NT - 28.03.1985, Blaðsíða 5

NT - 28.03.1985, Blaðsíða 5
I a Fimmtudagur 28. mars 1985 5 l Fréttir Geta verðtryggð lán étið upp eignina mína? Sigið á ógæfuhlið- ina frá árinu 1982 Milljón króna gat - en engum um að kenna ■ Geta verðtryggð lán étið upp eign mína? Þessi spurning var efni fundar sem Kaupþing hf. efndi til nýlega. Niðurstaðan varð í stuttu máli sú, að á vissan hátt geta lán étið upp eignir manna, þ.e. þegar söluverð þeirra (verðmæti) hækk- ar ekki í takt við annað verðlag í landinu og þar með vcrötryggingu á skuldum þcim sem á þeim hvíla. En fasteignamarkaðurinn er ein- mitt sagður slæmur með það að þróast eftir öðrum línum en hið almenna verðlag. Fasteignaverð hrapað fráhausti 1982 Hausið 1982 virðist á vissan hátt hafa verið vendipunktur í fjárhags/ eignasölu margra íbúðarkaup- enda/ eigenda/seljenda. Fast- eignaverð var þá að raunvirði í hámarki miðað við það sem verið hefur hérá landi a.m.k. síðustu 10 árin, að sögn Stefáns Ingólfssonar hjá Fasteignamatinu. Þá fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina. Frá hausti 1982 til vorsins 1983 tók (raun) verðið að dala frá vorinu 1983 og næstu 5 mánuðina féll fasteignaverð hratt eða í kringum 25% að raungildi, þ.e. miðað við lánskjaravísitölu og annað verðlag. Samkvæmt þessu sagði Stefán það ljóst, að sá sem hefði átt um fjórðung af verði íbúðarinn- ar sinnar haustið 1982 hefði verið búinn að tapa þeini eignarhluta sínum nteð öllu haustið eftir, ef hann hefði þurft að selja þá. Erfiðara að selja einbýlis- hús en nokkru sinni fyrr Með mikilli hjöðnun verðbólg- unnar síðasta hiuta árs 1983 og í ársbyrjun 1984 sagði Stefán íbúða- verð í raun hafa hækkað nokkuð, þó það hefði ekki verið mikið í krónutölu. í jan.-febrúar 1984 kom svo undarlegur kippur, þegar fasteignaverð hækkaði á um einum mánuði í kringum 8%, en það er líka sú eina hækkun sem orðið hefur síðan, að sögn Stefáns. Frá því á síðasta ári hefur verðið svo verið á stöðugri niðurleið. Að sögn Stefáns hefur þó verið misjafnt hvernig verð íbúða hefur þróast. Litlu íbúðirnar hafi t.d. haldið verðgildi sínu mun betur en stærri fjölbýlishúsaíbúð- ir. Einbýlishús í byggingu hafi þó staðið sig sýnu verst í verðsaman- burðinum, enda sé nú erfiðara að 'selja slík hún en nokkru sinni fyrr. 20 milljarða skuldir á5árum Verðtrygging á fasteignaveðlán- um kom fyrst til sögunnar haustið 1979. Nú rúmum 5 árum síðar hvíla um 20 milljarðar króna í verðtryggðum lánunt á íbúðar- húsnæði landsmanna að mati Stefáns, eða um 15% af saman- lögðu heildarsöluverði þeirra sem hann áætlar um 130 milljarða króna. Þessi lán dreifast hins vegar misjafnlega - hlutfallslega mest hvílir á . ibúðum sem gengið hafa kaupum og sölum og einnig á íbúðunt úti á landi þar sem sölu- verð er lágt. Þeim sem selja þurfa eignir sínar á næstunni gefur Stefán ekki glæstar vonir. í gegn um tíðina hafi reglan virst sú, að breytingar á fasteignamarkaðinum - hækkun eða lækkun - eigi sér ekki stað fyrr en 1-2 árum síðar en«efnahagslíf- inu almennt. Megi því búast við að árið 1985 verði jafnvel enn lakara en 1984 hvað verðhækkanir snertir. Verðfall íbúða höfuðvandamálið Pétur Blöndal, framkvæmdastj. Kaupþings telur að verðfallið á fasteignamarkaðinum sé höfuð- vandamál margra þeirra húsbyggj- enda/kaupenda, sem mikið hafa verið til umræðu að undanförnu og mun stærri þáttur en misgengi launa og lánskjaravísitölu. Meiri- hluti húsbyggjenda sé að selja eina íbúð/hús upp í byggingarkostnað annars. Meðan byggingarkostnað- ur hafi hækkað hafi verð á eigninni NT-mynd Ámi Bjama ■ Verða þessar eignir étnar