Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. APRÍL 1991 25 I ðardís ferðalöngum sem hingað komu en nú verðum við að fá staðfestingu þess í formi verðlauna og fegurð- artitla. Lengi vel áttum við erfitt með að sætta okkur við að verðlauna fegurðina. En um leið og ein Reykjavíkurstúlka fékk alheimsfeg- urðartitil var eins og mótmælin næðu ekki lengur eyrum okkar. Reykjavík er nú orðin háborg feg- urðardrottninganna og hér eru haldnar glæsilegustu fegurðar- drottningaveislur sem sögur fara af. Reykjavíkurstúlkan situr hins vegar ekki ein að réttunum. — Því á eftir Hófí kom Linda og hún kemur frá Vopnafirði. En við get- um alveg fyrirgefið Lindu það því hún býr í Reykjavík og er orðin að Reykjavíkurstúlku alveg eins og stúlkurnar á fjórða áratugnum sem voru flestar nýfluttar til Reykjavíkur. HLUTI AF QLAMORNUM í REYKJAVIK Reykjavíkurstúlkan í dag lifir á upplýsingaöld og fylgist vel með tískunni. Hún lætur sjaldan grípa sig í bólinu hvað það varðar þó að hún sé að mörgu leyti sjálfstæðari gagnvart tískunni og duttlungum hennar. Kannski er þetta aukna sjálfstæði tilkomið vegna þess að hún er farin að sjá svo mikið meira inn í heim tískunnar. í dag vill nefnilega Reykjavíkurstúlkan verða módelstúlka. Henni nægir ekki að taka við tískunni heldur vill hún verða hluti af henni. Petta getur hún vegna þess að hún er ófeimin og vill gjarnan nýta sér út- litið um leið og hún leggur sig fram um að rækta það. Þegar Reykjavíkurstúlkan var að brjótast undan oki sveitamenning- arinnar fólst uppreisnin meðal annars í notkun andlitsfarða og ögrandi hatta. í dag fer Reykjavík- urstúlkan í líkamsrækt og vill jafn- vel hitta Reykjavíkurstrákana þar. Heilsuræktarstöðvarnar eru að verða samkomustaðir þar sem gef- in eru fyrirheit um kvöldið sem framundan er. Og þegar líður að kvöldi er skundað niður í bæ þar sem allir pöbbarnir, skemmtistaðirnir og gleðihúsin bíða. Reykjavík er orð- in staður glamorsins og flest er leyfilegt í skemmtanalífinu sem aldrei hefur verið jafn mikið bund- ið við miðbæinn. Þetta veit Reykjavíkurstúlkan. En hún er ekki hömlulaus. Hún drekkur á fremur nettan máta — mun nettari en þegar Reykjavíkurstúlkan sótti í Sigtún, Klúbbinn eða jafnvel á sveitaböll eins og hún gerði á átt- unda áratugnum. „TALAR MEÐ MÓDELRÖDD“ En er Reykjavíkurstúlkan óum- deilanleg í dag? Hefur enginn neitt við hana eða framferði henn- ar að athuga? Líklega hefur sjald- an eða aldrei ríkt önnur eins þjóð- arsátt um hana sem endurspeglar auðvitað þá strauma sem leika um þjóðfélagið. Það er hætt að gera veður út af því hvernig einstakl- ingurinn klæðir sig þegar hann gengur eftir götum borgarinnar. Það verður hins vegar alltaf dá- lítill uppreisnarandi í kringum Reykjavíkurstúlkuna og má vera að næst verði hann fólginn í því að hafna henni og þeim ytri heimi sem hún stendur fyrir: „Fegurð Reykjavíkurstúlkunnar er oflofuð," sagði einn viðmælenda blaðsins og bætti við: „Það er sama um hvaða stórborg Evrópu þú gengur, allstaðar sérðu fagrar stúlkur. Reykjavík er ekkert sérstök að því leyti.