Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRCSSAN ll.APRÍL 1991 9 Lídó er nú i eigu Björns Baldurs- sonar og gengur reksturinn erf- iölega. Aöur var þetta Tungliö í eigu Vilhjalms Svans og félaga og síöar Þorleifs Björnssonar. Hlutafélögin um þann stað eru gjaldþrota. Lækjarveitingar hf. er búiö aö gera upp. Ekkert fékkst upp í 27,7 milljón króna kröfur. Ouppgert er gjaldþrot Lækjarniðs, þar sem lystar kröf- ur nema 12,5 milljónum króna. lag. Tómas er einnig aðaleigandi ís- rokks hf., sem rekur Hard Rock kaffi. Þá vekur athygli að veitinga- staðirnir Borgarkjallarinn-Amma Lú og Glaumbar eru skráðir sem einkafyrirtæki Ingua Týs Tómasson- ar, 22ja ára sonar Tómasar Tómas- sonar. Þar eru handhafar veitinga- leyfa hins vegar Tómas og frú. Sam- kvæmt heimildum PRESSUNNAR er Tómas með þessu að dreifa áhættunni í ljósi fyrri reynslu. Þeir skemmtistaðir sem þessir einstaklingar hafa staðið fyrir eru orðnir margir. Nýverið ætlaði Vil- hjálmur Svan síðan að opna veit- ingastað við Arnarbakka, en það tókst ekki vegna mótmæla íbúa á svæðinu. ARNARHÓLL NÝJASTA DÆMIÐ UM NAFN- BREYTINGU REKSTRARAÐILA Inn í þessa upptalningu má síðan bæta við Þorleiíi Björnssyni, sem um tíma rak Sælkerann, Fimmuna, Tunglið og jafnvel fleiri staði, sem hann keypti af Vilhjálmi Svan. Annar einstaklingur í veitinga- bransanum sem á að baki nokkur gjaldþrot er Birgir V. Halldórsson. Nafn hans er að finna á bak við gjaldþrota hlutafélög í veitinga- rekstri: Hlóðaeldhúsið hf., Lennon hf. og veitingahúsið Austurstræti hf. Hann er einnig skráður aðili að Hauki í horni hf. og Veitingahúsinu Nonna hf., sem samkvæmt firma- skrá hafa ekki uppi neina starfsemi. Þá er hann meðal eigenda Lang- holts hf., sem mun vera Eika-grill við Langholtsveg. Gjaldþrot eru að baki ýmsum öðr- um stöðum. Þannig varð gjaldþrota í febrúar síðastliðinum Veitingahús- ið Hverfisgötu hf. Það var stofnað í júní 1989, rak Arnarhól og Óperu- kjallarann og liföi í eitt og hálft ár. Meðal stofnenda og stjórnarmanna voru Sveinn E. Úlíarsson og eigin- kona, Gudbjörn Karl Ólafsson og kona hans Elísabet Kolbeinsdóttir, Skúli Hansen og Sigrídur Stefáns- dóttir eiginkona hans og loks Þor- björg Ólafsdóttir. í sama mánuði og þetta hlutafélag var tekiö til gjald- þrotaskipta var stofnaö hlutafélagið Fimman viö Hafnarstæti. Vil- hjálmur Svan opnaði staöinn, en Þorleifur Björnsson eignaö- ist hann siöar. Skráður veitinga- leyfishafi er Sesselja Hennings- dóttir, eiginkona Vilhjálms Svan, en reksturinn er leigður út. Arnarhreiður hf. Stofnendur eru þær Elísabet og Sigríður og með. þeim í stjórn er Þorbjörg. Nýr staður þeirra opnar um helgina. Sveinn E. Úlfarsson opnaði hins vegar nýverið veitingahúsin Berlín og Pisa í Austurstræti, ásamt Gísla Gíslasyni lögfræðingi og Bjarna Óskarssyni. Bjarni er ekki nýr í veit- ingabransanum. Fyrir nokkrum ár- um stofnaði hann meðal annars hlutafélögin Matkerann og Óperu. Bæði þessi félög eru nú til meðferð-- ar hjá borgarfógeta vegna gjald- þrots. I LÆKJARBREKKA: ÞRJÁR REKSTRAREININGAR SAMA EIGANDA Matkerann stofnaði Bjarni með Einari Ásgeirssyni. Einar hefur víða komið við í bransanum. Meðal ann- ars er hann stofnandi og stjórnarfor- maður Veitingahússins Hamraborg- ar hf. í Kópavogi. En hann stofnaði einnig Veitingahúsið Hjallahrauni hf. í Hafnarfirði og Bleika pardusinn í Reykjavík. Bæði hlutafélögin sem ráku þessa staði eru nú þrotabú. Lækjarbrekka er nú rekin