upp af verðtryggingunni? sem átti að selja hins vegar staðið í stað. Þetta hafi skilið eftir stórt gat í fjárhagsáætluninni hjá mörgunt. Einnar milljónar gat - engum að kenna Pétur tók dæmi af manni sem í fyrra átti 2 ntillj. kr. skuldlausa eign. Með því að fá600 þús. króna húsnæðislán, 450 þús. kr. lífeyris- sjóðslán og um 250 þús. króna eigin fé hafi hann talið auðvelt að fjármagna húsbyggingu upp á 3.3 millj. Síðan hafi byggingarkostn- aður hins vegar hækkað töluvert auk þess sem til hafi komið nokkur hundruð þúsund í ófyrirséðum kostnaði (t.d. dýrari grunnur), en fyrir íbúðina sem hann ætlaði að selja fær hann enn ekki nema 2 milljónir. Maðurinn sitji nú uppi nteð 1 miljj. króna gat í fjárhags- áætluninni. Vanda þessa manns og hans líka sagði Pétur ekki verða leystan með lengingu lána, eða krukki í lánskjaravísitölu. Hann væri cngu og engum að kenna öðru en því að íbúðaverð á fasteignamarkaðinum hafi raun- verulega lækkað og hækkun þess sé því þaö eina sem geti bjargað honum. öfug lánastefna Þá taldi Péturt.d. athyglisvert að í „húsnæðishópnum" svo- kallaða væri sárafátt af ungu fólki. Ástæðan sé sú að lánarétt- indi ungs fólks séu svo takmörk- uð að það geti ekki safnað á sig mjög miklurn skuldum. Pétur taldi það einmitt eitt hið vitlaus- asta við lánveitingar til húsnæð- iskaupa, að lánaréttur fólks vex með aldri þess. Lífeyrissjóðslán hækki með aldri manna og Hús- næðisstofnun láni mönnum aft- ur og aftur - hrcinlega ausi út niðurgreiddu fjármagni til Pét- urs og Páls. Hið sarna eigi við hjá öðrum lánastofnunum. Tók Pétur mið af sjálfum sér - hvergi lán að fá þegar liann kom heim frá nánii. En núna-þegar hann þurfi ekki á því að halda lengur - geti hann allsstaðar fengið lán. M.a.s. hjá Hús- næðisstofnun, svo fáránlegt sem það nú sé. Ekki að þvinga fólk út í nýbyggingar Bestu lausnina á húsnæðismál- um unga fólksins telur Pétur þá að hætta að skilyrða lánveitingar Húsnæðisstofnunar, þ.e. að hún láni unga fólkinu peningana og lofi því svo að ráða hvort það notar þá til kaupa á notuöu hús- næði eða til nýbygginga. Ekki að reka það nauðugt viljugt út í nýbyggingar með vitlausri lána- pólitík. Pétur benti á að lánveitingar til húsnæðismála séu í raun gífurlega miklar. Þannig sé árleg lánveiting Húsnæðisstofnunar nú komin í um 2 milljarða og annað eins komi frá lífeyrissjóðunum, eða alls um 4 milljarðar. Sú upphæð mundi t.d. nægja til að lána hverjum cinstaklingi í ákveðnum aldurs- árgangi (t.d. öllu 26 ára fólki í landinu) um I milljón króna á mann, eða um 2 ntillj. króna handa hverju pari. , SYNING A HUGBUNAÐI FYRIR ARGUS<€> IBMPC I I ■ TOLVUR 28.-30. MARS Fimmtudaginn 28., föstudaginn 29. og laugardaginn 30. mars n.k. sýna 15 fyrirtæki hugbúnað fyrir IBM PC tölvurnar. Á annað hundr- að mismunandi forrit eru á sýning- unni sem henta bæði einstakling- um með minni rekstur, fyrirtækj- um, skólum og stofnunum. Hér gefst tækifæri til að kynnast á ein- um stað þeim fjölbreytta hugbún- aði sem til er fyrir IBM PC tölvurn- ar. Þeir sem ætla að fylgjast með láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Sýnendur: FRAMSÝN TÖLVUSKÓLI H.F. GlSLI J. JOHNSEN HJARNI S.F. HUGBÚNAÐUR H.F. IBM Á ÍSLANDI ISLENSK FORRITAÞRÓUN S.F. ISLENSK TÆKI MAREL H.F. RAFREIKNIR H.F. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS TÖLVUFRÆÐSLAN S.F. TÖLVUMIÐSTÖÐIN H.F. TÖLVUÞEKKING ÖRTÖLVUTÆKNI H.F. SÝNINGARSTAÐUR: SKAFTAHLÍÐ 24 Opnunartímar: fimmtudag kl. 9—18 föstudag kl. 9—18 laugardag kl. 9—16 — — Skaftahlíð 24,105 Reykjavik.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.