NT - 28.03.1985, Page 10

NT - 28.03.1985, Page 10
 iU' Fimmtudagur 28. mars 1985 10 J Vettvangur Pétur Sigurðsson: enta af heildarupphæð fjárlaga. Fénu yrði svo varið í samráði við skógræktarstjóra og frammá menn skógræktarmála til að ná sem bestum árangri í skóg- græðslu á landinu. Eflaust yrði lögð áhersla á plöntuuppeldi, gróðursetningu og girðingar. Ég tel að allir bændur ættu að fá girðingarefni frítt og skógar- plöntur. Þeir ættu svo að sjá um uppsetningu girðinga, hver hjá sér, og annast plöntun sjálfir, sem yrði þeirra framlag. Girð- ingar þessar þyrftu ekki að vera stórar til að byrja með, svona xh-\ hektari. Girðingarnar mætti svo stækka. Bændur mundu eiga girðingarnar og sjá um viðhald þeirra á sinn kostnað. Þeirmundueinnigeiga plönturnar og annast hirðingu þeirra. Ég er þess fullviss að fáunt bændum mundi vaxa í augum að annast þessi verk, og flestir mundu hafa ánægju af að vinna þau og fá fljótt áhuga á að stækka skógræktarlandið og halda þar áfram gróðursetn- ingu. Svipaðan hátt ætti að hafa á hjá einstaklingum og félögum sem hefðu land til umráða. Ég tel að vel kæmi til greina að gera öllu vinnufæru fólki í landinu annað hvort að leggja fram eitt dagsverk eða andvirði þess árlega til skóggræðslu, gróðursetningar eða í girðingar- vinnu, sem Skógrækt ríkisins skipulegði. Vel mætti hugsa sér sérstaka ■ fjáröflun ríkissjóðs til skógrækt- armála, t.d. að ríkið einokaði myndbandaleigu alla og verði hagnaði til skógræktar, eða ef bjórsala yrði lögleidd. sem ég er reyndar ekki talsmaður fyrir að gert verði, rynni allur ágóði þar af til skógræktar. Að klæða Island skógi á ný var hugsjón ungmennafélaga í byrjun þessarar aldar, einnig ýmissa aldamótamanna, svo sem sjá má í kvæðum góðskáld- anna frá þeim tíma. Á þeim tíma var við marga erfiðleika að etja til að framkvæma þá hugsjón. Vonandi er þessi hug- sjón ennþá við lýði hjá fólkinu í landinu, og sá er munurinn, að aðrir og meiri möguleikar eru nú til að hrinda henni í framkvæmd. Auðvitað þýðir ekki átak í skógrækt sama og að draga þurfi úr hefðbundnum landbún- aði, þ.e. að fækka þurfi búpen- ingi. Með þeim breyttu búnað- arháttum, sem orðið hafa, þarf þetta tvennt ekki að rekast á. Skógrækt yrði líka, sérstaklega síðar, mikilsverður þáttur í byggðaþróun. Skógarvörðum og skógræktarstöðvum yrði eflaust fjölgað og dreift meira um landið en nú er vegna plöntuuppeldis, eftirlits, um- hirðuoguppgræðsluo.fl. starfa. Þetta hefði nokkra atvinnu í för með sér. Síðar mundu koma ýmsar iðnaðarstöðvar sem byggðust á úrvinnslu trjágróð- urs. Það er von mín, að alþingis- rnenn og ríkisstjórn séu meðvit- andi um hvert stórmál er hér til umfjöllunar og taki nú myndar- lega á að undirbúa framkvæmd þess, helst strax á þessu þingi. Ég tel víst að þeir fái meðbyr en ekki andbyr frá landsbúum til aðgerða í þessu máli. Ef sú ætlan reyndist röng, tel ég vafa- samt að þjóðin eigi skilið að eiga ísland og búa þar. Pétur Sigurðsson, Breiðdalsvík Langtímaverkefni sem krefst þjóðarátaks ■ í Landnámuerþessgetiðað ísland hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru er byggð hófst þar. Síðan þá hafa þær breytingar orðið að landið er nálega skóglaust, aðeins leifar hins forna skógargróðurs að finna hér og hvar í misjöfnu ástandi. Samfara þeirri breyt- ingu hefir það gerst, að jarðveg- ur hefir eyðst þegar skógurinn var ekki til að verja hann lengur fyrir náttúruöflunum, vindi og vatni. Þar sem raklendi og mýr- ar eru og þar sem snjór hlífir mest á vetrum, hefir jarðvegur síður eyðst. Án efa er gróðurfar íslands nú ekki nema svipur hjá sjón, og landgæðin ekki nema að nokkru þau sömu og þau voru er byggð í landinu hófst. Okkur nútímamönnum hætt- ir