NT - 28.03.1985, Page 7

NT - 28.03.1985, Page 7
Vettvarigyr radarstöðvanna. Rökin voru helst „að við værum skotmark“. Má ekki fullvalda ríki horfa í radar sem dregur ekki nema út að 200 mílna mörkunum í þotuflughæð? Því- líkt rugl. Næst fær maður að heyra það að það sé hættulegt að hafa sjón. Radar er ekkert annað en tæknileg framlenging sjónsviðs venjulegs manns. Hvenær kemur frumvarp í þinginu um að allir skuli hafa bundið fyrir augun? Radarstöðvar eru nauðsyn- legar til þess að fylgjast með því þegar ósvífnum herforingj- um í Kreml dettur í hug að senda sprengjuflugvél inn yfir íslenska landhelgi. Furðulegt að „friðarsinnar“ skuli ekki hafa mótmælt því að Rauði herinn skuli voga sér að vera að senda orustu- og sprengjuflugvélar inn fyrir 140 mílna mörkin langt inn í ís- lenska landhelgi! Hvað eru þessir menn að hugsa? Væri ekki rétt að fara í kröfugöngu að sovéska sendiráðinu og spyrja hvort sprengjuflugvél- arnar beri kjarnorkuvopn? Nei. Á sama tíma og sprengju- flugvél frá Rauða hernum er 100 mílur frá Norðaustur-landi hamast herstöðvarandstæðing- ar við að gera moldviðri út af tugargömlum áætlunum á pappír í USA hvernig varnar- skipulag NATO var þá! Ekki nóg með það. Þeirrar spurningar er ekki spurt hvort ekki séu til sams konar plön í Kreml. Eða hve mörg eintök eða útgáfur um að leggja undir sig þennan og þennan blett á jörðinni og koma upp alþýðu- tugthúsi. Málefnafátæktin er svo mikil að spurningin snýst eiginlega bara um hvernig á að gera upp þrotabú í málefna- legu gjaldþroti radarstöðva- andstæðinga. Radarstöðvarnar eru til þess að standa vörð um mestu mannréttindi í heimi. Þær eru til þess að fylgjast með og stugga frá útsendurum rang- lætisins í austri. Við viljum ekki rauðan frið. (frið- með kúgun) Við viljum halda öllum okkar réttindum - og skyldum. Radarstöðvarnar eru útverðir mestu mannréttinda í heimi. Atlantshafsbandalagið sem mun eiga og reka stöðvarnar eru almannavarnir mestu mannréttinda og velmegunar sem nokkurn tíma > hefur verið uppi í mannkynssögunni. Kristinn Pétursson Bakkafirði Reynir Bergsveinsson: Hvítir sauðir og svartir ■ Á liðnu ári var tekin sú ákvörðun að skera niður allt fé í Barðastrandarhreppi einnig á Patreksfirði og nærliggjandi bæjum, þar sem talin var hætta á smitun eða samgangi. Þessi ákvörðun var tekin vegna þess að ljóst var að riðuveiki hafði breiðst veru- lega út á síðustu árum og að erfitt væri að búa til frambúðar við þann illvíga sjúkdóm . Vonast er til þess, að eftir nákvæma sótthreinsun og endurbætur á húsum og um- hverfi, takist að koma aftur upp heilbrigðum fjárstofni. Bændur á svæðinu stóðu all- flestir að þessari erfiðu ákvörð- un um niðurskurð. Hlutskipti þeirra er ekki öfundsvert, þeir mega ekki hafa sauðfé í tvö ár. Sumir misstu þar að veru- legu leyti tekjur sínar og starf. Einnig missti fjölskyldan öll, konan, börnin.unglingarnir og bóndinn, stóran hóp vina sinna. Þau urðu auk heldur sjálf að handsama þá og af- henda til aftöku. f hverri sauðahjörð eru alltaf nokkrar kindur sem ávinna sér aðdáun og tryggð þeirra er umgangast féð og verður oft úr því gagnkvæm vinátta sem byrjar lambsveturinn og endist meðan báðir lifa. Þeir sem eiga góðan hund að félaga þekkja þetta, og trúlega hafa þeir, og margir aðrir, samúð með því fólki og fé sem á þennan hátt varð að skilja. Þegar leið á sláturtíð í haust kom fram að ekki voru alveg allir jafnfúsir að leyfa slátrun. Gunnar á Skjaídvararfossi vildi ekki slátra sínu fé, hann hefði svo gaman af kindum. En það var trúlega ekki gagnkvæmt. Kindurnar, sem árum saman háðu sitt stríð á. eigin spýtur, eftir að bóndinn var fluttur í burtu, og áttu allt undir því að þær kæmust án aðstoðar upp fyrir móðinn úr fjörunni, áður en sjór félli að. Þær eiga nú, vafalaust, betri tíð á hinum sígrænu engjum handan við móðuna miklu. Kristján á Lambeyri