af hlutafélaginu Móhús hf., sem stofn- að var í nóvelmber 1989 af Kolbrúnu Jóhannesdóttur, Bjarneyju Lindu Ihgvarsdóttur og fleirum. Enn er í gjaldþrotameðferð hlutafélagið Lækjarbrekka hf., þar sem Kolbrún var stjórnarformaður og Bjarney Linda ritari stjórnar. Það var úr- skurðað gjaldþrota í mars 1986. Á tímabilinu á milli| þessara hlutafé- laga var Lækjarblekka rekin sem Keisarinn og Moulin Rouge á Laugavegi 116. Þar rak Vilhjálm- ur Svan staöina Abracadabra, Uppi og niöri og jafnvel fleiri. Hlutafélögin að baki, Laugaveit- ingar og Veitingakjallarinn, uröu bæöi gjaldþrota, án þess aö nokkuð fengist upp í samtals 13,6 milljóna króna kröfur, auk vaxta og kostnaðar. einkafyrirtæki Kolbrúnar. Vilhjálmur Astródsson rekur nú Casablanca (áður Roxzý) við Skúla- götu, sem byggt er á rústum þrota- bús Veitingahússins Skúlagötu 30 hf., í eigu annarra aðila. Vilhjálmur er nú skráður fyrir hlutafélaginu Lækjarteigur hf., sem rekur staðinn. Hann á eins og margir áðurnefndra gjaldþrot að baki. Hann stofnaði ásamt Gunnari H. Árnasyni hlutafé- lag utan um veitingahúsið Evrópu í janúar 1988. Aðeins átta og hálfum mánuði síðar var félag þetta úr- skurðað gjaldþrota og var búið gert upp í maí 1989. Ekkert fékkst upp í 54 milljón króna kröfur. VEITINGAR HF: TVENN GJALDÞROT OG NÝTT HLUTAFÉLAG Ótalin eru umdeild gjaldþrot fyrir- tækja Jóhannesar Stefánssonar, Veitinga hf. (Múlakaffi) og Veitinga- hallarinnar, í október síðastliðnum. Á síöustu einu til tveimur árum höfðu viðskipti Múlakaffis æ meir færst yfir á Veitingahöllina og launagreiðslur til starfsfólks fyrir- tækjanna sömuleiðis. Undir það síð- asta var það Jóhannes Stefánsson í Veitingahöllinni sem rak Múlakaffi en leigði aðstöðuna og tækin af Jó- hannesi Stefánssyni í Veitingum. í kjölfar gjaldþrots Veitingahallar- innar fundust 1,6 milljón króna virði af matvælum í Múlakaffi sem voru eign Veitingahallarinnar, en höfðu samkvæmt heimildum blaðsins ver- Borgarkjallarinn-Amma Lú. Þessi staður ásamt Glaumbar viö Tryggvagötu eru í eigu Tóm- asar A. Tómassonar, en skráö sem einkafyrirtæki Ingva Týs Tómassonar, 22ja ára sonar Tómasar. Samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR er þessi háttur hafður á vegna skakka- falla Tómasar eftir aö hann stofnaöi hlutafélög um Tunglið meö Vijhjálmi Svan. Staðir Tómasar sjálfs hafa ekki oröiö gjaldþrota. iö millifærð á Veitingar sem húsa- leiga. Jóhannes og bróðir hans Ing- var Stefánsson stofnuðu hlutafélag- ið Stefánssynir hf. og héldu viðskipt- um Múlaka'ffis áfram. I nóvember 1988 varð hlutafélag- ið Fógetinn hf. gjaldþrota og er enn til skipta. Stjórnina skipuðu þeir Er- lendur Halldórsson, Jón Erlendsson og Asgeir Halldórsson. Við gjald- þrotið tóku nýir aðilar við, Teiti hf., þar sem í stjorn sitja Ingólfur Jóns- son. Erla Ingólfsdóttir og Þórdur Pálmason. Nafn staðarins hélt sér. Fyrirtæki Kjartans Daníelssonar og Jóns Þórs Einarssonar Blásteinn sf., sem rak samnefnt veitingahús, varð gjaldþirota. í kjölfarið stofnuðu þeir hins vegar, ásamt fleirum, hlutafélágið Hóf hf., utan um rekst- hrinn. Hér hafa nokkur nýleg tilvik um gjaldþrot og eignarhalds- og nafna- breytingar verið tíunduð. Stór gjald- þrotadæmi hafa ekki verið nefnd, svo sem gjaldþrot Þórskaffis (Dans- hallarinnar), Veitingamannsins, Nausts og Gildis, né heldur hafa ver- iö nefndar til sögunnar kollsteypur Olafs Laufdals Jónssonar og Holi- day Inn. Þá eru ónefnd ,,smærri“ gjaldþrot eins og hjá Hrafninum við Skipholt, Hressingarskálanum og Kaffi Hressó. OF MARGIR STAÐIR - ÓHÓFLEG BJARTSÝNI Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gisti- húsa, segir að rekja megi slæma af- komu veitingahúsanna til offram- boðs á veitingastöðum. ,,Hjá okkur eru þetta frjáls félaga- samtök og ekki allir veitingastaðir innan okkar vébanda. Ég myndi skipta atvinnurekendum í þessari grein í tvo hópa. Annars vegar höf- um við þá sem vilja vera ábyrgir, standa að kjarasamningum og borga í púkkið. Hins vegar höfum við þá sem ekki taka þátt í hags- munabaráttunni, en hirða molana af henni. En línurnar þarna á milli eru ekki skýrar. Ég vil ekki tala um svarta sauði, sem gera út á gjald- þrot. Ég vil frekar segja að allt of mikið sé um gjaldþrot vegna þess að staðirnir eru orðnir allt of margir. Fjölmargir fara af stað með óhóf- lega bjartsýni í farteskinu og telja sig geta gert betur en þeir sem fyrir eru. Nú þegar bara vínveitingastaö- ir í Reykjavík eru orðnir um eitt hundrað er ekki að undra að dæmið gangi ekki alltaf upp," sagði Erna. STARFSFÓLK: LAUN OG MIKILVÆG RÉTTINDI GLATAST Tíð gjaldþrot, eigenda- og nafna- skipti hafa að sögn Sigurdar Gud- mundssonar framkvæmdastjóra Fé- lags starfsfólks í veitingahúsum, skapað félagsmönnum margan vandann. „Þessar tíðu nafnabreytingar og eigendaskipti, þar sem aldrei virðist hægt að fá á hreint hverjir séu raun- verulegir eigendur eða rekstraraðil- ar, hafa vissulega skapað félags- mönnum okkar ómæld vandræði. Margir hafa lent í því að þurfa aö leysa út laun með dýrum hætti í banka. Mikilvæg réttindi hafa glat- ast, lifeyrissjóðsgreiðslur, trygging- ar og fleira. Það er óneitanlega erfitt um vik fyrir okkur að hafa aldrei tæmandi yfirlit yfir hverjir séu vinnuveitend- urnir á hverjum tíma. Lögreglustjóri gefur út skrá yfir þá sem hafa veit- ingaleyfi, þau eru veitt á nafn, en viðkomandi einstaklingur þarf ekk- ert að vera tengdur rekstraraðilan- um. Hvort sá greiðir félagsgjöld eða skatta kemur leyfishafanum ekkert við. Þess vegna viljum við tengja leyfisveitinguna við rekstraraðilann og höfum rætt við lögreglustjóra um það,“ sagði Sigurður. HEILDSALAR TORTRYGGNIR: STAÐGREIÐSLUKRÖFUR OG AUKNAR TRYGGINGAR Heildsalar, sem PRESSAN ræddi við og þjóna veitingabransanum sérstaklega, voru sammála um að mikil bylgja gjaldþrota og nafna- og eigendaskipta hefði riðið yfir á síð- ustu þremur árum, en töldu að skakkaföll sinnar stéttar færu veru- lega minnkandi vegna viðbragða þeirra. „Heildsalar hafa einfaldlega Sveinn E. Úlfarsson hefur yfir- gefið Arnarhöl og opnaði nýver- iö veitingahúsin Berlín og Pisa í Austurstræti, ásamt Bjarna Óskarssyni og fleirum. Bjarni er ekki nýr i veitingabransanum. Fyrir nokkrum árum rak hann m.a. Matkerann og Óperu. Skiptameðferð Matkerans lauk í febrúar án þess að nokkuö fengist upp í kröfur, sem voru 19,5 milljónir króna, auk vaxta og kostnaðar. Ópera er enn i skiptum, en kröfur nema 23 milljónum króna að núvirði. brugðist við þessum aðferðum, sem byrjuðu fyrir nálægt þremur árum. Þá tóku ýmsir í bransanum upp á því t.d. að skrá fasteignir á eitt félag en reksturinn á annað og e.t.v. leigja hann til nokkurra ára. Margir voru fljótir að tileinka sér ósómann, gamlir viðskiptaskilniálar hrundu og ýmsir heildsalar urðu fyrir tals- verðum skakkaföllum," sagði heild- sali, sem einkum á viðskipti við veit- ingahús, í samtali við blaðið. „Síðan hafa