NT - 28.03.1985, Page 23

NT - 28.03.1985, Page 23
Lt L íþróttakennarar á fullu gasi ■ íþróttakennarafélag íslands er 50 ára á þessu ári. Um helgina ætla íþróttakennarar að fagna þessum tíinamótum, og gera sér ýmislegt til gagns og gantans í leiðinni. Dagskrá verður í gangi frá föstudegi til sunnu- dagsmorguns. Afmælishátíðin hefst með fundi á föstudag kl. 16 í húsi BSRB á Grettis- götu 89, 4. hæð. Fundur- inn hefst með afmælis- kaffi. Á laugardagsmorg- un er byrjað með nám- skeiði í badminton, og síðan haldið áfram nteð blakiðkun frá hádegi. Þetta gerist í íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópavogi. Um kvöldið er hátíð í húsi rúgbrauðsgerðarinn- ar í Borgartúni 6, og þar verður gleði fram eftir sunnudagsmorgni. íþróttakennarafélagið vill hvetja íþróttakennara til að að mæta. Everton kaupir Paul Wilkinson ■ Everton keypti í gær Paul Wilkinson frá Grimsby. Þessi ungi framherji Grimsby og u- 21 árs landsliðs Englend- ing kostaði Everton 250 þúsund pund sem þykir mjög mikið. Það er því greinilegt að Everton ætl- ar ekkert að gefa eftir í baráttunni um meistara- titilinn. Einnleikur var í 1. deild í Englandi í gær. Aston Villa sigraði vonlaust lið Stoke með tveimur mörk- um gegn engu, 2-0. Fimmtudagur 28. mars 1985 23 FH-Metaloplastika: Augnakonfekt á fjölum hallarinnar ■ Sigurvegarar í bikarkeppni Blaksambandsins: Þróttur. Bikarkeppni karla í blaki: ■ Á morgun, löstudag, kl. 20:30 verður enn einn stórleik- urinn í handknattleik hér á landi. FH-ingar fá þá eitt besta félags- lið í heimi í heimsókn í undan- úrslitum Evrópukeppni meist- araliða í handknattleik. Að þessu sinni er það júgóslavneska íiðið Metaloplastika-Sabac sem leikur á fjölum Laugardalshall- ar. Það á ekki aö þurfa að fara mörgum orðum um þctta lið. í því eru 8 leikmenn sem leika Þróttur meistari í sjötta skipti Unnu léttan sigur á Stúdentum 3-0 ■ Þróttarar tryggðu sér sigur i bikarkeppni Blaksambands Is- lands í gærkvöldi er þeir sigruðu Stúdenta í þremur hrinum gegn engri. Þetta er í sjötta sinn sem Þróttarar vinna bikarkeppnina. ÍS varð bikarmeistari í fyrra. Leikurinn í gær var ekki eins ójafn og tölurnar gefa til kynna. Tvær hrinur þurfti að fram- lengja og voru þær báðar hörku- spennandi. Þróttarar byrjuðu mjög vel í fyrstu hrinunni og komust fljót- Ljómabikarinn: ■ Bikarinn, sem keppt var um í úrslitum karla- flokks í Bikarkeppni Blaksambands íslands í gærkvöldi, er einn glæsi- legasti bikar sem keppt er um á opinberum mót- um hérlendis. Hann var gefinn af Smjörlíki hf. fyrir nokkrum árum, og er því nefndur Ljómabik- arinn. lega í 8-1. Þá náðu Stúdentar að rétta úr bakinu og minnkuðu muninn í 12-8 en Þróttur var sterkari á lokasprettinum og vann hrinuna 15-8. ÍS var betri aðilinn í byrjun annarrar hrinu og komust yfir 11-12. Síðan var skellt á báða bóga en Þróttarar áttu síðasta skellinn og unnu 17-15. ÍS byrjaði aftur vel í þriðju hrinu staðráðnir í að vinna. Komust þeir í 4-0 og 13-6, þá sögðu Þróttara hingað og ekki lengra. Lauk hrinunni síðan með þeirra sigri 16-14 eftir fjöruga viðureign. Sveinn Hreinsson lék vel fyrir Þrótt til að byrja með og Leifur Harðarson átti góðan sprett í seinni hluta leiksins. Hjá ÍS voru menn frekar jafnir en Stef- án Magnússon þó í betra lagi. með júgóslavneska landsliðinu, sem kom hingað fyrr í vetur. Eins og íslendingar sáu þá, þá er hér um frábæra handknatt- leiksmenn að ræða. FH og Metaloplastika hafa þegar spilað fyrri leik liðanna en