Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 11

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 11
i 11 II ■ ú er endanlega búið að jarða hugmyndina um alþjóðlegu ráð- stefnuna VISION 2000, sem ráðgert var að halda hér á landi með fjölda stórmenna hvað- anæva úr heimin- um. Eins og PRESS- AN greindi frá í haust höfðu riki og borg sameinast um undirbúning ráðstefnunnar og var Júlíus Hafstein borgarfulltrúi for- maður undirbúningsnefndarinnar. Það kom hins vegar ekki í Ijós fyrr en í haust, að málið var orðið eitt allsherjar klúður sem gæti skaðað orðstír íslands svo um munaði. Fyrir orð Davíds Oddssonar borgar- stjóra mun Júlíus hafa látið af störf- um, en Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra og Stein- grímur Sigfússon samgönguráð- herra fengu hins vegar það hlutverk að sjá um jarðarförina og fólu Magnúsi Oddssyni settum ferða- málastjóra faglega framkvæmd hennar . . . G»U„e8 «r »i3a á Austurlandi með þá jameiginlegu ákvörðun Halldórs Asgrímsson- ar efsta manns á lista Framsóknar- flokksins og oddvita Alþýðubanda- lagsins og Sjálfstæðisflokksins, þeirra Hjörleifs Guttormssonar og Egils Jónssonar, að halda að- eins þrjá sameiginlega kosninga- fundi í kjördæminu í stað þrettán eins og áður. Nú mun óánægjan einnig ná til þeirra staða þar sem þó eru haldnir fundir, því á tveimur fundum voru ekki einu sinni leyfðar fyrirspurnir. Það var einungis á fundi á Egilsstöðum í gærkvöldi sem fyrirspurnir voru leyfðar, en þeim fundi var útvarpað um allt land . . . N l^lú er Ijóst að aðeins einn ís- lenskur skákmaður, Jóhann Hjart- arson, teflir á heimsbikarmótinu í skák sem verður hér í haust. Alþjóðlega stórmeistarasam- bandið (GMA) sætti sig aðeins við að einn íslendingur fengi að vera með en enginn þeirra náði að vinna sér þátttökurétt á mótinu að þessu sinni. Mörgum skákmönnum þykir súrt í broti að aðeins einn Islendingur verði á meðal þeirra 16 þátttakenda sem hingað koma. Það er kannski sér- staklega vegna þess að alþjóðleg skákmót eru nánast að falla niður hér á landi. Hið hefðbundna alþjóð- lega skákmót sem átti að vera í vet- ur var fellt niður . . . yrir nokkrum vikum fjöl- menntu Seyðfirðingar undir forystu Jóns Guðmundssonar varafor- manns verkalýðsfélagsins til Reykjavíkur til að krefjast aðgerða vegna alvarlegs ástands í atvinnu- málum sínum. Þeir höfðu með sér undirskriftalista og fóru á fund Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra. Stjórnvöld lofuðu fyrirgreiðslu og voru menn bjart- sýnir, vitandi að í sjáyarútvegsráðu- neytinu er Halldór Ásgrímsson úr kjördæminu. Enn bólar hins vegar ekkert á fyrirgreiðslu — og það þrátt fyrir að kosningar séu í nánd . . . rátt fyrir umræður um að tím- bært sé að selja Rás 2 hefur verið töluverð ásókn í störf þar. Eru það sérstaklega starfs- menn annarra út- varpsstöðva sem hafa sótt þangað. Á tímabili kom bylgjan frá Aðalstöðinni og sóttu þá bæði Margrét Hrafns- dóttir og Bjarni Dagur um störf og var Margrét ráðin sem frægt er orð- ið. Nú mun ásóknin helst vera frá Bylgjunni og mun vera nokkur óánægja meðal dagskrárgerðar- manna þar með stjórnleysi innan stöðvarinnar . . . + Stórleikur á Hlíðarenda Miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.00 VALUR - FH Laugardaginn 20. apríl kl. 16.30 VALUR - STJARNAN Miðvikudaginn 24. apríl kl. 20.00 VALUR- HAUKAR Mætum öll VALUR ER (bÍSTÁ) LIÐIÐ 3^' 3 SUISSES NÝR FRANSKUR VÖRULISTI 0\o''+.í"* Kríunesi 7 210 Garðabær Sími 642100 Opið á laugardögum ... er líka fyrir þig 3 SUISSES er nýr og glæsilegur franskur vörulisti fullur af fallegum, vönduðum fötum, samkvæmt nýjustu tísku, í stærðum fyrir stóra og smöa. Fjölmörg þekkt, vinsæl og alþjóðleg vörumerki. Sparaðu tíma, fyrirhöfn og fjármuni og njóttu þess að velja þér falleg föt. Hringdu í síma 91-642100 og fáðu franska vörulistann frá 3 SUISSES sendan um hæl fyrir aðeins 400 krónur, sem síðan endurgreiðast við fyrstu pöntun yfir 5.000 krónur. Við veitum fúslega aðstoð símleiðis. Afgreiðslutími er 3 vikur og skilafrestur 2 vikur. Kreditkortaþjónusta.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.