NT - 28.03.1985, Síða 2

NT - 28.03.1985, Síða 2
SPYU Jón Baldvin Hannibalsson Hefur Alþýðuflokkk- urinn áhyggjuraf því að Alþýðubanda- lagið gangi í alþjóðasamtök jafnaðarmanna? ■ „Við höfum engar úhyggjur af þessu. Al- þýðubandalagið verður að gera upp við sig hvers konar flokkur það er. Þeir tala um sósíalimsa en eng- inn veit hvers konar sósíal- ismi það er. Þessar hrær- ingar koma mér ekki á óvart, sem Ólafur Ragnar er einn aðalhvatamaður- inn að. Alþýðubandalagið byrjaði á sínum tíma sem sovéttrúboð og Sósíalista- flokkurinn var í beinum tengslum við Kommún- istaflokka austan tjalds. Eftir innrásina í Tékkó hefur Alþýðubandalagið ekki viðurkennt þessi tengsl og verið eins konar pólitísk flóttamannasam- tök, á flótta frá fortíð sinni. Alþýðubandalagið er ekki lengur hefðbund- inn kommúnistaflokkur, heldur samsafn margvís- legra hugsjónahópa, ný- lega gengu trotskyistar og maoistar til liðs við banda- lagið og það er ekki hægt að segja að það sé sósíal- demokratískur flokkur." Fimmtudagur 28. mars 1985 2' ___________Fréttir__________ Fiskur enn stór þátt- ur í fæði fslendinga - en mun þó fara minnkandi ■ Fólk í sjávarplássum úti á iandi lifir á físki í ileiri cn einum skiiningi. Auk þess að vinna við hann kveðst hátt í helmingur þess (44%) borða físk fjórum sinnum í viku eða oftar. Hinn helmingurinn lætur scr nægja físk tvisvar til þrisvar í viku, en einungis örlítið hlutfall (3,7%) telur sig borða físk sjaldnar en vikulega. Þessar upplýsingar koma fram í könnun Hagvangs á viðhorfi fólks til sjávarútvegs. Á höfuðborgarsvæðinu borð- ar aðeins fjórðungur fólks fisk fjórum sinnum eða oftar. Samanlagt eru það yfir 90% sem stinga fiski í pott eða á ponnu tvisvar eða oftar viku- lega. Nær helmingur allra svarenda sem náð hafa sextugsaldri er í hópi þeirra sem borða fisk fjór- um sinnum eða oftar í viku hverri. Af þeim sem eru undir 25 ára aldri er það aðeins um einn af hverjum fimm sem legg- ur sér fisk svo oft til munns. Þykir þetta benda til að nokkuð kunni að draga úr fiskneyslu landans eftir því sem tímar líða. Gengur Alþýðubandalagið í Alþjóðasamtök jafnaðarmanna? Öflum gagna - könnum málið - segir Ólafur Ragnar Grímsson varaþingmaður AB því til fyrirstöðu að tveir ís- ■ ólafur Ragnar Grímsson: lenskir flokkar væru í alþjóða- „próunin í Alþýðuflokknum samtökum jafnaðarmanna og hefur leitt til þess að erlendir tengsl við sambandið gætu verið sósíalistar vilja eiga annan val- með margvíslegum hætti. kost um samstarf.“ Barðastrandarsýsla: Samvinnudagar um heigina ■ „Það er verið að afla gagna og kanna málið frekar“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson vara- þingmaður Alþýðubandalags- ins, er NT spurði hann hvað liði hugsanlegri inngöngu flokksins í alþjóðasamtök jafnaðar- manna. Sagði Ólafur að þróunin í Alþýðuflokknum, sem er með í þessum alþjóðasamtökum, hefði leitt til þess að erlendir sósíalistar hefðu viljað eiga ann- an valkost um samstarf við flokka á íslandi. Alþýðubanda- lagið væri lýðræðislegur sósíal- istaflokkur og því ætti það fylli- lega heima í þessum samtökum sósíalista. Bætti hann því við að jákvæð viðbrögð hefðu komið frá einstaklingum erlendis við þessari hugmynd, cn þar sem málið væri á umræðustigi hefði eðlilega ekkert komið frá ein- stökum flokkum. Skiptar skoðanir munu vera um þetta mál í Alþýðubanda- laginu en hugmyndin kom fram á síðasta landsfundi og var visað til miðstjórnar. Halda sumir því fram að flokkurinn eigi ekki að vera í neinum formlegum tengslum við aðra flokka, aðrir telja að tengsl eigi að vera við alla flokka og þriðji hópurinn bendir á að engin mynd verði á neinu samstarfi nema það sé í föstum skorðum. „Að vissu leyti er meira fylgi hjá yngra fólki en eldra í Alþýðubandalaginu við þessa hugmynd" sagði Ólafur Ragnar. „Hinir eldri sjá þetta í ljósi gamalla deilna en yngri kynslóðin lítur til framtíðarinn- ar." Ólafur Ragnar sagði ekkert ■ Samvinnufyrirtækin í Vestur-Barðastrandarsýslu og starfsmannafélög