Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002 F rá örófi alda hefur flug fuglanna heillað mannsandann. Maðurinn hefur löngum átt sér þann draum að geta flogið þöndum vængjum yfir torfærur jarðar. Ekki er vitað með vissu hvar og hvenær menn gerðu fyrstu til- raunir til að gera drauminn um flug að veruleika. Í fornum frásögnum er oft harla erfitt að greina á milli æfintýrasagna og þess, sem gæti verið heimild um fyrstu til- raunir manna til flugs. Fyrstu flugtilraunir manna byggðust flest- ar á því, að menn gerðu sér fuglshami og reyndu að líkja eftir flugi fuglanna með hreyfanlegum vængjum. Á miðöldum var nokkuð um það að menn fórust eða stórslös- uðust við að stökkva fram af húsum eða turn- um og höfðu þá áður fest á sig ýmsar gerðir af vængjum. Flug á vængjum Leonardo da Vinci er fyrsti maðurinn, sem vitað er að hugleiddi af raunsæi möguleika manna til flugs. Hann gerði sér far um að komast að raun um hvernig fuglarnir hreyfðu vængina á flugi og hver áhrif loftstraumanna um vængina væru. Þau fræði voru mönnum hins vegar ókunn á hans dögum. Leonardo gerði sér tæki þar sem bæði handleggs- og fótvöðvar mannsins áttu að hreyfa vængi. Þetta tæki var aldrei reynt. Sennilega hefur honum verið ljóst að vöðvar mannsins myndu duga honum skammt til flugs. Leonardo dó árið 1519 og í nær heila öld eftir það héldu menn áfram að stökkva ofan af turnum með ýmsar gerðir af vængjum. Það var svo ekki fyrr en á síðari hluta 17. aldar að menn gerðu sér endanlega ljóst, að útilokað væri fyrir manninn að ætla sér að fljúga með hreyfanlegum vængjum knúðum vöðvaorku. Þyngd manna er mikil og vöðva- orka lítil borið saman við fugla. Ef maðurinn hefði ekki svo lengi framan af einblínt á vængjahreyfingar fuglanna, en í þess stað skoðað renniflug þeirra með þönd- um vængjum, þá er sennilegt að svifflug- tækni hefði þróast fyrr en raun varð á. Það var ekki fyrr en tilaunir hófust með fasta óhreyfanlega vængi, að svifflug varð að raun- veruleika með svifflugtæki Ottos Lilienthals árið 1894. Þegar svo tekist hafði að smíða nægilega létta aflvél, sem knúið gat skrúfu- blöð, hófst vélflug með flugi tvíþekju Wright- bræðranna árið 1903 og síðan einþekju Blér- iots árið 1909. Flugtækið léttara en andrúmsloftið En öll þessi frumsaga flugtækninnar sem hér var rakin fjallar um vængjað flug, þar sem flugtækið er þyngra en andrúmsloftið. Að nokkru leyti samtímis þróaðist önnur grein flugtækninnar, þar sem loftfarið var léttara en andrúmsloftið. Sú tækni á sér ræt- ur í gerð loftbelgja, sem fylltir voru loftteg- undum, sem eru léttari en andrúmsloft. Fyrst var notað heitt loft í loftbelgi frönsku bræðr- anna Montgolfier árið 1783, og sama ár fór fyrsti loftbelgurinn fylltur með vetni (vatns- efni) (H) á loft og allöngu síðar var svo notað helíum (He). Vetni er léttast allra loftteg- unda. Lyftikraftur þess í venjulegu andrúms- lofti er 1,2 kg á hvern rúmmetra efnisins. Næstléttasta lofttegundin er helíum, sem hefur þann kost, að það brennur ekki, en vetni er hins vegar mjög eldfimt. Loftbelgir svífa á loft og fjúka fyrir vindi. Hægt er að hengja klefa eða körfu fyrir áhöfn og farþega neðan í loftbelg til útsýnisferða, en loftbelgir koma annars ekki að gagni sem farartæki. Hins vegar var mönnum fljótlega augljós sá möguleiki, að gera aflangan loft- belg, sem hægt væri að knýja áfram með vél- arorku og stjórna ferð hans. Þessi farartæki nefndust loftskip, og voru eftir fjölda tilrauna ýmsra aðila loks einkanlega þróuð til fulln- ustu af þýska greifanum von Zeppelin (1900– 1917), og því eru þessi loftskip oft kennd við hann. Fyrsta loftskip Zeppelins var þannig gert að utan um aluminium grind var strekkt fern- iserað ofið efni. Loftskip þetta var 120 m langur sívalningur, 11,65 m í þvermál og odd- laga í báða enda. Rúmmálið var 11.300 rúm- metrar. Neðan á loftskipinu voru tveir klefar, hvor með sína loftskrúfu, sem knúðar voru af 16 hestafla bensínvélum. Þetta fyrsta loftskip Zeppelins var smíðað á árunum 1898–1899 í stórum skála sem flaut á Boden-vatni í Þýskalandi. Fyrsta flugferð þess var farin 2. júlí 1900 og hámarkshraði þess var um 30 km/ klst. Þetta loftskip Zeppelins fórst síðar við lendingu. Annað eyðilagðist í stormi, en þriðja loftskipið var á ferð samfleytt í rúmar 8 klst. Nú gerði þýska ríkisstjórnin sér ljóst mikilvægi loftskipa í hernaði og veitti því Zeppelín styrk til áframhaldandi þróunar og smíði