Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 11
efnamanna, hefði leyfst að bera smákórónur á þessum tíma, eru þær þó óneitanlega engu að síður tengdar kóngafólkinu sterkum bönd- um. Í Bretlandi, þar sem konungsfjölskyldan bjó á 19. öld við meira öruggi en kóngafólk Evrópu, mynduðust kjöraðstæður fyrir þró- un smákórónunnar. Viktoría drottning og eiginmaður hennar, Albert prins, voru til að mynda mikið áhugafólk um skartgripi og prinsinn hafði hönd í bagga varðandi hönnun a.m.k. þriggja smákóróna drottningar. Drottningin var líka sérlega áhugasöm um þetta höfuðskart og átti til að bera slíkt djásn jafnvel áður en hún giftist sig árið 1840. Það er ekki úr vegi að minnast þess hér að Viktoría var aðeins 19 ára gömul er hún tók við krúnunni árið 1837. Þegnar hennar gátu ekki reitt sig á ljósmynd til að þekkja drottn- ingu sína og glitrandi kórónan var því áhrifa- mikil leið fyrir Viktoríu til að skera sig úr fjöldanum. Eftir dauða Alberts árið 1861 tók drottningin hins vegar upp sorgarklæði og smákórónurnar viku fyrir hvítri hettu ekkj- unnar. Fjöldaframleiddar gimsteinakórónur Þegar Eðvarð VII tók við völdum í Bret- landi 1901 hafði tignarmönnum fjölgað veru- lega í kjölfar iðnbyltingarinnar og auðæfa sem streymdu inn frá bresku nýlendunum. Það var líka á þessum árum sem smákór- ónurnar voru hvað eftirsóttastar og þúsundir voru smíðaðar í London og París af skart- gripafyrirtækjum á borð við Cartier, Bouc- heron og Chaumet. Í Sankti Pétursborg bar Fabergé síðan höfuð og herðar yfir aðrar gullsmiði og með bættum samgöngum löðuðu þessir þekktu skartgripahönnuð að viðskipta- vini alla leið frá Ameríku. Það var einmitt líka á þessum árum sem hönnun smákórónunnar fer að skipta ekki minna máli en steinarnir sem prýða hana. Fjöldaframleiddar gimsteinakórónur vöktu þannig litla hrifningu meðal sumra þjóð- félagshópa og handsmíðaðar kórónur í anda Art Nouveau listastefnunnar urðu áberandi. Hönnuðirnir leituðu gjarnan hugmynda í verkum handverksmanna miðalda, plöntu- mótíf eru áberandi og óvenjulegur efniviður á borð við kýrhorn var nú notaður við smíðina. Hluti af skylduklæðnaði drottningar Eðvarð VII Bretakonungur lést árið 1910 eftir aðeins níu ára valdatíma. Sonur hans Georg V. tók þá við krúnunni, en kona hans María drottning þótti sérlega hátignarleg og bar smákórónuna vel. Í slíkum hávegum var smákórónan líka höfð á valdatíma Georgs að hún var jafnvel hluti af skylduklæðnaði drottningarinnar heima fyrir. Í skrifum lafði Cynthiu Colville kemur þannig fram að „næstum því á hverju kvöldi snæddu kon- ungur og drottning hans ein, eða ásamt börn- um sínum, í íbúð sinni í höllinni. Konungur klæddist kjólfatajakka […] og drottningin setti ávallt upp smákórónu fyrir matinn.“ Þótt kórónan hafi verið hluti af skyldu- klæðnaði drottningar við jafn hversdagsleg tækifæri og kvöldverð með eiginmanninum, voru tímarnir engu að síður teknir að breyt- ast. Smákórónur þær sem voru hannaðar á þriðja áratugnum, gjarnan í anda Art Deco- listastefnunnar eða undir kínverskum áhrif- um, búa þannig yfir mun meiri fjölbreytileika en forverar þeirra. Nú skyldi smákórónan geta skipt um hlutverk eftir hentugleik, henni breytt í hálsmen, nælu eða armbönd með örfáum handtökum. Og þótt hugmynda- ríki hönnuðana hafi verið fá takmörk sett og smákórónan vissulega orðið hagnýtari gripur fyrir vikið, er því ekki að neita að tími henn- ar var um leið liðinn undir lok. Heimild: Geoffrey Munn Tiaras Past and