24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 19.07.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 24stundir. Í Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@24stundir.is Niðursveiflan sem óneitanlega stendur yfir í íslensku efnahagslífi, virðist ekki hafa dregið úr golf- áhuga landsmanna, en golfvöru- verslanir kvarta alltént ekki undan dræmri sölu í sumar. Rafn Stefán Rafnsson, verslun- arstjóri hjá Nevada Bob, segir litla breytingu á fjölda viðskiptavina frá því í fyrra. „Framfarir í hönn- un og smíði golfkylfa eru miklar ár frá ári og finna flestir hjá sér þörf fyrir að endurnýja settið á nokk- urra ára fresti. Reyndar skipta þeir hörðustu um sett á hverju ári, en líklega er meðaltalið nær fimm ár- um.“ Verja sumrinu innanlands Vignir Freyr Andersen, einn eigenda Hole In One, segir við- skiptin í ár vera meiri en í fyrra, ef eitthvað er. „Mín tilfinning er sú að við núverandi aðstæður skeri fólk frekar niður í utanlandsferð- um og fresti stærri útgjöldum og vilji frekar verja sumrinu með fjöl- skyldunni hér á landi. Heilu fjöl- skyldurnar koma hingað til að búa sig undir sumarið og fá allir golf- sett við sitt hæfi.“ Nú stendur yfir Opna breska meistaramótið í golfi og segja þeir Rafn og Vignir að áhugi á íþrótt- inni aukist alltaf þegar stórmót séu í sjónvarpinu. „Fólk sér nýja kylfu eða fatnað í sjónvarpinu og langar að eignast það sjálf,“ segir Rafn. Vignir bendir á að um þessar mundir standi einnig yfir meist- aramót hjá mörgum golfklúbbum íslenskum og því fylgi mikil aukn- ing viðskipta hjá golfverslunum. Góð hreyfing Segir hann að undanfarin ár hafi áhugi á golfíþróttinni aukist mjög mikið og viðhorf almennings til íþróttarinnar hafi breyst. „Menn, sem áður litu á golf sem dægradvöl fyrir eldra fólk og sögð- ust myndu taka upp kylfuna þegar þeir kæmust á eftirlaun, eru nú haldnir brennandi áhuga á íþrótt- inni. Golf er góð hreyfing og skemmtileg tómstund, enda er aldur afstæður í golfi.“ Garðar Eyland, framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, seg- ir svipaða sögu, en hann segir nær stanslausa umferð hafa verið á golfvöllum klúbbsins í sumar. „Vellirnir voru opnaðir í byrjun maí og þann tíunda júlí höfðu ver- ið spilaðir um 40.000 hringir á þeim samanlagt, sem er umtals- verð aukning frá því í fyrra, enda eru vellirnir í mun betra ástandi nú en þá.“ Miguel Angel Jimenez Lemur upp úr gloppu á Opna breska mótinu. Frekar aukning en samdráttur  Þrátt fyrir að talað sé um samdrátt í efnahagslífinu bera eig- endur golfvöruverslana sig vel  Segja verslun meiri í ár en í fyrra ➤ Áhugi almennings á golfihefur aukist til muna und- anfarin ár og fjölgar þeim stöðugt sem stytta sér stund- ir á vellinum. ➤ Eigendur golfvöruverslanasegja sölu síst hafa dregist saman í sumar samanborið við árið á undan, þrátt fyrir yfirstandandi efnahagslegar þrengingar. AUKINN ÁHUGI MARKAÐURINN Í GÆR              !" #$$                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  01 2     345    61    '    '7.   .8 1  *9 / 01, , :  ,      ; 1    ;     ,/  !  "                                                                 :,   0 , <   " & 3>? @A3 3B@ ?CD ?4 D5@ 4CD ?3A BAA A4D CD? 5BC >3B ?? 5@4 B 34A D@3 ? 3A4 A5? 4?5 5AD @@> 5@@ 4 4A3 A44 @>D C33 5B D@D @?5 5 BDC C@5 5C> + A ?AA 4>D C @D@ 4?A 3 A>C 4D? + + + ?3@ @AB ?4A + + 4EB4 5E45 @CE>5 4E35 ?5EA5 ?CE@5 ?4E45 D?DEAA @3EA5 B4E5A 3EA5 >E5? ?E5C B4E>A + ?>CEAA ?C>5EAA @A?EAA ?CCE5A + + + C3@AEAA ?AEAA + 4E>? 5E4B @5E?5 4ECA ?5E?A ?CEC5 ?4EBA D?BEAA @3E?A BDE5A 3E?A >E5> ?E54 BDE5A ?EC> ?