Pressan


Pressan - 11.04.1991, Qupperneq 23

Pressan - 11.04.1991, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.APRÍL1991 23 ÞÓRARtNN LEIFSSON ... fá ritstjórar PRESS- UNNAR. Megum viö ekki gefa út sjálfshól eins og ráðherrar Al- þýöubandalagsins? SJÓNVARPIÐ__________________ Rosalie fer í búöir Rosalie Goes Shopping er mynd sem leikstjór- inn Percy Adlon gerði eftir að mynd hans Bagdad Café hafði gert mikla lukku víða um lönd. Pessi mynd er miklu síðri en það þarf ekki að þýða að hún sé vond. Þvert á móti er hún ágæt fyrir þá sem ekkert annað hafa gera. Marianne Ságebrecht er kostuleg leikkona og söguþráð- urinn er sniðinn fyrir þá sem telja peninga af hinu vonda. Sýnd á laugardag. STÖÐ 2____________________ Onnur kona Another Woman er grá, græn og alvarleg mynd eftir Woody Allen með fjölda góðra leikara. Eins og aðrar myndir Woody Allens, sem ekki eru gamanmyndir í aðra röndina, er Onnur kona mislukkuð í aðra röndina. En hún er ekki mislukk- aðri en svo að þetta er betri mynd en flestar þær sem sjón- varpsstöðvarnar sýna þessa vik- una. Woddy Allen líður bara fyr- ir að til hans eru gerðar meiri kröfur en annarra. BÍOIN Stáltaugar Steel Dawn í Laugar- ásbíói skartar Patrick Swayse, en þær konur munu víst vera til sem þykir sá piltur fagur. Þetta er mynd fyrir þær og science ficti- on-frík. Uppvakningar Awakenings í Stjörnubíói er vönduð mynd með Robert de Niro. Minni spá- menn, eins og Robin William, koma einnig við sögu. Næstum því engill Almost an Angel í Háskólabíói er framhald af Krókódíla-Dundee án þess að vera framhald. Hins vegar geng- ur sami húmorinn aftur og einn- ig Paul Hogan og meira að segja augnayndið hún Linda Kozlowski. Eftir að hafa barið hana augum geta allir fyrirgefið honum Paul Hogan að hafa varp- að gömlu eiginkonunni fyrir róða. Á bláþræði Narrow Margin í Bíóhöllinni er ágætis þriller. Bálköstur hégómans The Bonf- ire of the Vanities sem sýnd er í Bíóborginni er ekki góð mynd. Brian de Palma býr til stemmn- ingu sem passar ekki við eínið og Bruce Willis leikur persónu sem hann ræöur ekki við. Tom Hanks og Melanie Griffith eru betri. LEIKHÚSIN___________________ Söngvaseiöur eða Sound of Music verður frumsýnt i Þjóð- leikhúsinu á morgun. Það verður að koma í ljós hvort maður kaup- ir þessa sögu án Julie Andrews. Rigoletto er sungið i næst síð- asta sinn t kvöld og síðasta sinn á laugardag. Dampskipið Isiand eftir Kjart- an Ragnarsson í meðförum Nem- endaleikhússins og leikara Leik- félagsins (og reyndar fleiri) er sýnt fyrir fullu húsi öll kvöld. Ástæðan hlýtur að vera sú að fólk kaupir allt sem Kjartan gerir. Menn, menn, menn eru þrír einþáttungar sem Stúdentaleik- húsið sýnir í Tjarnarbíói. Það eru félagar i leikhúsinu sem leggja til verkin. POPPIÐ Stórsveit KK og soulsöngvarinn Bob Manning spila á Tveimur vinum á fimmtudagskvöldið. I stórsveitinni eru auk KK þeir Þorleifur Guðjónsson, Sigtrygg- ur sykurmoli, Eyþór úr Mezzo- forte og saxófónleikarinn Sig- urður Flosason. Orgill er á Púlsinum á föstudags- kvöldið með Hönnu Steinu Hjálmtýsdóttur i fylkingabrjósti. Hún fær fjórar stjörnur fyrir seið- Nýdönsk. þessi