viðskiptin við þennan bransa einkennst af tortryggni, menn hafa hert kröfur um staögreiðslu eða góðar tryggingar og í kjölfarið hefur skakkaföllum fækkað,“ bætti hann við. Við þetta má bæta að innan Fé- lags íslenskra stórkaupmanna hefur aö undanförnu farið fram umræða um upptöku nýrra trygginga, svo sem viðskiptaábyrgða i bönkum eða tryggingar gagnvart ákveðnum viðskiptavinum. Friðrik Þór Guðmundsson Arnarhóll-Óperukjallarinn. I febrúar sl. varö fyrirtækið Veit- ingahúsiö Hverfisgötu hf. gjald- þrota, þar sem meöal stofn- enda og stjórnarmanna voru Sveinn E. Úlfarsson, Guðbjörn K. Ólafsson og Skúli Hansen. í sama mánuði stofnuðu eigin- konur Guöbjörns og Skúla fé- lagið Arnarhreiður hf. Verið er aö gera staðinn upp og opnar nýtt veitingahús á næstu dög- um. Htains og PRESSAN skýrði frá fyr- ir skömmu þá er Alli Rúts til gjald- þrotameðferðar. Bílasalan er hins vegar ekki til skipta þar sem AIIi breytti henni úr einkafyrirtæki í hlutafélag fyrir fáum árum. Kröfur í bú Alla, eða Alfreðs Rútssonar, voru uin 55 milljónir. Helmingur þeirra hefur verið afturkallaður svo flest bendir til þess að Alli sé að kaupa búið sitt aftur . . . v egna fyrirhugaðrar opnunar hinnar nýju Kringlu, Borgarkringl- unnar, hefur hafist all nokkurt kapp- hlaup um viðskipti við verslunar- og þjónustufyrirtæki sem þar verða til húsa. Stærsti slagur- inn mun standa um viðskipti við stóru verslunina í húsinu, Kringlusport, sem Víglundur Þor- steinsson ásamt nokkrum öðrum frammámönnum í Sjálfstæðis- flokknum mun reka þar í þúsund fermetra plássi. Heyrst hefur að að- eins útvaldir heildsalar fái inni í sportvöruversluninni og í því sam- bandi geti flokksskírteini komið að góðum notum. Að minnsta kosti segja illar tungur að viðskiptum hafa verið hafnað við Hauk Bach- mann forstjóra I. Guðmundsson hf. vegna tengsla hans við Framsóknar- flokkinn. Hér mun vera eftir þó nokkru að slægjast fyrir heildsala, því talið er að ársvelta fyrirtækisins geti orðið nálægt hálfum millj- arði. . . A ^^■iðalfundur Taflfelags Reykja- víkur verður haldinn í lok apríl. Þar verða væntanlega efst á baugi mikl- ar skuldir TR sem munu skipta tug- um milljóna króna núna. Skuldirnar eru að mestu tilkomnar vegna hús- byggingarinnar í Faxafeni sem skák- menn kalla nú almennt Skuldafen! Er talið að TR losni ekki út úr þess- um vanda nema að opinberir aðilar komi til hjálpar. Þá er talið líklegt að skipt verði um formann félagsins á fundinum en núverandi formaður er Jón Briem lögmaður.. . s A^agt er að Hörður Sigurgests- son hafi tekið í taumana í stjórnar- kjöri í eignarhaldsfélagi Verzlunar- bankans. Hans mað- ur er nú kominn þangað inn, Þórður Magnússon, en for- jnaður ráðsins var sem kunnugt er kjörinn Einar Sveinsson forstjóri Sjóvá-Almennra, sem tekur við for- mennsku í bankaráöi íslandsbanka. Þaö vekur hins vegar athygli að annar úr hópi Harðar manna, Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda, víkur sæti . . . I Morgunblaðinu í gær má finna klausu þar sem greint er frá að ör- yrki nokkur hafi hringt á kosninga- skrifstofu Sjálfstæöisflokksins á Ák- ureyri. Vildi hann kanna hvað feng- ist greitt fyrir að greiða flokknum at- kvæði sitt í komandi kosningum. Það er greinilegt að kjósendur eru farnir að ætlast til að stjórnmála- menn gangi hreinlegar til verks en áður hefur verið talið nauðsynlegt. Eins og máltækið segir: Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.