Present. annaei@mbl.is Smákóróna úr gulli og postulíni, en þessi sveigur úr appelsínublómum var gjöf frá Albert prins til eiginkonu hans Viktoríu drottningar á brúðkaupsafmæli þeirra árið 1846. Óþroskuðu appels- ínurnar fjórar sem sjá má milli blómanna framan á sveignum tákna börnin þeirra fjögur. Á leið til hirðarinnar eftir James Hayllar (1863). Konurnar tvær eru á leið til hirðarinnar þar sem eldri konan mun kynna nýgifta dóttur sína fyrir konunginum. Báðar bera þær smákórónu, sem gefur hjúskaparstöðu þeirra til kynna, á meðan hestvagninn, klæðnaður og skartgripir sýna hve þjóðfélagsstaða þeirra einangrar þær frá heiminum fyrir utan. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002 11 Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu? SVAR: Sígaunar eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaunar búa í Austur-Evrópu. Sjálfir nefna sígaunar sig Rom eða Romani, sem er komið úr sanskrít og merkir „maður“ eða „eig- inmaður“. Sígaunar eiga rætur að rekja til Indlands en á miðöldum höfðu þeir flust búferlum og sest að víða í Evrópu, flestir líklega í suðausturhluta Evrópu. Fyrst fóru þeir til Persíu um árið 1000 og þaðan til Grikklands snemma á 14. öld. Frá Grikklandi fluttust þeir til Balkanlandanna og síðan vestur á bóginn, alla leið til Englands. Í Evrópu unnu þeir fyrir sér, til dæmis við járn- smíðar eða sem skemmtikraftar. Þannig gátu þeir séð sér farborða án þess að gerast ánauð- ugir bændur. Í Englandi á 16. öld ofsótti Hinrik VIII þá sígauna sem ekki vildu gerast bændur og í Rúmeníu voru sígaunar hnepptir í þrældóm af landeigendum og seldir á uppboðum allt til árs- ins 1856. Á tímum helfararinnar voru allt að 400.000 sígaunar teknir af lífi. Enginn hefur getað skýrt fyllilega af hverju sígaunar tóku sig til og fluttu búferlum frá Ind- landi. Forn persnesk fræði geta þess að um árið 1000 hafi shahinn í Persíu boðið allt að 12.000 sígaunum til ríkis síns til að skemmta þegnum sínum með hljóðfæraslætti. Eftir söng og hljóð- færaslátt um árabil í ríki Persa áttu sígaunarnir síðan að hafa haldið för sinni áfram vestur á bóginn. Tónlist sígauna er jafn fjölbreytileg og löndin sem þeir búa í og skilin á milli sígaunatónlistar og annarra tónlistarhefða eru oft mjög óljós. Lítil sátt er um það hvernig beri að skilgreina hugtakið sígaunatónlist. Sumir telja að tónlist sígauna sé eingöngu sú sem sígaunar leika fyrir sjálfa sig á eigin tungumáli, á meðan aðrir segja að í raun sé ekki til hrein sígaunatónlist, vegna þess að hún hafi ætíð lagað sig að tónlistarhefð þess lands sem sígaunarnir bjuggu í hverju sinni. Þeir sígaunar sem höfðu lifibrauð sitt af hljóðfæraslætti (og nefndust lautari) þurftu að geta leikið þá tónlist sem áheyrendur vildu hlýða á. Þeir reyndu þess vegna að læra tónlist „innfæddra“ til þess að tryggja sér sem mesta atvinnu. Þar sem algengt var að sígaunar helg- uðu sig hljóðfæraleik fóru ýmsir að kalla alla tónlistarmenn sígauna, þótt þeir væru alls ekki komnir af sígaunum. Í sumum tungumálum er eitt og sama orðið notað yfir tónlistarmann og sígauna. Færa má fyrir því rök að tónlist sígauna hafi breyst og þróast eftir því sem þeir fluttu sig frá einu landi til annars. Líklegt er að sígaunar hafi tekið upp einkenni þeirrar tónlistar sem fyrir var, hvar sem þeir fóru, og blandað eigin tón- listarhefð og einnig varð tónlist „innfæddra“ fyrir áhrifum af tónlist sígauna. Margt í sí- gaunatónlist Ungverjalands minnir á ung- verska þjóðlagatónlist, og sígaunatónlist