NT - 28.03.1985, Síða 4

NT - 28.03.1985, Síða 4
Fimmtudagur 28. mars 1985 Ólafsfjörður: Ætla að koma upp vél- væddri kavíarverksmiðju - Evrópumarkaður dugar en takist að selja til Bandaríkjanna er ástandið mjög gott ■ Undirbúningur að fram- lciðslu á niðurlögðum grá- sleppuhrognakavíar á sumri komanda stendur nú yfír á Ólafsfírði. Reynist söluhorfur eins og vonast er til er hugmynd- in að komið verði á fót vél- væddri grásleppuhrognaverk- smiðju með um 200 tonna vinnslugetu á ári fyrir grá- sleppuvertíðina sumarið 1986. Samkvæmt rekstraráætlun er talið að framleiðslan geti staðið undir sér með sölu á Evrópu- markaði, en takist að selja um- talsvert magn til Bandaríkjanna er útlitið talið mjög gott. „Iðnþróunarfélag Eyjafjarð- ar hefur kannað nokkra mögur- leika fyrir okkur og þetta virðist lítanokkuð vel útogekkert sem komið hefur fram ennþá sem dæmir þetta úr leik. Hins vegar verður ekki lengra komist í athugunum nema að hafa hrognin niðurlögð til að bjóða viðskiptavinunum þau til kaups", sagði Valtýr Sigur- bjarnarson, bæjarstjóri á Ólafs- firði. Hann sagði hugmyndina að byrja rólega, kaupa nokkuð af hrognum nú þegar vertíðin byrjar, leggja þau niður og fá söluaðila til að kynrw þau meðal væntanlegra kaupenda, til að fá frekari verðhugmyndir fyrir afurðirnar. í ljósi þess yrði síðan tekin ákvörðun um framhaldið, þ.e. hvort frekari framleiðslu yrði hætt ellegar að lagt verði í vélvæðingu, sem kosta mun um 6-8 milljónir, þannig að hægt yrði að starfa með gott fyrirtæki fyrir 1986. Framleiðslan í sumar yrði hins vegar að mestu hand- unnin og krefðist ekki mikils stofnkostnaðar. Valtýr sagði enn ekki hafa verið ákveðið hvernig þessari tilraun yrði hagað rekstrarlega, þ.e. hvort atvinnumálanefnd Ólafsfjarðar og þar með bæjar- yfirvöld gefi hugmyndina frá sér til 2-3 fyrirtækja á staðnum ellegar að bærinn taki þátt í þessu eitthvað áfram. Væntanlegur markaður hefur gífurlega mikið að segja um afkomuna. Áætlun miðuð við svonefnda „núllpunktsgrein- ingu“ gerir ráð fyrir að 200 tonna framleiðsla geti staðið undir kostnaði við algengt verð á Frakklandsmarkaði. Ef hins vegar er miðað við verð sem fengist hefur fyrir það fremur litla sem selst hefur til Bandaríkjanna, sagði Valtýr ekki þurfa nema um 60 tonn til skila sömu afkomu. Til að gefa hugmynd um þá stærð sem hér er getið má nefna að útflutningur á grásleppu- hrognakavíar hefur sveiflast frá 50 og mest upp í 233 tonn á undanförnum 15 árum. Söltun hrogna á undanförnum árum hefur verið á bilinu innan við I þúsundtonnoguppírúm2þús. i NOD: Norræn samstaða fyrir- spurnir ® Alþingi Framkvæmd þings- ályktana ■ JóhannaSigurðardótt- ir hefur beint til forsætis- ráðherra fyrirspurn í sam- einuðu þingi um fram- kvæmd þingsályktana. Spyr hún hvaða afgreiðslu þingsályktanir, bornar fram af einstökum þing- mönnum og samþykktar á Alþingi frá 1. janúar 1975 ti! 1. janúar 1985, hafi hlotið hjá stjórnvöldum. Er óskað eftir því að fram komi afgeiðsla stjórnvalda í hverri þingsályktun fyrir sig og hve langan tíma hver ályktukn var til með- ferðar hjá stjórnvöldum áður en til framkvæmda kom. Rafmagnseftirlit ríkisins Helgi Seljan spyr iðnað- arráðherra hvort uppi séu áætlanir um að draga úr starfsemi Rafmagnseftir- lits ríkisins með því að fela öðrum stofnunum ákveðin, veigamikil verk- efni þess. Einnig