24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 25ATVINNAstundir Auglýsingasíminn er 510 3728 og 510 3726 Umboðsmaður Umboðsmann vantar á Ísafjörð Upplýsingar veitir Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569-1376 eða 669-1376 milli kl 8 og 16 virka daga FGM er 8 ára fyrirtæki í eigu banka, sparisjóða, greiðslukortafyrirtækja og Seðlabanka Íslands. Hjá því starfa 10 starfsmenn sem sinna margvíslegum verkefnum sem snúa að upplýsingatækni og öðrum sviðum er viðkoma rafrænni greiðslumiðlun á Íslandi. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á www.fgm.is Logi Ragnarsson, framkvæmdarstjóri, netfang: logi@fgm.is og Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, netfang: holmar@fgm.is Sími: 458 0000. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn á starfsumsokn@fgm.is Umsóknarfrestur er til 5. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið veita: VIÐSKIPTALÖGFRÆÐINGUR Fjölgreiðslumiðlun óskar eftir viðskiptalögfræðingi eða talnaglöggum lögfræðingi til starfa. Starfssvið: Umsjón með samningum við viðskiptavini félagsins og þjónustuveitendur þess. Umsjón og eftirlit með Jöfnunarkerfi FGM. Samskipti við opinberar eftirlitsstofnanir. Ýmis önnur tilfallandi verkefni á sviði lögfræði og viðskipta. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði viðskiptalögfræði eða lögfræði, framhaldsmenntun er kostur. Þekking og reynsla af samningarétti, samningagerð og samkeppnisrétti. Frumkvæði, færni og metnaður. Talnagleggni, nákvæmni og öguð vinnubrögð. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Hjá Fjölgreiðslumiðlun er fjölskylduvænt starfsumhverfi hjá fyrirtæki í eigu helstu fjármálafyrirtækja á Íslandi. Umboðsmaður Umboðsmann vantar í Ólafsvík Upplýsingar veitir Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569-1376 eða 669-1376 milli kl 8 og 16 virka daga Umboðsmaður Umboðsmann vantar á Laugavatn Upplýsingar veitir Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569-1376 eða 669-1376 milli kl 8 og 16 virka daga Jafnvel þótt þú sért dipló- mati og friðarsinni fram í fingurgóma, öllum líki vel við þig og bjóði þér í af- mælið sitt – þá eru slíkar dyggðir ekki öllum gefnar. Stundum getur andrúms- loftið á vinnustaðnum orðið óbærilegt ef einhverjir tveir starfsmenn þola ekki hvorn annan. Þegar skotin ganga á milli Jóns og Gunnu, eins og þau hafi verið gift í fimmtíu ár – eða það sem verra er, ef þau nota hvert tækifæri til að baktala hvort annað og grafa undan störf- um og trúverðugleika hvors annars á vinnustaðnum. Þá getur starfsánægjan farið fyrir lítið. En hvað er til ráða? Hér kemur til kasta yfirmannsins. Í fyrsta lagi er betra að taka á vandanum fyrr en seinna. Sé stormurinn í vatnsglasinu nú þegar orð- inn að hvirfilbyl skaltu leiða Jón og Gunnu saman, ein- hvers staðar þar sem aðrir heyra ekki til. Gerðu þeim grein fyrir því að samskipta- örðugleikar þeirra séu farnir að hafa slæm áhrif á vinnu- félagana og andrúmsloftið á vinnustaðnum. Þau verði því að taka á sínum málum. Um leið má ekki gleyma því að minna þau á það hversu verðmætir starfsmenn þau séu. Segðu þeim að þú sért sannfærð/ur um að þau geti náð að horfa fram hjá því sem greinir þau að og vinna saman. Að þeim þurfi ekki endilega að líka hvoru við annað en að þú ætlist til þess að þau vinni saman í sátt og samlyndi. Taktu af þeim loforð um að þau muni leggja sig fram um það. Gerðu þeim grein fyrir því hversu alvarlegt málið er og gefðu þeim nokkra val- kosti: Að ráða fram úr þessu sjálf. Að ráða fram úr þessu með þinni aðstoð, hitta þig aftur og fara yfir stöðuna. Að fá utanaðkomandi ráðgjöf. Neiti þau að vinna saman þá jafngildir það uppsögn. Ef Jón og Gunna lofa öllu fögru og bjóðast til að leggja sig fram um að bæta ástandið skaltu hæla þeim fyrir viðleitnina. Ítrekaðu að þú gerir ráð fyrir að þetta vandamál sé hér með úr sögunni. Þegar vinnufélagarnir hata hvern annan Stillt til friðar á vinnustað

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.