Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 21
UQcTS 21 LISTAPÓSTURINN Ráðherrann klipptur í Þjóðleikhúsinu ,,Það er nokkud langtsíðan danskt leikrit hefur verið á fjölunum hérlendis, það vill svo skemmtilega til að það leikrit var einmitt líka eftir Ernst Bruun Olsen," sagði Sigrún Valbergsdóttir leik- stjóri en hún leikstýrir verk- inu Ráðherrann klipptur, sem verður frumsýnt á litla sviði Þjóðleikhússins þann 18. apr- íl. „1 millitíðinni," sagði Sig- rún ,,hafa íslendingar lœrt að meta danskan húmor enda var sjónvarpsþátturinn Matador sýndur í sjónvarp- inu við miklar vinsœldir svo ekki sé minnst á kvikmyndir Bille Augusts hins kunna danska leikstjóra." Höfundurinn Ernst Bruun Olsen er eitt fremsta leik- skáld Dana og íslendingum að góðu kunnur en leikritið Táningaást var sýnt í Þjóð- leikhúsinu árið 1963 og ann- að verk hans Bréfberinn frá Arles var sett upp af Leikfé- lagi Akureyrar árið 1983. Leikritið Ráðherrann klipptur eða Promotheus i saksen eins og það heitir á frummálinu var samið árið 1982 og gerist í hljóðstofu út- varpsstöðvar þar sem menn- ingarmálaráðherra er að leggja síðustu hönd á út- varpsþátt sem hann annast eina kvöldstund í boði danska útvarpsins. Verkið er uppfullt af flugbeittu háði og danskri fyndni eins og hún gerist best hjá frændum vor- um Dönum og undir niðri kraumar ádeilan. „Fjölmiðlar og máttur þeirra er töluvert til umræðu í leikritinu," segir Sigrún. „Aðalpersónan er upplitaður menntamálaráðherra í vinstri stjórn sem er dag- skrárstjóri í eina kvöldstund. Hann fær til sín unga menntakonu til að rökræða um ábyrgð menntamanna en vopnin snúast í höndum hans Þetta er mjög almenn skír- skotun til fjölmiðla og þess heims sem þeir leitast við að skapa en fyrirfinnst ekki í raun og veru og sem við þurf- um að búa við í trássi við allt veruleikaskyn," sagði Sigrún að lokum. Ernst Bruun Olsen fæddist í Nakskov á Lollandi árið 1923. Hann lagði stund á leiklistar- nám við leikhúsið í Óðinsvé- og umræðurnar fara út á aðr- ar brautir en hann hafði hugs- að sér. Leikritið fjallar síðan um hvar eigi að setja mörkin í umræðunum og það kvikna ýmsar spurningar um frelsi og ábyrgð fjölmiðla. Þetta hljómar sjálfsagt í eyrum sumra sem grafalvarlegt um- fjöllunarefni en leikritið hef- ur meinfyndna umgjörð þökk sé Ernst Bruun Olsen. um árið 1946 og vann við leikhúsið frá 1947—50. Hann vann síðan við fleiri leikhús í Danmörku bæði sem leikari og leikstjóri en þekktastur er hann þó sem leikskáld. Hann sló eftirminnilega í gegn með leikritinu Táningaást í Dan- mörku en síðan hefur ekkert lát orðið á vinsældum leikrita hans. Leikendur í uppfærslu Þjóðleikhússins á Ráðherr- ann klipptur eru Bríet Héð- insdóttir, Erlingur Gíslason, Baltasar Kormákur og Erla Rut Harðardóttir. LeikstjóH er Sigrún Valbergsdóttir og leikmynd gerði Messíana Tómasdóttir. Þýðandi ieikrits- ins er Einar Már Guðmunds- son. „Þetta hefur meinfyndna um- gjörð. Þökk sé Ernst Bruun 01- sen," segir Sigrún Valbergs- dóttir leikstjóri. „Eitt af hlutverkum listarinnar er að leiða fólk frá heimskunni," segir Elías B. Halldórsson. Folk myndi éta hvert annad eftir fimmtíu ár — segir Elías B. Halldórsson myndlistarmadur sem veltir fyrir sér spurningunni hvaö