Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002 13 DANSKA menningarmálaráðu- neytið kynnti í vikunni hug- myndir að nýrri byggingu fyrir konunglega danska leikhúsið, sem nú skal allt að því svífa út yf- ir innri höfn Kaupmannahafnar. Leikhúsið á að rísa á Kvæst- husbryggjunni, sem er álíka löng og þrír fótboltavellir, og á leik- húsið að standa út af brún bryggjunnar líkt og það svífi yfir vatninu. Leikhúsið sem áætlað er að sé á tveimur hæðum skal byggt úr kopar og gleri með 36 metra útsýnisturni upp úr miðri byggingunni. „Við héldum okkur innan rammans, en ef nauðsyn krefur getum við dregið bygginguna lengra inn á land,“ sagði danski arkitektinn Boje Lundgaard, sem ásamt Lene Tranberg, bar sigur úr býtum í alþjóðlegri keppni um nýja leikhúsið. Alls bárust rúm- lega 300 tillögur í keppninni, þar af 200 erlendis frá og voru arki- tektarnir því mjög sælir með sig- urinn. „Við höfum aldrei áður tekið þátt í svo stórri keppni og reynt að hafa betur en 300 önnur fyrirtæki. Svo er líka frábært að hanna húsnæði fyrir lifandi list- ir,“ sagði Lundgaard. Þetta er í þriðja sinn sem sam- keppni er haldin um byggingu nýs konunglegs leikhúss, en ekki hefur orðið af byggingunni til þessa. „Allt er þegar þrennt er,“ sagði Michael Christiansen, fram- kvæmdastjóri leikhússins, sem er orðinn þreyttur á að deila núver- andi æfingaaðstöðu með ballet- dönsurum og óperusöngvurum. Búist er við að nýja leikhúsið verði vígt á árinu 2007 og er kostnaður við byggingu þess tal- inn nema um 800 milljónum danskra króna, eða rúmum 8 milljörðum íslenskra króna. Nýr framkvæmdastjóri hjá Tate Modern TATE Modern safnið í Lund- únum tilkynnti í vikunni að hinn spænski Vicente Todoli, einn af stofnendum Serralves nútíma- listasafnsins í Porto í Portúgal, muni verða fyrsti fram- kvæmdastjóri safnsins. Stóll framkvæmdastjóra hefur staðið auður frá því að Lars Nittve yf- irgaf Tate Modern fyrir safn- stjórastöðu í heimalandi sínu, Sví- þjóð, fyrir ári. Todoli mun ganga til liðs við safnið í janúar, en að hans sögn er Tate Modern safnið án efa „eitt fremsta safn í heimi“. Todoli neitaði hins vegar í viðtali við breska dagblaðið Guardian að lýsa stefnu sinni við rekstur safnsins þar til hann hefði kynnt sér hann betur. „Hvert listasafn er einstakt – það eru ekki til nein- ar formúlur, annars væri þetta eins og McDonald’s veitingahúsakeðja eða Benetton verslanir,“ sagði Todoli. „Ef ég hefði einhverja ákveðna sýn þá held ég að ég væri mjög slæmur fram- kvæmdastjóri.“ Tate Modern safnið var opnað fyrir tveimur árum. Alls sóttu um 5,1 milljón gesta safnið heim fyrsta árið, en talan féll niður í 3,6 milljónir gesta í fyrra. Í ár virðist safnið hins vegar ná að höfða til almennings á ný og er það ekki hvað síst talið að þakka Picasso-Matisse sýningunni sem opnuð var fyrr á árinu. Svífandi leik- hús í Kaup- mannahöf Verðlaunahugmyndin. ERLENT ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautuleikaristendur fyrir og skipuleggur öðru sinniMasterclass-námskeið í Vestmanna-eyjum dagana 17.–25. ágúst í sumar. Fjórir kennarar auk hennar kenna á námskeið- inu, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Marçal Cervera sellóleikari og Arnaldur Arnarson gítarleikari. Öll hafa þau mikla reynslu sem hljóðfæraleik- arar og hafa unnið til margvíslegra viðurkenn- inga fyrir leik sinn. Áshildur segir að eftir að Paul Zukofsky hætti sínum námskeiðum hér á landi hafi þennan þátt í tónlistaruppeldi íslenskra krakka vantað. „Ég sótti Zukofsky-námskeiðin og fannst mjög gaman. Seinna var ég sjálf með master- klassa fyrir flautunemendur og fannst mjög gaman að kynnast ungum flautuleikurum. Ég sá að þarna var gat sem þyrfti að stoppa upp í og datt í hug að byrja með svona námskeið sem yrði árviss viðburður, með kennslu á mörg hljóðfæri, og á stað sem væri skemmtilegur að sækja, án þess að það yrði of dýrt fyrir krakkana. Ég hafði verið í Vestmannaeyjum og var alveg heilluð af staðnum og þar voru bæjaryfirvöld mjög velvilj- uð í garð listamanna. Þar er líka mjög fallegt, og svolítið eins og að koma til útlanda; – það þarf að fara yfir sjó, og ekkert hægt að komast í burtu. Þetta er frábær staður fyrir hóp að hrista sig saman, krakkarnir kynnast vel og upplifa hlutina í sameiningu.