NT - 28.03.1985, Blaðsíða 20

NT - 28.03.1985, Blaðsíða 20
 1 Fimmtudagur 28. mars 1985 20 út lönd Lögðu sjónvarps- salinn undir sig Cudrún ()|>mundsdóltir fréltaritari NT í Danmörku skrífar: ■ í>aö er heitt í kolunum í Danmörku um þessar mundir. í fyrrakvöld ruddist fimmtíumanna hópur inn í fréttasal danska útvarpsins á meöan á útsendingu kvöld- frétta stóð. Áður en útsendingin var stöðvuð tókst fólkinu að hrópa vígorð sitt: „35 stunda Bretland: vinnuviku" en það er ein höfuðkrafa Verkalýðssam- bands Danmerkur. Einnigsá- ust borðar sem fólk var með og á var málað sama vígorð. Pegar danska lögreglan komst loksins á vettvang sást hvorki tangur né tetur af mótmælendunum enda höfðu þeir náð tilgangi sínum og komið boðskap sínum á framfæri. Ekki fleiri lækna London-Reuter ■ Breska stjórnin hefur til- kynnt að hún muni í framtíðinni takmarka innflytjendaleyfi til erlendra lækna þar sem Bretar hafi nú nóg af læknum í landinu. Bretar hafa lengi veriö háðir erlendum læknum til að halda uppi læknisþjónustu í landinu en að sögn stjórnvalda er nú hætta á því að það verði of- framboð á læknum í náinni framtíð. Takmarkanir á inn- flytjendaleyfum til erlendra lækna eiga jafnt við um almenna lækna sem tannlækna sem einn- ig hefur fjölgað mikiö að undan- förnu. í framtíðinni verða þærstofn- anir, sem vilja ráða til sín er- lenda lækna, að sýna fram á að hæfir læknar í viðkomandi störf séu ekki fáanlegir í Bretlandi. ■ Hér fylgjast Þjóöverjar með ferðum flutningaskips við strendur lands síns. Sum skip hafa stundað þann leiða ósið að dæla úrgangsolíu í haHð við strendurnar eða fleygja öðrum úrgangi fyrir borð. Danska stjórnin meiri kjara- ræningi en atvinnurekendur - að áliti stjórnarandstæðinga og verkalýðsforingja Guðrún Ögmundsdóttir fréttarítari NT í Dan- mörku skrifar: ■ Danska stjórnin lagði í gær fram frumvarp til að stöðva verkfall 300.000 verkamanna sem hófst um helgina. Stjórnar- andstæðingar og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar segja frumvarpið fela í sér meiri kjaraskerðingu en samtök at- vinnurekenda hefðu reynt að ná fram í samningaviðræðum. RadikalaflokkuPnn:, sein ekki á beina aðild að stjórninni, het'Ur lofað stuðningi við frum- varpið sem þannig hefur tryggan mcirihluta á þingi. Formaður flokksins Nils Helveg Pedersen, lýsti því yfir áður en frumvarpið Bríissel-Reuter ■ Sovéskir skipstjórar hafa neitað að ferma skip sín korni, smjöri og mjólkurdufti í belg- ískum höfnum frá því á föstudag vegna afrískrar svínasóttar sem herjar á norðvestur hluta landsins, að því er belgíska sjónvarpið skýrði frá í gær. var lagt fram að verkfallsréttur- inn væri úreltur og bryti niður þjóðfélagið. Lagafrumvarpið nær til tveggja ára og felur m.a. í sér 2% launahækkun fyrra árið en 2,5% það síðara. Vinnuvikan verður stytt úr 40 stundum í 39 1. desember 1986. Fyrirtækja- skattur verður hækkaður nokk- uð jafnframt því sem greiðslur til lífeyrissjóða eiga að hækka. Frumvarpið felur einnig í sér skyldusparnað fyrir hátekju- fólk. Stjórnin stefnir að því að fá lögin samþykkt fyrir helgi svo að verkfallið verði þá stöðvað. Lögin ná ekki aðeins yfir þá Belgískur embættismaður sem