við Tálknafjörð, hann vildi heldur ekki siátra. Trúlega þykir hon- um vænt um féð sitt, en líklega ekki allt féð, (kannski eru það svörtu sauðirnir). Ég minnist þess líklega alla tíð, með hryllingi, þegar ég sumarið 1982 fór í gönguferð út með Tálknafirði að sunnan og kom út í svonefnda Suður- eyrardali. Þar á leið minni rakst ég á hvert kindarhræið af öðru. Flest virtust þau frá fyrra ári og voru öll í þrem reyfun- um. Þetta hlaut að hafa drepist á útigangi, en þó ekki úr hor því hér myndi nær alltaf vera beit. En ég fann aðra skýringu; þær hafa lagst niður og frosið fastar á ullardyngjunni. En þá koma annað, af hverju voru hræin heil, óupprifin, öll bein á sínum stað? Hér var fullt af ref sem ekki ætti að fúlsa við nýju kindakjöti um hávetur, og þá dregur hann beinin út um allt, hrafninn líka. Niður- staðan varð sú að féð hlaut að hafa drepist að sumri til þegar allt er fullt af eggjum og æti. Á svipuðum slóðum var full- orðið fé, um 15-20 að tölu og virtist að það hlyti sumt að vera útigengið því ærnar voru flestar í þrem reyfum. Það er kallað svo þegar á kindinni er ullin sem er að vaxa, reyfið frá í fyrra og reyfið frá árinu þar áður. Lömbin voru allmörg ómörkuð og veturgömul kind var líka ómörkuð. Sú kind vakti raunar mest athygli mína því annað slagið settist hún á rassinn og dró sig þannig áfram með framlöppunum. Ég hugs- aði, er hún riðuveik. En daginn eftirjrá kom alvaran. Glöggur maður kom með skýringuna. „Nei hún er ekki riðuveik, mér finnst líklegast að hún sé að maðka." Þessi skýring passaði líka fyrir sumardauðu hræin. En hryllilegra getur það tæp- lega orðið. Orsökin er að þegar ullin er orðin svona mikil sem kindin þarf að burðast með þá sígur hún niður og saur og þvag sest þar í, húðin brennur undan og verður blóðrisa og flugan lætur ekki sitt eftir liggja. Hvað tíminn er langur veit enginn en vísast er að bara beinin séu eftir í lærinu þegar yfir lýkur. Mér skilst að landbúnaðar- ráðherra hafi frestað niður- skurði á Lambeyri, en honum hefur illa yfirsést að hann skyldi ekki friðlýsa blessaðar skcpnurnar. Nú nýskeð urðu þær fyrir ómaklegri árás. Sem valdið hefur deilum og mis- skilningi. Patrekshreppur er ekki stórt landsvæði, mörkin eru á Raknadalshlíð og svo út í Tálkna. í hreppnum er engin önnur byggð en kauptúnið. Eigi að síður er hreppsnefnd skylt að skipuleggja og gera fjallskil. Skyldi það vera að árviss útigangur á fé í Tálknan- um sé að einhverju leyti van- ræksla hreppsnefndar Patreks- hrepps? Gæti skeð að nú ný- skeð þegar sendir voru 4 til að smala hefðu þeir þurft að vera fleiri? Eftir ferð mína sem fvrr er lýst í Suðureyrardali fór ég á fund sveitarstjóra Patreks- hrepps og spurði þá um fjall - skil. Hann sagði eitthvað á þá leið að ekki kæmi til mála að íbúar Patreksfjarðar færu að kosta smölun á fé bændanna. Það má lengi deila um hvað sé hverjum að kenna og hvað sé rétt og hvað sé rangt. En það hljóta flestir að viður- kenna að þegar fjöldi bænda fórnar fjárstofni sínum til að reyna að koma aftur upp heil- brigðu fé þá er ckki hægt að líða það að einn eða tveir menn eyðileggja ef til vill þá möguleika. Reynir Bergsveinsson fyrrum bóndi Fremri-Gufudal ■ ... það er orðið Ijóst, að kjósendur eru ekkert spenntir fyrir því að skipt verði um einstaklinga á þessari mynd. kerfi, sem mann hefði ekki órað fyrir. Þeir eru m.a. farnir að leggja til að útflutningsbæt- ur á landbúnaðarafurðir skuli lagðar niður, unnið verði að samdrætti í landbúnaði og flokka mest berjast þeir fyrir nýjum hugmyndum í landbún- aði. Og þetta gera þeir þrátt fyrir öfluga mótspyrnu sumra þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins, sbr. ræðu Egils Jónssonar á Búnaðarþingi. Þá eru þeir orðnir flokka fremstir í að berjast fyrir nýj- um hugmyndum og koma fram með fullmótaðar tillögur varð- andi nýsköpun