Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002 15 MYNDLIST Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Tryggvi Ólafsson, Olga Pálsdóttir og Emil Þór Sigurðsson. Til 9.6. Gallerí@hlemmur.is: Heimir Björg- úlfsson. Til 23. júní. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Ólafur Elíasson. Huginn Þór Arason. Til 22.6. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Helgi Þorgils.Til 2.6. Gallerí Skuggi: My name is Þorri, but they call me Elvis. Til 2.6. Gallerí Sævars Karls: Olga Soffía Bergmann. Til 20.6. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Til 28.7. Hafnarborg: Loftur Guðmundsson ljósmyndir. Elías B. Halldórsson. Til 3.6. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. Listamiðstöðin Straumur: Ljós- myndasýning hjá Fókusi. Til 2.6. Listasafn Akureyrar: Akureyri í myndlist II. Til 21.7. Listasafn ASÍ: Guðbjörg Lind Jóns- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Til 30.6. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudag kl. 14–17. Listasafn Íslands: Rússnesk mynd- list, 1880-1930. Til 16.6. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Mary Ellen Mark. Kínversk samtímalist. Til 2.6. Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Ljóða- og höggmyndasýning. Til 30.6. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: Dröfn Guðmundsdóttir og Hrönn Vil- helmsdóttir. Til 4.6. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Blaða- ljósmyndir 1965–75. Til 1.9. Mokkakaffi: Aaron Mitchell. Til 9.7. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Nýlistasafnið: Hollenski listamaður- inn Aernout Mik. Til 30.6. Sjóminjasafn Íslands: Jón Gunnars- son. Til 1.7. Skálholtsskóli: Kristín Geirsdóttir. Til 1.7. Slunkaríki, Ísafirði: Joris Radema- ker. Til 16.6. Stöðlakot: Hulda Jósefsdóttir. Til 9.6. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Neskirkja: Drengjakór Neskirkju. Kl. 16. Þriðjudagur Salurinn: Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir, Hildur Þórðardóttir og Rakel Jensdóttir. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, fös. Strompleikurinn, lau. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Veislan, lau., sun., mið., fim. Trílógía, 3 dans- verk, lau. Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu, lau., fös. Boðorðin 9, sun. Með vífið í lúkunum, lau. And Björk of course, lau. Nemendaleikhúsið: Sumargestir, lau., sun. Hafnarfjarðarleikhúsið: Skáld leitar harms, sun. Sellófon, lau., mið., fim. Leikfélag Akureyrar: Saga um Pan- dabirni, lau., fim. Tjarnarbíó: Leikfélag Hveragerðis. Dýrin í Hálsaskógi, lau. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Í TILEFNI af aldarafmæli Hall- dórs Kiljans Laxness var haldið málþing um verk Halldórs og sam- tímamanna hans við háskólann í Er- langen-Nürnberg í Bæjaralandi á dögunum og bar þingið titilinn „Von der Neuromantik zum Dokument- arroman. Grosse Nordische Er- zähler des 20. Jahrhunderts. Sym- posium aus Anlass des 100. Geburtstages von Halldór Laxness.“ Við háskólann í Erlangen-Nürn- berg hefur um langa hríð verið starfandi öflug norrænudeild og þar geta þýskir stúdentar m.a. lært ís- lensku undir leiðsögn dr. Huberts Seelow prófessors og konu hans, Kolbrúnar Haraldsdóttur handrita- fræðings, sem gegnir þar stöðu sendikennara. Þau hjón skipulögðu þingið af miklum myndarskap og fengu fjölda þekktra fræðimanna frá Íslandi, Skandinavíu og Þýska- landi til þess að halda fyrirlestra, aðallega um verk Halldórs Laxness, en einnig um Sigrid Undset, Eyvind Johnson og Karen Blixen. Knut Hamsun kom einnig mikið við sögu eins og vænta má í þessu samhengi. Þingið hlaut fjárstuðning bæði frá íslenskum, norrænum og þýskum aðilum. Ræðismaður Íslands í Bæjara- landi, Friedrich N. Schwarz, setti þingið og að ávörpum og opnunarfyrirlestri loknum voru haldnir ljóðatónleikar í hátíðarsal há- skólans. Þar söng Elísabet F. Eiríksdóttir sópransöngkona lög íslenskra tónskálda við ljóð Halldórs Laxness og lög eftir Edvard Grieg við ljóð norrænna skálda. Undirleik annaðist Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Sal- urinn var þétt skipaður gestum og var lista- konunum tekið vel. Var það mál manna að tónleikarnir hefðu hæft tilefninu einkar vel og mikill fengur að fá að heyra þennan flutning. Fyrirlestrar stóðu síðan yfir í tvo daga og var þar mikill fróðleikur á borð borinn. Með- al fyrirlesara voru íslensku fræðimennirnir Vésteinn Ólason, Helga Kress, Halldór Guð- mundsson, Þórir Óskarsson og Kristinn Óla- son. Fjallað var um verk Halldórs Laxness frá ýmsum sjónarhornum, ekki einungis frá bókmenntalegu, heldur