hann fór fram um síðustu helgi í Sabac í Júbóslavíu. Þá unnu Júkkarnir með 15 marka mun 32-17. Er ekki að efa að það verður full rnikið verkefni fyrir FH-inga að vinna upp þennan mun. Hins vegar er möguleiki á að sigra í leiknum ef allt leggst á'eitt, góður leikur FH, áhorfendur og heppnin. Liðið Metaloplastica er frá iðnaðarborginni Sabac í Júgósl- avíu en þar búa um 80 þúsund manns. Árangur liðsins á undanförnum árum er frábær. Þeir hafa orðið júgóslavneskir meistarar 4 ár í röð og eru nú rneð 11 stiga forskot í deildinni. Áður en liðið mætti FH í Evrópukeppninni var það búið að leggja að velli m.a. stórlið frá Tékkóslóvakíu og Rúmeníu á bæði heimavelli og útivelli. Það ber ölium saman um að hér fer eitt besta, ef ekki besta, félags- lið í heiminum í dag. Það verður því algjört augnakonfekt að fylgjast með þessum köppum leika listir sínar í Laugardalshöll annað kvöld, kl. 20.30. Guðmundur Magnússon þjálfari FH: „Eigum möguleika með toppleik“ Landsliðið til Kuwait Mjög skyndilegt boð ■ Pálmar Sigurðsson Haukum (til hægri) og Jónas Jóhannesson Njarðvík óska hvoröðrum til hamingju með verðlaunin, sólarlanda- ferðir með FRÍ-klúbbnum. Afhendingin fór fram á FRÍ-klúbbs- kvöldi á Gauki á Stöng í fyrrakvöld. NT-mynd Samúcl Örn Erlingsson. Pálmarog Jónas með FRÍklúbbnum ■ Þeir Pálmar Sigurðsson og Jónas Jóhannesson körfuknatt- leiksmenn fara að líkindum í utanlandsferð með FRÍ-klúbbi Útsýnar til sólarlanda í sumar. FRI-klúbburinn færði þeim báðum ferðavinning í verðlaun fyrir góða frammistöðu í síðasta úrslitaleik Hauka og Njarðvík- inga í úrslitakeppni íslands- mótsins í körfuknattleik. FRÍ-klúbbsstjórnendur ákváðu fyrir úrslitakeppnina að veita þeim leikmanni sem þætti að mati dómsnefndar leika best í síðasta leik liðanna sólarlanda- ferð í verðlaun. Ellefu manna nefnd körfuknattleiksmanna frá Njarðvík og Hafnarfirði, 'olaðamanna og eins fulltrúa FRÍ-klúbbsins, greiddi atkvæði þremur bestu leikmönnunum, og gaf hver meðlimur nefndar- innar þeim besta 10 atkvæði, næsta 5 atkvæði og þeim þriðja 2 atkvæði. Aðeins fjórir körfu- knattleiksmenn liðanna fengu atkvæði, þrír Njarðvíkingar, Jónas Jóhannesson, Valur Ingi- mundarson og fsak Tómasson, og svo Pálmar Sigurðsson í Haukum. Pálmar hlaut flest at- kvæði, 52, Jónas fékk 50, Valur fékk 44 og ísak 41. Þar sem atkvæði féllu svo jafnt, var ákveðið að veita öðr- um manni einnig verðlaun. Niðurstaðan varð sú, að Pálmar fékk ferðavinning að verðmæti 20 þúsund krónur, og Jónas vinning að verðmæti 10 þúsund krónur. Að áuki voru veittar viður- kenningar, t.d. var Gunnar Þor- varðarson þjálfari Njarðvíkinga gerður að félaga í FRÍ-klúbbn- um oggefið skírteini upp á það. ■ íslenska landsliðið í knatt- spyrnu hefur þegið boð frá Kuwait um að koma og spila landsleik við Kuwait um helg- ina. Boð þetta kom mjög óvænt svo KSf gat cinungis tilkynnt „útvöldum" aðilum það. Landsliðið sem fer til Kuwait hefur verið valið og skipa það: Stefán Jóhannsson KR Friðrik Friðriksson, Fram Þorgrímur Þráinsson Val Árni Sveinsson ÍA Kristján Jónsson Þrótti Halldór Áskelsson Þór Ak Guðmundur Steinsson Fram Einar Ásbjörn Ólafsson Víði Ragnar Margeirsson ÍBK Guðmundur Þorbjömsson Val Gunnar Gíslason KR Guðni Bergsson Val Njáll Eiðsson Ómar Torfason KA Fram Liðið hélt utan í dag. Kuwait borgar allan kostnað 20 manna. ■ „Ef við spilum eins vel og við getum þá eigum við mögu- leika á að sigra þessa karla. Þá þurfa allir áhorfendur að styðja vel við bakið á