NT

Ulloq

NT - 28.03.1985, Qupperneq 8

NT - 28.03.1985, Qupperneq 8
- sem nafn á bifreiðastöð vandaðra og góðra ökumanna Kristinn Snæland skrifar: Einn „lesenda“ NT skrifar klausu í lesendadálk þann 23. mars sl. undir dul- nefninu „Snuðri". Sami aðili skrifaði samskonar klausu undir öðru dulnefni í annað dagblað borgarinnar um líkt leyti. Sameiginlegt einkenni greina, sem birst hafa undan- farið í dagblöðum borgarinnar um „Steindórsmálið" svokall- aða og taka málstað þeirra núverandi Steindórsmanna, er að þær byggjast nær eingöngu á rógi og níði um leigubíl- stjóra, sem starfa á öðrum bílastöðvum, og birtast undir dulnefni. Áróðurinn gegn nú- verandi bifreiðastjórum og fyr- ir auknu frclsi til aksturs fólks- bíia byggist fyrst og fremst á tveimur fullyrðingum, eða: Leigubílstjórar fara heim í hópum ef eitthvað bjátar á í veðri. (Snjókomu) Leigubíl- stjórar eru of fáir þegar veit- ingahús loka að nóttu. Varðandi hið fyrra munu allir viðurkenna að strætis- vagnar borgarinnar standa sig engan veginn í snjókomu. Petta er eðlilegt og skiljanlegt og nákvæmlega ekkert við því að gera. Allsendis óraunhæft væri að fjölga strætisvögnum við þessi skilyrði og þótt það gæti haft áhrif til bóta þá er einnig óraunhæft að krefjast þess að t.d. að minnsta kosti helmingur strætisvagna Rvk. væri með drif á öllum hjólum. Sama á við um leigubílana. Varðandi vandann er skapast þegar veitingahús loka skulu samtök neytenda minnt á það að þegar samþykkt var að veitingahús mættu hafa opið til kl. 3 að nóttu var ein röksemd- in sú, að með því leyfi gætu veitingahúsin lokað á mismun- andi tíma í því skyni að gestir þeirra þyrftu þá síður að bíða eftir þjónustu leigubfla. Neyt- endasamtökin og veitingahús- in hafa gloprað þessu gersam- lega úr höndum sér. í stað þess að loka á tímabilinu frá kl. 1 til kl. 3 loka nær öll húsin kl. 3, hafa m.ö.o. opið svo lengi sem unnt er. Vandamálið við lokun veitingahúsa er því ekki sök leigubílstjóra heldur annarra og taki hver til sín. Klausa „Snuðra“ í NT fjallar vissulega ekki um þetta, heldur liitt að talsverður hluti leigubílstjóra séu leynivínsalar og (ef Sendibílar hf. á Stein- dórsplaninu fengju að aka fólki) ef þessir leynivínssalar yrðu sviptir ökuleyfi myndu heiðarlegir ökumenn fá að njótasín. (Þá mynduökumenn sendibíla á Steindórsplaninu taka við af vondu mönnunum á hinum stöðvunum.). Almenningi til fróðleiks og upplýsingar skal þess getið hér að þegar ég var ökumaður hjá Steindóri vissi ég um a.m.k. tvo ef ekki þrjá Steindórsbíl- stjóra sem seldu vín, voru leynivínssalar, og þó var mjög strangt eftirlit gegn slíku af hálfu þáverandi eigenda stöðv- arinnar, erfingja Steindórs Einarssonar og hver starfs- maður sem hefði orðið uppvís að slíku hefði fengið pokann sinn samstundis. Með þessu vil ég benda á að svo lengi sem sala áfengis af hálfu ríkisins er vitlaus og ekki í samræmi við óskir þegn- anna mun leynivínssala við- gangast og vissulega munu Sendibílar hf. og Bifreiðastöð Steindórs eiga hlut að því eins og aðrir, ef slíkt á sér stað. Með skrifi þessu vil ég ein- ungis benda á að skrif „Snuðra“ eru runnin undan rifjum þess sem tekur málstað þeirrar starfsemi sem stunduð er nú undir nafni Bifreiða- stöðvar Steindórs en