Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002 Þ að eru fáein atriði sem betra er að nefna hér í upphafi, einskon- ar staðreyndir, til dæmis að þetta gerist í lok sumars fyrir næstum þrjátíu árum, það hillir undir haustið og logandi eld- hnötturinn farinn að missa styrk sinn yfir borginni Staf- angri. Ég er tíu ára og dvel í fyrsta sinn í út- löndum, nákvæmlega tiltekið, í úthverfi Staf- angurs; þar búa afi og amma og hálfsystir mín. Sumarið hafði liðið, þrungið af sól og ég lent í ýmsu. En nú þegar haustið nálgast hef- ur depurðin hreiðrað um sig í úthverfinu. Ekki þó vegna þess að þegar haustar byrja skólarnir og síðan missa laufblöðin lit sinn, þau falla og trén standa eftir eins og beina- berir sjúklingar. Nei, heldur vegna þess að Bítlarnir eru hættir að spila saman, og það sem þyngra er: orðnir svo miklir óvinir að þeir talast ekki við, hafa ekki talast við í þrjú eða fjögur ár, þeir sem höfðu verið mestu vin- ir í heimi. Að vísu vissi enginn í norska út- hverfinu af því; þar hafði bara verið hlustað á bei sittí rollers og Osmond systkinin. En þá fer hálfsystir mín til borgarinnar London, sem er í Englandi; heimkomin færir hún mér plötu með Bítlunum og nokkrum dögum síðar hugsar enginn um bei sittí rollers eða Os- mond, það eru bara Bítlarnir. En síðan spyrj- ast harmþrungin sögulokin út, það er eins og einhver slökkvi á veröldinni og allt verður snautt. Allt verður dapurt og það eru hjörtu sem bresta. Þá blása örlögin í lúðra sína. Lúðrablásturinn er þrumuöskur í höfði mínu, ég missi næstum meðvitund. En þegar ég hef jafnað mig blasir einföld staðreynd við mér: ég á að fara til borgarinnar London, Englandi og ég á að sameina Bítlana. Svona mikinn þunga leggja örlögin á mínar ungu herðar og ekkert smáræði að verða fyrir slíku, bara tíu ára, nei, ekkert smáræði. Ég kveð helstu vini. Segi, þarf að fara til London, Englands þarf að sameina Bítlana, en verð að flýta mér því haustið er að koma og þá vekur afi mig með því að segja jæja, og keyrir mig síðan út á flugvöll. En hvernig kemstu til London, Englands spyrja þeir, því milli Stafangurs og London, Englands er töluvert af sjó, það er eiginlega úthaf með þungar öldur og meira dýpi en hægt er að gera sér í hugarlund. Ekkert mál, svara ég, maður gengur bara af stað og síðan gerist eitthvað, veit ekki hvað, kannski renn ég sam- an við birtuna, kannski loka ég augunum hér í Stafangri og opna þau í borginni London, Englandi. Það er mesta borg heimsins, segja vinir mínir, og þar er töluð enska, þú kannt ekki ensku. Ég veit, segi ég, en verð að fara, kemst ekki undan því, það er eitthvað í sam- bandi við örlögin. Síðan legg ég af stað. Eitt, Ringó Ég er í London, Englandi. Geng um göturnar. Þetta er þá svona. Og svona. Fer heim til Ringós, veit alveg hvar hann á heima. Hann býr í langri, samfelldri húsa- lengju og það fer ekkert á milli mála hvar íbúðin hans er; fyrir utan eru sjö konur og tveir menn með hvassa skeggbrodda, þeir eru báðir í hlýrabolum en konurnar allar í kjólum með blómamynstri. Þetta eru nágrannar Rin- gós, og þau eru í töluverðu uppnámi því daga og nætur hefur Ringó setið inni hjá sér og lamið þéttingsfast á strengdar húðir ein- manaleikans. Dúmp Dúmp Dúmp! Dúmp Dúmp Dúmp! Dúmp Dúmp Dúmp! Dúmp Dúmp Dúmp! Það er ekki hægt að sofa fyrir þessu helvíts Dúmpi, segja mennirnir og fara til skiptis upp að hurðinni, lemja í hana, hringja á bjöll- unni en eina svar Ringós er: Dúmp Dúmp Dúmp! Dúmp Dúmp Dúmp! Það sefur enginn fyrir einmanaleik Ringós Starr. Konurnar finna til í hjartanu, ein þeirra segist vilja kyssa munnvikin hans of- urblítt því það sé svo mikil sorg í þeim. Annar mannanna sveiflar stórum hnefa, hann er með ansi öfluga upphandleggsvöðva, og hann segist vilja keyra hnefann í smettið á Ringó, ekki ofurblítt heldur þéttingsfast. En maður sér alveg að hann meinar ekkert með þessu tali, hnefinn sannarlega ægilegur að sjá, en það er klaksár svipur á andlitinu og eina sem heldur aftur af tárunum er þessi kreppti hnefi, hann er hálmstráið og fyrir neðan hyl- dýpi táranna. Dúmp Dúmp Dúmp! Auðvitað vill fólkið fá að