spyr hann hvað ráðuneytið hyggist gera til að tryggja enn betur þann þýðingar- mikla þátt öryggismála sem Rafmagnseftirlitið annast nú. Viðmiðunarverð á skipum Skúli Alexandersson spyr sjávarútvegsráðherra um viðmiðunarverð Fisk- veiðasjóðs á skipum, hvort sjóðurinn liafi orðið við þeirri beiðni ráðherra að ákveða viðmiðunar- verð er gildi við endursölu á þeim skipum sem kunna að verða seld á nauðung- aruppboði. Breytingar á niður- greiðslum Hjörleifur Guttormsson spyr landbúnaðarráðherra hvaða breyting hafi orðið á hlutfalli niðurgreiðsla á útsöluverði helstu land- búnaðarafurða sl. 5 ár, hvert væri verð á einingu á helstu landbúnaðaraf- urðum til neytenda nú ef sama niðurgreiðsluhlutfall væri í gildi og á árinu 1982 og óskast gildandi verð á einingu tilgreint til saman- burðar. Þá er einnig spurt um heildarupphæð niður- greiðslna á árunum 1975- 1984 á verðlagi ársins 1985 Sjávarútvegur á Suðurnesjum Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason spyrja sjávarútvegsráð- herra hvórt hann sé reiðu- búinn til að gera sérstakar ráðstafanir er megi verða til þess að endurreisa og endurbæta rekstur sjávar- útvegs á Suðurnesjum með hliðsjón af því ugg- vænlega ástandi sem þar ríkir. Er ráðherra spurður hvort hann sé tilbúinn að úthluta viðbótarkvóta til þeirra skipa sem gerð eru út á svæðinu og hafa þá hliðsjón af þeim samdrætti í veiðikvóta sem orðið hef- ur við sölu margra veiði- skipa frá Suðurnesjum að undanförnu og hvort ráð- herra sé reiðubúinn til þess að leita leiða til að koma á miðlun afla ti! þessa svæðis, frá stöðum sem ráða ekki við þann afla sem á land berst, nema að fá til erlent vinnu- afl. gegn Apartheid Akureyri: Byggingalist og endurbætur í USA ■ Undanfarnar vikur og mán- uði hefur átt sér stað mikið undirbúningsstarf meðal ís- lenskra framhaldsskóla- nemenda og Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir norrænt verk- efni í tilefni af ári æskunnar. Yfirskrift þessa verkefnis er „Nordisk Operation Dagsværk", en þetta er aðgerð, sem á að sýna samstööu æsku- fólks með jafnöldrum þess í þriðja heiminum. Um nokkurra ára skeið hafa framhalds- skólanemendur hinna ýmsu Norðurlanda gengist fyrir svip- uðum aðgerðum, en þetta er í fyrsta skipti sem unnið er á samnorrænum grundvelli. í ár varð fyrir valinu að styðja mál- stað meirihluta suður-afrískra ungmenna, sem hafa verið svipt öllum raunhæfum rétti til náms og sómasamlegs mannlífs vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Tilgangurinn með verkefninu er að vekja athygli á og sýna samstöðu með hagsmunum æsk- ufólks í Suður-Afríku og bera aðstæður þess saman við það sem tíðkast hér á Norðurlönd- um. Með þessu er vonast til að aukin skilningur fáist á þeim siðlausa en lögboðna aðstöðu- mun hvítra manna og svartra, sem hefur viðgengist í Suður- Afríku og að almeningur á Norðurlöndum leggi sitt af mörkum til þess að skapa suður- afrískri æsku möguleika til menntunar og mannsæmandi tilveru. Upphaflega stóð til að fram- haldsskólanemendur gengju út úr skólunum í einn dag til þess að vinna fyrir lágmarkslaun öll tilfallandi störf og gæfu svo afraksturinn til Samkirkjuráðs Suður-Afríku. Samkirkjuráðið (samtök Desmonds Tutus frið- arverðlaunahafa) nýtti síðan þessa fjármuni til uppbyggingar menntamála í hinum svoköll- uðu heimahéruðum, þar sem ástandið