24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 48
24stundir ? Ég hef oft hugsað um eftirfarandi.Bæði myndavélin og hljóðritinn vorufundin upp á 19. öld. Menn hafa því tek-ið myndir og fangað hljóð í vel á aðraöld. Auk þess höfðu menn málað ogskrifað nótur fyrir þann tíma. Það máþví segja að nútímamaðurinn eigi nokk-uð góðan aðgang að fortíðinni hvað varðar mynd og hljóð. En hvað með lykt? Það er fátt sem vekur upp jafnsterk þátíðarhughrif og lykt. Jafnvel harðir handrukkarar tárast ef þeir finna lykt sem minnir þá á ömmu sína. Sjálfur fór ég inn í teppabúð um daginn og fann þá lykt af teppalími sem ég hafði ekki fund- ið síðan ég var 10 ára en þá var ég ein- mitt mikið staddur í teppabúðum með foreldrum mínum. Áður en varði helltist öll barnæska mín yfir mig og ég endur- lifði á nokkrum mínútum heilu dagana frá þessu skeiði. Ég ætla að passa mig að ofnota þetta ekki, en ég mun örugglega kíkja inn í teppabúð aftur eftir nokkur ár til að endurlifa þetta. En hvernig er staðan með að fanga lykt? Er langt í lyktarvél, þ.e. tæki sem virkar eins og myndavél en tekur upp lykt í staðinn? Ætli það verði til lista- menn í að fanga lykt og líka auglýs- ingalyktarfangarar? Verður þetta kannski bara á færi fagmanna og stúdíó til að fanga lykt verði svipuð og fullkomin hljóðupptökuver? Ætli fólk gefi þá út lyktarplötur og fylgi þeim eftir með lykt- argjörningum á sviði, svokölluðum lykt- leikum? Lyktleikar Bergur Ebbi Benediktsson hnusar og bíður. YFIR STRIKIÐ Er langt í lyktartæknina? 24 LÍFIÐ Dísa Jakobs heldur senn í sitt fyrsta tónleikaferðalag um landið. Hún segist luma á afar góð- um gítarleikara. Dísa Jakobs í tón- leikaferðalag »46 Hver man ekki eftir American Pie eða Dazed and Confused? Þessar og fleiri koma til greina sem bestu myndirnar. Bestu menntaskóla- myndir Hollywood »42 ● Upphitun í PS1 í New York „Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin af lista- stofnuninni PS1. Á henni er að- allega lögð áhersla á jaðarhljóm- sveitir og tilraunakennda tónlist en á undan okkur mun t.d. stíga á svið þeramín leikari. Við ætlum mestmegnis að spila ný lög eftir mig sem hafa ekki verið gefin út en einnig lög af plötunni Tonk Of The Lawn,“ segir Egill Sæ- björnsson sem kemur fram ásamt hljómsveitinni Flís á Warm up- tónlistarhátíðinni í New York í dag. ● www.ferda- langur.net „Vefsíðunni er ætlað að veita upplýsingar fyrir ferðalanga sem hafa gaman að því að ferðast sjálfstætt,“ segir Margrét Gunnarsdóttir, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, höfundur verkefnisins. Hún bæt- ir við að það sé andstæða svo- kallaðra pakkaferða. „Þetta byrj- aði sem áhugamál en framundan er að veita ferðaráðgjöf,“ segir hún en tekur fram að tilgang- urinn sé að benda á ódýrari og sjálfstæðari valkosti fyrir skipu- lagningu ferðalaga fólks. ● Tilhlökkun „Nú er ég bara ber að ofan að safna brúnku í minigolfi með krumpuðum eldriborgarakell- ingum. Þær eru samt lítið að spila, horfa bara á mig,“ segir Egill „Gillzenegger“ Ein- arsson, sem staddur er í Portúgal, en Merzedes Club mun spila á Club Kiss í kvöld. Hann segist ekki vera með hnút í maganum. „Ég hef aldrei fengið svoleiðis og þetta eru auðvitað orðnir svo þaulreyndir tónlistarmenn í bandinu að við hlökkum bara til.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við www.rumfatalagerinn.is Sumar ÚTSALA ! AFSLÁTTUR AF ÖLLUM GARÐHÚSGÖGNUM OG SESSUM! 20-50% Kvikmyndina Hellboy: The Golden Army, skortir helst gott handrit og nokkra nasista, að mati gagnrýnanda 24 stunda. Vítisdrengurinn undir væntingum »43

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.