atvinnuveg- anna. Flokka fyrstir gera þeir tillögur um viðamiklar breyt- ingar á „kerfinu," fækka sjóð- um og einfalda sjóðakerfið. Guðmundur Bjarnason og fleiri þingmenn flokksins hafa lagt fram fullmótaða tillögu á þingi um útflutning á hugviti. Hvar enda eiginlega þessar breytingar á flokknum? I nýrri framsókn? ....svo ekkiséminnst á íhaldið Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig tapað áttum. Að vísu færðist hann til hægri eins og miðja hans Jóns Baldvins (sem er fæddur í Alþýðuhúsinu fyrir vestan), en þó er eins og sumir flokksmenn hans hafi ekki almennilega áttað sig á þeirri breytingu. Á komandi landsfundi mun víst allt vaða í tillögum, sem Framsóknarflokkurinn hefur verið að þróa á síðustu misser- um. Þannig munu nýsköpunar- tillögurnar vera komnar frá aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins fyrir tæpu ári og tillögur um kerfisbreytingar komnar frá vinnu framsókn- armanna s.l. haust. Varla bendir það til að mikill málefnalegur mismunur sé á stefnu flokkanna. Vangaveltur um stjórnarslit hljóta því að vera út í hött. Við hljótum að taka undir með ríkisútvarpinu, sem s.l. laugardag lagðist snyrtilega gegn stjórnarslitum. Það var gert á þann hátt, að eftir viðtal við Friðrik Sófusson, þar sem varaformaðurinn gefur stjórn- arslit til kynna, heyrðist á öld- um ljósvakans mergjað út- lenskt popplag, sem hefst á orðunum: „Relax-don’t do it“ eða slappaðu av - gerru þa eggi“ í lauslegri þýðingu. Magnús Ólafsson Fimmtudagur 28. mars 1985 7 7 Málsvari frjálslyndls, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: HaukurHaraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjömsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Til stuðnings kúgaðri æsku S-Afríku ■ Kynþáttaaðskilnaðarstefna stjórnar Suð- ur-Afríku er þyrnir í augum kristinna manna um víða veröld. í því landi ríkir hvítur minnihluti í skjóli vopnaðs hervalds og meirihluti landsmanna, svarti kynstofninn, nýtur lítilla sem engra mannréttinda. Hann fær ekki aðgang að skólum hvítra manna sem lifa eins og yfirstétt fyrri tíma. Svartir menn eru miskunnarlaust drepnir láti þeir á sér kræla og leiðtogar þeirra eru lokaðir bak við lás og slá árum og áratugum saman. í stuttu máli: mannréttindi eru fótum troðin og lítilsvirt. Villimennskan og ódæðið veður uppi. Vestræn ríki hafa reynt að loka ekki augun- um fyrir þessum ósköpum. Viðskiptabann er víðtækt og heiðvirð ríki hafa sem minnst samskipti við hina hvítu fasista. Nú hefur norræn æska tekið höndum saman ásamt kirkjunni og fleiri aðilum til þess að safna fjármunum handa kúguðum bræðrum sínum og systrum, þeldökkum í Afríku. Aðgerðin kallast „Nordisk operation dagsverk“ og byggir á því að æskumenn á Norðurlöndum leggi af mörkum dagsverk til styrktar mannréttindasveltum jafnöldrum sínum. Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa - allir sem einn - undirritað stuðningsyfirlýsingu við þetta framtak og mikill einhugur ríkir um mál þetta, nú á ári æskunnar. En hér á landi lætur íslenski menntamála- ráðherrann sér sæma að bregða fæti fyrir aðgerðina með því að neita að gefa skóla- nemendum frí í einn dag. Sá rökstuðningur að nemar hefðu getað gert þetta þegar skólar voru lítt starfhæfir er ógildur, því að hún gaf heldur ekki leyfi sitt þá. Léttvæg vandamál okkar vegna kennara- deilu eru engin afsökun í þessum efnum. Hér er á ferðinni ákvörðun sem er okkur kristnum hvítum til háborinnar skammar. Þekking á sjávarútvegi ■ í könnun á viðhorfum almennings til sjávarútvegsins kemur fram að einungis 6,3% aðspurðra telur sig hafa þekkingu sína á sjávarútvegi úr skóla. 33,2% telja þekkingu sína komna úr starfi eða reynslu. 35,6% úr fjölmiðlum og 22,4% frá fjölskyldu eða vinum. Þetta er umhugsunarvert og segir sína sögu r um íslenskt skólakerfi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.