Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 26
Það deyja hátt i tvö þúsund íslendingar á ári svo ég er viss um að fjármálaráðherra gengur fljótt til samninga, segir sr. Finnur Ragnarsson. Prestafélagið HÓTAR AÐ HÆTTA AÐ JARÐA FÓLK EF PRESTAR FÁ EKKI KAUP- HÆKKUN — læknar hótuðu að hætta að lækna fólk og fengu hækkun, segir stjórn Prestafélagsins Hann Brúsi litli hefur leyft okkur að gista hérna gegn því að við verslum fyrir hann og þrífum húsið, segja hjónin Ólafur og Hrönn. Búa í 500 fermetra skuld- lausu einbýlishúsi en borga ekki skatta VIÐ EIGUM EKKERT ÞÓ KÖTTURINN OKKAR SÉ EFNAÐUR — segja hjónin Ólafur Baldursson og Hrönn Davíðsdóttir íslensku veðurspárnar hafa reynst traustar fyrir syðstu héruðin í Chile. Veðurstofa íslands fær uppreisn æru FLESTAR SPÁR RETTAR MIÐAÐ VIÐ VEÐRIÐ SYÐST í CHILE — sýnir að okkur hefur ekki skeikað mikið um veðrabrigðin þó staðsetn- ingin hafi verið að hrekkja okkur, segir Markús A. Einarsson veðurstofu- stjóri 15. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 11. APRÍL 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR Vinnuskúrarnir viö rádhúsid VORU FRIÐAÐIR FYRIR MISSKILNING 06 ÞVÍ ÓHEIMILT AB RIFÁ ÞÁ — þetta mun setja leiðinlegan svip á ráöhúsið en við því er ekkert að gera, segir Þorvaldur Þorvaldson, forstöðumaður borgarskipulags Skúrarnir sem voru friðaðir fyrir misskilning. Reykjovík, 10, gpríl „Ur því sem komid er er ekkert við þessu ad gera. Það er hægt að friða hús en það er ekki hægt að af- friða hús,“ segir Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðu- maður borgarskipulags, en húsfriðunarnefnd frið- aði vinnuskúrana við Ráð- hús Reykjavíkur fyrir mis- skilning þegar nefndin hugðist friða gamla Iðnað- armannahúsið. ,,Það virðist hafa orðið ein- hver misskilningur með hús- númerin," segir Þór Magnús- son þjóðminjavörður. „Nefndin tók smá feil og því fór sem fór. Við hjá Þjóð- minjasafninu verðum því að Reykjovík, 11. qpríl „Mér þykir ákaflega leitt að svona fór,“ segir Hjör- dís Vilbergsdóttir, ein þeirra Kvennalistakvenna sem gengið hafa úr flokkn- um. „Við vildum koma með meira fútt í kosningabar- áttuna og leggja allt í söl- urnar til að fá fleiri at- kvæði. Þær íhaldssamari vildu hins vegar ekkert með okkar tillögur gera og því fór sem fór.“ Að sögn Hjördísar vildi hún og fjölmargar aðrar konur í Kvennalistanum leggja meira í sölurnar til að ná flokknum upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í að undanförnu. „Okkur fannst eðlilegt að beita til þess þeim ráðum sem við konur höfum beitt allt frá sjá um að þessum skúrum verði,ekki breytt í framtíð- inni. Eg verð að segja eins og er að ég hef fengið skemmti- legra verkefni." „Ur því sem komið er verð- um við að finna einhver not aldaöðli; kynþokkanum. Við eigum ekki að einbeita okkur að því að fá konur til kjósa fyrir þessa skúra," segir Þor- valdur í borgarskipulagi. „Davíð Oddsson borgarstjóri hefur mælst til þess að minni- hlutanum í borgarstjórn verði úthlutuð skrifstofuaðstaða í þeim." okkur heldur líka karla. Þetta gerði Ciccolina og hún flaug á þing,“ segir Hjördís. Úttekt GULU PRESSUNNAR Ríkasti ís- lendingurinn skuldar bara 3 milljónir í GULU PRESSUNNI í dag birtist úttekt á því hverjir eru ríkastir ís- lendinga. Eins og við var að búast kemur þar í ljós að enginn Islend- ingur á krónu. Það kemur hins vegar á óvart að sá sem skuld- ar minnst, Magnús Grétarsson úrsmiður, skuldar ekki nema rétt rúmar 3 milljónir. „Ég þakka þetta fyrst og fremst sparsemi og úr- sjónarsemi," segir Magn- ús. „Þá hef ég verið svo heppinn að ég á engin börn svo ég hef ekki þurft að kaupa plötuspilara, skíðagræjur og svoleiðis. Sjálfur eyði ég ekki svo mikið um efni fram." 1 úttektinni kemur fram að 14 íslendingar skulda minna en 7 milljónir. Þetta er sá hópur sem GULA PRESSAN tilnefnir sem ríkustu íslending- ana. Sjá bls. 28 Með sparnaði og útsjónar- semi hefur Magnúsi Grét- arssyni tekist að skulda ekki meira en 3 milljónir. Hann er því ríkastur allra Islendinga. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins Rádherra- brúdur handa öllum börnum Reykjavík, 11. gpríl „Það er hrein tilviljun að þessum brúðum var dreift svona stuttu fyrir kosningar. En fyrst þær voru komnar til landsins töldum við enga ástæðu til þess að dreifa þeim ekki,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra en það hefur verið gagnrýnt að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hafa látið gera brúður í sinni mynd á kostnað ríkissjóðs og dreifa þeim til allra barna á landinu. Brúðurnar eru nokkuð dýrar enda geta þær talað. Ef brúðunni, sem lítur út eins og Ólafur Ragnar, er hallað segir hún; „Ekki taka erlend lán.“ Og þegar Við viljum tala mál sem fólkið skilur, segir Ólafur Ragnar um dúkkurnar. brúðan er rétt við aftur seg- ir hún: „Látum fjármagns- eigendur borga skattana." „Þetta er enginn áróður," segir Ólafur Ragnar. „Við vildum koma á framfæri þeim meginviðfangsefnum sem fjármálaráðuneytið er að glíma við á máli sem jafnvei börn skilja. Það mætti frekar gagnrýna rík- isvaldið fyrir að hafa staðið sig illa í upplýsingaskyldu sinni en að það ofgeri hlut- unum. Ég skil því ekki þá sem gagnrýna þetta." Kvennalistinn klofnar Deilt um umbúðir en ekki innihald — segir Hjördís Vilbergsdóttir, ein þeirra kvenna sem gengið hafa úr flokknum Hjördís og fylgikonur hennar sem klufu sig út úr Kvennalistan- um. Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.