24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? VÍÐA UM HEIM Algarve 32 Amsterdam 20 Alicante 27 Barcelona 28 Berlín 19 Las Palmas 27 Dublin 17 Frankfurt 19 Glasgow 14 Brussel 19 Hamborg 16 Helsinki 20 Kaupmannahöfn 16 London 18 Madrid 33 Mílanó 22 Montreal 18 Lúxemborg 18 New York 26 Nuuk 6 Orlando 24 Osló 19 Genf 25 París 21 Mallorca 25 Stokkhólmur 20 Þórshöfn 13 Vestlægar áttir og yfirleitt léttskýjað. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast víða í innsveitum. VEÐRIÐ Í DAG 11 11 9 10 11 Hlýjast í innsveitum Hægviðri og bjart veður, en þokubakkar úti við norður- og vesturströndina. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. VEÐRIÐ Á MORGUN 11 11 13 10 12 Allt að 20 stiga hiti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, fagnaði ráðn- ingu miðborgarþjóna á fundi með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í gær. Þá boðaði hann áframhaldandi þróun á samstarfi af þessu tagi milli lögreglu og sveitarfélaga sem hann sagði mikinn ávinning af. Hverfagæsla kæmi hins vegar aldrei í stað öflugrar löggæslu í borginni en þeir væru sammála um mikilvægi hennar. „Þetta var annar fundurinn sem ég held með Birni en auk þess fundum við reglulega með öllum sem koma að málefnum miðbæj- arins,“ segir Ólafur og bætir við að lítið hafi farið fyrir aðgerðum fyrri meirihluta í málefnum miðborgar- innar. „Við ætlum að halda áfram að vera á tánum í þessu máli út kjörtímabilið.“ fifa@24stundir.is Borgarstjóri fundar með dómsmálaráðherra Aukið samstarf Á vakt Fjöldi lögreglumanna á vakt í miðbænum hefur ver- ið gagnrýndur mjög. Íbúðalánasjóður mun verja allt að 30 milljörðum króna í lánveit- ingar til banka, sparisjóða og lána- fyrirtækja samkvæmt reglugerð sem Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra undirritaði í gær. Til- gangur lánveitinganna er að endur- fjármagna tímabundið íbúðalán sem þessi fyrirtæki hafa veitt. Í reglugerðinni er kveðið á um skilyrði fyrir lánveitingu. Þau eru að hún sé til þess fallin að tryggja öryggi og framboð lána á íbúða- markaði og eðlilega verðmyndun á íbúðalánamarkaði. Setning reglugerðarinnar er í samræmi við yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar frá 19. júní þar sem kynntar voru aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði. elias@24stundir.is Nýir lánaflokkar hjá Íbúðalánasjóði Ver 30 milljörðum til nýrra lánaflokka Bæjarráð Akureyar hefur hafnað erindi frá starfsmannafélögunum Einingu-Iðju og Kili þar sem óskað er eftir að starfsmenn bæjarins fái viðbótareingreiðslu, eins og starfs- menn sumra annarra sveitarfélaga hafa fengið, vegna góðrar afkomu. Á heimasíðu Einingar-Iðju segir að niðurstaðan komi á óvart. „Það er ekki lengra síðan en 1. júlí sl. að fjölmargir ef ekki allir sem tóku til máls á bæjarstjórnarfundi, þegar ársreikningar fyrir síðasta ár voru samþykktir, lýstu ánægju sinni með afkomuna og þökkuðu starfsfólki bæjarins fyrir vel unnin störf. Það kemur því á óvart að þetta tækifæri hafi ekki verið nýtt til að verðlauna fólkið sem nýlega var ausið lofi.“ Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs, segir aukagreiðslur ekki samrýmast stefnu bæjarins.. „Við semjum um kjör við okkar starfs- menn og greiðum laun samkvæmt þeim samningum,“ segir hann. þkþ Starfsmenn fá ekkert auka „Mitt hlutverk verður að aðstoða forsætisráðherra við að leiða saman fólk til að koma með lausnir," segir Tryggvi Þór Her- bertsson, sem skipaður hefur ver- ið efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra til sex mánaða. „Ég er ekki töframaður, frekar en aðrir, en ég ætla að leggja mitt ýtrasta af mörkum til þess að að- stoða við að hrinda í framkvæmd því sem er í undirbúningi, koma með nýjar