Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.2002, Blaðsíða 10
Í SLENSKAN á fá orð yfir kórónur og þann fjölbreytileika sem einkennt get- ur þennan höfðubúnað. Á enskri tungu eru orðin tiara, sem er af pers- neskum uppruna, diadem, sem á ræt- ur sínar í gríska orðinu diadein – að binda um, og rússneska orðið kokos- hnik – hanakambur öll notuð til að lýsa þessum sérkennilega höfuðbúnaði sem naut mikilla vinsælda allt frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrri hluta þeirrar 20. Í ís- lensku er orðið smákóróna hins vegar látið ná yfir þær allar. Víða erlendis er smákórónan nú gengin í endurnýjun lífdaga og hafa þekktir hönnuðir m.a. gert hana að viðfangsefni sínu á unda- förnum árum. Annars staðar hvarf hún aldrei af sjónarsviðinu, og hefur til að mynda lengi verið hluti af íburðarmiklum brúðarklæðum í Austurlöndum fjær. Fjöldi sýningargesta í Victoria & Albert-safninu í Lundúnum sýnir þá svo ekki verður um villst að smákórónan þykir enn áhugaverður gripur. Sagn- og list- fræðilegt gildi hennar stendur líka enn fyrir sínu, þótt freistandi kynni að vera að afskrifa hana sem eina af táknmyndum arfgengra stéttaskiptinga á fyrri öldum, sem lítið vægi hafa hjá lýðræðisþjóðum nútímans. Eignuð Díónýsosi Uppruna smákórónunnar má að mati skartgripasagnfræðingsins Geoffrey Munn rekja allt aftur til lauf- og blómsveiga á járn- öld og þess hlutverks sem sveigarnir gegndu. Lauf- og blómsveigar voru notaðir til krýn- ingar við viss tækifæri og urðu fastur þáttur í félagslegum athöfnum. Með tímanum öðl- uðust plönturnar síðan táknræna merkingu – hinir sigursælu voru krýndir lárviðarkransi og brúðhjón brúðarlaufi og svo má lengi telja. Aukin verkkunnátta gerði handverks- mönnum síðar fært að færa kransana í var- anlegra form þegar farið var að vinna kopar og aðra málma. Goðsagnir eigna uppruna diadem kórón- unnar gríska guðinum Díónýsosi. Kórónan ber hins vegar um margt merki menningar- samfélaga Etrúska og Skýþíumanna sem þykir renna stoðum undir þær kenningar að uppruna diadem kórónunnar sé þar að finna, þótt forngrískir handverksmenn séu taldir hafa komist fljótt upp á lag með hönnunar- möguleika hennar. Þótt fáar minjar um smákórónur hafi varð- veist frá fornum menningarsamfélögum þyk- ir gulldiskur frá suðurhluta Rússlands, þar sem stríðsgyðjan Aþena ber hjálm prýddan kórónu, gefa til kynna að höfuðbúnaðurinn hafi þá þegar verið orðinn tákn tignarfólks. Rómverjar eiga síðan heiðurinn af því að skreyta kórónuna eðalsteinum og urðu glitr- andi steinar eftirleiðis einn veigamesti þáttur hennar. Með falli rómverska heimsveldisins og auknum ítökum kirkjunnar dró hins vegar úr vinsældum kórónunnar á miðöldum, og þótt hún gegndi áfram sínu hlutverki í kon- unglegum portrettmyndum var það ekki fyrr en á seinni hluta 18. aldar að hún varð á ný hluti af klæðnaði heldri kvenna. Tákn um gleði og virðingu hjónabandsins Á 18. öld var það hins vegar fyrir tilstilli fornleifauppgröfts við Pompeii á Ítalíu að sýn manna á mynd- og höggmyndalist fyrri alda gjörbreyttist. Ný-klassíska listastefnan á rætur sínar í þessum fornleifafundum og endurreisn smákórónunnar, á seinni hluta 18. aldar, er rakinn til þessarar sömu stefnu. Fornir gullmunir kveiktu hugmyndir að nýj- um gripum og sú ákvörðun Napóleons Bona- partes að tryggja valdastöðu sína með því að krýna