24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir Allt að 11 ára framleiðslu- ábyrgð á bílskúrshurðum REK ehf · Akralind 6 · 201 Kópavogur · Sími 5334000 · rek@rek.is · www.rek.is BÍLSKÚRS- OG IÐNAÐARHURÐIR Gæði á góðu verði ingahúsið Staðinn – náttúrulega í desember árið 2006. Forðumst aukefni Þar á bæ er lögð áhersla á hollan mat úr góðu hráefni. „Hingað kemur margt fólk sem er ekki endilega grænmetisætur en er far- ið að spá meira í hvað sé í matn- um. Oft er búið að setja svo mikið af aukefnum í matinn sem maður kaupir úti í búð,“ segir Inga Lóa. „Við erum með eins mikið af líf- rænum vörum og við getum og reynum að forðast öll aukefni eins og heitan eldinn,“ bætir hún við. Auk þess að bjóða upp á mat er hægt að fá kökur, skyrdrykki og ýmislegt annað á staðnum. Þá seg- ir Inga Lóa að aukinn áhugi sé á hráfæði. „Við höfum getað útbúið eitthvað handa þeim sem eru á hráfæði. Við erum mjög „líbó“ af því að við skiljum þá sem vilja vera spes,“ segir hún. Blandar saman uppskriftum Inga Lóa stendur sjálf vaktina í eldhúsinu á Staðnum. „Ég er mjög mikið fyrir tilraunir í eldhúsinu. Ég hef uppskriftir til hliðsjónar og hef mjög gaman af að skoða upp- skriftir og blanda oft saman nokkrum og smakka svo til. Ég á mjög erfitt með að fara beint eftir uppskriftum því að þetta er allt í höfðinu á mér,“ segir Inga Lóa sem deilir engu að síður þremur einföldum uppskriftum með les- endum 24 stunda. Inga Lóa leggur mikið upp úr hollustunni Hollustan í öndvegi Inga Lóa Birgisdóttir á Staðnum – náttúrulega forðast aukefni eins og heitan eldinn en leggur þess í stað mikið upp úr hollum og lífrænum mat- vælum. Forðast aukefni Inga Lóa Birgisdóttir forðast aukefni í mat eins og heit- an eldinn en leggur þess í stað mikið upp úr líf- rænum matvælum. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is „Ég hef alltaf haft áhuga á græn- metisfæði og fundist það mjög gott. Þar sem það var enginn grænmetisstaður á Akureyri varð einhver að gera eitthvað í því,“ segir Inga Lóa Birgisdóttir sem opnaði ásamt vinkonu sinni veit- Þeir sem kunna að meta ferskt ís- lenskt hráefni hugsa sér gott til glóðarinnar þessa dagana enda af nógu að taka. Fyrstu kartöflurnar eru komnar í verslanir sem og ýmsar aðrar grænmetistegundir. Veiðimenn halda til byggða með nýveiddan lax eða silung í poka- horninu og víða spretta krydd- jurtir á svölum og í mat- jurtagörðum. Þá er þess ekki langt að bíða að matsveppir fari að stinga upp kollinum og ber taki að spretta á runnum og lyng- breiðum. Árstíð sælkera runnin upp Forréttur fyrir fjóra. Hráefni: 1 lítið blómkálshöfuð 2 tsk. töfrakrydd frá potta- göldrum 1 tsk. villijurtir frá Potta- göldrum 1 hvítlauksgeiri. Pressaður Smá sjávarsalt 2 msk. rifinn jurtaostur Aðferð: Setjið blómkálshöfuðið í ofn- skúffu með smá vatni (um 1 sm). Blandið saman hvítlauknum og kryddinu og nuddið ofan á blómkálið. Stráið því næst ostinum yfir og bakið í ofninum við 100°C í 15 mínútur. Skerið í 4 parta og leggið á lít- inn disk með salatblaði á. FORRÉTTUR Gufusoðið blómkál með rifnum jurtaosti 24stundir/Hjálmar Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Alois Lageder Pinot Bianco Haberlehof 2005. Opinn ilmur af eplum og ferskjum með mjúkum kryddtónum og vott af banönum. Fíngert í munni með rauðum eplum, sítrus og örlitlum vínberjakeim. Milliþungt og þurrt með rúnaða sýru og ferskan endi. Þrúga: Pinot Bianco. Land: Ítalía. Hérað: Alto Adige. 1.784 kr. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Hingað kemur margt fólk sem er ekki endi- lega grænmetisætur en er farið að spá meira í hvað sé í matnum. Oft er búið að setja svo mikið af aukefnum í matinn sem maður kaupir úti í búð. matur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.