NT - 28.03.1985, Side 14

NT - 28.03.1985, Side 14
■ Magnús Kjartansson hljómlistarmaður er enn að af fullum krafti • ■ Guðrún Ólafsdóttir hefur verið heimilisvinur Islendinga mörg ár sem sjónvarpsþuia. Rás 2 kl. 21. Gestagangur - nýtt nafn á þætti Ragnheiðar Davíðsdóttur ■ í kvöld kl. 21 verður á Rás 2 þáttur Ragnheiðar Davíðs- dóttur, sem nú hefur hlotið nýtt nafn en er í sama formi og áður. Gestagangur er nýja nafnið og er það mjög við hæfi, þar sem Ragnheiður fær alltaf gesti í þáttinn, sem er spjallað við auk þess sem þeir leika lög að eigin vali. Gestir þáttarins í kvöld eru gamlir kunningjar þjóðarinnar um margra ára bií. Guðrún Ólafsdóttir, sem á lengstan starfsaldur sjónvarpsþula og hefur þar að auki þjónað far- þcgum Flugleiða um borð i flugvélum um langt árabil er annar gcsturinn. Hún fæst reyndar við liitt og þetta flcira en að sinna báðum þessum störfum, m.a. stundar hún tungumálanám, en um það fá hlustendur Rásar 2 að fræðast betur í kvöld. Hinn gestinn hefur þjóðin líka þekkt í langa tíð. Það er Magnús Kjartans- son tónlistarmaður, sem Ragn- heiöur segir um: „Það þekkja Magga Kjartans flestir." Hann er af hinni frægu Keflavíkur- poppkynslóð,einsogt.d. Rún- ar Júlíusson og fleiri góðir menn. Magnús spilaði m.a í Júdas, Trúbroti og hefur kom- ið víöar við. Nú spilar hann á Hótcl Sögu. Ragnheiður tekur skýrt frant að gestirnir komi með plötur að eigin vali í þáttinn og þar megi oft heyra lög sem sjaldan eða aldrei heyrast í útvarpi nú oröið en hafi verið nijög vinsæl á árum áður. Skiljanlega velja gestirnir lög, sem þeir hafa sjálfir dálæti á og í Ijós hefur komið að fleiri útvarpshlust- endur Itafi þessi lög í uppáhaldi og sakna þess að heyra þau aldrei í útvarpi. Rás2kl. 16. Símatími vinsældalista ■ I dag eins og aðra fimmtu- daga er símatími vinsældalista Rásar 2 og síðan leikur Páll Þorsteinsson l(l vinsælustu lögin, sem hlustendur liafa valið, kl. 20-21 í kvöld. Þó nokkur styr hefur staðið um vinsældalistann í veturþeg- ar stjórnendur hans ákváðu að reyna að hindra að ekki kæm- ust aðrir vinsælir flytjendur að á honunt en Duran Duran og Wharn, en aðdáendur þessara hljómsveita liafa verið hvað harðastir að hringja inn val sitt. Það er þess vegna ekki úr vegi að minna aðdáendur ann- arra flytjenda á samtíma vin- sældalistans, en liann er kl. 16-19 (4-7) í dag eins og aðra fimmtudaga. Reglurnar eru þær að fólk ntá tilnefna þrjú lög, en aðeins eitt með hverj- um flytjanda. Síminn er 687123. ■ Páll Þorsteinsson spilar 10 efstu lögin af vinsældalistanum í kvöld kl. 20. Fimmiudagur 28. mars 1985 14 Sjónvarp — Útvarp Nýtt rússneskt leikrit „Þiðurhreiðrið“ ■ í kvöld kl. 20.00 verður flutt í útvarpinu leikritið „Þið- urhreiðrið" eftir rússneska leikritahöfundinn Viktor Rozov. Þýðingu gerði Árni Bergmann og leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. í Þiðurhreiðrinu lýsir Rozov fjölskyldulífi hátsetts em- bættismanns í Rússlandi nú- tímans. Faðirinn hefur, vegna stöðu sinnar og tengsla við „rétta“ aðila, útvegað sér og fjölskyldu sinni hin eftirsóttu stöðutákn: íbúðir, feröalög og aðgang að æðri menntastofn- unum. Vandamálið er að fjöl- skylda hans, að tengdasynin- um undanskildum, virðist ekki kunna að meta þessi eftirsóttu lífsgæði, sem hann með útsjón- arsemi sinni hefur aflað þeim. Leikendur eru: Erlingur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Hclgi Björnsson, Arnar Jónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Vilborg Halldórsdóttir, Halldór E. Laxness, Bryndís Schram og Aðalsteinn Bergdal. Tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Run- ólfur Þorláksson. Áður en leikritið hefst flytur Árni Bergmann ritstjóri stuttan inngang um sovéska nútíma- leikritun. í tilkynningu frá útvarpinu á leikritinu segir um höfundinn: Viktor Rozov er einn þekktasti leikritahöfundur Rússa um þessar mundir. Hann nýtur mikilla vinsælda meðal al- mennings í heimalandi sínu og mörg af leikritum hans liafa einnig verið flutt erlendis. ■ Viktor Rozov er vinsæll leikritahöfundur í Rússlandi um þessar mundir. „Þiðurhreiðrið“ er fyrsta leikrit hans sem flutt er hér á landi. ■ Björn Thoroddsen og félagar hans, þeir Skúli Sverrisson, Pétur Grétarsson og Stefán S. Stefánsson leika djass í Djúpinu um miðnætti í nótt, sein verður útvarpað í beinni útsendingu. Djassað í Djúpinu í beinni útsendingu ■ í kvöld kl. 24-24.45 verður bein útsending úr Djúpinu við Hafnarstræti, þar sem Björn Thoroddsen og félagar leika djass af fingrum fram. Kvartett Björns er skipaður þeim Skúla Sverrissyni á bassa, Pélri Grét- arssyni á trommur, Stefáni S. Stefánssyni á saxófón auk Björns, sem leikur á gítar. Útsending frá Djúpinu hefst kl. 24 og stendur í þrjú korter. Þetta er í annað sinn.sem slík uppákoma á sér stað, Guð- mundur Ingólfsson og félagar riðu á vaðið fyrir skömmu og nú er kómið að Birni og félög- um. Dagskrárliður þessi ber heit- ið „Djassað í Djúpinu", um- sjónarmaður er Olafur Þórðar- son og kynnir er Vernharður Linnet. Næsta djasskvöld verður li. apríl. Fimrjjtudagur 28. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.20 Leikfimi. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þátt- ur Baldurs Jónssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Sigurveig Guðmundsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Albert" eftir Ole Lund Kirke- gaard Valdís Óskarsdóttir les þýð- ingu Þorvalds Kristinssonar (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra Þáttur i umsjá Þóris S. Guðbergssonar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liönum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Sagt hefur það verið“ Hjálm- ar Árnason og Magnús Gíslason sjá um þátt af Suðurnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig Pálsdóttir 13.30 Tónleikar 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björns- son Helgi Þorláksson les (6). ,14.30 Á frívaktinni Þóra Madeins- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Johann Sebastian Bach - Ævi og samtíð eftir Hendrik Will- em van Loon. Þýtt hefur Árni Jónsson frá Múla. Jón Múli Árna- son les (4). 16.50 Síðdegistónleikar Sónata f h-moll fyrir flautu og sembal eftir Johann Sebastian Bach. Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Dagiegt mál. SigurðurG. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Þiðurhreiðrið“ eftir Viktor Rozof Þýðandi: Árni Bergmann. Leikstjóri: Kristín Jó- hannesdóttir. Leikendur: Erlingur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Helgi Björnsson, Arnar Jónsson, Lilja Þorvaldsdóttir, Halldór E. Laxness, Bryndís Schram, Vilborg Halldórs- dóttir, Kristbjörg Kjeld og Aðal- steinn Bergdal. 21.40 Einsöngur í utvarpssal Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur með Sinfóníuhljómsveit íslands lög eftir Sigfús Einarsson, Karl Ottó Run- ólfsson, Árna Thorsteinson, Eyþór Stefánsson og Jón Þórarinsson. Páll P. Pálsson stjórnar. 22.00 Lestur Passíusálma (45) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Minnisstætt fólk - „Ljóðadís- in og fákurinn" Emil Björnsson segir frá kynnum sínum af Einari Þórðarsyni frá Skeljabrekku. 23.00 Músikvaka Umsjón: Oddur Björnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 28. mars 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Kristján Sigurjónsson og Sigurður Sverrisson. 14:00-15:00 Dægurflugur Stjórn- andi: Leópold Sveinsson. 15:00-16:00 Ótroðnar slóðir Kristi- leg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ingólfsson og Halldór Lárus- son. ■16:00-17:00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17:00-18:00 Gullöldin Stjórnandi: Guðmundur Ingi Kristjánsson. HLÉ # 20:00-21:00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21:00-22:00 Gestagangur Stjórn- andi: Ragnheiður Davíðsdóttir. 22.00-24.00 T.D. kvöldvaka Stjórn- andi: Valgeir Guðjónsson. Föstudagur 29. mars 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður: Karl Sigtryggsson. Kynnir: Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Knapaskólinn Annar þáttur. Breskur myndaflokkur í sex þáttum um unglingsstúlku sem langar til að verða knapi. Þýðandi: Guöni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós Umsjónarmaður: Helgi E. Helgason. 21.15 Skonrokk Umsjónarmenn: Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.40 Skólalíf 2. Framhaldslíf I þessum þætti heimsækja sjón- varpsmenn Alþýðuskólann á Eið- um og fylgjast með því i einn sólarhring hvernig nemendur heimavistarskóla verja tímanum i frístundum. Umsjónarmaður: Sig- urður G. Valgeirsson. Stjórn upp- töku: Valdimar Leifsson. 22.20 Shalako Bresk bíómynd frá 1968. Leikstjóri: Edward Dmytryk. Aðalhlutverk: Sean Connery, Brig- itte Bardot. Jack Hawkins, Stepen Boyd og Peter Van Eyck. Myndin gerist í Nýju-Mexíkó um 1880. Þýðandi: Baldur Hólmgeirsson. 00.15 Fréttir i dagskrárlok.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.