okkur og öll vafaatriði í leiknum að vera okkur hagstæð,“ sagði Guð- mundur Magnússon þjálfari FH á blaðamannafundi sem Hand- knattleiksdeild FH boðaði til vegna Evrópuleiks FH og júg- óslavneska liðsins Metaloplas- tika - Sabac í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða. „Leikur okkar úti einkenndist af miklum mistökum á síðasta korterinu og þeir voru fljótir að refsa fyrir öll mistök. Þetta lið er ótrúlega gott, leikmennirnir sem spila með landsliðinu, en það eru einir 8, eru bara betri með þessu liði en með landslið- inu og það sáu allir sem fylgdust með leikjum íslenska landsliðs- ins og því júgóslavneska að þessir karlar eru snillingar,“ bætti Guðmundur við. „Ég held að þetta sé örugg- lega besta félagslið í heiminum í dag. Lið með 8 Ólympíumeist- ara er ekkert smávegis gott,“ sagði Guðmundur Magnússon þjálfari FH. Óvænt hjá Wales-búum Frá Hcimi Bergssyni í Englandi: ■ Wales-búar unnu mjög óvæntan sigur á Skotum í 7. riðli í undan- keppni HM á Hampten Park í Skotlandi í gær. Það var að sjálfsögðu Ian Rush sem skoraði mark Wales. Markið var sér- lega glæsilegt. Hann snéri sér á punktinum inní víta- teig og skaut í bláhornið. Þessi sigur opnar riðilinn uppá gátt. Skotar, Spánn og Wales hafa öll 4 stig en ísland er með 2. Undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu: Létt hjá V-Þjóðverium Frá Guðmundi Karissyni í Þýskalandi »g Reyni Þór í Hollandi: Stórsigur Þjóðverja ■ V-Þjóðverjar unnu stóran sigur á Möltubúum í Saar- brucker í gær. Leikurinn end- aði 6-0 eftir að staðan í hléi hafði verið 5-0. Þjóðverjarnir stilltu upp gíf- urlegu sóknarliði og uppskáru fimm mörk fljótlega. Fyrst skoraði Rahn, þá fékk Litt- barski víti en skaut í stöng og Magath náði boltanum og skoraði. Rahn skoraði 3-0 og Littbarski og Rummenigge komu Þjóðverjunum í 5-0 fyrir hlé. í síðari hálfleik siökuðu þeir á en Rummenigge bætti þó við sjötta markinu. Staðan í 2.riðli: V-Þýskal................4400 13 3 8 Portúgal .............. 5302 8 76 Sviþjód...........4202 7 A 4 Tékkó..............2 10 1 5 22 Malta...................5005 3 20 0 Belgar heppnir Belgíumenn voru frekar heppnir að sigra Grikki í Bel- gíu í gærkvöldi. Leikurinn var frekar jafn en Grikkir þó mun betri í fyrri hálfleik. Leikurinn endaði 2-0. Eftir að staðan hafði verið 0-0 í leikhléi. Það voru Grikkir sem byrj- uðu betur og komust þeir oft í gegnum rangstöðugildru Belg- anna. Vercauteren skoraði fyrra mark Belganna á 24. mín. seinni hálfleiks. Scifo, sem lítið hafði sést í leiknum bætti við marki rétt fyrir leiks- lok. Lokatölur 2-0 og Belgar kátir. Staðan í 1 . riðli er nú þessi: Belgia 42 1 1 5 3 5 Pólland 2 1 10533 Albanía 4 1 1 2 57 3 Grikkland .... 4112353 Júgósigur Júgóslavar unnu nauman sigur á Luxemborgurum í 4. riðli með einu marki gegn engu. Það var Gudelj sem gerði eina markið á 26. mínútu leiksins. Júgóslavar voru mun betri allan leikinn en vörn Lúxara var hreint frábær og fjölmenn. Staðan í 4.riðli: Frakkl.............33007 06 Júgóslavia.........32 1 04 2 5 Búlgaría...........3 1114 13 A-Þýskal...........3 1027 52 Lúxemborg..........4 0 0 4 0 14 0 Sovét vann Sovétmenn unnu sigur á Austurríkismönnum í vináttu- leik í gærkvöldi, 2-0. Demyan- enko og Protasov skoruðu mörkin. Sovétmenn voru mun betri. Jafntefli Spánverjar og N-írar gerðu markalaust jafntefli á Spáni í gærkvöldi. Leikurinn var vin- áttuleikur og ekkert merkileg- ur.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.