loftskipa. Árið 1911 var lokið við smíði 10.loftskips Zeppelins. Það var 140 m langt, 14 m í þver- mál og rúmmál þess var 19.000 rúmmetrar. Það gat verið á lofti í 48 klst og náði 70 km hraða á klst., knúið af þremur 150 hestafla vélum. Í bol þessa loftskips voru klefar fyrir um 20 manns. Nokkur þessara loftskipa voru notuð til farþegaflutninga, en flest þeirra voru tekin í þjónustu hers og flota. Neðan á þessum loftskipum var fastur kjölur með inn- byggðum vistarverum farþega og áhafnar, og líka lestarrými og bensíngeymar. Í sumum loftskipanna, sem ætluð voru til hernaðar, var innangengt um stigagang frá kjölnum og upp á pall ofan á loftskipinu, þar sem komið var fyrir vélbyssum og léttum fallbyssum. Aflvélar loftskipanna voru síðan flestar 200 til 500 hestöfl hver vél, líkar aflvélum flug- véla, en oft með minni snúningshraða, enda loftskrúfur flugskipanna oftast með stærra þvermál (5–6 m) en á flugvélum. Í fyrri heimsstyrjöldinni 1914–1918 voru flugvélar og loftskip mikilvæg. Loftskipin voru mikið notuð við loftárásir einkum fyrstu árin. Þau gátu borið mun þyngri sprengjur en flugvélarnar. Þýsk Zeppelin-loftskip vörpuðu sprengjum á breskar borgir m.a. á London og á iðnaðarsvæði, t.d. á skipasmíðastöðvar og járnbrautir. Þegar leið á stríðið minnkaði þó mikilvægi loftskipanna. Þau voru allt of auð- veld skotmörk fyrir vel þjálfaða flugmenn á flugvélum, sem höfðu þróast verulega í stríð- inu. Þá höfði loftvarnarbyssur líka orðið full- komnari, svo að loftskipin urðu að fljúga í meiri hæð, og áttu því örðugra með að hitta mikilvæg skotmörk. Þótt loftskipin hækkuðu flugið, þá gátu flugvélarnar náð til þeirra of- anfrá og skotið á þau með vélbyssum og eldsprengjum, sem kveiktu í eldfimu vetninu í loftskipunum. Árið 1917 hættu Þjóðverjar því alveg að nota loftskip til árása á landi. Loftskip þau sem Þjóðverjar smíðuðu árið 1916 og gerðu árásir með á England voru um 200 m löng, 24 m í þvermál og með um 1.400 hestafla velar. Flughraðinn var áðeins um 100 km/klst, en þau gátu borið um 32 tonn. Þýskar loftárásir á Sunderland 1916 Í Sunderland og næsta nágrenni voru árið 1916 og eru enn einhverjar stærstu skipa- smíðastöðvar í Bretlandi. Á teiknistofu einn- ar þessara skipasmíðastöðva starfaði þá ís- lenskur skipaverkfræðingur Bárður G. Tómasson. Hann hafði lokið prófi skipa- tæknifræðings í Helsingör í Danmörku og síðan haldið til framhaldsnáms í Bretlandi og lokið þar prófi í skipaverkfræði. Hann hafði síðan fengið starf sem skipaverkfræðingur við skipasmíðastöð í Sunderland. Í endurminningum sínum segir Bárður svo frá: „Heimsstyrjöldin 1914–1918 hafði veruleg áhrif á síðustu tvö árin, sem ég dvaldi í Eng- landi. Fyrstu dagar ágústmánaðar 1914 voru örlagaríkir. Skandinavískir vinir mínir voru hver eftir annan kallaðir heim til að gegna herþjónustu í sínum heimalöndum. Þeir hlýddu kallinu, og sigldu brott með fyrstu skipsferðum. Vinna mín á teiknistofunni var óbreytt fyrst í stað, en í nóvember 1914 tók breska ríkisstjórnin við rekstri skipasmíða- stöðvarinnar William Doreford & Sons Ltd. Danskur vinur minn Henry E.L. Sørensen og ég vorum einu útlendingarnir á teiknistof- unni, og við gerðum ráð fyrir að okkur yrði sagt að hætta störfum. Skipasmíðastöðin fékk hins vegar heimild yfirvalda til að við mættum báðir starfa áfram. Skömmu síðar voru okkur afhent barmmerki og vegabréf eins og breskir þegnar fengu. Á barmmerk- inu stóð ON WAR SERVICE 1914, þ.e. í her- þjónustu 1914. Með þessu móti var almenn- ingi gert ljóst, að við gegndum nauðsynlegum störfum fyrir hervarnir Bretlands, þótt við værum ekki í einkennisbúningi. Vegabréfin veittu okkur aðgang að skipsmíðastöðinni, sem nú var vernduð af hermönnum. Í þessu sambandi vil ég ekki láta hjá líða að segja frá einni þýskri loftárás á Sunderland. LOFTSKIP E F T I R H J Á L M A R R . B Á R Ð A R S O N Bárður G. Tómasson, skipaverkfræðingur. Myndin er tekin í Sunderland í Englandi 30. ágúst 1915, en þar vann hann þá að hönnun og teikningu skipa á skipasmíðastöðinni William Doreford & Sons Ltd. Zeppelin greifi yfir Öskjuhlíðinni í Reykjavík árið 1931 að taka fyrsta flugpóst frá Íslandi til útlanda. Myndirnar tók Alfreð D. Jónsson ljósmyndari í Reykjavík. Loftskipin áttu sitt blómaskeið á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Saga þeirra er þáttur í þróun flugtækni, sem nú er óðum að gleymast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.