framvarðasveit sjöunda áratugs-nostalgiunnar, verður á Tveimur vinum á föstu- dags- og laugardagskvöld. David Newman er skallapopp- ari vikunnar. Bobby Harrison flutti þennan fyrrum bassaleik- ara Manfred Mann inn og hann spilar á Púlsinum um helgina. KLASSÍKIN Jónas Sen leikur verk eftir Pro- kofieff, Scriabin og Janacek í Kirkjuhvoli á laugardaginn kl. 17. MYNDLISTIN___________________ Eggert Pétursson, sá sem teiknað hefur flóru íslands, sýnir verk sín i Nýlistasafninu. Eggert sýnir málverk, Ijósmyndir og „rýmisverk", en Eggert á ættir að rekja til konseptsins. Svala Sigurleifsdóttir er með sýningu í Galleríi einn einn. Grískar gyðjur og rifjárn. VISKAN_______________________ Hvad er tónlist? Danski tónlist- armaðurinn Peter Bastian spjall- ar um það í Norræna húsinu á laugardaginn kl. 20.30. VEITINGAHÚSIN________________ Kabarett í Austurstræti, þar sem Fjarkinn var áður, er svakalega fínn veitingastaður, þó það sé kannski helst til of hátíðlegt orð fyrir mathús á borð við Kabarett. Þetta er stílhrein búlla. Þarna er hægt að kaupa hamborgara og franskar fyrir svo til ekki neitt og maður fær hníf og gaffal til að borða með. Kabarett er líka eini matstaðurinn i Reykjavík þar sem hægt er að labba illa timbr- aður inn af götunni og panta sér beikon og egg eins og ekkert sé. Innréttingarnar eru í stíl við ann- að; gerðar af litlum efnum en það litla sem gert er kemur gest- Ágætis vin frá Moulis í Bordeaux. Uppistaðan í þessu víni er Cabernet Sauvignon. '86 árgang- urinn er sá fyrirferðar- mesti í Bordeaux vínum á sérlista ÁTVR. Þau þykja bæði bragðmikil og tannrík, en þurfa í mörgum tilfellum langa geymslu, allt að 10 ár. Cháteau Chasse-Spleen má þó drekka nú þegar, en það sakar ekki að eyma það í nokkur ár. laskan kostar 2720 krónur í vínbúðinni i Mjóddinni. inum vel. Megi Guð vernda okk- ur fyrir því að eigandi Kabaretts fái þá flugu í höfuðið að breyta staðnum sínum í kínverskt veit- ingahús, ítalskan pitsustað eða franska okurbúllu. NÆTURLÍFIÐ ________________ Eftir að Listahátíð næturlífsins hertók efri hæðina á 22 hafa eldri gestirnir flúið niður á Bió- barinn. Þar eru þeir í kompanii með öðrum kúltúrspirum, sjóur- um og einstaka smádíler. Á 22 eru því fyrst og fremst ungir hug- vitshólar eftir; menn eins og Þor- steinn Högni og Arnór og síðan smápíur sem falla fyrir þeim. Það er því kannski ekki furða þó þeir eldri hafi gefist upp og flutt sig um set. SJOIN_________________________ Dragsjóin á Moulin Rouge laða ekki bara til sín homma, mis- langt komna útúr skápnum, heldur fylla þau kjallarann undir keisaranum hvert kvöld. Páll Hjálmtýsson er stjarna sýning- anna. Yfir strikið býður einnig upp á villt og kynferðisleg sjó, þó þau séu byggð á hefðbundnara kyn- lífi. Um síðustu helgi var það Wild at Heart og hugsanlegt er að sú sýning verði endurtekin. ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI Gary Glitter, Bryan Ferry, T Rex, risahælar, The Doors, Slade, The Rolling Stones, augnskuggar, Ge- orge Best, Mary Quant, keðju- belti, Michael Jackson, Suzi Qu- ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: I heimur 6 kæta 11 fugl 12 garði 13 máttinn 15 kvöld 17 gljúfur 18 káki 20 þytur 21 ánægja 23 spaða 24 byrjandi 25 sterkir 27 fé 28 skrúða 29 selur 32 skilyrðislaus 36 rækta 37 greina 39 blundi 40 flökta 41 bændurna 43 drottinn 44 gæfu 46 sárari 48 seðill 49 vik 50 tamdir 51 saurnum. LÓÐRÉTT: 1 hvítvoðungur 2 hreðkum 3 skel 4 skip 5 lak 6 kofaskrifli 7 skauti 8 kynjjáttur 9 stafur 10 jötunn 14 staka 16 skvetta 19 fóta- búnaður 22 snös 24 skvamps 26 óreiðu 27 vætu 29 skekkja 30 nefna 31 blossa 33 veiðiskip 34 ákafur 35 geitinni 37 byrðingar 38 gana 41 þvoi 42 viðbót 45 afkomanda 47 heyúrgangur. atro, satín- og denim-stuttbuxur, Led Zeppelin, Frida í Abba, Elton John, Donovan, skíðabuxur. ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Það er liðin tíð að fólk eigi að velta sér upp úr vandamálum sínum. Fólk á fá það sem það get- ur út úr þessa stutta lífi. Gamla al- þýðuspekin um að timinn lækni öll sár er aftur orðin fullgild. það er þvi ekki lengur í tísku að velþa sér upp úr skilnaði ef maður lendir i slíku. Fólk á að gefa sér þrjá mánuði til að komast yfir söknuðinn. Ef það dugir ekki segir það ekkert um að skilnað- urinn hafi fengið svona mikið á það. Það segir bara að það hafi klikkað á að horfa fram á við og gleyma fortíðinni. Og allra síst á fólk að velta sér upp úr skilnaðin- um með fyrrverandi maka. Það endar með því að það tekur aftur upp þráðinn. Og það er ofsalega púkó. Segir ekkert nema að fólk hafi verið að skilja án þess að þora það eða vilja það. Það er í tísku að fólk viti hvað það vill og fái það. HUSRAÐ Kunningjahjón mín eru alltaf að hringja í mig og bjóða mér heim eða biðja mig að koma eitthvert með sér. Mér leiðist þau bæði og er orðin langþreytt á þeim. Ég á hins vegar erfitt með að Ijúga að ég geti ekki komið og ef ég geri það hef ég á tilfinningunni aö þau sjái í gegnum Iygina. Hvað á ég að gera? Þú skalt alls ekki Ijúga því að þú komist ekki að heiman því þá er hætta á að kunningja- hjónin komi í heimsókn. Til þess að þurfa ekki ad búa tii lygi á staðnum og breyta um tón í miðju símtali skaltu anda djúpt nokkrum sinnum til að mæða þig þegar síminn hring- ir. Þegar þú tekur hann upp skaltu halda honum eilítið frá þér og hrópa: Ég er að koma. Ef það eru kunningjahjónin sem hringdu skaltu segja þeim að þú sért að rjúka út úr dyrunum, leigubíllinn sé kominn. VIÐ MÆLUM MEÐ_____________ Ofgasinnuðum jafnaðar- mönnum á Reykjanesi Það er alltaf virðingarvert þegar einhver reynir að vera fyndinn. Sumarleyfum Alla vega sumarleyfi Sigurðar Péturs (Landið og miðin). rtyi Tiu ára gömlum tímaritum Máis og menningar Þau eru enn meira púkó en gaml- ar Vikur eða Fálkar. Aö kjötbúðirnar fari aö selja lóur og aðra spörfugla Njótum vorkomunnar. Vinsœlustu vosabœkurnor 1. Vespers Ea M'Bain 2. Cry to Heaven Ann Rice 3. Memories of Midnight Sidney Sheldon 4. Rabbit at Rest John Updike 5. The Innocent lan McEwan 6. Devices 8i Desires P.D. James 7. Sleeping With the Enemy Nancy Price 8. A Woman of Our Times Rosie Thomas 9. Lady Boss Jackie Collins 10. Lazarus Morris West .v ‘‘.4 ':£■ ... . s §

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.