er verst og þörfin mest. Með tilvísun til þróunarinnar í framhaldsskólunum undanfarn- ar vikur fékkst ekki leyfi yfir- valda menntamála til þess að sleppa kennsludegi og fram- haldsskólanemendur munu því afla fjárins með almennri söfnun, sem fer fram á morgun, fimmtudaginn 28. mars. Að undanförnu hefur verið hér á ferð æskulýðsfulltrúi Sam- kirkjuráðs Suður-Afríku, Jac- kline Williams, en hún hefur ferðast um landið og kynnt málstað sinna samtaka. Hún er frá þeim hluta Suður-Afríku sem hvað mest hefur verið í fréttum að undanförnu, Port Elisabeth, og að sögn hennar fer ástandið í heimalandi henn- ar stöðugt versnandi og því þörfin á stuðningi og samstöðu fra Vesturlöndum mjög brýn, jafnframt sagðist hún fagna framtaki norræns æskufólks og sagðist vona að íslenskur al- menningur væri allur jafn rétt- sýnn og unga fólkið. Á morgun gefst mönnum tækifæri á að sýna stuðning sinn í verki, með því að taka vel málaleitan fram- haldsskólanema. (í helgarblaði NT verður rætt við frk. Williams um ástandið í Suður-Afríku.) ■ Björgunarsveitin OK, í uppsveitum Borgarfjarðar, efn- ir til fjáröflunarsamkomu til styrktar sveitinni n.k. laugardag í Félagsheimilinu Logalandi. Eitt meginviðfangsefni björgun- arsveitarinnar nú, er að greiða afborganir af fjallarútu þeirri, sem sveitin keypti fyrir nokkru af Sæmundi Sigmundssyni, og ■ Hljómsveitin Centaur ásamt staðgengli bassa- leikarans sem var forfallað- ur þegar myndin var tekin. Centaur í Safarí ■ Hljómsveitin Centaur heldur hljómleika í Safarí í kvöld, fimmtudaginn 28. mars kl. 22.00 til 00.30. Miðaverð verður 200 krónur. vonast björgunarsveitarmenn því til að Borgfirðingar slái tvær tlugur í einu höggi - skemmti sér á Logalandi og styðji sveit- ina um leið. Björgunarsveitin OK á einnig sjúkrabíl er hún þáði að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Heiðari fyrir um áratug. Hefur bíllinn síðan komið að góðum notum hér í uppsveitum Borgarfjarðar og orðið til bjargar fleiri en einu ■ Akureyringum gefst þess kost- ur á laugardag að skoða sýningu, sem lýsir endurbótum á eldra húsnæði og eldri bæjarhlutum í mannslífi. Fjáröflunarsamkoman á Logalandi hefst með bingói þar sem fjöldi góðra vinninga eru í boði, en hinn heppnasti mun halda heim með heimilistölvu. Jafnframt verður kórsöngur og flutt gamanmál. Að lokum verður stiginn dans, fyrst við harmonikkuleik en síðan diskó- músík eitthvað fram eftir nóttu. bandarískum borgum. Sýningin heitir „Architectural Renewal Ex- hibit" og að henni standa Arkit- ektafélag lslands og Menningar- stofnun Bandaríkjanna í Reykja- vík. Sýning þessi opnar í Dynheim- um kl. 17 á laugardaginn 30. mars. Á sunnudeginum verður hún opin kl. 14-22 og fram til 4. apríl verður hún opin kl. 18-22. Á opnunardaginn verður sýnd kvikmynd frá Boston og nágrenni, scm fjallar um endurbyggingu gamalla borgarhluta. Tengiliður Arkitektafélags íslands og sýningr arinnar á Akureyri er Finnur Birg- isson. ■ Sjúkrabíllinn sem OK hefur ■ Björgunarsveitin OK vonast til að bingóspilarar aðstoði þá við að safna saman fé í afborganirnar átt og rekið í um áratug. af fjallarútunni sem þeir keyptu nýlega af Sæmundi. NT-myndír: Magnús Björgunarsveitin OK aflar fjár fyrir fjallarútu Frá fréttarítara NT í Horgarfiröi, Magnúsi Magnússyni:

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.