til að áfellast forfeðurna, allt frá byrjun búsetu og fram á þessa öld, fyrirágangogáníðslu í samskiptum við landið, en lítum oft fram hjá því að land- gæðin, við upphaf búsetu, var það sem gerði landið byggilegt þrátt fyrir hnattstöðu þess. Þjóðin lifði svo, allt fram undir okkar daga af landsins gæðum, að mestu. Skógur var notaður til elds- neytis, kolagerðar, húsbygginga að nokkru og til skjóls búpen- ingi. I skjóli skógar var gras og annar lággróður þroskamciri en þar sem skjóls af honum naut ekki við. í harðindum át búpen- ingurinn beinlínis skóg þegar ekki var annað að hafa. Saman fór að þegar skógar smám sam- an eyddust versnaði hagur landsfólksins. Fátækt oghungur voru þá stöðugt nærri. Við nútímafólk hljótum að viðurkenna þessar staðreyndir, líf þjóðarinnar var því háð hvað landið gat í té látið. Auðvitað hörmum viö, nú- tímafólkið, að lífsnauðsyn for- feðranna, samfara harðnandi veðráttu, ísum og óáran henni samfara, eldi úr iðrum jarðar o.fl. skyldi leika gróður og jarð- veg landsins svo grátt sem raun varð á, en jafnframt vaknar spurningin, er þarna hægt úr að bæta, er hægt að endurheimta landgæðin? Ég vil svara þessari spurningu á þá leið, að slíkt eigi að geta tekist að verulegu marki á löng- um tíma að vísu. Nokkuð langt er síðan skiln- ings fór að gæta hjá þjóðinni á að nauðsyn bæri til að snúa þessari þróun við, reyna að vernda og friða skógarleifarnar og bæta í skörðin með gróður- setningu og þá helst erlendra trjátegunda. Framan af tafði margt þær framkvæmdir, svo sem þekkingar- og reynsluleysi og fátækt. Hreyfing komst þó á þessi mál í byrjun þessarar aldar, er Skógrækt ríkisins hóf störf. Þar hefir á margan hátt verið unnió vel, þrátt fyrir þrönga aðstöðu. Það markverð- asta, sem áunnist hefir, eru niðurstöður rannsókna og til- rauna með ræktun ýmissa er- lendra trjátegunda. Þær stað- festa að ekki þarf að efast um að hægt er að rækta nytjaskóga víðast hvar um landið, ef réttar trjátegundir eru gróðursettar á réttum stöðum. Hægt er að klæða landið skógi á ný, fyrst og fremst með gróðursetningu barr- og furuplantna auk inn-' lendu tegundanna, birkis og víðis. Að klæða landið skógi er langtímaverkefni og krefst þjóðarátaks, einbeitingar, stefnufestu og þolgæðis. Það ætti að vera alþjóð háleitt markmið og eftirsóknarvert að keppa að. Þótt þetta sé verkefni margra kynslóða væri ekki svo langt að bíða sýnilegs árangurs, ef myndarlega væri af stað farið. Eftir 10-15 ár frá gróðursetn- ingu mundi uppvaxandi skógur fara að gleðja augað, eftir 20-30 ár yrði notagildið orðið verulegt og mjög rnikið eftir 40-60 ár. Hin síðari ár hefir fólk um allt ísland gert sér skrúðgarða við íbúöarhús sín og plantað þar trjám. Skógræktarfélög hér og hvar eru starfandi og eitthvað er um að einstaklingar hafi girt af land og rækti þar skóg. Skóg- rækt ríkisins hefir í vaxandi ■ Unnið við gróðursetningu trjáplantna. mæli unnið að plöntun trjáa. Allt þetta er dýrmætur undir- búningur væntanlegs stórátaks í skógrækt. Fólk hefir kynnst þessum störfum, séð árangur af þeim og skilur betur livers má vænta af trjáplöntun. Til þess að stórvirki verði unnið í skógrækt á íslandi þarf ■ Úr Hallormsstaðaskógi Ég er þess fullviss að fáum bændum mundi vaxa í augum að annast þessi verk, og flestir mundu hafa ánægju af að vinna þau og fá fljótt áhuga á að stækka skógræktarlandið og halda þar áfram gróðursetningu. auðvitað margt til að koma. Mikilvægast er að Alþingi og ríkisstjórn gangi fram fyrir skjöldu, marki ákveðna stefnu til langs tíma af stórhug, taki inn í fjárlög myndarlega fjár- veitingu, sem gæti ef til vill verið árlega viss tiltekin prós- Bach 300 ára Ikl FERMINGARGJAFIR I BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (fmöbranltéötofu Hallgrimskirkja Reykjavfk simi 17805 opiÖ3-5e.h. ■ Á 300 ára afmæli Jóhanns Sebastíans Bach 21. marz 1985 fluttu Sinfóníuhljómsveit íslands, Pólýfónkórinn, og fjórir erlendir einsöngvarar undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar Messu í h-moll. eitt af stórvirkjum tónslillings-. ins. Þar með hefur lngólfur Guðbrandsson og Pólýfónkór- inn flutt þessa messu a.m.k. 6 sinnum oftar en Bach sjálfur, sem raunar er talið að hafi aldr- ei flutt hana í heild. Því verkið samdi hann í áföngum á u.þ.b. 6 árum, fyrst Credo 1731 eða 32, þá Kyrie og Gloria 1733, Sanctus 1735, en öllu verkinu hafði hann lokið 1737. Bæði Kyrie og Gloria voru upphaflega sjálfstæð tónverk, og Emmanuel Bach flutti Crcdo í Hamborg með eigin hljómsveitarinngangi kringunt 1780. Tónlist Jóhanns Sebastí- ans var úr takti við samtíð hans ogþóttigamaldagsog stirfjn- það var ekki fyrr en eftir að Mendelssohn hafði endurvak- ið tónskáldið með flutningi Mattheusarpassíunnar árið 1829 að hann „fór að komast í tízku"; h-moll messan var fyrst gefin út í heilu lagi um alda- mótin 1800 og ekki flutt í heild sinnifyrren 1835. Ognúerhún flutt á íslandi með fárra ára millibili. Þessir afmælistónleikar Bachs tókust að mörgu leyti mjög vel. Ingólfur Guðbrands- son er maður hins hreina tóns, og fórnar jafnan nokkru fjöri, krafti og lífi fyrir tóninn, enda var flutningurinn allur með fjörminnsta móti. Þessi flutn- ingsstíll á sérlega illa við í svo hljómadaufu húsi sem Háskóla- bíó er-ef Messan verðurflutt í Römaborg í sumar, eins og manni skilst að standi til, og þá í vel-hljómandi sal, mun stíll Pólýfónkórsins njóta sín vel. Eins og stjórnandinn skýrði frá í blaðaviðtali er kórinn óþarflega (og raunar alltof) stór fyrir þetta verk, og auk þess skipaður að verulegu leyti nýjusöngfólki. Þaðertil marks um dæmalausa elju og full- komnunaráráttu söngstjórans að svo vel skuli hafa tekizt að æfa upp slíkt stórviki með mis- munandi óvönum söngkröft- um. Enda mun ekki þýða „neitt elsku marnrna" síðustu vikurnar fyrir tónleika. Hljómsveitin var að sjálf- sögðu skipuð fremstu hljóð- færaleikurum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar - þarna léku eftir- minnilega konsertmeistarinn Einar Sveinbjörnsson, Kristj- án Stephensen óbóleikari, Jos- eph Ognibene hornleikari og Bernharður Wilkinsson flaut- isti - auk annarra hljóðfæra- leikara. Og yfirleitt var gott jafnvægi ntilli kórs og hljóm- sveitar. Fjórir einsöngvarar voru „fluttir inn" til að taka þátt í h- moll messunni. Þar bar af, og raunar af öllu sem á tónleikun- um heyrðist, altsöngkonan Bernadetta Manca di Nissa frá Sardiníu. Agnus Dei hennar var meðal hins eftirminnileg- asta sem hér hefur lengi heyrzt. Sópransöngkonan Jacquelyn Fugelle frá Bretlandi virðist of raddlítil til að ráða við þetta hlutverk; hins vegar er rödd hennar mjög falleg. f dúett sóprans og alts, „Et in unum Dominum" „varð sópraninn fullkomlega undir", og er slíkt sjaldgæft. Sama má segjá um tenórinn Renzo Casellato og bassann Carlo de Bortoli, að innlendir kraftar hefðu hvergi gefið þeim eftir, nema síður væri. Éinkum virtist Casellato ekki eiga heima í verki sem þessu: röddin og flutningurinn er meira í ætt við óperu. Allir eru sammála um að Ing- ólfur Guðbrandsson nærmiklum árangri, veit hvað hann vill og er kröfuharðui vJð sjálfan sig og aðra. Þessi flutningur h- moll messu Bachs var vafalítið eins góður og vænta mátti hér á landi, þar sem ekki er ennþá til hús er hljómi nægilega vel og rúmi nógu stóran kór ásamt hljómsveit. Bach var með þessu sýndur sá sómi sem fram- ast var unnt. S.St.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.