viðkomandi fyrirtækja standa fyrir „Sam- vinnudögum" um helgina. Á samvinnudögum verður framleiðsla og innflutningur samvinnufyrirtækja kynnt svo og starfsemi samvinnuhreyf- ingarinnar. Sýningin er í fél- agsheimilinu á Patreksfirði og er opin frá kl. 15-20, laugardag og sunnudag. Forheimskandi skólakerfi ■ Forsvarsmenn sjávarút- vegsins kynntu í vikunni veg- lega skýrslu frá Hagvangi um afstöðu almennings til atvinnu- greinarinnar og þekkingu á sjó- sókn og vinnslu. Margt for- vitnilegt kom þar fram eins og það að margir töldu sjávarút- veginn ríkisstyrktan (rangt) og þeir voru litlu færri sem gerðu sér grein fyrir að landbúnaður- inn er ríkisstyrktur. En meiri athygli vakti hvað- an fólk taldi sig hafa þekkingu af sjávarútvegi. Margir nefndu fréttir og aðra fjölmiðla og fjöldi hafði unnið við sjávarút- veg og kynnst honum þannig af eigin raun. En allir voru sammála um að skólakerfið hjálpaði ekki baun. Dagbjart- ur hjá SÍF kunni að leggja út frá þessum staðreyndum: „Þetta segir manni bara það að eftir því sem fólk er lengur í skóla þá veit það minna og minna, - um sjávarútveg." Þá vitum við það. Togarasala í Hafnarfirði ■ Júní togari þeirra Hafn- firðinga er falur, eins og.víst allt annað sem BÚH á - eða á ekki. Heyrst hefur að líkur séu til þess að togarinn veiði seldur fyrirtækinu Samherja sf. á Akureyri. Ekki eru þó til staðfestar fréttir af þeim kaup- um, eða hvort af þeim verður. Alls eru þrír togarar í eigu Bæjarútgerðarinnar. Eitthvað eru skiptar skoðanir um verð- mæti þeirra, en í ársreikning- um BÚH er verðmæti þeirra talið nema 130 milljónum, á meðan endurskoðunarskrif- stofa Sigurðar Stefánssonar telur verðmæti þessara sömu skipa vera rúmar 295 milljónir. Ekki ætti að verða erfitt fyrir væntanlega kaupendur að gera upp við sig hvort verðmæta- matið er hagstæðara í viðskipt- um. \oW Nú mega hin Norðurlöndin fara að passa sig! Elite-keppnin: Úrslit í kvöld ■ Alþjóðlega fyrirtækið Elite hefur ásamt Frjálsu framtaki að undanförnu staðið að keppni þar sem valin verður ein stúlka til þátttöku í alþjóðlegri keppni sem haldin verður í Mauritsíu. í kvöld verður kynnt hver sú heppna verður í hófi sem haldið verður á Broadway. Alls taka fimmtán stúlk- ur þátt í úrslitakeppninni, en í forkeppnina sendu alls hundrað stúlkur inn myndir. Þærfimmtán stúlk- ur sem valdar voru til þátttöku í úrslitakeppn- inni voru valdar af Johnny Casablanca en hann er forstjóri Elite, og aðstoð- armönnum hans, eftir að þeir höfðu skoðað myndir þær sem keppendur sendu. Það er mikið í húfi fyrir þá stúlku sem kemst í aðalkeppnina í Mauritsíu, þar sem sigurvegarinn í þeirri keppni hlýtur að launum starfssamning hjá Elite fyrirtækinu til tveggja ára, og tvö hundr- uð þúsund dollara fyrir þann tíma. Alls munu stúlkur frá 60 þjóðlöndum taka))átt í lokakeppninni. Þær fimmtán stúlkur sem verða efstar fá allar vegleg verðlaun, og má sem dæmi nefna að þrjár efstu stúlk- urnar hljóta bíl í nokkurs konar aukaverðlaun. Hátíðin liefst klukkan 19 í dag, og stendur til klukkan eitt eftir mið- nætti. ■ Magnús Blöndal Jóhannsson. Sinfóníuhljómsveitin í kvöld: Öldin okkar ■ Tuttugustu aldar tónlist verður allsráðandi á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld. Tónleikarnir hefjast með Atmos 1 eftir Magnús Bl. Jóhanns- son, þá verður fluttur Píanókons- ert nr. 3 eftir Béla Bartok og tónleikunum lýkur með verkinu „Matthías málari" eftir Poul Hindemith. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Bandaríkjamaðurinn Arthur Weisberg. Hann hóf feril sinn sem fagottleikari en sneri sér síðan að hljómsveitarstjórn. Hann hefur stjórnað fjölmörgum hljóm- sveitum austan hafs og vestan og hljóðritað yfir 30 hljómplötur. Anna Málfríður hefur oft komið fram með Sinfóníuhljómsveitinni. Hún stundaði fyrst nám hjá Ragn- ari H. Ragnar á ísafirði og síðar í Guildhall tónlistarskólanum í London. ■ Ánna Málfríður Sigurðardótt- ir.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.