Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 28
Lián Bjarna Magnússonar. úti- ' busstjóra Landsbankans í Mjódd. til Olafs Björnssonar í Osi eru ekki þær lánveitingar hans sem þykja vafa- samar. hannig lán- aði útibúið Bílasölu Alla Rúts 15 milljón- ir síðastliðið sumar gegn veði í luíseign á Vagnhöfða. þar sem veitingastaðurinn Ártún er til húsa. Bilasala Alla Rúts. sem hefur verið hlutafélag að undaförnu. keypti húsið skömmu áður á .'10 milljónir. Landsbankinn sættir sig hins vegar við að vera með sín veð á fjórða veðrétti með 42 miiljónir fyrir framan sig. eða um 150 prósent umfram markaðsverð. Brunabóta- mat hússins er hins vegar ógnarhátt eða um HO milljónir. hað segir hins vegar lítið þegar markaðsverðið er rétt rúmur þriðjungur af því. . . lEina framboðið til al|)ingiskosn inga sem hefur ekki konu ;i lista eru ofgasinnaðir jafnaðarmenn á Revkjanesi. Listinn er skipaður nær eingöngu kornungum karlmönnum og getur þar með státað af enn einni rós í öfgasinnað hnappagatið . . . u m siðustu helgi helt Halldor Asgrímsson. sjávarútvegsráð- herra og frambjóðandi á Áustur- landi, veglega veislu á Fáskrúðsfirði sem mun vera kqstuð af almannafé. í tilefni þess að 12 Fáskrúðs- firðingar luku íyrr i vetur fiskvinnslu- námskeiði bauð Halldór þeim í kokteil og tilheyrandi á Hótel Austurlandi. Ásamt fisk- verkafólkinu var stjórnarmönnum kaupfélagsins og yfirmönnum boð- ið. Á Fáskrúðsfirði heyrist óánægja meðal fiskvinnslufólks sem lokið hefur námskeiðum fyrr á kjörtíma- bilinu og ekki fengið að njóta jafn dýrlegra veiga á kostnað ríksins og þeir sem sátu veisluna nú. Jafnramt rifja menn upp hliðstæðar veislur sem Halldór hélt fiskverkafólki fyrir síðustu kosningar. . . u B^Bokkrir einstaklingar hafa flakkað á milli flokka frá síðustu kosningum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir á Isafirði var síðast í efsta sæti Þjóðar- flokksins fyrir vest- an og komst næst- um því inn. Nú er hún í efsta sæti Kvennalistans og sá ULTRA GLOSS _____ Þú finnur IguosM nnuninn þegar —r | saltið og tjaran BIV^ verða öðrum BÓM vandamál. Tækniupplýsingar: (91) 84788 ESSO stöðvamar Oliufélagið hf. listi er nú í sókn í kjördæminu. Arn- ór Pétursson fulltrúi var síðast í áttunda sæti Alþýðubandalagsins í Reykjavík, en er nú efstur hjá Frjáls- lyndum á Vesturlandi. Valgerður Gunnarsdóttir var á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík síðast, en er nú ofarlega á lista Alþýðuflokks- ins ásamt fleiri flóttamönnum úr Al- þýðubandalagi. Loks má nefna að Jón Kjartansson rithöfundur frá Pálmholti var í fjórða sæti lista Flokks mannsins í Reykjavík, en nú er hann að finna í níunda sæti Frjáls- lyndra . . . eir Hagskipta-menn, Sigurð- ur Garðarsson og Sigurður Orn Sigurðsson. hafa verið áberandi í viðskiptalífinu undanfarin ár og hafa viðskiptahættir þeirra þótt dá- lítið vafasamir. Nokkur fyrirtækja þeirra hafa farið til gjaldþrotaskipta og þeir liafa komið við sögu annarra fyrirtækja sem hafa farið sömu leið. heir félagár virðast við öllu búnir því eiginkonur þeirra. en ekki þeir sjálfir. eru skráðar fyrir íbúðarhús- unum þeirra .’. . N B^Býlega var gengið frá þrota- búi Gildis hf., sem rekið var af Wil- helm Wessman og sá um matar- veitingar á Hótel Sögu. Gjaldþrot þetta varð frægt á sínum tíma vegna þess að á meðan innheimtumaöur ríkissjóðs beið á gangi hótelsins tók Hótel Saga sjálf yfir rekstur Gild- is hf. Kröfur í búið námu um 100 milljónum króna, auk vaxta og kostnaðar. Þar af voru forgangskröf- ur um 25 milljónir og náðist að greiða þær nær allar. Upp í afgang- inn, 75 milljóna króna almennar kröfur, þeirra á meðal frá ríkissjóði, fékkst ekkert . . . A listum stjórnmálaflokkanna ýfir frambjóöendur í komandi kosn- ingum titla allir þingmennirnir sig sem slíka. Nema Eggert Haukdaí. Hann vill kalla sig bónda . . . **•**•«-««*■«*««•«** MMIMMMMIIIbMMMMMMMm MMMMMttMMMMMMMMMMMMÍ sem auðvelt er að leysa BH hitablásaramir em hljóðlátir, fyrirferðalitlir, kraftmiklir og umfram allt hlýlegir í viðmóti. Hér er íslensk framleiðsla með áratuga reynslu. Bjóðum ráðgjöf við uppsetningu, ásamt fullkominni viðhaldsþjónustu. Vandaður festibúnaður fylgir öllum hitabíásurumfrá okkur. BLIKKSMIÐJAN JH/dWll.ldll.gi™'* SMIÐSHOFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.