hugmyndir og almennt að aðstoða forsætisráðherra í því hlutverki hans að vera ráðherra efnahagsmálanna." Tryggvi Þór segir að ekki megi skilja ráðningu hans til sex mán- aða á þann veg að gert sé ráð fyrir að verkefninu verði lokið innan þess tíma. „En við skulum vona að við verð- um komin áleiðis." Hann segir m.a. nauðsynlegt að ná niður verðbólgunni því nái hún að grafa um sig muni það leiða til mikillar kjararýrnunar fyrir almenning. mbl.is Nauðsyn að ná niður verðbólgu Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Þar sem meirihluti flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands, FÍ, greiddi atkvæði gegn kjarasamningnum sem undirritaður var milli flug- félagsins og Flugfreyjufélags Ís- lands 18. júní síðastliðinn eru samningaviðræður komnar aftur á byrjunarreit, að sögn Ástríðar Ing- ólfsdóttur, varaformanns Flug- freyjufélags Íslands, FFÍ. Hún segir flugfreyjur einkum vera óánægðar með að vaktaálag þeirra skuli vera lægra en annarra stétta sem vinna við hlið þeirra, eins og hún orðar það. Breyttar greiðslur í útkalli Nú í vikunni var flugfreyjum hjá Flugfélagi Íslands tilkynnt að horfið yrði til fyrra greiðslufyrir- komulags vegna útkalls á frídegi. „Flugfreyjulaun eru byggð upp á föstum launum og það er ákveð- inn tímafjöldi á bak við þau laun. Ef þær koma til vinnu á frídegi fá þær greiddar flugstundir, lágmark 4 tíma, auk þess sem þær fá frídag- inn bættan með öðrum frídegi. Framkvæmdin var orðin þannig á tímabili að farið var að greiða flugstundagjald fyrir vakttíma. Í raun má segja að þessi misskiln- ingur eða hvað sem það var hafi orðið þess valdandi að farið var að ofgreiða miðað við launaupp- bygginguna,“ segir Einar Björns- son, flugrekstrarstjóri hjá Flug- félagi Íslands. Ástríður bendir á að ekkert ákvæði sé í kjarasamningum um hvernig þessum greiðslum skuli háttað. „Það hefur verið allavega útfærsla á þessu og þess vegna var reynt að koma föstu formi á þetta í kjarasamningnum sem var felld- ur. Það er engum skylt eða óskylt að selja frídag á einn eða annan hátt. Frídagarnir eru heldur ekki það margir að félagsmenn telja eðlilegt að verja þeim heima í góða veðrinu með fjölskyldunni. Þar að auki er óheimilt samkvæmt or- lofslögum að vinna í orlofi við þá vinnu sem maður er í orlofi frá.“ Flugfreyjur FÍ felldu samning  Segja vaktaálagið lægra en stétta sem vinna við hlið þeirra  Tilkynnt um breyttar greiðslur vegna útkalls á frídegi Á byrjunarreit Viðræður FFÍ og FÍ eru hafnar á ný hjá ríkissáttasemjara. ➤ Kjarasamningurinn sem Flug-freyjufélag Íslands og Flug- félag Íslands undirrituðu 18. júní síðastliðinn hljóðaði upp á 3,3% grunnkjarahækkun auk annarra hagræðinga. ➤ Samningurinn átti að gilda til31. janúar 2009. SAMNINGURINN STUTT ● Árborg Sveitarfélagið ætlar að bjóða íbúum Árborgar nið- urgreiðslu á íþrótta- og tóm- stundastarfi barna og ung- linga innan sveitarfélagsins og er stefnt að því að þær hefjist í haust. ● Akureyri Átta tilboð bárust í byggingu stúku á félagssvæði Þórs en opnað var fyrir tilboð hjá Fasteignafélagi Akureyrar í fyrradag. Lægsta tilboðið átti Fashion Group, um 282 millj- ónir, 95% af kostnaðaráætlun. ● Bíldudalur Vestfjarðamót Héraðssambandsins Hrafna- Flóka fellur niður í ár vegna dræmrar þátttöku. þkþ Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Indverji sem tók staðgengil fyrir eiginkonu sína niður í dómshús í bænum Kolkata til að sækja um skilnað, á nú yfir höfði sér kæru, eftir að raun- veruleg eiginkona hans komst að ráðabrugginu. Eiginkonan hefur síðan kært manninn fyrir framhjáhald og blekkingar og hefur æðra dómstig ógilt „skilnaðinn“. aí Indverji sótti um skilnað Með gervifrú SKONDIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.