Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Page 3
Óvini á þessi könguló sér, og skæS- ast er skordýr eitt, sem er hennl miklu minna. Þefvísi þess er mikil, og hún kemur því að haldi við að leita köngulóarbúin uppi. Þegar það hefur fundið bú, brýtur það sér braut og ræðst til inngöngu. Það rekur elturbrodd í köngulóna og lamar hana og verpir eggi sínu f búk hennar. Eggið klekkst út eftir nokkra daga, og lirfan drekkur i sig fituna úr búk köngulóarinnar. Þegar hún hefur sogið alla næringu úr kóngulónni, púpar hún sig. Næsta vor sprengir kvikindið ham- inn, skríður upp á yfirborðið og held- ur sjálft af stað á veiðar. Köngulær, sem hafa hliðarstúkur f búum sín- um, bjargast oftar. Agnarlítii fluga er þessum köngu- lóm skæð. Hún verpir eggjum á flugi á þá staðl, þar sem köngulærn- ar eru, og þegar eggin klekjast út, skríða lirfurnar niður f hibýii köngu- lónna. Lirfurnar naga sig f gegnum húð köngulónna og sjúga úr þeim nær- ingu. Köngulærnar deyja, þegar llrf- urnar eru fullvaxnar, og þá skriða þær út og púpa sig. Til er köngulóartegund, sem gerir híbýli í jörðu niðri, og hún er slíkur verkmeistari, að engin köngulóarteg- und tekur henni fram. Hún grefur sér holu nær beint niður í jörðina, þekur hana innan með silkimjúku fóðri sg gerir yfir hana hlemm á hjörum. Furðulegt þykir, hve vel og nákvæmlega er frá öllu gengið. I Kaliforníu er afbrigði þessarar köngulóartegundar, sem ekki lætur sér nægja að hafa þykkan og þungan hlemm yfir sjálfri holunni, heldur lokar einnig ýmsum hlutum neðanjarðarhibýla sinna með sams konar hurðum. Enn eru þau köngulóarafbrigði til, er gera sér hliðarherbergi, sem þau loka með hurðum. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 819

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.