“ Og Reykjavíkurskáldin í dag virðast ekki hafa jafn mikinn áhuga á að lofsyngja Reykjavíkur- stúlkuna og áður fyrr. Kannski að hún kveiki ekki þá skáldlegu strauma sem áður léku um hana. Það er frekar að skáldin setja sig í þær uppreisnarstellingar sem Reykjavíkurstúlkan var áður í og yrkja um „Ungfrú Reykjavík" eins og Megas: hún er samkvœmt tísku svíviröilega nýlegri þegar þú sérö henni bregöa fyrir brosandi hlýlegri hún svarar ef spyröu þrisvar annars þegir hún og þeim sem ekki er viö hæfi barasta fleygir hún nei engum þeim sem henni ekki þóknast er vœgt en þessi dama hún er ekki hægt hún brosir heilan hring og annan á tuttuguogtveimur hún talar meö módelrödd þaö er soldill hreimur hún líöur framhjá og starir fjarrœn í gegnum reykinn þaö fer henni ekki aö stansa — því hún á leikinn og þaö er aldrei stilla þó storma hafi lœgt þaö er þessi dama hún er ekki hœgt hún hvílir í faömi augna sem á hana mœna og þarna uppi trónir hún eins og hani nema hvaö þetta er hœna en snögglega rís hún og berar frœga fœtur hún fann þaö á sér einhver gaf henni gœtur en því sem ekki er flott er frá henni bœgt og drottinn minn þessi dama er ekki hœgt hún teiknar svartar línur utanum augun sín brúnu og aörar rauöar um varirnar en aö því búnu þá stekkur hún yfir á horniö handanviö strœtiö og henni stendur aftur til boöa gamla sœtiö hún leitar á svo þaö leggja allir rækt en þessi dama hún er ekki hœgt einhverjir segja aö hún sé illskan holdi klœdd ég ætla ekki aö fullyröa hvort hún er slíkum kostum gœdd en hitt er víst aö leiöindi heimska og lygi þau lýsa af henni er nokkur furöa þó mann klígi? því allt er þetta svo átakanlega stœkt og þessi dama hún er ekki hœgt dáleiddur stendur og starir þöndum taugum og stelpurnar eru svo sœtar aö þig verkjar í augun þér fyndist sök sér þó af þér dytti eista ef bara eitthvaö þaö félli til sem hœgt vœri aö treysta en þetta er alltsaman þegar oröiö heimsfrœgt og drottinn minn þessi dama hún er ekki hœgt Sigurður Már Jónsson að er Stöð 2 sem mun verða skrifuð fyrir heimsbikarmótinu hér á landi 21. september til 14. októbei enda mikið barátti; mál fyrir hinn nýj sjónvarpsstjóra Pái Magnússon að íá mótið. Stöð 2 heh hins vegar falió Skáksambandi í lands alla fran kvæmd þess. Þá verður það sviss eska Swift fyrirtækið sem greið öll verðlaunin á mótinu. Það hljó* að teljast vonbrigði að hvorki Ivan sjúk né Kasparov tefla á mótinu e einhver huggun er í því að Karpc kemur . . . ■■nn eykst samkeppnin mill teppabú()anna á Grensásvegi. Ólaí ur Már Ásgeirsson veggfóörari oi dúklagningamaður hefur nú flut sig um set og opnað nýja verslun OM-búðina við Grensásveg 14, og býður þar úrval af teppum, flísuin og gólfefnum . . . aö gerðist á æfingu hjá Leik- félagi Reykjavíkur í síðustu viku, að hinn gamalreyndi leikari Gísli Hall- dórsson tilkynnti að vegna heilsuleys- is sæi hann sér ekki fært að halda störf- um áfram. Gísli var þá að æfa aðalhlut- verk í sýningunni Á ég hvergi heima? eftir sovéska höfundinn Alexander Galin, en ráðgert var að frumsýna verkið um miðjan mánuð. Við hlut- verki hans tók skömmu síðar Bessi Bjarnason, og er vonast til að hægt verði að frumsýna verkið þann 16. apríl... að eru ekki endilega stórfyrir- tæki sem gera vel við sitt fólk. Jak- ob Hólm sem rekur lítinn veitinga- stað, Pítuna í Skipholti, mun nýver- ið hafa veriö höföinglegur við sitt starfsfólk og boðiö því til Glasgow í skemmtiferð . . . i undirbúningi er viðtalsbók við Jónas Jónasson útvarpsmann, en hingað til hefur Jónas verið þekkt- astur fyrir að spyrja fólk sjálfur spjörun- um úr. Það er Forlag- ið sem hyggst gefa út bókina fyrir næstu jól og heyrst hefur að Svanhild- ur Konráðsdóttir blaðamaður hafið tekið að sér ritun hennar... K _____kvenréttindafélag íslands hef- ur boðað til fundar næstkomandi laugardag með kvenframbjóðend- um allra stjórnmálaflokka í Reykja- nesi og Reykjaneskjördæmi. Þaö er Soffía Gudmundsdóttir tónlistar- kona frá Akureyri, sem fær það vandasama hlutverk að stýra fundi . . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.