“ Kennsla fer fram í Tónlistarskólanum í miðbæ Vestmannaeyja, þar sem aðstaða er mjög góð að sögn Áshildar. Tónleikar í námskeiðslok fara svo fram í Höllinni, nýju samkomuhúsi bæjarins, og einnig í sal Tónlistarskólans. Nína Margrét tók einnig þátt í Zukofsky-nám- skeiði á sínum tíma og mörgum slíkum í námi sínu erlendis, og eins og Áshildur hefur hún einn- ig kennt á masterklössum af þessu tagi. „Mér fannst þetta strax frábær hugmynd og gott að einangra það ekki við eitthvert eitt hljóðfæri. Pí- anistar eru mikið einir, og það er þeim hollt að hitta aðra hljóðfæraleikara og spila kammer- músík með þeim.“ Einkatímar, samspil og kammermúsík Á morgnana verður áhersla á hljóðfæra- kennslu, ýmist í formi einkatíma eða masterk- lassa. Eftir hádegi tekur kammermúsíkin við. Hver kammerhópur æfir undir leiðsögn kenn- ara. „Við höfum líka nokkra píanóleikara sem verða í meðleik með krökkunum. Skólastjórinn í Tónlistarskóla Vestmannaeyja, Guðmundur H. Guðjónsson, verður með okkur, og tvær stúlkur sem eru báðar langt komnar í píanónámi. Nem- endur fá þannig tækifæri til að spila ekki bara í kammermúsík, heldur líka með píanóleikara, í verkum sem eru samin fyrir eitt hljóðfæri og pí- anó,“ segir Áshildur, „krakkarnir verða mariner- aðir í heila viku í því að heyra annað hljóðfæri með sínu. Þau læra að hlusta, og spila saman.“ Nína Margrét segir að námskeiðið sé miðað við krakka sem eru í mið- og efstu stigum tónlist- arnáms. Það verði þó gerðar undantekningar með bráðgera yngri nemendur sem sýni sérstak- an áhuga. Annars er miðað við börn fædd 1987 og eldri. Krakkarnir bera sjálfir ábyrgð á sér á kvöldin, og hafa sameiginlega aðstöðu til að elda mat. Námskeiðsgjaldið með gistingu og eldhús- aðstöðu er 23.000 krónur. Í fyrrasumar sóttu um 20 nemendur námskeiðið, og segist Áshildur vona að þeir verði ekki færri í ár. Námskeiðið hefur verið auglýst erlendis og hafa nokkrir er- lendir tónlistarnemendur sýnt því áhuga. Áshild- ur segir námskeiðið opið krökkum alls staðar að af landinu. „Krakkar sem eru ekki í námi hjá okkur sem kennum á námskeiðunum geta þarna líka fengið álit annars kennara en þeirra eigin, og séð hvernig það rímar við það sem þeirra kennari segir, og kannski séð eitthvað nýtt í eigin spila- mennsku. Það er mjög góður andi í Vestmannaeyjum á þessum tíma, þá standa yfir pysjudagar og mikil stemmning í bænum. Það er líka frábært hvað bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa tekið okk- ur vel og styrkt okkur. Guðmundur H. Guðjóns- son tónlistarskólastjóri tekur líka fullan þátt í námskeiðinu með spilamennsku og leiðsögn um staðinn. Það er ómetanleg hjálp.“ Umsóknarfrestur á námskeiðið rennur út 5. júní næstkomandi, en áhugasamir geta haft sam- band við Áshildi Haraldsdóttur til að fá nánari upplýsingar. Spilað á pysju- dögum Morgunblaðið/Þorkell Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir. DRENGJAKÓR Neskirkju, áður Drengjakór Laugarneskirkju, heldur vortónleika í Neskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Á tónleik- unum verður fjölbreytt efnisskrá, lög eftir innlend og erlend tónskáld. Kórinn leggur upp í viku ferð til Danmerkur hinn 9. júní nk. Þar mun hann halda tónleika með sömu efnisskrá og í Neskirkju. Kórinn syngur á Plænen í Tívolí mánudaginn 10. júní kl. 17, í Skt. Pálskirkju í Kaupmannahöfn mið- vikudaginn 12. júní kl. 20 og í Vejle- fjord Kirke föstudaginn 14. júní kl. 19. Nú skipa kórinn 32 drengir á aldrinum 8–13 ára. Stjórnandi kórs- ins síðan 1994 er Friðrik S. Krist- insson og undirleikari er Lenka Mátéová. Morgunblaðið/Golli Drengjakór Neskirkju æfir söngdagskrána undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. 32 drengjaraddir hljóma í Neskirkju SÆNSKA forlagið Prisma hefur fest kaup á útgáfuréttinum á Mýr- inni eftir Arnald Indriðason en fyrir þá bók hlaut hann Gler- lykilinn, Nor- rænu glæpa- sagnaverðlaun- in, á dögunum. Prisma er hluti af einni rótgrón- ustu útgáfusam- steypu Svíþjóð- ar, P.A. Norstedt & Sö- ner, sem sett var á laggirnar árið 1823. Á út- gáfulista Prisma eru verk höfunda á borð við Michael Connelly, Patriciu Cornwell, Linn Ullmann og Leif Davidsen sem hreppti Glerlykilinn fyrir bók sína Fest á filmu árið 1999. Mýrin hefur nú verið seld til Danmerkur, Finnlands, Hollands og Þýskalands, auk Svíþjóðar. Þá er Baltasar Kormákur með í und- irbúningi gerð kvikmyndar eftir sögunni. Réttindastofa Eddu – miðlunar og útgáfu á nú í við- ræðum við forlög í ýmsum löndum um útgáfu á verkum Arnaldar Indriðasonar. Mýrin til Sví- þjóðar Arnaldur Indriðason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.