24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 20
24stundir/BMS Kjósarhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananes- hreppur Reykhóla- hreppur Tálknafjarðar- hreppur Súðavíkur- hreppur Bæjarhreppur Húnavatnshreppur Skagabyggð Skagabyggð Akrahreppur Hörgár- byggð Arnarneshreppur Grýtubakka- hreppur Svalbarðs- strandarhreppur Grímseyjarhreppur Aðaldælahreppur Skútustaða- hreppur Svalbarðs- hreppur Langanesbyggð Borgarfjarðar- hreppur Fljótsdalshreppur Djúpavogshreppur Breiðdalshreppur Ásahreppur Mýrdalshreppur Ásahreppur Bláskógabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Flóahreppur Hrunamannahreppur Seyðisfjarðar- kaupstaður Vopnafjarðarhreppur Þingeyjarsveit Tjörneshreppur Sveitarfél. Skagaströnd Blönduósbær ÁrneshreppurBolungarvík Vesturbyggð Stranda- byggð Dalabyggð Grundarfjarðarbær Hvalfjarðarsveit Helgafellssveit Skorradalshreppur Skaftárhreppur Svöruðu játandi Svöruðu neitandi Óvissir/neituðu að svara Náðist ekki í Sveitarfélög með 500-1000 íbúa Sveitarfélög með 100-500 íbúa Sveitarfélög með undir 100 íbúa Svör í sveitarfélögum með innan við þúsund íbúa Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Kristján Möller samgönguráðherra hefur við ýmis tækifæri viðrað þá skoðun sína að auka beri lágmarks- íbúafjölda sveitarfélaga úr fimmtíu í eitt þúsund. Athygli vakti þegar hann hélt fram þessari skoðun á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í vor. „Áhugi minn á þessu hefur ekki dalað,“ segir Kristján. „Hann hefur frekar aukist þar sem ég hef fengið jákvæð viðbrögð við hugmyndinni, meðal annars á landsþinginu í vor. Við erum um þessar mundir að vinna að útfærslu hugmyndarinnar í ráðuneytinu og að fara yfir sveit- arstjórnarlögin.“ Hann segir ekki tímabært að tjá sig um það að svo stöddu hvort frumvarp að lagabreytingu í þessa átt verði lagt fram næsta vetur. 24 stundir hafa undanfarnar vik- ur hringt í sveitarstjóra og oddvita á landinu, eða staðgengla þeirra þegar við átti. Hringt var eftir lista frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga og viðkomandi spurður hvort honum fyndist að setja ætti reglur um að íbúafjöldi í sveitarfélaga yrði að vera a.m.k. eitt þúsund. Fleiri á móti en með Viðmælendur gátu svarað „já“, „nei“, eða „óviss“. Játandi svöruðu 24, en 33 neitandi. Saman í flokk voru settir þeir sem neituðu að svara eða sögðust óvissir, en þeir voru 10. Ekki náðist í fram- kvæmdastjóra eða staðgengla hjá 12 sveitarfélögum. Sveitarfélögin á landinu voru 79 þegar lagt var af stað með könnunina, en síðan hafa sveitarfélög Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar verið sameinuð undir nafni Þingeyjarsveitar. Af þeim sem tóku afstöðu svör- uðu um 58% játandi en 42% neit- andi. Af þessum 33 sem svöruðu neitandi, voru 27 talsmenn sveitar- félaga þar sem íbúar eru innan við eitt þúsund. Því skal þó haldið til haga að einhverjir þeirra sem svöruðu neit- andi sögðu rétt að hækka lág- markstöluna úr fimmtíu, án þess að vera sammála tölunni sem ráð- herra hefur nefnt. Í flokki þeirra sem voru óvissir um afstöðu sína til hugmyndar ráðherrans voru einnig einhverjir sem töldu núverandi lágmarksfjölda of lítinn. Kristján segist vilja auka lág- marksíbúafjölda sveitarfélaga til að styrka rekstur þeirra og gera þau betur í stakk búin til að takast á hendur nauðsynlega stjórnsýslu. „En þetta er ekki síður hugsað til að undirbúa frekari verkefnafærslu frá ríki til sveitarfélaga,“ segir hann. Fleiri verk til sveitarfélaga Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks segir að stefnt „verði að því að færa ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða frá ríki til sveit- arfélaga.“ Kristján segir verkefna- hópa um þessar mundir vinna að útfærslu þessa markmiðs. „Það er sæmileg bjartsýni um að þetta tak- ist á kjörtímabilinu, en til þess þurfa sveitarfélögin öll að vera í stakk búin til að taka við mála- flokkunum.“ Sveigjanleg mörk Nokkrir viðmælendur 24 stunda töldu ekki heppilegt að miða íbúa- fjöldann við ákveðna lágmarkstölu. Í mörgum tilfellum væru til að mynda landfræðileg takmörk fyrir því hversu mikið sveitarfélag gæti stækkað, og því sögðu einhverjir heppilegra að stjórnvöld teiknuðu einfaldlega upp sveitarfélagamörk en að miða við ákveðinn lágmarks- fjölda. Kristján segir vel koma til grein að mörkin verði sveigjanleg, þegar Sveitarfélög stækki til að taka við verkefnum  Talsmenn lítilla sveitarfélaga eru mótfallnir því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga hækki í eitt þúsund ➤ Samkvæmt núgildandi sveit-arstjórnarlögum er lágmarks- íbúatala sveitarfélags 50 íbúar. ➤ Kristján Möller samgöngu-ráðherra hefur lagt til að tal- an veði hækkuð í eitt þúsund. ➤ Af 78 sveitarfélögum á Íslandieru 46 með innan við þúsund íbúa. LÁGMARKSÍBÚAFJÖLDI a „Við erum um þess- ar mundir að vinna að útfærslu hugmynd- arinnar í ráðuneytinu og að fara yfir sveitarstjórn- arlögin.“ Skiptar skoðanir eru um hugmynd Kristjáns Möll- er samgönguráðherra, um að hækka lágmarks- íbúafjölda sveitarfélaga úr fimmtíu í eitt þúsund. Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun 24 stunda virðast fleiri fram- kvæmdastjórar sveitarfé- laga andvígir hugmynd- inni en fylgjandi henni. Þeir sem eru andvígir hugmynd ráðherrans eru í langflestum tilfellum hjá sveitarfélögum með innan við eitt þúsund íbúa. Kristján Möller samgönguráðherra 20 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir FRÉTTASKÝRING frettir@24stundir.is a Við ætlum sveitarfélögum, sem eru of lítil til að taka við þessum stóru verkefnum, að þau hefji samstarf annaðhvort á fjórðungsvísu eða með því að tengja sig við stórt sveitarfélag.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.