sig sem keisara að hætti Rómverja hafði sitt að segja. Ný-klassíska stefnan ruddi úr vegi fyrri tískustraumum og smá- kórónan varð hluti klæðnaðar aðalskvenna, sem tóku henni fagnandi. Á Bretlandi naut smákórónan ekki síður vinsælda en á meginlandinu, og áttu Bretar e.t.v. styttra að sækja áhugann. Notkun smá- kórónunnar hafði nefnilega tíðkast í Bret- landi allt frá því á 15. öld og var orðin hefð fyrir því að brúður bæri gimsteinum skreytta kórónu á brúðkaupsdaginn. Kórónan var þar með ekki lengur hluti af forréttindum kónga- fólks, heldur var hún einnig tákn um gleði og virðingu hjónabandsins. Vaxandi vinsældir smákórónunnar breyttu heldur ekki þeim tengslum. Smákórónan hélt áfram að vera höfuðbúnaður giftra kvenna. Brúður bar þannig gjarnan kórónu í fyrsta skipti á brúðkaupsdaginn og í sumum til- fellum var um erfðagripi að ræða – kórónur sem aðeins voru notaðar í brúðkaupum. Í öðrum tilfellum var kórónan hins vegar sér- smíðuð fyrir brúðina í tilefni dagsins. Sem táknmynd ástar giftra hjóna skipti steinaval og hönnun smákórónunnar umtals- verðu máli. En samkvæmt fornum gimstein- fræðum ber hver steinn ákveðna merkingu, líkt og blómin höfðu gert allt frá tíma blóm- sveiganna. Rúbínsteinar og demantar, sem skreyta margar smákórónur gefa þannig í skyn varanlegar ástríður, á meðan eikar- sveigur skrýddur túrkíssteinum þýðir að ekkert geti sigrast á sannri ást. Þegar Elísabet drottningarmóðirin heitin, þá lafði Elísabet Bowes-Lyon, giftist Georg VI árið 1923, gaf faðir hennar henni dem- antskrýdda smákórónu í líki sveigs af villtum rósum. Rósirnar stóðu fyrir öll svipbrigði ást- arinnar á meðan demantarnir samsvöruðu ei- lífðinni. Þótt aðalskonum, og síðar eiginkonum Smákóróna skrýdd villtum rósum úr demöntum táknar eilífðina og fjölmörg svipbrigði ást- arinnar. Kórónuna fékk Elísabet drottningarmóðir á brúðkaupsdag hennar og Georgs VI 1923. Smákóróna í Art Nouveau-stílnum sem hönnuð var af Frederick Partridge um 1900. Í stað eðalmálma og gimsteina er kórónan gerð úr kýrhorni og skreytt mánasteinum. Kokoshnik-kórónur nutu mikilla vinsælda í Evrópu um aldamótin. Lögunin byggist á hefðbundnu höfuðfati sem tilheyrir rússneska þjóðbúningnum. Kórónan hlaut aukna upphefð er gullsmiðir á borð við Fabergé höfðu skreytt hana gimsteinum og þar með vakið áhuga efnafólks á henni. TÁKNMYND STÉTTA- SKIPTINGAR? Kórónur skreyttar glitrandi gimsteinum, strútsfjöðrum og kýrhorni eru meðal þess sem ber fyrir augu sýn- ingargesta í Victoria & Albert-safninu í Lundúnum. Kórónurnar, svo nefndar smákórónur, nutu gífurlegra vinsælda meðal efnafólks og aðalsmanna á 19. öld. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR komst að því að smákórónan virðist nú njóta vissrar endurreisnar. Portrett af konu með gullsveig um höfuð sem eignað er Isidoru meistaranum frá um 100- 110 e.Kr. Talið er að uppruna smákórónunnar megi rekja til notkunar blómsveiga við fé- lagslegar athafnir á tímabilinu fyrir járnöld. Kínversk áhrif eru sterk í þessari smákórónu sem hertoginn af Westminster færði eiginkonu sinni Loeliu Ponsonby er þau giftu sig árið 1930. Hluta kórónunnar má taka af festingunni og nota sem demantshálsmen líkt og algengt var um smákórónur á fjórða áratugnum. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. JÚNÍ 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.