reynir að níða niður störf ágætra og vandaðra ökumanna á öðrum bifreiðastöðvum. Þau vinnu- brögð sem frelsisunnandi áhugamenn á núverandi Steindórsstöð og hjá Sendibíl- um hf. á Steindórsplaninu hafa tileinkað sér munu engum til gagns, og ekki neytendum, þó kunningjar séu úr Borgarnesi, formaður neytendasamtak- anna og Sigurður Sigurjónsson hjá Steindóri. Þetta eru oröin mörg orð af litlu tilcfni, en sannleikurinn er oft ótrúlegri en lygin. Fyrir skömmu birtist gagnrýnisgrein á leigubílstjóra í DV. undirrituð af nafnnúm- erinu 4913-1038. Þessi skrifari reyndist vera Jens Kr. Guð- mundsson auglýsingateiknari. Að maður þessi skuli hafa fundið sig knúinn til þess að skamma leigubílstjóra, aðra en Steindórsmenn, skýrist hugs- anlega þegar upplýst er að þessi sami maður mun hafa hannað eða teiknað merki Sendibíla hf. sem geröir eru út frá Steindórsplaninu. Svo sannarlega segi ég það að ég óska einskis frekar en að nafniö Bifreiðastöð Steindórs megi lifa á bifreiðastöð vand- aðra og góðra ökumanna. Nú- verandi ráðamenn á Stein- dórsplani uppfylla ekki þessar vonir mínar. Núverandi ráðamenn á Steindórsplani uppfylla ekki vonir Kristins Snælands. Erveriðaðkoma upp yfirstéttarhundum? ■ M'g langiir til uð komu n). tynrspurn lil viðkiimunJi ytirvaldu. scm hula mcð nundulcyfin hcríhorguðgcru. Hvcrv vcgnu þurf hundacig- •incfi inl grciila gjuldid fyrir nundiihald alli á cinu hretti'> t'vnu cr gjuld fyrir (ijónuslu ijrir nllf iiriil scm hundacig- anciinn cr aAgrciða. Ercinhvcr iislæða lil uð liitu munn horgu fyrirfrum? Rcliliíiaru vicri uð pcssu gjuldi væri skipt niður II llciri grciðslur ií lírinu. pa ‘Cftu ullir scm cigu hund(u) að hiiln cfni ií Jni uð liitu skrii hundinn sinn. Ælli hann eigi efnaðan eig- Piul cru ckki nllir scm hafu clm ií psi uð horgu 4.KIK).- , vmu lugi ul munaðurluunum sinum. Að cg luI, mi ckk, um pii scrn cigu knnnski tvo hunda Mcð pcssu cr Vcrið að gcru foiki crlitt fyrir. Það cru olt harnmargar fjölskyldur scm vigit Itund. Pcila stuðlur cin- ungis að því uð fólk lictur ckki skru hundunii sfnn fyrr cn i lcngstu lóg og pii gctur p-,,1 lalnvcl vcnð of scint cf Itund- urmn helur verið hirlur af viðkomandi yfirvöldum. Er meö þessu verið aö koma UPP yfirsiéUarhundum? Þad er. að aðeins þeir sem eiaa tekjuafgang af launum sínum haldi hund? Mér er spurn. Ónákvæmur frétta- flutningur - ogýmsaraðrarhugleiðingar Vitlaus reglugerð Kristín hringdi: I lesendabréfi á mánudaginn kom fram að hundaeigendur í Reykjavík þyrftu að, borga 4.800 kr. Þetta eru reyndar 5.400 kr. þegarallterreiknað. Mig langar að spyrja, hvern- ig fólk sem lifir á eftirlaunum eða einstæðar mæður eigi að fara að því að borga þetta. Auðvitað erum við hunda- eigendur þakklátir Davíð Oddssyni borgarstjóra fyrir að leyfa hundahald, en fjöldi fólks hefur ekki getað látið skrá hundinn sinn vegna þess hvað þessi reglugerð sem var gefin út er vitlaus. Fólk sem býr í blokk getur ekki fengið að eiga hund í sinni eigin íbúð, ef einhver sem býr í húsinu neitar að skrifa undir samþykkt þar af lútandi. Sfcrv ... eða hringið í síma 686300 milii kl. 13 og 14 Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík ■ Það er betra að hafa bílinn sinn heima en fara á honum út í tvísýnu, segir