NT - 28.03.1985, Side 22

NT - 28.03.1985, Side 22
IU' Fimmtudagur 28. mars 1985 22 Úrslit í bikarkeppni KKÍ í kvöld: Haukar gegn KR ■ fvar Webster gæti ráðið úrslitum í bikarúrslitaleiknum gegn KR í kvöld. Hann er geysisterkur í fráköstum. Körfuknattleikur: Úrslit í yngri flokkum Pfaff framlengir samninginn við Bayem ■ Jean-Marie Pfaff landsliðsmarkvörður Belga í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við Bayern Munchen, efsta liðið í vestur-þýsku 1. deildinni til ársins 1987. Pfaff skrifaði undir þennan tveggja ára samn- ing á sunnudaginn. Hann kom til Bæjaraliðsins árið 1982 frá belgíska félaginu Beveren og kaupverðið er 800.000 mörk eða rúm- lega 10,2 milljónir ís- lenskra króna. Pfaff er talinn einn besti erlendi leikmaðurinn í þýsku 1. deildinni og reyndar meðal bestu markvarða heims. OlktilSviss ■ Werner Olk, sem var fyrirliði Bayern Múnchen 1967 er liðið varð Evr- ópumeistari bikarhafa, hefur gert samning við svissneskt félag. Hann sagði af sér þjálfarastöð- unni hjá Karlsruhé á föstudaginn var og verður þjálfari hjá svissneska lið- inu St. Gallen næsta keppnistímabil. - ÍR-ÍS í kvennaflokki ■ t kvöld veröur leikið til úrslita í bikarkeppni KKÍ, meistaraflokki karla og kvenna og verða báðir leikirnir í Laug- ardalshöll. Kl. 19:00 hefstleikur ÍR og ÍS í meistaraflokki kvenna en strax á eftir mætast KR og Haukar í meistaraflokki karla. KR-ingar eru núverandi bikarmeistarar, unnu Val í úr- slitaleik í fyrravor. Þeir hafa orðið bikarmeistarar 10 sinnum alls og hafa á að skipa mjög ungu liði sem hefur komið sér- lega á óvart með góðri frammi- stöðu síðustu tvö árin. Þeir komust í úrslit fjögurra liða um íslandsmeistaratitilinn bæði nú og í fyrra og eru að leika til úrslita um bikarinn annað árið í röð, sannarlega góður árangur hjá svo reynslulitlu liði. Þeir hafa þó innanborðs gamal- reyndan kappa, þjálfara sinn Jón Sigurðsson, okkar besta körfuknattleiksmann í mörgár. 1 Leikmenn KR-liðsins eru hittnir og mjög lagnir en ekki að sama skapi stórir eða sterkir. En þeir eru ákveðnir og fullir baráttuvilja og það fleytir þeim furðulangt í fráköstum. Liðs- heildin er einnig mjög sterk hjá liðinu og það skiptir ávallt mjög miklu máli í úrslitaleikjum. Haukar eiga ekki langa sögu að baki sem körfuknattleikslið í fremstu röð. Þeir eru nú á öðru ári sínu í úrvalsdeildinni frá upphafi.en þessi stutti tími er þeim mun glæsilegri. Árangur liðsins í fyrra kom öllum á óvart og í ár vita allir hver framgangur liðsins hefur verið, naumt tap fyrir UMFN um íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið er að uppistöðu til ungt lið eins og KR og barátta og liðseining er aðalsmerki þeirra beggja. Það sem fyrst og fremst skilur á milli er hinn hávaxni miðherji Hauka, ívar Webster, sem jafnan hirðir ógrynni frákasta. Það skiptir oft sköpum í leik og sérstaklega úrslitaleikjum þar sem taugar leikmanna eru spenntar til hins ítrasta og hittnin því ekki í allra besta lagi. En Haukar hafa leikið mjög marga erfiða úrslitaleiki að undanförnu og þreyta gæti verið farin að segja til sín. Þeir eru hins vegar örugglega staðráðnir í því að láta ekki annan bikar úr greipum sér ganga á þessu tíma- bili. KR-ingar láta bikarinn og ekki af hendi baráttulaust og búast má við bráðskemmtilegri og spennandi viðureign í kvöld. Sparisjóður Hafnarfjarðar mun bjóða Hafnfirðingum ókeypis rútuferð á leikinn, frá Haukahúsinu kl. 20:00. ÍS og ÍR hafa marga hildi háð á undanförnum árum. Skemmst er að minnast íslandsmótsir.s í fyrra en Stúdínur sigruðuþáeftir mjög jafna og spennandi keppni. Þessi lið eru í 3. og 4. sæti á íslandsmótinu í ár, á eftir KR og Haukum. Það er því öruggt að um hörkuleik verður að ræða hjá kvenfólkinu ekki síður en körlunum. Heiðurs- gestur verður Hermann Guð- mundsson. Sala aðgöngumiða á leikina hefst í Laugardaldhöll kl. 17. ■ Um helgina var leikið til úrslita í flestum yngri flokkun- um á íslandsmótinu í körfu- knattleik. 