Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. APRÍL 1991 LISTAPÓSTURINN Söngvaseidur fyrir börn á öllum aldri Þegar ég var lítil stelpa og kom í Þjódleikhúsid fannst mér að það hlyti að vera konungshöll. Æv- intýrið var shkt að það var nœstum því sama Iwað kom á sviðið, þaö var allt þrungið töfrum óraunveruleikans, ekki bara sýningin heldur lílta teppið á gólfinu, scetin og ijöldin fyrir sviðinu. Að koma I höllina í rauðum flauelisskokk og borða konfekt var þvílík upplif- un að seint líður úr minni. „Eru þetta alvöru börn," hvíslaði dóttir mín að mér þegar við fylgd- umst með æfingu á Söngvaseiði í Þjóðleik- húsinu. Hún spurði þrátt fyrir að við hefðum skömmu áður gengið baksviðs og séð ósköp venjuleg börn vera að klæða sig í búningana og búa sig undir sýninguna. „Það er ekkert alveg al- vöru í leikhúsi," hvíslaði ég á móti og hún horfði opinmynnt á börnin sem ekki voru alvöru börn. Og tónlistin. Fram að miðnætti raulaði hún alparósina og trallaði fleiri lög sem ég kann ekki að nefna né raula því að hluta til er ég búin að tapa þessum fálmara af höfðinu sem fylgir því for- réttindastússi að vera barn. Varaliturinn minn er að mestu leyti búinn og lá í gólfinu síðast þegar ég vissi eða sá hluti af hon- um sem ekki var á kinn- um hennar þegar hún horfði hugfangin í spegil- inn og söng alparósina. Hvað með það. Það er bara svo ofsalega gaman að fara með börn í leikhús og það er óskandi að for- eldrar og börn á öllum aldri nýti sér Söngvaseið og fari í fínu fötunum í Þjóðleikhúsið, borði kon- fekt og syngi alparósina þegar heim er komið. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Gallerí Borg greiöir ekki viröis aukaskatt af söluþóknun Svo virðist sem það sé nokkuð misjafnt hvort galler- iin á höfuðborgarsvœðinu greiöi virðisaukaskatt af um- boösþóknun eða ekki. Þeim ber samkvœmt lögum að greiða virðisaukaskatt afum- boðsþóknun en listamenn- irnir eru ekki virðisauka- skattskyldir huað varðar þeirra hluta afsöluveröi lista- verkanna. Gallerí Borg stundar umfangsmikla sölu á listmunum bœði í umboðs- sölu og I gegnum sýningar fyrirtœkisins en hefur ekki virðisaukaskattsnúmer. Á meðan hafa aðrir galler- íhaldarar gengið milii emb- ættismanna og beðið um nið- urfellingu á virðisaukaskatti en sumir vilja túlka starfsemi galleríanna sem menningar- starfsemi og að þeim beri samkvæmt því niðurfelling á, virðisaukaskatti. Skattayfir- völd hafa hinsvegar tjáð um- ræddum aðilum að ekki sé hægt að túlka lögin á þann veg og er þannig um flest gallerí að þau greiða virðis- aukaskatt. Aðspurður kvaðst ríkisskattstjóri ekki vita til þess að veittar hefðu verið neinar undanþágur frá virðis- aukaskatti til einstakra gall- ería. En hverju sætir það að ekki hefur verið gerð athugasemd við það að Gallerí Borg greið- ir ekki virðisaukaskatt af söluþóknum líkt og önnur sambærileg fyrirtæki hafa fen^ið lipplýsingar um að þeim beri að gera? „Eg veiti ekki upplýsingar um einstök fyrirtæki. En við höfum okkar reglur og við munum framfylgjja þeim,” sagði ríkisskattstjóri. hinna sem eru í sjálfsútgáfu og hjá smcerri forlögum við úthlutun úr rithöfundasjóði. Hvernig horfir þetta viö rit- höfundum, áttu von á því að þeir leiti síður til smœrri for- laga? „Ókosturinn við að gefa út hjá smærri forlögum er fyrst og fremst sá að bækurnar fá oft mun minni athygli. Það stafar að