sjónvarpið talaði við sagði að ótti Sovétmannanna væri ástæðulaus. Svínasóttarfaraldurinn hefur einkum herjað á vesturhluta Flæmingjalands, svínakjötssala hefur verið stöðvuð og Efna- hagsbandalag Evrópu hefur verkamenn sem nú eru í verk- falli heldur einnig opinbera starfsmenn sem eru að vonum reiðir þar sem þeir telja að enn hafi verið von um samkomulag með samningum. Forystumenn opinberra starfsmanna og Alþýðusam- bandsins segja að með lögunum sé frjáls samningsréttur afnum- inn í Danmörku. Þeir segja líka ekkert í frumvarpinu sem bendi til að kjör hina lægst launuðu verði bætt. Harðar deilur urðu í danska þinginu um frumvarpið í gær- kvöldi. Forystumenn sósíal- demokrata sögðu að þar sem meirihluti væri greinilega fyrir bannað allan útflutning á belg- ísku svínakjöti. En talsmaður landbúnaðar- ráðuneytisins sagði í fyrradag að ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar hefði að hluta til verið aflétt eftir að búið var að slátra um 18.500 svínum. frumvarpinu myndu þeir ein- beita sér að því að fá samþykkt- ar við það breytingartillögur til að koma í veg fyrir kjara- skerðinguna sem í því fælust. Þeir sögðu stjórnarfrumvarpið ganga jafnvel meiira á hlut laun- þega enatvinnurekendurhefðu ætlað. Sósíaldemókratar munu leggja til að vinnuvikan verði stytt um eina klukkustund strax 1. september og síðan niður í 37 stundir á öðru samningsári og launin hækki um 5% á hvoru ári. Þeir vilja líka koma á lág- launabótum fyrir þá lægstlaun- uðu. Talsmenn Alþýðusambands Danmerkur segja að samþykkt laganna muni óhjákvæmilega verða til þess að stuðla að óróleika á vinnumarkaðinum þar sem margir hópar verka- manna myndu ekki hlí.ta lögun- um. Atvinnurekendur segjast hins vegar nokkuð ánægðir með lagafrumvarpið sem muni bæta greiðslustöðu Dana við útlönd þótt þeir væru ekki alls kostar ánægðir með skattahækkanir á fyrirtækjum. Belgía: Sovétmenn óttast svínasóttina Myndbandaeftirlit með mengun skipa Franskir unglingar: Mótmæla kynþáttamisrétti París-Reuter: ■ Þjóðverjar hafa gert áætlun um að nota myndbandaupptök- ur úr flugvélum til að fylgjast með ferðum skipa við strendur Þýskalands þannig að hindra að þau mengi hafið við strend- urnar. Þjóðverjar hyggjast kynna þessar nýstárlegu meng- unarvarnir sínar á ráðstefnu 44 hafnarborga frá 16 löndum í öllum heimsálfum sem haldin verður 7. til 10. maí næstkom- andi í Hamborg, stærstu hafnar- borg Vestur-Þýskalands. Ráðstefnan, sem gengur und- ir nafninu Portex ’85 verður sú fjölmennasta sinnar tegundar til þessa í Vestur-Þýskalandi. ■ Vaxandi hreyfing franskra táninga sem andsnúnir eru kyn- þáttamisrétti stóð í gær fyrir mótmælaaðgerðum um allt Frakkland vegna morðs á ung- um marokkönskum manni sem ljóst er að skotinn var til bana fyrir að tala við franska stúlku. Hreyfingin, sem kallast SOS- kynþáttastefna, hélt klukku- stundarlanga fundi í gagnfræða- og menntaskólum um allt landið og þúsundir manna flykktust í mótmælagöngur þeirra. Stærsta gangan var í Miðjarðarhafs- borginni Menton þar sem hinn 28 ára gamii Aziz Madak var skotinn til bana síðast liðinn íimmtudag. Frönsku unglingarnir tveir sem myrtu Madak, og særðu vin hans, sem