24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Norrænu jafnréttisráðherrarnir hafa samþykkt að unnið verði verk- efni um kynferði og völd á Norð- urlöndum. Eitt af meginþemum jafnréttissamstarfs Norrænu ráð- herranefndarinnar á árunum 2006 til 2010 er kynferði og völd. Meginmarkmið verkefnisins er að fá fram rannsóknaniðurstöður sem unnt verður að nýta við stefnumótun í stjórnmálum, jafn- framt því að benda á jafnréttis- aðgerðir sem hafa áhrif á, og liggja að baki, valdaskiptingu milli kynja á Norðurlöndunum. Jafnrétti hefur náð tiltölulega langt á stjórnmálasviðinu á Norð- urlöndunum, en hins vegar ekki í atvinnulífinu og verða því skoðuð tækifæri og hindranir á þessum tveimur sviðum, segir í tilkynn- ingu. fifa@24stundir.is Norræna ráðherranefndin Norðurlönd með kynjagleraugum Ekki er marktækur munur á söluhæfileikum fallegra og hinna sem ekki hafa útlitið með sér, að því er niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar sýna. Á vef metroX- press er haft eftir Henriettu Huzell, sem er doktor við háskólann í Karlstad í Svíþjóð, að það sé eink- um í hótel- og veitingabransanum í Svíþjóð sem gerðar séu óraunhæfar kröfur um fegurð. Elva Tryggvadóttir, ráðgjafi hjá Ráðningarþjónustunni ehf., kveðst ekki hafa orðið vör við kröfur um útlit starfsmanna á beinan hátt. „Maður sér það hins vegar á vali milli jafnhæfra umsækjenda, eink- um þegar um afgreiðslustarf í sér- búðum er að ræða. Þá virðist útlit- ið skipta máli. Við höldum engu að síður áfram að senda hina umsækj- endurna í viðtal því að þeir eru al- veg jafnhæfir. Snyrtimennska, klæðaburður og góð framkoma skiptir hins vegar alltaf miklu máli.“ ibs Rannsókn á fallegu afgreiðslufólki Selur ekki meira STUTT ● Hvetjandi Atvinnuþróun- arfélag Vestfjarða hefur yfirtek- ið umsýslu- og rekstur eign- arhaldsfélagsins Hvetjanda, af Sparisjóði Vestfirðinga á Ísa- firði. ● Sirkusnámskeið Börnum og unglingum í Stykkishólmi er boðið upp á frítt sirk- usnámskeið næstkomandi þriðjudagskvöld í Íþrótta- miðstöðinni. Jay Gilligan frá Bandaríkjunum, Mirja Jauhi- ainen frá Finnlandi og Erik Aberg frá Svíþjóð leiðbeina en þau eru öll starfandi sirk- uslistamenn. ● Ermarsund Boðsundsveitin í sjósundi hefur framlengt dvöl sína í Dover í Englandi fram á mánudag og ætlar að gera aðra tilraun til að synda boðsund yf- ir Ermarsund um helgina. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 07.30 Síðasti dagurinn íferðinni hófst með morgunmat á Hótel Skaftafelli við Freysnes. Í þessum hópi voru Sviss- lendingar, Ástralar, Bretar og Frakk- ar sem voru ákaflega heppnir með veður allan tímann. 08.30 Við settumst upp írútuna og lögðum af stað yfir Skeiðarársand. Við komum við á Núpsstað. Áður en við kom- um þangað sagði ég hópnum frá því að á Núpsstað byggi maður að nafni Filippus sem yrði 99 ára gamall í desember og að við myndum vænt- anlega hitta hann á bæjarhellunni. Og ég átti kollgátuna, hann sat á bæjarhellunni eins og hann er van- ur að gera á góðviðrisdögum og þegar þrjár stútfullar rútur af ferða- mönnum voru komnar reis hann upp, settist inn í bílinn sinn og ók eins og rækallinn sjálfur út á þjóð- veginn. Hann Filippus er alveg kýr- skýr og í fullu fjöri þrátt fyrir háan aldur og ferðamönnunum fannst mjög mikið til hans koma. 09.15 Við skoðuðum kap-elluna við Núpsstað. Hún er alveg stórkostleg í sínum einfaldleika og ég nota alltaf tæki- færið þar og kveiki á kertunum á gamla fallega barrokkkertahjálmin- um. Í kjölfarið héldum við áfram yfir Skeiðarársandinn en þess má geta að fram til ársins 1974 var Núpsstaður síðasti staðurinn sem hægt var að keyra til á Suðurströnd- inni, þar sem það vantaði brú til þess að halda áfram eftir þjóðveg- inum. Ég segi stundum að gamni mínu að með tilkomu brúarinnar hafi miðöldum endanlega lokið á Íslandi. 