sofa, en það vill líka leiða sorgmædda trommarann út úr víti einmanaleikans. Þá kem ég. Þarna stend ég. Hver er ég? Útskýri sjálfan mig og hlutverk mitt fyrir nágrönnum Ringós, tala ensku eins og ekkert sé, well, svona liggur í því, segi ég. Sameina Bítlana! hrópar ein konan upp yfir sig, það er ekki hægt, þetta er búið, og hin hneigja höfuð sín svo dapurlega að það bregður aðeins birtu í veröldinni. Maðurinn heldur dauðahaldi í hnefann. Það verður að vera hægt, segi ég, öðruvísi lækn- um við ekki einmanaleik Ringós. Dúmp Dúmp Dúmp! Dúmp Dúmp Dúmp! Dúmp Dúmp Dúmp! En þá segja nágrannarnir: þýðir ekkert að hringja bjöllu, þýðir ekkert að lemja í hurð, þýðir ekkert að reyna að opna glugga. Er örugglega læst, spyr ég og það kemur und- irfurðulegur svipur á fólkið. Ég geng upp tröppurnar sex, tek í húninn, hurðin opnast Dúmp Dúmp Dúmp! því sá sem er einmana læsir ekki hurðum. Áður en ég stíg inn og loka á eftir mér, lít ég snöggt yfir hópinn. Nágrannarnir hafa hnappað sér saman og yfir þeim rís hnefinn eins og neyðaróp. Íbúðin er á tveimur hæðum og einmana- leikinn berst að ofan. Ég legg á tröppurnar. Það er í þeirri þriðju sem fæturnir bögglast undir mér og ég neyðist til þess að skríða. Einmanakenndin verður alltof yfirþyrmandi, þungi hennar meiri en mannlegir fætur standa undir. Ég skríð upp stigann. Ég skríð eftir ganginum og ég skríð inn til Ringós. Þarna situr hann og lemur og lemur með kjuðunum. Hann horfir eitthvert burt og lem- ur og lemur og sér mig ekki, ég mjaka mér áfram en svo kemst ég ekki lengra, ligg ör- magna undir ofurþunga einmanaleikans og Ringó slær, það er ekkert annað í heiminum nema Dúmp Dúmp Dúmp! Og líklega lægi ég þarna ennþá, þrjátíu ár- um síðar, ef örlögin hefðu ekki á alsíðasta andartakinu lyft höfði mínu, veitt mér þann styrk að horfa beint á Ringó, og skyndilega, alveg fyrirvaralaust, hættir hann að lemja með kjuðunum. Þögnin hvolfist yfir. Ærandi þögnin. Tvær rúður sundrast, glerbrotum rignir yfir gangstéttina. Ringó öskrar, grípur fyrir eyrun. Hann veltist um gólfið, hann æpir undan sársauk- anum. Ég kasta mér yfir hann, reyni að halda honum niðri, hvísla eitthvað um vináttuna, sameininguna og allt. Smám saman hættir hann að brjótast um, spennan og sársaukinn seytla úr honum, einmanaleikinn hjaðnar, ég losa tökin, hann sest upp og segir, hei, sækj- um strákana. Þegar við komum út leysist hnefinn upp og maðurinn hrapar ofan í hyldýpi táranna. Tvö, svona er þá London, England Well. Höldum heim til George. Ég og Ringó Starr. Hér göngum við saman. Þetta er London, England. Þarna eru byggingar, hér er gangstétt og veðrið bara einhvernveginn. Þrjú, við Ringó Ég kann vel við Ringó. Hann er ekki mikið hærri en ég. Við Ringó tölum saman. Ferlega var ég einmana, segir hann, það var rosalegt, samsinni ég. Gott að þú komst, segir Ringó, nei, það var frábært. Já, sam- sinni ég, líklega var það ansi frábært. Gaman að tala við Ringó. Mig langar að segja honum frá Gunnhildi, frá augum henn- ar sem yfirgefa mig aldrei, ekki frekar en himinninn. Kannski gæti hann samið lag um hana, væri ekki ónýtt að koma heim í Safa- mýrina, fara upp á þriðju hæð, banka hjá henni og færa henni, ekki m&m eða lakkr- ísrör í fullri Spur flösku heldur lag eftir einn af Bítlunum. En kannski ætti maður frekar að biðja Paul um að semja lagið? Frábært að tala við Ringó! Okkur langar til að halda um axlir hvors annars. Hei, spyr ég, hvað ætl- arðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Þá lýtur Ringó höfði og verður svo dapur að hjartað mitt klofnar næstum því í sundur. Ringó: Ég er orðinn stór. Fjögur, Ringó, George og ég Ringó varar mig við George. Ringó: George getur verið skrýtinn. Ég: Nú? Ringó: Og leiðinlegur. Ég: Nú? Ringó: Alltaf að tala um það sem er leið- inlegt, það sem maður botnar ekkert í. Ég: Nú? Ringó. Já, til dæmis um þriðja augað og eitthvert samræmi. Þá segi ég Ringó frá pabba stjúpu minnar, og sveitinni sem er norðan allra heiða. Segi ÉG, GEORGE, JOHN, PAUL OG RINGÓ S M Á S A G A E F T I R J Ó N K A L M A N S T E FÁ N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.