hluta til af skorti á auglýsingafé. Það kemur auðvitað beint fram í úthlut- un úr rithöfundasjóði. Það þýðir hinsvegar ekki að bæk- urnar séu eitthvað síðri." En hvað þá með Islensku bókmenntaverðlaunin? Nú eiga smcerri forlög ekki jafn hœgt um vik að leggja út í kostnaö við tilnefningar. „Ég held að minni forlög komi ekki til greina hvað varðar bókmenntaverðlaun- in. Þau hafa ekki haldbæra peninga og Bjartur tilnefndi enga ’bók. Það sama gildir auðvifað um sjálfsútgáfu. En það er alltaf spurningin hvað- an verðlaunaféð á að koma. Mér finnst hinsvegar þessi aðferð röng." Hvernig gengur fjárhags- lega að halda úti blaði eins og þessu? Er þetta ekki ein- ungis unnið ísjálfboðavinnu? „Það er lenska að allt eigi S.PÓR að vera ókeypis í þessum menningargeira eins og sú vinna sé minna verðmæt en önnur vinna. Við höfum hins- vegar stefnt að því frá byrjun að láta hlutina ganga þannig að við getum greitt bæði okk- ur og höfundunum góð laun. Það er ekki útþenslustefna en ég hef trú á því að það sé for- senda þess að við getum gert hlutina jafn vel og við viljum að þeir séu gerðir. Hingað til hafa hlutirnir gengið vel og við höfum mörg hundruð áskrifendur að tímaritinu. Bjartur mun samt halda áfram að vera lítið og sætt forlag." Bjartur og Frú Emilía í útgáfustússi Snœbjörn Arngrímsson útgefandi í spjalli um tímaritaútgáfu og lítid sœtt forlag ,,Þegar ég kláraði menntó skrifaöi ég í bréfi til vinkonu minnar að ef við stofnuðum einhverntímann bókaútgáfu œtti hún að heita Bjartur," sagðiSnæbjörn Arngrímsson í samtali við Listapóstinn, en hann gefur út tímaritið Bjart- ur og frú Emilía ásamt leik- húsinu Erú Emilíu. Tímaritið fjallar um leikhúsmál og bók- menntir og er næsta eintak blaðsins helgað leikriti Kjurt- ans Ragnarssonar Damp- skipinu Islandi sem Nem- endaleikhúsiö sýnir um þess- ar mundir. „Við höfðum frumkvæði að því að birta leikrit Kjartans," sagði Snæbjörn. „Og ætlunin er að birta fleiri slík. Það er til fullt af skemmtilegum leikrit- um sem aldrei hafa verið sett upp og auk þess góð leikrit sem almenningur hefur ekki aðgang að. Leikritaútgáfa stendur ekki undir sér sem slík en það er hægt að tengja hana við aðra hluti á skemmtilegan hátt eins og við gerum í næsta eintaki. Við birtum ekki aðeins leik- ritið heldur er viðtal við höf- undinn og umfjöllun." Nú er Bjartur einnig bóka- útgáfa og Erú Emilía leikhús. Megu lesendur eiga von á enn frekari samvinnu á milli þess- ara aðila, til dœmis leiklestr- um? „Frú Emilía hefur staðið fyrir leiklestrum og stóru leikhúsin sigldu í kjölfarið. Tímaritið hefur ekki staðið fyrir neinu slíku en bókaút- gáfan Bjartur mun standa fyr- ir upplestrum í haust á þeim skáldverkum sem koma út. Meðal höfunda sem við mun- um gefa út á íslensku núna í vor eru Kazuo Ishiguro, John Fowles og Janoch. Bókaút- gáfan hefur síðan hjálpað okkur að komast í samband við unga penna en það er eitt af áhugamálunum að koma þeim á prent. Við birtum hinsvegar ekki hvað sem er og gerum þá kröfu að þeir séu ekki bara ungir heldur og efnilegir." Nú ertu nemandi í bók- menntafrœði og stendur því í þessu jafnhliða náminu. „Já, það hefur frekar bitn- að á náminu en útgáfunni. Þetta tengist svo mikið að ég hef grætt meira á því en hitt að vera í bókmenntafræði um leið og ég stend í þessu bókmenntastússi." Nú komu fram skörp skil milli þeirra höfunda