á Spáni hefur spænskan flamenco-hljóm. Klass- ísk tónskáld, eins og til dæmis Liszt, Dvorák, Rachmaninov og ekki síst Bartók urðu fyrir miklum áhrifum af sígaunatónlist. Gítarleik- arinn og goðsögnin Django Reinhardt, sem var af sígaunaættum, blandaði saman á áhrifaríkan hátt sígaunatónlist og amerískri djasstónlist. Hvað sem þessum kenningum líður, eru þó hægt að greina nokkur atriði sem einkenna alla sígaunatónlist. Tónaröð sem tónlist sígauna byggir á, skalinn c-d-es-fís-g-as-b-c, er frá- brugðinn hinum hefðbundnu dúr og moll tón- tegundum sem vestræn tónlist byggist á. Einn- ig ber mikið á krómatík, eða hálftónsbilum, og notkun svonefndra míkrótóna í tónlistinni. (Vestrænn tónskali byggist upp á heiltóns- og hálftónsbilum, en í tónlist sígauna eru enn minni tónbil; míkrótónbil.) Eins er spuni mjög mikilvægur þáttur í tónlistinni, en allt rennir þetta stoðum undir þá kenningu að tónlist sí- gauna eigi rætur að rekja til tónlistar Miðaust- urlanda eða indverskrar tónlistar. Þessir þættir eru þó ekki einsdæmi í tónlist sígaunanna, þá er einnig finna í annarri tónlist. Tónlist sígauna er iðulega sungin, og þá af karlmanni, því að þótt stúlkubörn séu hvött til að syngja og dansa, helga flestar konur sig hlutverki eiginkvenna og mæðra þegar þær komast á fullorðinsaldur. Raddbeitingin er sér- stök, en sígaunar nota svokallaða brjóströdd í stað höfuðraddar; það gefur tónlist þeirra hrárri hljóm. Hljóðfæraval sígauna er mismun- andi eftir svæðum, en segja má að þeir hafi í gegnum tíðina notast við það sem hendi var næst. Oft var það einfaldlega eitthvað sem hægt var að slá takt með, eins og til dæmis skeiðar, en annars fer söngurinn mikið fram við undirleik fiðlu og cymbaloms. Tónlistarmaðurinn beitir ýmsum brögðum til að hreyfa við hlustandanum og tilfinningum hans. Leikræn tilþrif í tilfinningaþrunginni tón- listinni eru mikil, og notar flytjandinn óspart ævintýralegar hraðabreytingar, skreytinótur og skyndilegar áherslur, til að toga tónlistina - og tilfinningar áheyrandans - til og frá. Hávaða- samar brass-sveitir sem spila á tryllingslegum ofsahraða eru önnur tegund sígaunatónlistar og bera því glöggt vitni hve fjölbreytt sígauna- tónlist er. Ása Briem tónlistarmaður og Jón Gunnar Þorsteinsson bókmenntafræðingur Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í moldinni? SVAR: Fuglar heyra ákaflega vel og geta greint hljóðtíðni sem nær nokkuð út fyrir þau mörk sem mannseyrað greinir. Fræðimenn telja því líklegt að fuglar geti einfaldlega heyrt í smádýrum sem skríða um í jarðveginum. Heyrn fuglanna er svo næm að þeir geta stað- sett ánamaðkinn eða skordýrið og stungið goggnum niður nákvæmlega á þeim stað sem dýrið er og veitt það. Við höfum flest séð fugla eins og skóg- arþröstinn (Turdus iliacus) og starrann (Sturn- us vulgaris) vappandi um garða og tún skim- andi niður fyrir sig í grasið eða moldina. Þegar þeir gera þetta eru þeir einfaldlega að hlusta eftir hljóðum frá skordýrum og ormum sem eru niðri í moldinni. Jón Már Halldórsson líffræðingur HVAÐ ERU SÍGAUNAR? Á meðal spurninga sem svarað hefur verið á Vís- indavefnum að undanförnu má nefna: hvað er steinkol, hvað er sjávarfló, hvaða leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegs- mengun er orðin mikil og hvers vegna eru íslenskar kartöflur rauðar? VÍSINDI Morgunblaðið/Golli Sígaunahljómsveitin Taraf de Hajdouks lék á Listahátíð við miklar vinsældir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.