einnig guðfræðilegu og frásagnartæknilegu sjónarhorni og kom margt forvitnilegt í ljós. Fyrirlestr- ar þessir munu koma út á bók síðar á þessu ári í ritröðinni „Erlanger Forschungen“ sem háskólinn í Er- langen-Nürnberg gefur út. Þess má geta að í sýningarsal há- skólabókasafnsins í Erlangen stend- ur nú yfir yfirlitssýning um Halldór Kiljan Laxness og verk hans og gafst þinggestum kostur á að skoða hana. Sýningin var opnuð á afmæl- isdegi skáldsins, 23. apríl sl., og við það tækifæri las Patricia Litten, leikkona við leikhúsið í Erlangen, Söguna af brauðinu dýra. Fyrir ut- an veggspjöld, sem Bókmennta- kynningarsjóður lét í té, gefur þarna að líta frumútgáfur á verkum Laxness svo og myndskreytingar eftir danska myndlistarmanninn As- ger Jorn, sem hann gerði við Sög- una af brauðinu dýra í samvinnu við Halldór. Þarna eru ennfremur sýnd- ar vatnslitamyndir eftir þýsku skáldkonuna Sarah Kirsch, sem hún gerði einnig við þessa ágætu sögu fyrir sérstaka útgáfu sögunnar, sem kom út í tilefni af hundrað ára af- mæli skáldsins. Verk Halldórs Kiljans Laxness eru enn lesin í Þýskalandi og skiptir það sköpum um útbreiðslu þeirra, að Hubert Seelow prófessor hefur sjálfur þýtt mörg verka Halldórs, endur- skoðað sumar eldri þýðingar annarra verka hans og annast útgáfu verkanna í ritröð á vegum Steidl-forlagsins í Göttingen. Fyrir þetta framlag sitt var Hubert Seelow sæmd- ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra til Berlínar nú á dögunum. Þingið í Erlangen var vel sótt bæði af lærðum og leikum og voru þátttakendur um hundrað talsins. MÁLÞING UM LAXNESS Í BÆJARALANDI Wiesbaden. Morgunblaðið. Ljósmynd/Atli Seelow Hubert Seelow flytur fyrirlestur um viðtökur Laxnessþýðinga í Þýskalandi á eftirstríðsárunum. B ORGARKVARTETTINN heit- ir fjögurra manna sönghópur sem hyggst láta til sín taka bæði í borginni og utan hennar á næstunni. Kvartettinn er skipaður þeim feðgum Þor- valdi Halldórssyni og Þorvaldi Þorvaldssyni, Ásgeiri Páli Ágústssyni og Atla Guðlaugssyni. Píanóleik- ari kvartettsins er Agnar Már Magnússon. Þorvaldur eldri segist sjálfur vera „gömul saga byrjuð að endurtaka sig,“ þegar blaða- maður hringir eftir upplýsingum um hópinn. „Ég fæ þarna tækifæri til að syngja með syni mínum, Þorvaldi. Annars höfum við verið að æfa saman í tvö ár og skemmta víða um borg- ina í vetur. En nú er komið að því að kvart- ettinn ætlar að halda tónleika á eigin vegum, og við byrjum fyrir norðan, syngjum í Lauga- borg í Eyjafirði í kvöld kl. 20.00 og fyrir sjó- menn á Akureyri seinna í kvöld. Á morgun kl. 15.00 verðum við á Hvammstanga og syngjum prógramm tengt sjómannadeginum þar. Þriðjudagskvöldið 4. júní kl. 20.00 syngjum við í Njarðvíkurkirkju og svo syngjum við tvenna tónleika í Laugarneskirkju, miðviku- dagskvöldið 5. júní og föstudagskvöldið 7. júní, bæði kvöldin kl. 20.00. Prógrammið okk- ar er mjög fjölbreytt, við erum með íslensk kvartettalög, söngleikjalög, barbershoplög og ýmislegt fleira úr ýmsum áttum. Í kvartettin- um eru menn sem heimta að fá að syngja ein- söng, – við syngjum allir einsöng en líka dú- etta. Rúsínan í pylsuendanum er svo gestasöngvarinn okkar, Kristjana Thoraren- sen sem syngur eitt lag með okkur og annað sóló.“ Söngur, kátína og skemmtan Þorvaldur segir það sérstaka ánægju að syngja með syni sínum Þorvaldi. „Hann minnir um margt á mig þegar ég var ungur, og það er líka bara svo gaman að syngja með syni sínum og finna hann vaxa og þroskast sem söngvara. Hann og Ásgeir Páll eru báðir í söngnámi í Söngskólanum og eru að verða hörkusöngvarar. Þorvaldur hefur líka verið að syngja með Kór Langholtskirkju og söng lítinn dúett með fyrrverandi kennara sínum, Bergþóri Pálssyni í Brúðkaupinu eftir Stravinskíj í gærkvöldi. Atli er líka gamall kvartetthundur, – var með kvartett þegar hann bjó norður í Eyjafjarðarsveit. Þar var meðal annarra Óskar Pétursson tenor, og þeir kölluðu kvartettinn Galgopana. Galgoparnir voru þannig að það var aldrei orð að marka af því sem þeir sögðu og héldu til dæmis jóla- tónleika á vorin, og það snjóaði yfirleitt á tón- leikadaginn hjá þeim! Borgarkvartettinn fetar svolítið í fótspor þeirra, við gerum létt grín að sjálfum okkur og öðrum um leið og við tökum hlutina býsna alvarlega. Við leggjum metnað okkar í sönglegu hliðina, en prógrammið á líka að vekja kátínu og skemmtan.“ BORGARKVARTETTINN LEGGUR LAND UNDIR FÓT Borgarkvartettinn. Þorvaldur Halldórsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll Ágústsson og Atli Guðlaugsson og píanóleikarinn Agnar Már Magnússon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.