sem gefa út hjá stærri forlögum og Vattstungin teppi mikilvæg í listhefö bandarískra kvenna Vattstungin teppi eru mikil- vœgur þáttur í listhefð bandarískra kvenna og al- þýðlegt listform sem hefur hlotið sess á bandarískum söfnum fyrir skreytilist og vefnað og notið vaxandi virö- ingar fyrir að varðveita sögu og arfleifð bandarísku þjóð- arinnar. Þessa dagana stendur yfir sýning á vattstungnum tepp- um frá síðasta áratug á Kjar- valsstöðum. Sýningin stend- ur til 21. apríl og er opin frá kl. 2—6. Vattstungin teppi eru lifandi þáttur í banda- rískri listsköpun og má rekja gerð þeirra allt aftur til land- nematímans. Þessi listhefð barst fyrst til Bandaríkjanna á 17. og 18. öld með evrópskum innflytj- endum en upphaf banda- rískrar gerðar þeirra má rekja til síðari hluta 18. aldar. Hlutverk teppanna var ekki síður fagurfræðilegt og tákn- rænt en það að halda hita á eigendum sínum. Þau höfðu að geyma lífshlaup heilu fjöl- skyldnanna og sögulega at- burði þeirra samfélaga er þau urðu til í. Fyrir þá sem ekki höfðu pólitísk og félagsleg réttindi voru teppin skapandi miðill og bandarískar konur sem ekki hlutu kosningarétt fyrr en 1920 saumuðu skoð- anir sínar í teppin. Frá síðari hluta 18. aldar voru evrópsku formin aukin og endurbætt með mynstrum og verktækni sem kom frá meginlandi Afríku. Þessi fornu teppi byggðu á þremur grunngerðum sem voru vin- sælar á Bretlandseyjum og í Vestur-Evrópu og hafa síðan verið grunnurinn að sameig- inlegum einkennum evr- ópskrar og amerískrar gerð- ar vattstunginna teppa. Heilt klæði, skreyting og samsetn- ing búta. Frá þessum upphaflegu teppum, tilkomnum fyrir áhrif evrópskrar hefðar, þró- aðist sér bandarísk hefð í gerð þessara teppa sem varð fljótlega vinsælasta gerðin í Bandaríkjunum vegna þess að hún bauð upp á fjölbreytt- ari möguleika í mynsturgerð og krafðist minna vinnurým- is. Ólíkt þeirri tækni að bæta við bútum eftir þörfum var fyrst safnað saman stöðluð- um einingum sem voru tengdar saman til að mynda yfirlagið. Þessar einingar voru samsettar á tvenns kon- ar hátt: 1) Sem röð af smá- gerðum mynstrum, þar sem heilir litafletir voru settir á milli eða aðgreindir með ramma. 2) Sem heild af tengdum flötum þar sem mynstrin voru skipulögð til að mynda heildstætt mynstur frá einum jaðri til annars. Ein- lit teppi og skreytingateppi voru þó enn gerð en voru fremur talin til spariteppa. Til viðbótar þeim tækni- legu nýjungum sem urðu í gerð bútateppa urðu einnig til kynþátta- og svæðis- bundnir stílar. Bandarískir svertingjar sköpuðu til dæm- is sínar eigin hefðir í búta- saumi með því að leita til afrískrar arfleifðar. Með heimsstyrjöldinni síð- ari má segja að gerð vatt- stunginna teppa hafi dáið út, því hún var nær einungis stunduð í einangruðum sveitasamfélögum og meðal þjóðernishópa í þéttbýli. Áhuginn fyrir þeim vaknaði síðan aftur á síðari hluta sjö- unda áratugarins og í byrjun þess áttunda. Þessi vakning leiddi ekki aðeins af sér end- urvaktar vinnuaðferðir held- ur og áhuga á listrænu gildi þeirra og eru vattstungin teppi nú viðurkennd sem list- form á sviði nútímalistar. Sýning á vattstungnum tepp- um sem Whitney Museum of American Art setti upp sum- arið 1971 varð örlagavaldur fyrir þessa þróun ásamt öðr- uin nýjungum á sviði banda- rískrar nútímalistar. /

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.