upprunninn er á eyju í Karabískahafinu sem Frakkar ráða, sögðu lögreglunni að þeir hefðu skotið á útlendingana vegna þess að þeir sáu „araba og svertingja tala við evrópska konu". Þetta voru fyrstu mótmælaað- gerðirnar sem samtökin SOS- kynþáttastefna hafa skipulagt. Hópur unglinga stofnaði sam- tökin seint á síðasta ári en síðan hafa þau breiðst útum alla franska skóla. Til marks um sívaxandi vin- sældir þessara samtaka er gífur- leg sala á tákni þeirra sem er barmmerki sem segir: „Láttu vin minn í friði." Barmmerki þessi hafa nú selst í 350.000 eintaka. Og eins og einn 16 ára mótmælandinn orðaði það: „Ég geng með þetta merki til þess að sýna fólki að það eigi ekki að mismuna vinum mínum vegna þes að þeir séu öðruvísi á litinn. Við erum öll frönsk." Hin unga hreyfing segist berj- ast gegn hugmyndum hinnar öfgafullu hægri sinnuðu Þjóð- fylkingar, en stefnuskrá hennar, sem er andsnúin innflytjendum vann þeim 11% atkvæða í kosn- ingum til Evrópuþingsins í fyrra og næstum 9% atkvæða í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum fyrir viku. í gær sýndi félagsmálaráð- herra Frakklands og talsmaður ríkisstjórnarinnar, Georgina Dufoix, samtökunum stuðning sinn með því að leggja blóm- sveig á leiði Madaks í fransk- múslimskum kirkjugarði í grennd við París. Flóð í Úkraínu: 12.000 fjölskyldur flýja heimiíi sín Moskva-Rvutcr ■ Meira en 12 þúsund fjöl- skyldur hafa verið fluttar frá heimilum sínum vegna mik- illa flóða í Kherson-héraði í Úkraínu í Sovétríkjunum að sögn sovéska dagblaðsins Izvestia. Flóðin stafa af skyndileg- um vorleysingum þar sem þykk íshellan á fljótum og ám eru að þiðna. Um 300 borgir og þorp eru sögð í hættu vegna flóðanna og sums staðar hefur vatnið flætt upp fyrir húsþökin. Sovétmenn hafa m.a. grip- ið til þess ráðs að grafa tíu metra breiðan skurð yfir veg- inn sem tengir borgirnar Odessa og Rostov til að reyna að hindra að leysinga- vatnið sópi veginum alveg burt. Amnesty International: Skýringa krafi- st á meintum pyntingum á Norður-írlandi London-Reuter ■ Amnesty International sagði í gær að breska ríkis- stjórnin ætti að birta opin- berlega niðurstöður rann- sóknar á meintum pynting- um lögreglunnar í Norður- Irlandi á 23 ára gömlum manni. Amnesty International, kannaði mál Paul Caruana eftir að lögreglan í Belfast yfirheyrði hann í ágústmán- uöi síðastliðnum og segir að allt bendi til þess að hann hafi verið pyntaður. Caruana heldur því fram að hann hafi verið barinn, að plastpokar hafi verið settir yfir andlit hans, fætur hans þvingaðir sundur og að lög- reglan hafi hrækt á hann og snýtt sér framan í hann þar sem hann lá á gólfinu. Amnesty segir að rann- sókn hafi farið fram innan lögreglunnar og krefst þess að staðreyndir málsins verði gerðar lýðum Ijósar. Caruana var handtekinn á forsendum laga um hermdar- verk sern heimila lögreglunni að loka fólk inni í allt að sjö daga, sé það grunað um að vera viðriðið særuliða- samtök. Amnesty hefur ennfremur spurt hvers vegna Caruana, sem var látinn laus eftir fimm daga, var ekki leyft að hafa samband við lögfræðing sinn strax eftir að hann var hand- tekinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.