljóðleikur er í umsjá þriggja listkvenna. Tvær þeirra eru ís- lenskar en búsettar erlendis, þær Nína Björk Elíasson söngkona og Kristín Bjarnadóttur, ljóðskáld og leikkona. Þeim til halds og trausts verður Minna Raskinen, einn kunnasti kantele- leikari Finna. Á tónleikunum fléttast saman söngur, kanteleleikur og ljóðlist. Alþjóðlegt þjóðlaganámskeið Von er á öðrum góðum gesti frá Finnlandi. Þjóðdansameistarinn og fiðluleikarinn Antti Ko- iranen kemur á hátíðina og heldur alþjóðlegt námskeið ásamt Minnu Raskinen og Báru Grímsdóttur í útsetningum og meðferð þjóð- laga, en bæði eru Koiranen og Raskinen kunnir kennarar á þessu sviði í heimalandi sínu. Fjöl- margir tónlistarnemendur frá Íslandi og öðrum Norðurlöndum hafa skráð sig á þetta námskeið. Enn er tveggja þjóðlagahópa ógetið sem koma fram á hátíðinni. Enska þjóðlagasöngkon- an Julie Murphy kemur til landsins ásamt hljómsveit sinni og norska tríóið Sturm und Drang heldur tvenna tónleika. Eþos-strengja- kvartettinn íslenski mun frumflytja þrjá strengjakvartetta eftir Jón Ásgeirsson og Marta G. Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari flytja lög úr safni sr. Bjarna Þorsteinssonar í útsetningu Hildigunnar Rúnarsdóttur sem ekki hafa áður heyrst á tón- leikum. Námskeið í tónlist og fornu handverki Að þessu sinni eru sautján námskeið í boði á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, þrettán fyrir full- orðna og fjögur fyrir börn. Að vanda verður kenndur rímnakveðskapur og hefur Njáll Sig- urðsson umsjón með því námskeiði. Sigríður Pálmadóttir og Ása Ketilsdóttir kenna barna- gælur og þulur sem Ása hefur varðveitt í minni sér og mæðgurnar Kolfinna Sigurvinsdóttir og Hulda Sverrisdóttir kenna íslenska og norræna þjóðdansa. Þá mun enski þjóðlagasöngvarinn Chris Foster leiðbeina mönnum að leika undir eigin söng á gítar. Tónmenntakennarar geta sótt námskeið hjá Elíasi Þorvaldssyni í notkun tölvu til að örva tónlistarsköpun meðal nemenda á unglingastigi og þeir sem vilja heldur dvelja utandyra geta sótt útivistarnámskeið hjá sr. Sigurði Ægissyni þjóðfræðingi og fuglaáhuga- manni. Þá verða á þjóðlagahátíðinni námskeið í silf- ursmíði íslenska kvenbúningsins, námskeið í bútasaumi undir stjórn Þórunnar Sveinsdóttur, Sigrún Helgadóttir gengur til grasa með nem- endum sínum og kennir þeim jurtalitun og síð- ast en ekki síst kennir Gerla hvernig skreyta má fatnað og töskur með hlýraroði. Áströlsk frumbyggjamenning Enn er ótalinn merkur gestur sem leggur leið sína til Siglufjarðar á sumri komanda. Þetta er ástralski frumbygginn, sagnaþulurinn og mynd- listarmaðurinn Francis Firebrace. Hann mun koma fram á sérstöku sagnakvöldi á hátíðinni og segja sögur úr heimabyggð sinni, auk þess að halda fjögurra daga námskeið um menningu frumbyggja Ástralíu. Honum til aðstoðar verð- ur Buzby Birchall en hann mun kenna nem- endum að leika á einkennishljóðfæri frum- byggja Ástralíu, didgiridoo, auk þess að koma fram á sagnakvöldi með Francis Firebrace. Guðmundur dúllari í sviðsljósinu Alla morgna hátíðarinnar verða stuttir fyr- irlestrar þar sem lista- og fræðimenn reifa hugðarefni sín. Laugardaginn 6. júlí verður haldið sérstakt málþing um Guðmund dúllara, frægan förumann sem þróaði sérstaka aðferð til söngs sem hann kallaði dúll. Á meðan fullorðnir sækja fyrirlestra og námskeið verður boðið upp á ókeypis námskeið fyrir börn þeirra. Yngstu börnin fara á þjóðdansa- og leikjanámskeið, en eldri börnunum bjóðast námskeið í leiklist og notkun tölvu við upptökur og útsetningu tónlist- ar. Föstudaginn 5. júlí mun Hugleikur sýna söngleikinn Kolrössu eftir Þórunni Guðmunds- dóttur, laugardagskvöldið 6. júlí verður haldin mikil uppskeruhátíð þar sem nemendur á nám- skeiðum koma fram og á sunnudeginum verður helgistund í skógræktinni með þátttöku lista- manna á hátíðinni. Meðan á hátíðinni stendur verða þrjár mynd- listarsýningar á Siglufirði. Francis Firebrace heldur sýningu á myndverkum sínum, Þórunn Sveinsdóttir sýnir bútasaumsverk og loks held- ur Halla Haraldsdóttir myndlistarsýningu. Nánari upplýsingar um Þjóðlagahátíðina á Siglufirði má lesa á heimasíðu hennar. Slóðin er siglo.is/festival FORNIR SÖNGVAR OG FRUMBYGGJA- MENNING E F T I R G U N N S T E I N Ó L A F S S O N ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN Á SIGLUFIRÐI 1.–7. JÚLÍ Höfundur er tónlistarmaður. Tríóið Sturm und Drang leikur á Þjóðlagahátíðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.