Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Page 7
GEYSIR I HAUKADAL - SLÉTTUBÖND - Leysir fjötra, bifast brjóst, — bárur glampa, hrynja. Geysir nötrar, löður Ijóst lætur skvampa, dynja. Geysir dæsir, horfir hátt, himinleiðum fagnar. Þeysir, hvæsir, glettinn, grátt gaman seiðinn magnar. Geysir frakkur leitar lags, lífsins straumar kvika. Reisir makka, flaksast fax, feikna taumar blika. Reykur svífur hæðir hátt, hópur úða-mynda. Leikur hrífur, magnar mátt, myndar prúða tinda. Úða slæður, geisla glóð gliti skrýðir dýru. Prúða hæða gyðjan góð gulli prýðir skíru. Kvaddi gesti yfir ál fslands mesti sóminn. Gladdi, hressti segull, sál seiddi, hvessi róminn. Þórður Kristleifsson. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.