6. flokkur, eða minniboltinn svo kallaði, lék í íþróttahúsi Njarðvíkur sunnudaginn 24. mars og liðin sem komust í úrslit voru þessi: Haukar, Valur, Grindavík og ÍR. Úrslitin í oinstökum leikjum voru: Grindavík-ÍR ................. 43-33 Valur-Haukar.................. 40-39 Grindavík-Valur............... 57-40 Haukar-ÍR..................... 21-18 Valur-ÍR ..................... 39-27 Grindavík-Haukar.............. 44-34 Ungmennafélag Grindavíkur er því íslandsmeistari í 6. tlokki í körfuknattleik 1985. í lok mótsins voru Bergur Hinriksson UMFG og Einar Örn Birgisson Val, kjörnir bestu leikmenn mótsins og fengu þeir bók að launum sem Bókabúð Grinda- víkur gaf. Á sunnudaginn var fór fram síðasta „turneringin“ í 3. flokki kvenna. Leikið var í Hagaskóla. Liðin voru Haukar og Grinda- vík sem höfðu hlotið 8 stig úr fyrri „turneringum“ og Keflavík og ÍR sem höfðu hlotið 4 stig. Úrslit leikja á sunnudag urðu þessi: HaukarÍR 22-18 Keflavík-Grindavík 15-18 ÍR-Keflavík 19-20 Gríndavík-Haukar 35-22 ÍR-Gríndavík 25-36 Keflavik-Haukar 24-14 Ungmennafélag Grindavíkur er því fslandsmeistari í 3. flokki kvenna í körfuknattleik 1985. í 3. flokki karla urðu Kefl- víkingar íslandsmeistarar. Þrjú lið tóku þátt í úrslitakeppni, ÍBK, UMFN, og ÍR. Urslit einstakra leikja urðu sem hér segir: ÍBK-UMFN................. 82-71 ÍR-UMFN.................. 78-75 ÍBK-ÍR .................. 82-74 ÍBK vann því báða leikina sína nokkuð örugglega. Til úrslita í bikarkeppni 3. flokks karla léku hinsvegar ÍR og UMFN og sigruðu ÍR-ingar 79-73 og eru Bikarmeistarar 1985. í 2. flokki kvenna vann ÍBK tvöfalt, bæði íslandsmótið og bikarkeppnina. Haukar urðu í öðru sæti á íslandsmótinu en ÍBK vann Skallagrím 64-36 í úrslitum bikarkeppninnar. IR varð Islandsmeistari í 4. flokki karla 1985. Fjögur lið léku til úrslita, Haukar, KR, ÍR, og ÍBK. Úrslit í einstökum leikjum voru þessi. KR-Haukar ................... 54-52 ÍBK-Haukar................... 56-53 ÍR-ÍBK ...................... 54-33 KR-ÍR........................ 54-57 ÍBK-KR....................... 46-51 Haukar-ÍR.................... 31-38 Til úrslita í bikarkeppni 4. flokks léku ÍR og Haukar og sigruðu IR-ingar 38-32. Þeir eru því bikarmeistarar 1985 og unnu tvöfalt í 4. flokki. í 5. flokki léku 5 lið til úrslita um íslandsmeistaratitilinn: Haukar, UMFN, ÍR, ÍBK og Valur. Úrslit í einstökum leikj- um urðu: UMFN-Haukar ................ 24-30 ÍR-ÍBK ..................... 46-40 Haukar-ÍBK.................. 34-27 Valur-ÍR ................... 20-17 Haukar-ÍR................... 37-28 ÍBK-Valur................... 37-31 Haukar-Valur................ 