>DEAA ?5ACEAA @A5EAA ?CDEAA @@EAA + BE5A C3B5EAA + 5E5A ./  ,  ? 3 5 C> 34 ? 3 CC @D 5 3 ?A ? @ + + ? ?4 D + + + ?? + + F  , , ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB > D @AAB ?D D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?B D @AAB ?4 D @AAB 4 ?@ @AAD 3 4 @AAB ?B D @AAB ?5 D @AAB D 3 @AAB ● Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 0,13% í við- skiptum gærdagsins og var loka- gildi vísitölunnar 4.163,03 stig. ● Bréf Føroya Bank hækkuðu mest bréfa í Kauphöllinni, eða um 4,26% og þá hækkuðu bréf Eikar Banka um 2,50%. Bakkavör hækkaði mest íslenskra félaga, eða um 1,01%. ● Bréf SPRON lækkuðu mest í viðskiptum gærdagsins, eða um 1,61% og þá lækkuðu bréf Teymis um 1,28%. ● Heildarvelta í Kauphöll nam 11,8 milljörðum króna, þar af námu viðskipti með skuldabréf 9,1 milljörðum króna og velta með hlutabréf á Aðallista nam 2,5 milljörðum króna. Af einstökum félögum var velta langmest með bréf Kaupþings og nam hún 1,3 milljörðum króna. Heimsmarkaðsverð á olíu hækk- aði eilítið í gær eftir miklar lækk- anir í vikunni, en um miðjan dag í gær stóð verð á Brent norður- sjávarolíu í 131 dal á fatið og hafði hækkað um 0,87% frá upp- hafi dags. Frá síðasta föstudegi hefur olíu- verð hins vegar lækkað um 15 dali, 10,3%, sem er mesta lækkun í 18 ár. Lækkunin er m.a. rakin til minnkandi eftirspurnar í Banda- ríkjunum. bó Olían mjakast upp á við Fyrir ári, hinn 18. júlí 2007, náði íslenska úrvals- vísitalan hápunkti sínum frá upphafi og var 9.016 stig við lokun markaða þann dag. Lokagildi vísitöl- unnar í gær var 4.163 stig og hefur hún því lækkað um 53,8% á þessum tólf mánuðum. Í Morgunkorni greining- ardeildar Glitnis er bent á að rétt tæpum mánuði fyrr, þann 22. júní 2007 birtist toppurinn á ísjakanum þegar bandaríski fjárfestingabankinn Bear Ste- arns tilkynnti að tveir sjóðir bankans myndu engri ávöxtun skila. Íslensk hlutabréf tóku ekki að dala svo um munaði fyrr en leið á haust- ið. Í nóvember lækkaði úrvalsvísitalan um 13,9% sem var mesta lækk- un á einum mánuði. Þá hefur fjöldi afskráninga sett sitt mark á kaup- höllina og umfjöllun tengda henni, auk þess sem nýskráningum hefur verið seinkað eða jafnvel aflýst. hþ Ár liðið frá hápunktinum Nintendo Wii-leikjatölvan tók í júní fram úr Xbox 360 leikjatölvu Microsoft í samanlagðri eintaka- sölu. Er Wii því nú vinsælasta leikjatölva Bandaríkjanna af nýj- ustu kynslóð slíkra tölva. Frá því að tölvan kom fyrst á markað, í nóvember 2006, hafa 10,9 milljónir eintaka selst af Wii- tölvum í Bandaríkjunum, sem er rétt yfir heildarfjölda seldra Xbox 360 tölva. Þá gerir Nintendo ráð fyrir að selja í ár fleiri eintök af Wii-tölvunni en Sony muni selja af sínum leikjatölvum. bó Nintendo fram úr Xbox 360 Sony Ericsson farsímaframleið- andinn ráðgerir að segja upp 2.000 manns á næstu tólf mán- uðum. Uppsagnirnar verða um heim allan og eru hluti af hag- ræðingaráætlun sem ætlað er að spara 300 milljónir evra. Afkoma Sony Ericsson á öðrum ársfjórðungi nam ekki nema 6 milljónum evra, en við 220 millj- ónum á sama tímabili í fyrra, sem er 97% samdráttur. Sölutekjur drógust saman um 9,4% á tíma- bilinu. hþ Uppsagnir hjá Sony Ericsson FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Flestir finna hjá sér þörf fyrir að endurnýja golfsettið á nokkurra ára fresti, þeir hörðustu á hverju ári, en meðaltalið er nær fimm árum. SALA JPY 0,7452 0,18% EUR 125,84 1,03% GVT 160,83 1,01% SALA USD 89,36 1,25% GBP 158,44 0,76% DKK 16,687 1,01%

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.