NT - 28.03.1985, Side 13

NT - 28.03.1985, Side 13
 £ Fimmtudagur 28. mars 1985 13 Litlu sundfötin hennar Stéphanie prinsessu ■ Prinsessan var með „pjötlu-bikini" til skiptanna. Hún var í guium, rauðunt og hvítum sundfötum, sem fór vel við sólbrúnan litarhátt hennar. ■ Guðlaug María Bjarnadóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkuin Könstönsu og Mozarts í leikritinu Amadeus í Þjóðleikhúsinu 1982. nd ársins ■ Tom Hulce i hlut verki Mozarts AMADEUS. ieri situr við en gengur ekki ablæ á tónverk ■ Sagt er um Stéphanie prinsessu í Mónakó að hún njóti lífsins „í köflum'*, þ.e.a.s. það skiptist hjá henni í viss tímabil, hvort heldur er í starfi eða ástasamböndum. Hún naut þess af lífi og sál að starfa sem aðstoðarteiknari hjá Dior-tískufyrirtækinu í París. Þá sneri hún sér að því - eins og atvinnumanneskja - að sýna föt og þótti fyrirtaks sýningarstúlka. Allt í einu sneri hún sér frá „gömlu" vin- unum í París og varð ástfangin upp yfir haus af vini Alberts bróður síns, sem heitir Christi- an de Beauvais. Það var ekkert verið að tvínóna við hlutina, heldur stungu þau af í fcrð til Mauritius til að njóta lífsins. Mauritius er eyja í Indlands- hafi með góðum baðströndum og þar var notið sólar og hita meðan enn var kuldi og hált- gerður vetur í Evrópu. Stéphanie er fallega vaxin og var ekkert að fela kroppinn, en naut sólarinnar í pínulitlum sundfötum, sem hún rcyndar hafði teiknað sjálf. Hún var sífellt að skipta um sundföt, og sögðu margir, að hún væri að auglýsa eigin framleiðslu, því þegar hún kemur heim úr frí- inu stendur til að hefja fram- leiðslu á baðfötuni fyrir sumar- ið. Með henni í fyrirtækinu verður Amélic, leikkona og besta vinkonan og Alix hjá Dior sömuleiðis. Þær vinkon- urnar segja að Christina On- assis hafi lofað að eiginmaður hennar, ITiierry Roussel, skuli sjá um að koma framleiðslu þeirra á framfæri og verða sölustjóri. ■ Stéphanie prinsessa og Christian vinur hennar á ströndinni á, eyjunni Mauritius í Indlandshafi.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.