bréfritari. ■ Oft finnst mér gæta óná- kvæmni í fréttaflutningi, svo sem er hús brennur og ekki er getið um hvernig húsið er byggt. Ennfremur fréttir um nýjar sundlaugar og alveg er sleppt að geta um úr hverju þær eru byggðar. Ennfremur þegar sagt er frá hrakningum ferðafólks á öræfum, svo sem ungmennunum sem fóru í fyrra upp að Skjaldbreið og ætluðu í Laugardal. Aldrei kom fram í þeim viðtölum sem frétta- menn áttu við þau, svo ég heyrði hvort þau hefðu haft með sér skóflu til þess að moka frá bíl ef festist í snjó, en oft getur það bjargað miklu að liafa skóflu til slíkra hluta o.fl. Til þess að auka skilning á notkun bílbelta, tel ég að það myndi vera mikilvægt að geta ætíð um það ef slys ber að höndum á bíl, hvort bílstjóri og farþegar hafi verið í beltum. Alveg finnst mér það níð- ingslegt að þeir sem eru að byggja sér þak yfir höfuðið, skuli vera látnir borga fullan söluskatt af öllu byggingarefni og væri eðlilegt að það væri tekið til athugunar. Eðlilegt fyndist mér að þeir sem ráða nrestu um innflutning gerðu sér grein fyrir því, að hagkvæmara er fyrir þjóðarbú- ið að sem mest sé byggt úr innlendu efni og væri því rétt að gera eitthvað til að hvetja menn til þess. Þegar íþróttahallir og skólar hafa verið byggðir að undan- förnu, er eins og það hafi ekki þurft að liafa í huga, hvað miklurn fjármunum hefur ver- ið veitt í það. 1978 kom ég í íþróttahöll nýbyggða á Jót- landi. Var hún byggð með límsperrum úr timbri og eng- inn gluggi á salnum, sem var þó geysilega stór. Kostaði þessi höll 4 milljónir danskar, eða 12-14 milljónir íslenskar. Á sama tíma var byggð íþrótta- höll á Laugum í Reykjadal og þar var settur 80 rúðu gluggi á norðurstafn, beint á móti áhorfendasætum. Salurinn þannig að það vantaði nokkra metra til að löglegur hand- boltavöllur yrði þar og er það alveg furðulegt þegar verið er að byggja fyrir framtíðina. Og hvað kostaði svo íþrótta- húsið á Laugum? Mér finnst að umferðaráð gæti rekið meiri áróður fyrir bættri urnferð. Til dæmis mætti tala til vegfarenda á morgnana, hvort sem er hálka eða gott færi, um að allir eigi að stefna að því að dagurinn verði slysa- laus. Þegar vond veður eru og ófærð ætti að brýna fyrir mönn- um að nota meira strætisvagna og benda á að það er betra að hafa bíiinn sinn heima, heldur en fara á honum út í tvísýnu, lenda í umferðaróhappi og verða fyrir stórtjóni á bíl og jafnvel líkama, sem er það alvarlegasta. Brýna þarf fyrir mönnum að hafa allan hugann við akstur- inn. Ef allir gerðu það og sýndu tillitsemi, þá myndi slys- um fækka. Þingforsetar ættu að kynna þingmenn með nöfnum en ekki númerum eins og nú er gert, þannig að ókunnugir viti hverj- ir tali. Þá langar mig til að benda Suðurnesjamönnum á að stofna samvinnufélag um útgerð, svo þeir geti sjálfir ráðið hvaða kaup þeir fá. Talið er að notkun vímuefna fari vaxandi. Þyngja þarf viðurlög við smygli á þeim efnum og ætti eins árs fangelsi að vera lægsta refsing við því. Þegar barnakennarar verða ráðnir. ætti að öðru jöfnu að ráða kennara sem ekki reykja og helst ætti enginn barna- kennari að reykja. I.J. K Fimmtudagur 28. mars 1985 8 Lesendur hafa ordið Lifi „Bifreiða- stöð Steindórs"

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.