11.30 Við fórum til Víkur íMýrdal og keyptum okkur nesti sem við borðuðum svo úti í guðsgrænni náttúrunni við Reynisfjöru. 13.00 Við fórum að skoðaSkógarfoss. Ég sagði hópnum að prófa að ganga inn í úðann af fossinum því að ef maður gerir það sér maður ekki bara einn heldur tvo eða þrjá regnboga. Þau gerðu það og urðu frá sér numin af hrifningu. Í kjölfarið fórum við að Seljalandsfossi og gengum á bakvið hann, en eftir það héldum við heim á leið. 17.00 Við komum aftur íbæinn, ferðamönn- unum var skilað á hótelin sín og ég hélt heim til mín. Ellefu daga vinnuferð var formlega að baki. Litadýrð við Skógarfoss 24stundir með Rögnu Sigrúnu Sveinsdóttur leiðsögumanni hjá Kynnisferðum ➤ Talar ensku, þýsku, dönskuog frönsku og notar þessi tungumál jöfnum höndum í starfi sínu. ➤ Hefur meðal annars búið íFrakklandi og Austurríki og kennt þýsku í grunnskóla. RAGNA SIGRÚN Heppin með veður „Við fengum glampandi sól og ævintýralega gott skyggni allan tímann.“ Ragna Sigrún Sveinsdóttir Ragna Sigrún Sveins- dóttir, leiðsögumaður hjá Kynnisferðum, hefur í nógu að snúast nú á sum- armánuðum. Hún er ný- komin úr 11 daga ferð um landið með erlenda ferðamenn og heldur af stað í aðra slíka ferð næsta mánudag. 24stundir/Árni Sæberg „Ég smíða eyrnalokka, lyklakippur og hár- spennur úr hornum og beinum,“ segir Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli um þær vörur sem hann býð- ur til sölu á sveitamark- aðinum í Kjós í dag. „Ég smíða hárspennurnar úr hófum en sá efniviður hefur einmitt rétta lög- un,“ segir hann og bætir við að fólk komi saman á markaðnum með heimagerðar vörur sínar til sölu. „Það verður ýmislegt spennandi á boðstólnum, t.a.m. úrval af nautakjöti því það er komin ný kjötvinnsla hérna í sveitina,“ segir hann. Markaðurinn hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 18:00 en meðal þess sem er í boði er nýveiddur fiskur úr Þingvallavatni, prjónavörur, heima- gerð sulta og kæfa. Nánari upplýsingar eru á www.sogumidlun.is. áb Gerir hárspennur úr hófum Karlmaður var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms í Héraðsdómi Vestfjarða í vikunni. Brot ákærða vörðuðu 26 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klám- fenginn hátt sem maðurinn fékk sendar í tölvupósti og vistaði á harðan disk. Sumt efnið var mjög gróft. Í dómnum var tekið tillit til þess að maðurinn hafði ekki komist í kast við lögin áður við ákvörðun refsingar. Auk fangelsisdóms er honum gert að greiða tæpar 130.000 krónur í sakarkostnað. áb Dæmdur fyrir vörslu barnakláms Flogið verður til höfuðborgar Þýskalands, Berlínar og ekið áfram til Dresden þar sem gist er í 3 nætur. Í Dresden er mikið af sögufrægum byggingum og þar verður einnig hægt að kynnast þjóðarbroti, Sorbum, sem búa á þessu svæði, en sérstætt tungumál þeirra og menning eiga í vök að verjast. Eftir áhugaverðar skoðunarferðir í Dresden er haldið aftur til Berlínar, þar sem gist er í 4 nætur, en leiðin þangað liggur í gegnum Spreewald, þar sem upplagt er að fara í skemmtilega bátsferð frá Lübbenau. Skoðunarferð um hina sögulegu Berlín og til Potsdam, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Þýskalands. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 121.920 kr. 21. - 28. ágúst Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r Dresden og s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 10 Berlín

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.