39-30 ÍBK-UMFN.................... 35-42 ÍR-UMFN..................... 28-33 Valur-UMFN.................. 30-44 Haukar eru íslandsmeistarar í 5. flokki 1985, unnu alla sína leiki. UMFN varð í öðru sæti, tapaði aðeins fyrir Haukum en vann þrjá leiki, í þriðja sæti varð IR, í fjórða ÍBK og í fimmta sæti Valur. Þessi þrjú lið unnu öll einn leik eins og sést hér fyrir ofan. Aðeins eru því eftir úrslit í 2. flokki karla en það er ekki auðvelt að finna tíma fyrir þau þar sem margir af leikmönnum 2. flokks cru á fullu með meist- araflokki líka. Það á eftir að leika nokkra frestaða leiki en nú fer að styttast í því að þeir klárist, þar sem aðeins einn leikur er eftir í karlaflokki í körfuboltan- um, úrslitaleikurinn í bikar- keppninni. ■ Guðni Guðnason hefur átt jafnbesta leiki KR-inga í vetur. Hann er þegar kominn í hóp okkar allra bestu körfuknattleiks - manna. Haukar gætu lent í vandræðum með hann. Gullskór Adidas: Vörubílstjórinn er markahæstur ■ Vörubílstjórinn McGaug- landslið um daginn, enda á Buscher-Brest 19 29 hey sem leikur með Linfield á hann við tóma atvinnumenn í vöiier - Bremen 18 24 írlandi er nú hæstur í keppn- íþróttinni að etja. unecker - Leícester 18 33 inni um Gullskó Adidas. Hann Gomes hjá Porto í Portúgai McDougaii- Aberdeen 18 30 hefur skoraö 32 mork i 20 er næstur en hann hreppti sanches - au. Madrid is 30 leikjum á þessu keppnistíma- gullskóinn fyrir tveimur árum. UltiAdidasylirbestttfé,agsliðEvrópu bili. lan Rush hjá Liverpool varð er nú svona: Það sem þykir merkilegast hinsvegar markakóngur Evr- Everton....................15 við þetta er að McGaughey er opu 1 fyrra. Manchester utd.............i4 ekki knattspyrnumaður að Listinn yfir markhæstu menn lítur Tottenham ............14 aðalatvinnu heldur VÖrubíl- svonaut: Barcelona .................12 ... • (nain-félag-mörk-leikir) Bayern....................12 StJ0n- McGaughcy - Linfield 32 20 Verona................12 Það vakti meðal annars Gomes-Porto 30 22 Anderlecht ...............11 mikla athygli á Bretlandseyj- Haiithodzic-Nantes 25 29 uverpooi...................10 um þegar hann var valmn 1 Poister _ Austria vu 20 19 ceitic.....................10 Grasshoppers Zurich: Þjálfarinn segir upp ■ Þjálfari knattspyrnu- liðsins Grasshoppers Zúrich, svissnesku meistar- anna undanfarin þrjú ár, hefur sagt upp störfum. Miroslav Blazevic, fyrr- um þjálfari Dinamo Zag- reb í Júgóslavíu, kom til Grasshoppers fyrir tveimur árum eftur að hann gerði Zagreb-liðið að Júgósla- víumeisturum. En Grasshoppers hefur ekki gengið sem skyldi á þessu keppnistímabili og eru nú 10 stigum á eftir efsta liðinu, Servette Genf. Blazevic sagði up eftir að hann var gagnrýndur mjög á stjórnarfundi hjá félaginu. Timo Konitezka, sem gerði Grasshoppers að meisturum 1982 en fór síð- an til V-Þýskalands þar sem hann þjálfaði meðal annars Kassel og Úrdingen með góðum árangri, hefur tekið við þjálfun Grass- hoppers fram á vorið er keppnistímabilunu lýkur. og út næsta keppnistíma- bil. ■ UMFG íslandsmeistari í minnibolta í körfuknattleik 1985. Á myndinni eru: Eyjólfur Guðlaugsson þjálfari aftast, næst fyrir framan hann: Tómas Gunnarsson, Róbert Kjartansson, Átli Árnason, Ingi Karl Ingólfsson, Bergur Hinriksson, Sigurbjartur Loftsson, Gunnsteinn Jakobsson, Helgi Einar Harðarson, fremst, krjúpandi: Albert Sævarsson, Karl Marteinsson, Björn Skúlason fyrirliði, Ólafur Guðmundsson, Örn Helgason, Leifur Guðjónsson. ■ íslandsmeistarar UMFG í 3. flokki kvenna í körfuknattleik 1985. Aftari röð frá vinstri: Marta Guðmundsdóttir, Valborg Helgadóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Valgerður Bjarnadóttir. Fremri röð frá vinstri: Guðný Halla Frímannsdóttir, Jóhanna E. Halldórsdóttir, María Jóhannesdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Sigríður G. Guðlaugsdóttir og Vilborg Guðjónsdóttir þjálfari.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.