gerdist ef listamenn væru teknir af lífi ,,Eitt er að sýna myndir og annað að sýna sjálfan sig,“ sagði Elías B. Halldórsson þegar Listapósturinn hitti hann að máli í Listhúsi við Vesturgötu. Hann heldur þar sýningu um þessar mundir. Elías er fœddur í Borgarfirði eystra árið 1930 og fór í Myndlista- og handíðaskól- ann árið 1955 og síðan hélt hann til Þýskalands og Kaup- mannahafnar i nám. „Ég sá málverk eftir Kjar- val í Borgarfirði þegar ég var strákur. I Alþýðuskólanum á Eiðum þar sem ég var við nám var skólastjóri sem hafði mjög gaman af myndlist. Þór- arinn Þórarinsson hét hann. Hann lagði metnað sinn í það að hafa málverk til sýnis í skólanum og fékk þau lánuð frá ríkinu. Þessi málverk brenndu sig inn í mig sem og marga aðra nemendur skól- ans. Síðan hafa margir braut- skráðir nemendur tekið sig saman og gefið skólanum málverk. Eg hugsa stundum til þess núna að það er leiðin- legt að í þorpum skuli víðast hvar ekki vera neinn stór sal- ur til að sýna myndlist." Varstu alltaf staðráðinn í að lœra myndlist? „Nei, ég ætlaði að skrifa og var reyndar staðráðinn í því að verða rithöfundur. Mér fannst síðan að mig skorti skólamenntun og sú minni- máttarkennd varð til þess að ég lagði þau áform á hilluna. I dag sé ég reyndar að þetta er helber vitleysa. Það þarf enga skólamenntun til að skrifa og margir okkar bestu menntamenn og rithöfundar eru óskólagengnir. Þeir hafa farið sínar eigin leiðir i leit að menntun og þroska. Það er nú þannig að flestir lista- menn gætu tekið fyrir ein- hverja aðra listgrein. Þetta er spurning um að hafa í sér neistann og fylgja því eftir, láta kné fylgja kviði. Og ég gerðist málari. Það liggja keimlík lögmál að baki bók- menntum og málverkinu, það er sami eldurinn sem undir brennur. Þú hefur verið mjög trygg- ur abstrakt málverkinu? „Það stendur mér næst, og án þess að ég vilji gera lítið úr íígúrativa málverkinu finnst mér meira pláss fyrir fanta- síuna og minn hugarheim í abstrakt málverkinu. Skoð- andanum er heldur ekki sögð nein ákveðin saga og hann verður sjálfur að vinna úr því sem hann sér.“ Þú fórst erlendis í fram- haldsnám. „Menn eiga ekki að vera of lengi í skólum, það eru slæm örlög að láta þurrka sig upp og gróa fastur í einhverri aka- demíu. Námið sem slíkt skipt- ir svo litlu máli. Þetta snýst um að læra undirstöðurnar °S byggja sinn heim ofan á þær. Og rækta sérviskuna. En það er auðvitað alltaf lær- dómsríkt að skoða sig um í heiminum. Og listin læðist allstaðar að þér. Þú kemur inn í fagran garð eða fallega byggingu, alls staðar gætir áhrifa hennar. Fólk sem ekki nýtur listar að einhverju marki öðlast aldrei þann þroska sem það gæti annars öðlast. Eitt af hlutverkum listar- innar er að leiða fólk frá heimskunni en fólk leitar ótrúlega mikið á náðir henn- ar í þessu gegndarlausa pen- ingakapphlaupi, stríði og ómenningu. Þó að listamenn séu manna mest fyrirlitnir held ég að fólk myndi éta hvert annað eftir 50 ár væru þeir teknir af lífi. Listamenn njóta þá fyrst virðingar að þeir verða gamlir. Fólk gerir sér ekki enn grein fyrir að það tekur hálfa öld að skapa merkileg listaverk. Listin er einfaldlega stórkost- legri en fólk órar fyrir."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.